Alþýðublaðið - 19.10.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.10.1929, Blaðsíða 3
'AliÞ YÐUÐb AÐIÐ I Beztu egipzka cigaretturnar í 20 stk. pökk- um, sem kosta kr. 1,25 pakkinn, eru: S Soussa ssa I E32 632 Gigfaretfur ^ frá Nieolas Soussa fréres, CairO. Einkasalar á íslandi: Tóbaksverzlun íslands h< lirO. g I Ræjarstjórnarfréttir. Fátækramál. Á síðasta bæjarstjómarfundi spurðist Stefán Jóhann Stefáns- son enn á ný fyrir um, hvað liði tillögum frá fátækranefnd um eftirgjafir fátækrastyrks sam- kvæmt ákvæðum fátækralaganna, sem ætlast til þess, að þeir, sem þegið hafa styrkinn af óviðráð- anlegum ástæðum, fái hann eftir- gefinn og fái aftur mannréttindi, sem þeir hafa verið sviftir, svo sem kosningarrétt og kjörgengi. —- Á næsta bæjarstjórnarfundi áður, 3. október, lét Knútur borg- arstjóri svo, sem fátækranefndin ætlaði að halda sérstakan fund um það mál. Ekki hefir enn ból- að á þeim fundi. Og nú þagði Knútúr eins og steinn við fyrir- spurninni. Hvað skyldi honum takast að draga málið lengi á langinn ? Vitnísbnrðir borgarst jórans urðu ekki samhljóða. Á bæjarstjórnarfundinum 3. okt. taldi Knútur það meöal tor- merkja á því, að bærinn neytti forkaupsréttar síns að erfðafestu- landi Helga Magnússonar, að honum myndi þá skylt að kaupa húsin með, sem á því hafa verið reist. Nú lágu fyrir síðasta bæj- arstjórnarfundi beiðnir frá Grím- úlfi Ólafssyni um leyfi til að reisa gripahús á erfðafestulandi Dollar. Húsmæður, hafið hug- fast: að DOLLAR er langbezta þvottaefnið og jafn- framt það ódýrasta í notkun, að ÐOLLAR er algerlega óskaðlegt (samkvæmt áður auglýstu vottorði frá Efnarannsóknarstofu ríkisins). Heildsölubirgðir hjá: Halidóri Biriksspi, hans, Þvottamýrarbletti II, og inngönguskúr við íbúðarhúsið þar. Haraldur Guðmundsson spurðist þá fyrir um, hvort bær- inn væri skyldur til að kaupa hús, sem hann leyfði að reisa á erfðafestulöndum, ef hann neytti síðar kaupréttar síns á erfða- festulöndunum. Nú svaraði Knút- ur, að svo væri ekki samkvæmt yngri erfðafestusamningunum; en nú er samningurinn við Helga Magnússon frá 1919 og er með- al þessara yngri samninga. Þar sem borgarstjórinn var þannig orðinn tvísaga um málið, beindi Haraldur því til fasteignanefndar- innar, að hún leiti sér upplýsinga um málið fyrir næsta fund, svo aö sannleikurinn komi í ljós, og athugi, hvort gera þurfi breyt- ingar á erfðafestusamningagerð- um. Þegar bærinn neytir for- kaupsréttar, sé rétt, að erfða- festuhafi fái að halda eftir hæfi- legri spildu sem byggingarlóð, ef hann á hús á blettinum, og er þá vel séð fyrir hans hag. (Frh.) tJm daglnn og veginn. Næturlæknir er í nóttEinarÁstráðsson, Smiðju- stig 13, sími 2014. ^ i; Uj isd , 4 „Dagsbiúnar“-fiindur er í kvöld kl. 8 í templarasaln- um Bjargi við Bröttugötu. Verða þar rædd félagsmál, mjólkurmál Reykjavíkur og hvort stefna bæjar- stjórnarinnar í jarðræktarmálunum sé rétt. Þetta eru mál, sem alt verkafólk í Reykjavík varðar, og ættu félagsmenn að sækja fundinn vel. Danz-skemtun heldur S. G. T. í kvöld. Verða danzaðir þar eldri danzarnir. Hefir blaðið verið beðið að minna á það. Á morgun kl. 3 ætlar Ólafur Friðriksson að halda fyrirlestur sinn i Gamla- Bíó um Kamban og kvenfólkið. Ólafur er nú stundum skemtilegur, eins og menn vita, en það er bú- ist við, að hann verði það venju- fremur í þetta sinn. r i Til Hafnarfjarðar V í f ilstaða Ennfremur eru bifreiðaferðir til Þeir sem eitt sinn reyna viðskiftin verða framvegis fastir viðskiftamenn hjá n 'erjum :a. - eru áætlunarferðir á hverjum k 1 u k k u t fm a daglega, á hverjum degi þrisvar á 'dag. Stelndðri. I i Sigurður Skagfield söng í gærkveldi i Nýja-Bíó fyrir fullu húsi. Honum var klappað mikið lof og mörg lögin varð hann að endurtaka. Hann endur- tekur söngskemtun sina á morgun kl. 3V2- Signe Liljequist veiktist í gær og gat því ekki sungið í gærkveldi. í þess stað syngur hún á mánudagskvöldiðf Aðgöngumiðar eru næstum upp- seldir. Þeir, sem ekki geta þá notað aðgöngumiða, sem þeir keyptu til gærkveldsins, eru beðnir að skila þeim í dag í Hljóðfærahúsið. Heilsufarsfréttir. (Frá skrifstofu landlæknisins.) Vikuna 6.—12. okt. var heilsufar hér í Reykjavík svipað og næstu viku áður. Veiktust 78 af háls- bólgu, 48 af kvefsótt, 26 af iðrakvefi og 2 af taugaveiki. Þá viku dóu 8 mpnns í borginni, þar með talið eitt andvana fætt barn. Veðrið. ÖKl. 8 í morgun var 5—0 stiga hiti, 5 stig hér í Reykjavík. Ot- lit á Suðvesturlandi vestur yfir Faxaflóa: Suðvestanátt í dag, sumsstaðar allhvöss og regn. I nótt verður sennilega vestan- eða norðvestan-átt. 70 ára afmæli á í dag frú Guðfinna Sæ- mundsdóttir, Urðarstíg 7 A (Kambi). Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Ásta Hannesdóttir og Guðmar Stefáns- son bifreiðarstjóri. Heimili þeirra verður á Lindargötu 8B. „Spanskflugan" verður leikin annað kvöld kl. 8V2 við lækkuðum aðgangseyri. Þetta er fjörugur og hressandi leikur — og leikendur fara flestir ágætlega með hlutverk sín. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séfa Bjarni Jónsson, kl. 2 barna-guðsþjónusta séra Friðrilc Hallgrímsson, kl. 5 séra Fr. H, í fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. í Landakotskirkju og Spítalakirkjunni í Hafnarfirði kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. — Samkoma Sjómannastofúnnar í Varðarhúsinu kl. 6 e. m. Guðrún Lárusdóttir talar. Hefir blaðið verið beðið að geta þess, að sjó- mannakonur séu sérstaklega vel- komnar. Samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 e. m. Allir velkomnir. Kennarar við barnaskóla. Hallsteinn Hinriksson hefir ver- ið settur leikfimiskennari við barnaskólann í Hafnarfirði. Til Strandarkirkju. Frá N. N. 2 kr. Formaður Dýraverndunarfélags íslands, Þorleifur Gunnarsson, hefir rit- að lögreglustjóra af tilefni grein- arinnar „Svívirðileg meðferð á skepnum" eftir K. J., er birtist £ Alþýðublaðinu s. I. miðvikudag, og krafist lögreglurannsóknar á því, hvernig meðferð hrossin hafi sætt. Gunnar Sigurðsson frá Sela- læk, en hann var eigandi hross- anna, hefir tjáð ritstjóra Alþýðu- blaðsins, að hann muni og krefj- ast lögreglurannsóknar af tilefni greinarinnar. Er það vel, að öll kurl komi til grafar í máli þessu. Slík meðferð á skepnum, sem lýst er í nefndri grein, verðskuldar þyngstu hegningu. Þakklr, votta ég þeim, er sýnt hafa mér hugarhlýju og drengskap við fráfall húsfreyju minnar. Einar Þorkelsson. Bifreiðarslys. Á þriðjudagskvöldið var kl. 9 voru nemendur úr kvölddeild Verzlunarskólans að leika sér á gangstéttinni fyrir utan dyr skól- ans. Hlupu þá tveir af nemend- unum út á götuna, en í því kem- ur bifreiðin G. K. 34 brunandi vestan götuna og lendir á öðr- um þeirra, ólafi Theodórssyni, til heimilis að Laugavegi 157. Bif- reiðin stöðvaðist ekki þegar, og dróst Ólafur með henni að horn- inu á gangstéttinni á móts við Vesturgötu 11. ólafur meiddist töluvert, marðist mikið og særð- ist á öðrum fæti, og er hann dof- inn og máttlítill, en ilt sár kom á ristina' á hinum fætinum. ól- afur liggur rúmfastur. — Alþýðu- blaðið hafði fengið þær upplýs- ingar, að bifreiðin hefði farið ó- lögíega hratt, en’ samkvæmt um- sögn lögreglunnar er ékkert upp- lýst í því enn. Alþýðubókin eftir Halldór Kiljan Laxness mun koma út rétt eftir miðjan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.