Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur T. sept. ?958 i ^^■•^•^■•^ ^J^venJvjó&in og, heimífiS NYJA TIZKAN Ný justu skórnir frá Dior-Delman. 'M ,v¥ * Kjóll með stuttum jakka utan yfir frá Dior. Pífukjóll frá Dior. Saumaskapur Stúlkur vanar vélsaumi eða handsaumi óskast strax. Uppl. í síma 2-24-50 eða Skipholti 27, III. hæð. M á I a s kó I i n n Vetrarstarfið hefst nú innan skamms. Nemendur verða inn- ritaðir frá 8.—25. sept. Kennsla í fyrri flokkunum hefst þ. 22. sept. en í hinum síðari um mán- aðamótin sept—okt. Enn sem fyrr leggur skólinn áherzlu á úrvalskennara og létt og skemmtileg samtöl í kennslustundum. Samtölin fara fram á því máli, sem nemendur eru að læra, og venj- ast þeir því á það frá upphafi að tala tungumálin og hlusta á þau í sinni réttu mynd. Byrjendaflokkum kenna sérmenntaðir Islendingar, sem skýra byggingu málsins fyrir nemendum og þjálfa þá í frumatriðum þess, en síð- an taka útlendingar við, og kennir hver þeirra um sig sitt eigið móðurmál. Við slíkt nám öðlast nemendur þjálfun, sem að jafnaði næst ekki nema við dvöl í sjálfu landinu, þar sem hið erlenda tungumál er talað. Málin, sem kennd verða, eru þessi: ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPÆNSKA, ITALSKA, DANSKA, NORSKA, SÆNSKA, HOLLENZKA, RÚSSNESKA, ISLENZKA. í ensku eru margir flokkar, miðaðir við hin ýmsu þekk- ingarstig. Sérstakir flokkar eru fyrir þá, sem lítt eða ekki hafa lært ensku áður, aðrir fyrir þá, sem tekið hafa gagn- fræðapróf og enn aðrir fyrir þá, sem tekið hafa verzlun- arskóla- eða stúdentspróf o.s.frv. Kennsla í öðrum tungu- málum er greind sundur á svipaðan hátt. Vinsamlegast bendið erlendum vinum yðar á íslenzku- kennsluna í skólanum. Málaskólinn MÍ MIR Hafnarstræti 15 (Sími 22865 kl. 5—7) Dragt með háu pilsi og stutt- um jakka frá Laroche. Kjóll úr ullartaui frá Lavin- Castillo. Með honum eru notaðir dökkir sokkar, en það er að koma aftur í tízku. Svava Þorsfeinsdóttir Minningarorb Fædd 31. maí Dáin 27. ágúst 1893 1958 Á MORGUN fer fram útför frú Svövu Þorsteinsdóttur. Þótt okk- ur, sem umgengumst hana dag- lega, væri kunnugt um, að hún hafði um all langt skeið ekki geng ið heil til skógar, kom okkur þó öllum andlát hennar mjög á óvart. Þriðjudaginn 26. ágúst gengur hún hress og kát til starfa, en áður en næsta nótt er hálf, er ævi hennar öll. Frú Svava var fædd 31. maí 1893 að Vesturgötu 33 í Reykja- vík, dóttir Þorsteins Jónssonar járnsmiðs þar og konu hans Guð- rúnar BjarnadóKur. Var Svava næstelzta barn þeirra merkis- hjóna, af þeim sjö, sem á legg komust. Var heimili foreldra hennar rómað fyrir myndarskap allan, reglusemi, glaðværð og ást á fögrum listum og fögrum sið- um, og var lögð rík áherzla á það að báðum foreldrunum, að þjálfa alla þá kosti hjá börnun- um, ekki einasta í æsku heldur og allar stundir eftir að börnin fóru að heiman, því að samband milli þeirra og barnahópsins varði svo lengi sem foreldrarnir voru á lífi. Samfara þessum hollu og og sterku uppeldisáhrifum fékk Svava almenna menntun, m.a. tveggja ára iiám í Kvennaskóla Reykjavíkur, auk kennslu í íþróttum, leikfimi og sundi. Þótti hún frábær nemandi í þeim grein- um, var um skeið ein af fremstu sundkonum landsins og tók með miklum glæsileik þátt í opinber- um leikfimisýningum. Hún tók á þessum árum einnig mikinn þátt í ungmennafélagslífi bæjar- ins, og þótti þar ágætlega liðtæk. Svava hafði tekið að erfðum fjör móður sinnar, og listhneigð og næmleik föður síns, samfara óvenjulega skemmtilegri kimni- gáfu, sem jafnan kom fram í öllu dagfari hennar, svo að ávallt var glatt og skemmtilegt að vera í fylgd með henni hvar sem var, enda var þess vandlega gætt, að nota þá hæfileika aðeins til að gera hlýtt og þægilegt umhverf- is sig, en aldrei til ama eða hryggðar öðrum. Hún var því mjög móttækileg fyrir hin hollu uppeldisáhrif á æskuheimili sínu og bar framkoma hennar og skap gerð þess vott alla ævi, hversu þau áhrif höfðu mótað hana. Hinn 15. maí 1915 giftist Svava eftirlifandi manni sinum Ársæli Árnasyni bóksala. Hafði hann þá nýlokið bókbandsnámi og full- komnað sig svo i þeirri grein er- lendis, að hann hefur jafnan ver- ið talinn einn allra listrænasti bókbindari landsins, auk þess, sem hann er vel bókelskur, marg- fróður um gildi bóka, fluggáfaður og hugmyndaríkur um marga hluti. Tókst með þeim hin ágæt- asta sambúð, sem mótaði heimilis lífið og hélzt alla ævi. Varð þeim fimm barna auðið, en þau eru: Þórgunnur, gift Jóni Steingríms- syni, stýrimanni hjá Eimskipa- félaginu; Arngunnur, hjúkrunar- kona, gift Árna Hafstað, verk- fræðingi hjá Landssímanum, Árni læknir starfandi í Svíþjóð, kvænt ur Ernu Sigurleifsdóttir, leik- konu; Þorsteinn, vélstjóri á Gull- fossi, kvæntur Sjöfn Gestsdóttir frá Siglufirði; og Svafar, er lézt skyndilega af botnlangaskurði 14. sept. 1944, þá aðeins 17 ára gam- all. Missi þessa einstaklega efni- Sendisveinn Röskur sendisveinn óskast nú þegar eða 1. október n.k. Uppl. í sktrifstofunni. Ræsir hf. Skúlagötu 59 lega og fallega drengs í blóma æskunnar, var foreldrunum svo þungt áfall,. að segja má, að með honum hafi hálfur lífsþróttur þeirra beggja horfið, og mótstöðu aflið gegn erfiðleikum lífsins þorrið að sama skapi. Bættist það og við, að Ársæll varð skömmu síðar fyrir langvarandi heilsuleysi, sem kostaði hann vist árum saman á sjúkrahúsi, og m« geta nærri hversu mikla erfið- leika það hefir skapað fyrir heim ilið, og hversu mikinn kjark hef- ur þurft til að láta ekki bugast að fullu. En hér kom til líknar, að börnin öll höfðu fengið slíkt uppeldi, að þau sýndu ekki ein- asta óvejulegan dugnað, bæði í verkum og námi, heldur var og samheldni þeirra slík, að það þótti sjálfsagðast af öllu, að bera hvers annars byrðar, og hjálpa hvort öðru og foreldrunum eftir fremsta megni. Voru hjónin bæði mjög samrýnd um að skapa slíkt andrúmsloft á heimilinu og við- halda því. Svava var mikil trúkona eins og hún átti kyn til, og efaðist aldrei um, að Guð legði líkn með þraut, eins og hún efaðist aldrei um, að hérvistartími sinn væri ekki annað eða meira en inn- gangur að betra lífi, þar sem all- ar hugsjónirnar, er ekki fengju nægjanleg lífsskilyrði í þessu lífi, myndu rætast. Þó hið óbreytanlega lögmál lífs ins sé það, að allt sem lífsanda dregur skuli fyrr eða síðar deyja, og að ógjörningur er að komast undan þeim dómi, fer ekki hjá því, að andlátsfregn vina og vandamanna veldur ávallt sökn- uði, trega og sorg þeim er eftir lifa. Sæti, sem áður var vel setið er skyndilega autt, bönd, sem tengdu saman líf og athafnir, eru slitin, atlotum og umhyggju, sem ekki er auðvelt að vera án, er kippt á brott, og hræðilegur tóm- leiki heltekur sál og sinni. Þannig er sigur dauðans yfir lífi mann- anna. En kona, sem alla ævi gerði sér far um að glæða ávallt það fagra og góða í lífinu, fórnaði ævi sinni fyrir börn, maka og heimili, með þeim árangri, að hafa skilað þjóðinni fyrirmyndar niðjum, kona, sem ávallt gat skapað birtu og yl umhverfis sig, hversu mikl- ir erfiðleikar sem annars voru fyrir hendi, hún skilur ekki eftir tómleikann einan. Alls staðar þar sem spor slíkrar konu lágu, berg- mála lengi unaðslegar endur- minningar frá þúsundum sam- verustunda, sem berjast til sig- urs um sálir mannanna. Og sá sigur er sigur lífsins yfir dauð- anum. • Við hjónin færum Svövu í dag margvíslegar þakkir fyrir allar þær indælu stundir, er við á langri ævi höfum átt með henni, manni hennar og fjölskyldu. Og það er ósk okkar og bæn, að hinn djúpi kærleikur hennar til alls, sem var gott og fagurt í lífinu, megi lifa áfram 1 niðjum þeirra hjóna, landi og lýð til blessunar, og að Guð sendi öllum líkn, sem lifa og þjást vegna missis hennar, og létti þeim þungann af sorg og trega. Blessuð sé minning hennar. Gísli Jónsson-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.