Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐlh Sunnudagur 7. sept. 1958 Stutt heimsókn í bœkistöð Landhelgisgœzlunnar sbrifar ur daglega lifínu 1 Garðar og barnaleiksæði. YRIR skömmu úthlutaði Fegr- unarfélagið sínum árlegu verðlaunum fyrir fegurstu garð- ana í Reykjavík. í úrskurði dóm nefndar segir m. a. svo um verð- launagarðinn á Kvisthaga 23: „Baklóð hússins mjög skemmti- leg og barnaleiksvæði til fyr- irmyndar“. í ræðu sem hinn nýkjörni for- maður Fegrunarfélagsins. Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, hélt þegar verðlaunin voru af- hent, gerði hann m. a. að um- ræðuefni þann misskilning margra, að blómagarðar og bör.i eigi ekki saman. Sagði hann að það hefði einmitt sannazt, að þegar umhverfi væri snyrti- legt, lærðu börnin að ganga vel um. Frú Guðlaug Jónsdóttir, einn af eigendum umrædds garðs, tók mjög í sama streng, þegar ég leit inn í garðinn hennar í gær. Sagð ist hún vita það af eigin reynslu að þetta væri mikið uppeidislegt atriði. Börnin hafa sitt umráða- svæði. Ihennar húsi eru þrjú ung börn þriggja, fimm og átta ára göm ul og kringum húsið hefur nú verið ræktaður fegurstu blóma- garðurinn í bænum. Bæði í fram garaðinum og bakgarðinum eru grasflatir og falleg blómabeð, en því fer fjarri að börnin séu gerð útíæg úr garðinum. Hann er þvert á móti skipulagður þannig, að börnunum er ætlað rúm, ekki síður en fullorðna fólk- inu. í bakgarðinum hafa þau sitt umráðasvæði, grasflöt með sand- kassa og leiktækjum og stétt til að hjóla á. — Auðvitað verður að þrífa of- urlítið kringum börnin, sópa stétt arnar og þiess háttar, sagði frú Guðlaug, en þau ganga líka vel um garðinn og vita hvar þeim er ætlað að vera með félaga sina. Ef það kemur fyrir að brotnar blóm. þá er það af því, að bolti hefur farið í það af hreinni slysni. í hinum endanum á bakgarðin- um er falleg grasflöt, umgirt blómabeðum og trjám og þar eiga börnin áreiðanlega eftir að una sér við að leika crocket eða aðra leiki, þegar þau vaxa upp úr því að moka sandi. Allir í húsinu, ungir sem gaml ir, eiga hlut að þessum fallega garði, og börnin hjálpa til við að rækta hann og halda honum snyrtilegum, eftir því sem aldur þeirra leyfir. Átta ára snáðinn átti t. d. í sumar að skila klukku- tíma vinnu í garðinum á dag. Hann klippti kanta og annað þess háttar og gerði það með ánægju. — Börnin hafa gaman af að eiga sinn þátt í garðvinnunni, ef þau eru aðeins ekki látin vinna lengi í einu, svo að þeim hætti að finn- ast það leikur, sagði frú Guðlaug. Við það verða þau áhugasöm um að gæta gróðurins. Garðurinn við hæfi íbúa hússins. I kringum ofannefnt hús hef- ur sýnilega verið gerður garður til ánægju fyrir alla íbúa hússins, unga jafnt sem gamla. Og þannig á það líka að vera. Garðar eru eingöngu til augna- yndis. Sá hugsunarháttur á sí- fellt meira fylgi að fagna, að garða eigi að útbúa þannig að all ir hafi yndi af að eyða þar tíma sínum. Nú hafa verið settar um það reglur, að ákveðinn hluti af hverjum almenningsgarði verði að vera ætlaður börnunum. Því miður er það þó enn alltof algengt að börnin séu rekin út á götuna, þar sem þau eru í sí- felldri hættu, vegna þess að hús- eigendum er of sárt um garða sína. Efst til vinstri: Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgisgæzlunn ar. Efst til hægri: Kristján Júlíus- son, yfirloftskeytamaður við tæki sín. Neffst: Guðmundur Guðjónsson færir inn á kortið. ★ Á UNDANFÖRNUM árum hefir orðið mikil breyting á allri fram- kvæmd landhelgisgæzlunnar, svo tæplega kemur nokkur saman- burður við fyrri tíma til greina. Aldrei fyrr hefir eins á það reynt og nú, að hver maður, sem við gæzlustörfin starfar geri sér fulla grein fyrir því hve mikilvægt starf hans er fyrir landið. Undan- farna daga hafa líka starfsmönn- um landhelgisgæzlunnar borizt þakkarorð fyrir frammistöðu sína gegn ofureflinu. Fullvíst má telja, að sú skipan að fela Pétri Sig- urðssyni skipstjóra, frá hinu forna úvtegsbændabýli Hrólfs- skála á Seltjarnarnesi, forstöðu landhelgisgæzlunnar árið 1952, hafi verið happaspor. Forfeður Péturs hafa búið þar mann fram af manni síðan um 1760 og er Pét- ur sjötti maður þar, og allir hafa Hrólfsskálabændur stundað sjó- inn fyrst og fremst. Á þessum árum hefir Pétur Sigurðsson ekki heldur setið auðum höndum. Á liðnum 6 árum hefir hann endur- skipulagt alla gæzluna og fært hana í nýtízkulegt horf, og gert það mögulegt að mæta jafnó- væntu ofbeldi í landhelgi íslands, sem hinni skipulögðu innrás brezku togaranna aðfaranótt 1. september. í aðalbækistöð landhelgisgæzl- unnar er varðskipunum og gæzlu flugvélinni (flugbátnum) stjórn- að. Er þar fjöldi sendi- og mót- tökutækja fyrir radíó-talstöðvar og loftskeyti. Stundum eru varð- skipin svo langt í burt, að ekki næst til þeirra í radíótalstöðvun- um, og er þá gripið til morse- lykilsins. Allar fyrirskipanir berast þann ig samstundis til skipanna, hvort heldur þau eru fyrir sunnan Dyr- hólaey eða fyrir norðan Horn. Öll þessi viðskipti eru send eða töluð á dulmáli. Bylgjusviðin nást ekki alltaf á venjuleg við- tæki, þess vegna heyrir maður sjaldan í varðskipunum, þótt hlustað sé á bylgjusviðum bátanna eða togaranna. Allar til- kynningar, sem berast frá varð- skipunum varðandi ferðir veiði- skipanna, sem eru við „línuna", eru færðar inn á stórt íslands- kort, sem eru á vegg í sérstöku kortaherbergi. Þannig er á hverj- um tíma fylgzt með hreyfingum togaranna. Um daginn brá Ijósmyndari Mbl. sé ásamt einum blaðamann- anna í stutta heimsókn í aðal- bækistöð landhelgisgæzlunnar. Það húsnæði lætur ekki mikið yfir sér, og þar er ekki mann- margt. Það er á efstu hæð stór- hýsis vitamálastjórnarinnar vest ur við Selsvör. Er það í tveim- ur herbergjum og er þaðan mik- ið og fagurt útsýn út yfir Faxa- flóa og til Esjunnar. Á hurðinni stendur, á rauðu spjaldi: Óviðkom andi bannaður aðgangur. Þetta er kortaherbergið, og þar hittu þeir Pétur Sigurðsson forstöðu- mann landhelgisgæzlunnar. Var hann með siglingakort af Vest- fjarðakjálkanum fyrir framan sig, en við veggkortið stóra var Árni Valdimarsson skipstjóri að færa inn einhverja hreyfingu á brezku landhelgisbrjótunum. — Þeim til aðstoðar í kortaherberg- inu er svo ungur maður, Guðm. Guðjónsson, sjómælingamaður. Frá móttökutækjunum í loft- skeytastöðinni, sem er í næsta herbergi, heyrðist látlaust „tikk“ og suð. — Þar inni sat Kristján Júlíusson yfirloftskeyta maður. Það mátti sjá á skegg- vextinum, að vaktin yfir öllum tækjum stöðvarinnar var orðin nokkuð löng. Kristján var í óða- önn að senda á morse-lyklinum. Annar loftskeytamaður er Berent Sveinsson. Aftan við stólinn hans er viðgerðarborðið, þar sem hægt að að framkvæma í skyndi nauð- synlegustu viðgerðir. Kristján, sem var með lftyrnartól á höfð- inu, hafði engan tíma til að ræða við komumenn, enda tæplega við því að búast á slíkum róstu- tímum. Því varð þessi heimsókn í bækistöð landhelgisgæzlunnar ekki lengri að þessu sinni. Og hurðin með rauða spjaldinu lok- aðist að baki blaðamannsins og ljósmyndarans. Fyrsta ísl. skipið á leið til Jamiea FLUTNINGASKIPIÐ Askja, sem er eign Eimskipafélags Reykja- víkur, er nú á leið suður um höfin og mun ui» aðra helgi koma til hafnar í Kingstonborg á Jamaica, en þangað flytur skipið saltfiskfarm, sem seldur er þang- að á vegum Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, um 600 tonn. Frá Jamaica siglir skipið til Havana á Kúbu, losar þar slatta af saltfiski, en tekur þar full- fermi af bezta Kúbasykri. Askja mun vera fyrsta íslenzka skipið, sem siglir beint á þessar slóðir með fiskafurðir héðan. Er skipið væntanlegt heim aftur um miðjan októbermánuð. Askja var fyrst íslenzkra skipa til að flytja fisk héðan til Nigeríu og einnig vestur til Brazilíu. Skipstjóri á Öskju er Jóhann Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.