Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. sept 195. MORGVNBLAÐIÐ 3 Sr. Bjarni Sigurðsson: Tungu geym vel þína Lord Beatty H. 112 að veiðum. Það er togarinn, sem breiddi bæði yfir nafn og númer á skut og stafni, til þess að villa um fyrir íslenzku varð skipsmönnunum — en það reyndist árangurs- laust. Greina má pokana yfir nafninu. Erlendir togarar hafa skafið fiskimiðin við ísland svo,,samvizkusamlega," að... l'hor Thors skrifar Washingfon Post WASHINGTON, 5. sept. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. — Thor Thors, sendiherra Islands í Bandaríkjunum, sagði í dag, að eilendir togarar, einkum brezkir, hefðu „svo samvizkusamlega skafið“ fiskimiðin við ísland, að íslendingar gætu ekki horft upp á það aðgerðalausir. í bréfi til bandaríska blaðsins Washington Post útskýrði Thor Thors ástæðurnar fyrir því, að Islendingar hafa fært út fiskveiði- lögsögu sína. „Leyfið mér að útskýra, að frá uppháfi 20. aldarinnar hefir hóp- ur erlendra togara einkum brezkra, sem sífellt hefur farið fjölgandi til þessa, þegar hægt er að telja nokkur hundruð þeirra fasta viðskiptávini, svo samvizkulega skafið botninn á fiskimiðum okkar, að telja u.á hættu á eyðileggingu yfirvof- andi. — íslendingar gátu ekki horft aðgerðalausir upp á þetta. Við urðum að hefja að- gerðir“. Thors sagði, að íslendingar hefðu orðið að takmarka kröfur sínar við 12 mílur í samræmj við skoðun alþjóðalaganefndar SÞ og í samræmi við „álit, sem almennt kom fram á ráðstefnu á vegum SÞ um réttarreglur á hafinu“, fyrr á þessu ári í Genf. í bréfinu minntist Thors á bandarisku tillöguna á ráðstefn- unni, þar sem gert var ráð fyrir sex mílna landhelgi að viðbættri sex milna fiskveiðilögsögu með þeirri' takmörkun, að lönd, sem stundað hefðu fiskveiðar á ytra sex mílna svæðinu í a. m. k. 5 ár, myndu halda réttinum til að stunda þar veiðar áfram. „Fjörutíu og fimm þjóðir greiddu atkvæði með þessu og létu þannig í ljós fylgi sitt við meginreglu um 12 mílna fisk- Thor Thors. veiðilögsögu", segir sendiherr- ann í bréfi sínu. „Með því að halda fast við 12 mílur reynumst við trúir meginreglu, sem mikill hluti þjóða heims, er að fjölda eru yfirgnæfandi meirihluti mannkynsins, hefir aðhyllzt". VEGNA þurrkana í sumar á Suðvesturlandi hefur vatnsmagn ið í flestum am minnkað að mun og vafnsforði rafveitnanna því verið minni en venjulega. Ekki er þó ástæða fyrir Reyk- víkinga að óttast rafmagnsskort, því að þrátt lyrir minnkat.di rennsli í Sogirtu er ekki um neinn skort á rafmagni til almennra nota að ræða. Sogsstöðvarnar af- kasta nú um 900000 kwst. á sól arhring, en þarfir almennings- rafveitnanna eru um 650 000 kwst. Afgangsorkuna hagnýtir Áburðarverksmiðjan. Þessar upplýsingar fékk blað- ið í gær hjá Ingólfi Ágústssyni, verkfræðingi Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Meðalrennsli Sogsins í ágúst- mánuði í ár er um 85 tenings- metrar á sekúndu, en meðal- rennsli ágústmánaðar hefur und- anfarin ár verið 103 tenginsmetr ar á sek, Sogið mun þó vera með hagstæðustu ám, er til eru í þessu EINU sinni sem oftar var ég á gangi niður Laugaveg, þegar ég staðnæmdist við búðarglugga, þar sem glæsiiegur varningur var til sýnis. Allt í einu fann ég, að einhverjir voru að skoða í næsta glugga, og er ég litaðist um, sá ég, að þar voru komnir þrfr drengir mállausir á aldrinum 8— 12 ára. Drengirnir töluðu saman á fingramáli og með öðrum bend- ingum, sem ég skildi ekki gjörla, en auðséð var, að þeim var mik- ið niðri fyrir og þótti mjög tilþess koma, sem var á boðstólum. Ég veitti þessum drengjum eins nána athygli og ég gat án þess þó að verða nærgöngull, og það snart mig, svo að ég gleymi seint, hve barnslega glaðir þeir voru, hve fögnuður þeirra var ómeng- aður og hispurslaus, hve augu þeirra tindruðu og yfirbragðið var bjart. Daglega hefi ég séð tal- hinum hagstæðustu ám, vegna lítilla breytinga á rennsli þar. Lægst komst rennslið í sumar nið ur í 82,72 teningsmetra á sek. 27. ágúst, en nú hefur vatnið heldur aukizt við rigninguna í síðustu viku. Þetta er þó ekkert eins- dæmi. Á þurrkaárinu 1951 komst rennslið niður í 78 teningsmetra á sek. í sama mánuði. Þetta minnkandi rennsli stafar af því að í sumar hefur rignt ó- venjulega lítið við Ljósafoss. í júní, júlí og ágúst rigndi 143 mm. en meðalúrkoman þar er 311 mm. á þessum tíma. Hjá ýmsum öðrum rafveitum hefur vatnsforðinn verið lítill. T.d. hefur verið óvenjulítið vatnsrennsli til Andakílsárvirkj- unarinnar og vatnsforðinn í Skorradalsvatni allur verið not- aður. Einnig hefur verið lítið vatns- magn við Laxárvirkjunina við Blönduós. andi jafnaldra þeirra með hýrri há, en svo fölskvalausa gleði, svo silfurtæran fögnuð man ég varla eftir að hafa séð lýsa sér úr ásjónu barna á þeirra reki. Og það rann upp fyrir mér i göngu minni þarna niður Lauga- veginn, að líkast til segðu þessir drengir aldrei ljótt á sínu ófull- komna máli; ónytjumælgi mundi þeim naumast tiltæk né eftirsókn arverð, fremur notuðu þeir mál sitt til að opna hjarta sitt hver fyrir öðrum í fullri hreinskilnL Og ég þóttist sjá í hendi mér. að þeir tjáðu hug sinn án undir- hyggju, en með hógværð hins hjartahreina barns. — Hversu miklu meiri sýnast ekkj mögu- leikar vorir en mállausra? Því ljúfara ætti oss að vera að beita tungu vorri til góðs. Hér mætti þessi gamla spaklega vísa vera oss vísbending og lær- dómur: Vertu í tungunni trúr, tryggur og hreinn í lund. Hugsaðu um það hýr sveinn á hverri stund. ★ ★ Fátt er foreldrum kærari starfi en að fá að kenna barni sínu móðurmálið. Sumir fá aldrei að reyna þá gleði. En forréttindi vor eru fleiri. Með tungu vorri getum vér opnað auðu bræðra vorra og systra fyrir fegurð náttúrunnar og dásemdarverkum guðs; með henni getum vér lýst dagsbrún og dagssetri fyrir blindum; með henni getum vér huggað marga í sorg; með henni getum vér yljað þeim um hjartarætur, erbúa við kulda og basl; með henni get- um vér örvað hugdeiga og hvatt hrösula; með henni getum vér kveðið kjark í veika; með henni getum vér brýnt til dáða. Málið gjörir oss kleift að tjá hug vorn hvert fyrir öðru og treysta vin- áttubönd. Það gjörir oss kleift að vitna um sjálfan guð. ★ ★ Hallgrímur Pétursson kvað: Oft má af máli þekkja manninn, hver helzt hann er, sig mun fyrst sjálfan blekkja, sá með lastmælgi fer; góður af geði hreinu góðorður reynist víst; fullur af illu einu illyrðin sparar sízt. Þannig vitnar tungutak vort um, hvern mann vér höfum að geyma. Eins víst er og hitt, að þú, sem í hví vettna temur þér að mæla aldrei annað en það, sem satt er og rétt, og göfugt, orkar ekki aðeins til góðs á þá, sem þú umgengst, heldur dregur hugur sjálfs þín dám af orðfæri þínu og greypir áhrif sín í sál þína og hjarta — smátt og smátt eins og dropinn holar stein. ¥ * En það er kannski ekki síður vandi að gæta eyrna sinna en tungu, því að allar skæðar tung- ur mundu þagna, ef engin eyru þyrsti í óhróður þeirra. Það hefur líka verið sagt, að visasti vegur til að vér fáum séð oss sjálf með annarra augum, sé að gefa því gaum, hvernig öðrum farast við oss orð. Sá, sem veit, að þú hefur andstyggð á óhróðri og auvirði- legu tali, lítilsvirðir þig ekki með því að mæla svo til þín framar. Þetta geturðu haft til marks um dygð þína. Og þú, sem lest þessi orð til loka, skyldir minntur á þau um- mæli Krists, sem eru burðarás þeirra og uppistaða: Góður mað- ur ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði; þvi að af gnægð’ hjartans mælir munnur hans. Mynd þessi er tekin í fyrradag af tundurspillinum Lagos, sem þann sama dag bættist í hóp herskipanna fyrir Austfjörðum. Er hann langstærstur herskipanna, um 4 þús. tonn. Liðskönnun fer fram í stafni, þegar myndin er tekin, en þá var skipið statt út af Norðfirði. (Ljósm. Mbl. Sig. Klemenzson). Óvenjulítið vatnsmagn í Soginu í sumar Þó enginn skortur á rafmagni til almenningsnota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.