Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 10
10 U O RGV /V BL AÐÍÐ Sunnudagur 7. sept. 1958 Otg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: .Valtýr Steíansson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arní Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasðlu kr. 2.00 eintakið. VINSTRI STJÓRNIN ER STÖÐUGT AÐ FELLA GENGI KRÓNUNNAR ALLT frá því, að vinstri stjórnin tók við völdum hefur dýrtíðin og verð- bólgan haldið áfram að magnast í landinu. Stjórnin gerði að vísu tilraun til þess á fyrstu dögum valda sinna að stöðva kapphlaup- ið milli kaupgjalds og verðlags Hún framkvæmdi kaupskerð- ingu, sem bæði' kommúnistar og Alþýðuflokksmenn höfðu að vísu talið til glæpa meðan þeir voru í stjórnarandstöðu. En í árs- • lok 1956 lagði stjórnin á nýja skatta og tolla, sem höfðu í för með sér nýjar verðhækkanir á margs konar nauðsynjum. A árinu 1957 urðu svo miklar kaup- hækkanir. Fjöldi verkalýðsfé- laga sagði upp samningum og fékk kauphækkanir, sum aðeins um fáa hundraðshluta en önn- ur upp í 40%. Þar með var kapphlaupið milli kaupgjalds og verðiags í fullum gangi. Verð- bólguskrúfan hélt áfram að snú- ast og gengi íslenzkrar krónu hélt áfram að lækka hröðum skrefum.. Sjálfsblekking Hermanns Hermann Jónasson hafði talið sjálfum sér trú um það, að ef hann tæki kommúnista með sér í ríkisstjórn þá hefði hann þar með tryggt sér hjálp verkalýðs- samtakanna til þess að stöðva kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags. Því næst taldi hann Alþýðuflokknum trú um þetta sama. Það væri ekki hægt að stjórna íslandi án kommúnista. Yfirgnæfandi meirihluti Alþýðu- flokksmanna var á móti stjórnar- samvinnu við kommúnista. Har- aldur Guðmundsson hafði lýst því yfir fyrir kosningarnar að samvinna við þá kæmi aldrei til greina. Einangrun kommúnista var talin eitt aðalmarKtnið Hræðslubandalagsins. Engu að síður knúði Hermann Jónasson Alþýðuflokksmenn til samvinnu við kommúnista í rík- isstjórn. Haraldur Guðmundsson, eini leiðtogi ATþýðuflokksins á þingi, sem átti rætur í verka- lýðshreyfingunni, flúði úr landt og tók við virðulegu embætti í útlöndum. Hann sá fram á ó- gæfu flokks síns í stjórnarsam- vinnu við kommúnista. Grunur hins gamla Al- þýðuflokksleiðtoga rættíst Bæjarstjórnarkosningarnar ol. vetur sýndu, að stór hluti Al- þýðuflokksins var svo von- svikinn á flokki sínum að hann yfirgaf hann og kaus Sjálfstæðismenn, sem juku fylgi sitt stórlega hvarvetna um landið. En jafnhliða hafði það sanr.- azt á fyrsta ári vinstri stjórnar- innar að tengsl hennar við verkalýðshreyfinguna voru mjog ótraust. Mikill fjöldi verkalýðs- félaga sagði upp samniogum og krafðist kauphækkana og fékk þær. Voru það ekki síður félög sem kommúnistar og Alþýðu- flokksmenn stjórnuðu en önnur verkalýðsfélög, sem þá stefnu tóku. Mótsagnir Framsóknar Síðan það varð ijóst, að verka- lýðshreyfingin var, þrátt fyrir samninga Hermanns. og komn,- únista, í mjög lausum tengslam við ríkisstjórnina, hafa Fram- sóknarmenn haldið því blákait fram, að allar samningsuppsagn- ir og_ kauphækkunarkröfur verka lýðsfélaga væru verk Sjálfstæð- ismanna. Málin horfa þá þannig' við, að Hermann ginnir flokks- menn sína og Alþýðuflokkinn til þess að taka kommúnista í ríkisstjórn vegna þess að þeir ráði einir verkalýðshreyfing- unni. Það sé ekki hægt að stjórna landinu með Sjálfstæðismönn- um vegna þess að þeir séu gei - samlega áhrifalausir í launþega- samtökunum. En þegar vinstri stjórnin er sezt á laggirnar og kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags heldur áfram snýr Hermann við blaðinu: Sjálfstæðismenn ráða \ erkalýðshreyfingunni og þess vegna eru allar samningsupp- sagnir og kauphækkanir þeim að kenna. Svo kemur Eysteinn skattránsstjóri og lýsir því yfir austur á „hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur“, að „nýrra ráðstafana sé þörf í efnahags- málunum" á komandi vetri vegna þess að Sjálfstæðismeim hafi eyðilagt hin bráðsnjöllu ,,bjargráð“ vinstri stjórnarinnar á sl. vori! Svikamyllan afhjúpuð Allur almenningur í landinu hefur nú tækifæri til þess að sjá svikamyllu vinstri stjórnar- innar afhjúpaða. Hún lofaði að stöðva dýrtíð og verðbólgu með „varanlegum" úrræðum, sem fyrst og fremst bitnuðu á ,,hin- um ríku“. Þau skyldu alls ekki koma hart niður á „almúganum'1. Efndirnar á þessu fyrirheiti eru þær, að vinstri stjórnin hefuc lagt á annað þúsund milljónir árlegra nýrra tolla og skatta á almenning. Framfærsluvísitalan hefur hækkað um 10 stig síðan í vor og er nú komin upp í 202 stig. En kaupgreiðsluvísitalan er samkvæmt ákvæðum „bjargráð anna“ ennþá 183 stig. Verðlag á algengustu nauð- synjum hefur á síðustu mánuð- um hækkað um allt að 42% og dýrtíðin heggur vikulega stó:- kostleg skörð í tekjur hvers ein- asta heimilis í landinu. Vinstri stjórnin stendur nú uppi úrræðalausari en nokkru sinni fyrr í efnahagsmálunum. Hún hefur svikið öli sín dig uryrði og loforð um „varan- leg“ úrræði og „nýjar leiðir* . Ilún hefur hellt flóðbylgju dýrtíðar og verðbólgu yf:r þjóðina og er stöðugt að fella gengi íslenzkrar krónu. Þessi uggvænlega staðreynd blasir nú við öllu hugsandi fólki á . lslandL ÚR HEÍMI y Síamsfvíburarnir frœgu fœddust í Kíno í MAÍMÁNUÐI sl. fæddust í sjúkrahúsi í Lundúnum Síams- tvíburar, sem eru samfastir á hvirflinum. Þetta eru tveir drengir, og ásamt þeim fæddist þriðji drengurinn, sem á a'ian hátt var eðlilegt barn. Ætlunin mun vera að gera aðgerð á Sí- amstvíburunum til að skiija þá í sundur, en ennþá er óákveðið, hvenær sú aðgerð verður fram- kvæmd. Læknar telja, að líkurnar til þess, að Síamstvíburarnir Tímó- teus og Jeremías lifi báðir að- gerðina af, séu í hæsta lagi 50 á móti 100. Faðir þeirra, Reginald Thackeray, sem er 39 ára að aldri, segir vongóður: Heilabú drengj- anna eru alveg aðskilin, og okk- ur hefur verið sagt, að mikil líkindi séu til, að þeir geti vaxið upp sem algjörlega eðlileg börn. ★ ★ Þessir nýju Síamstvíburar rifja það upp fyrir mönnum, er síð- ast var mikið rætt um möguleik- ana á að skilja Síamstvíbura að með aðgerð, svo að vel tækist til. Það var í desember árið 1953, að yfirskurðlæknirinn á Hammer- smithsjúkrahúsinu í Lundúnum, próf. Ian Aird, gerði slíka aðgerð á nokkurra mán. gömlum stúlku börnum frá Kano í Nígeríu. í hálfan mánuð voru þau rannsök- uð nákvæmlega, t. d. var ge;sla- virkum efnum sprautað inn í blóð ið, til þess að hægt væri að rann- saka nákvæmlega blóðrásina. Litlu stúlikurnar voru samfastar á brjóstinu og maganum og höfðu m. a. sameiginlegt bringubein, en það, sem skurðlæknunum þótti énn ískyggilegra, var, að þær höfðu sameiginlegt lifrar- og gallvegakerfi. Þetta dró úr lík- unum á því, að þær myndu lifa af aðgerðina. Hins vegar var talið, að þær myndu vara geta lifað iengi sam fastar, og því var aðgerðin Lam kvæmd. Önnur telpan lifði af og þremur vikum eftir aðgrðina var hún flutt flugleiðis heim til Ní- geríu. Hin telpan dó skömmu eft- ir uppskurðinn. Þó að aðgerðin heppnaðist ekki fyllilega, var hér um að ræða mjög merkan áfanga, af því að aldrei áður höfðu tví- burar, sem samvaxnir voru á jafn flókinn hátt, verið skildir að með þeim árangri, að annar lifði að- gerðina af. ¥ ¥ Menn munu spyrja, hversu al- gengt það sé, að Síamstviburar fæðist. Og svarið er, að það sé mjög óalgengt. Banarískir vís- indamenn hafa gert skýrslur um tvíburafæðingar í heiminum og komizt af þeirri niðurstöðu, að meðaltalið sé: einir tviburar við 73. hverju fæðingu, en af hverj- um 50 þúsund tvíburum, sem fæðast, eru einir Síamstvíburar. í sögu nútímalæknavísinda er „SKÝRSLUR Atvinnutækja- nefndar um atvinnuástand og að- stöðu til atvinnurekstrar í bæj- um og þorpum á Norður- Austur- og Vesturlandi‘‘ nefnist rit, sem forsætisráðuneytið hefur sent Morgunblaðinu Rit þetta er 84 bls. auk kápu, stórt í broti. í því eru 10 heild- arskýrslur um það efni, sem fram kemur í titli þess. Auk þess eru í því 53 skýrslur um einstaka bæi og þorp ásamt athugasemdum. í bókarlok eru ýmsar almennar at- hugasemdir. í ritinu segir, að atvinnutækja- nefnd hafi skv. fundarsamþykkt 15. sept. 1956 og í samræmi við skipunarbréf sitt frá 5. sept. 1956 Þetta er ein af fáum teikning- um, sem til eru af Síams-tvíbur- unum Chang og Eng frá Kína. — Hringleikahússtjórinn Barnum kynnti þá í Bandaríkjunum sem „samvöxnu börnin frá Siam“, og þannig varð tii orðið Siamství- burar. vitað um um það bil 20 Síams- tvíbura, sem. læknar hafa fjallað um. Oftast hefur verið um að ræða samvöxt á hryggnum eða mjöðmunum, en á undanförnum árum hafa læknar bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum fengið í hendur Síamstvíbura, sem sam- vaxnir eru á höfðinu — og er það talið hvað hættulegast, þar sem gera verður aðgerðina í eða við svo viðkvæmt líffæri sern heilann. Þó hafa slíkar aðgerðir tekizt vel. í Fíladelfíu tókst bandarískum læknum að skilja FÖSTUDAGINN 29. f. m. var stofnað í Reykjavík Samband ís- lenzkra námsmanna í Þýzkalandi (Isl'andisches Studentenverein Deutschiand). Stofnfund sátu fuiltrúar námsmanna frá Islend- ingafélögunum í Múnchen, Stutt- gart, Karlsruhe, Göttingen og Kiel, auk fulltrúa námsmanna í Aachen, Erlangen, Heidelberg, Braunschweig, Darmstadt og Hamborg. Námsmenn í Hannov- er höfðu einnig tilkynnt þátt- töku. Að stofnun sambandsins munu standa hátt á annað hundrað námsmanna. Kosin var stjórn fyrir sambandið og sam- þykkt að fyrsta starfsárið skuli aðsetur hennar vera í Munchen. Stjórn skipa: Jóhannes Briem, verkfræðinemi, formaður, Óttar Halldórsson, verkfræðinemi, rit- ari og Helgi Jónsson, verkfræði- nemi, gjaldkeri, allir frá Múnch- tekið sér fyrir endur að kanna þau efni, er skýrslurnar fjalla um. Hafi hún safnað upplýsing- um frá ýmsum aðilum og farið um landið. í ritinu segir, að til- svarandi athugun í bæjum og þorpum á Suðurlandi standi yfir. Þá segir, að tillögur frá nefnd- inni hafi verið og verði sendar ríkisstjórninni, en séu ekki prent aðar í riti þessu. Sumar hafi ver- ið framkvæmdar, aðrar séu í at- hugun. Af tillögum nefndarinnar, sem kunnar eru, lætur hún að- eins getið tillagnanna um smíði á tólf 150—250 rúml. fiskiskip- um. Eru þau nú í smíðum í Aust- ur-Þýzkalandi. slíka Síamstvíbura að, cg fyrir nokkrum árum gerði prófessor Peter Röttgen frá Bonn vel heppn aða aðgerð á stúlkubörnurn frá Niederrhein, sem þannig voru samvaxnir. Þessar litlu telpur eru nú að komast á skólaaldur, og eftir því, sem næst hefur ver- ið komizt, hafa þær tekið eðli- legum þroska. ★ ★ Síamstvíburar hefur smám saman orðið það hugtak, sem al- mennt er notað um samvaxin börn. Nafnið var fyrst notað um samvöxnu tvíburana Chang og Eng, sem reyndar fæddust í Kína. Þeir felðuðust um með banda- ríska Barnumshringleikahúsinu, sem „Síamstvíburarnir“. Bæði tví burunum og hringleikastjórar.um græddist mikið fé, og að lokum settust tvíburarnir að í Norður- Karólína í Bandaríkjunum, kvæntust og 'eignuðust erfingja. Þeir voru samvaxnir á bringu- beininu. Er þeir höfðu náð all- háum aldri, veiktist annar af lungnabólgu og lézt. Þar með voru einnig örlög hins ráðin, og hann dó nokkrum klukkustund- um eftir lát bróður síns. Heim- ildum ber ekki saman um, hvor hafi látizt á undan, og hversu gamlir þeir hafi orðið. Samkvæmt sumum heimildum náðu þeir fimmtugsaldri, en samkvæmt öðr um urðu þeir rúmlega sjötugir. Ef þeir hefðu verið uppi nú á tímum heföi það sennilega heppn- azt vel að skilja þá í sundur með skurðaðgerð. en. Meðstjórnendur eru Ormar Guðmundsson, arkitektnemi, Stuttgart og Úlfur Sigurmunds- son hagfræðinemi, Kiel. Tilgangur sambandsins er að gæta hagsmuna íslendinga í Þýzkalandi, að stuðla að aukinni og bættri samvinnu innbyrðis og við aðra aðila heima á íslandi og annars staðar. Þráfaldlega hefur komið í ijós nauðsyn þess, að námsmenn í Þýzkalandi hefðu sameiginlega stjórn til þess að koma opinberlega fram fyrir sína hönd, sérstaklega þar sem tala þeirra er leggja stund á tækni- nám erlendis hefur aukizt stór- lega hin síðari ár. Munu nú ekki í nokkru öðru landi utan Islands Vera jafnmargir íslendingar við tækninám. Þegar nú allar líkur benda til þess, að Ísland verði í framtíð- inni að byggja afkomu sína á tækni og iðnaði til þess að geta talizt til sjálfstæðra þjóða, hef- ur hagur þeirra er stunda nám erlendis farið stöðugt versnandi. Eru flestir þeirra fjárlitlir menn og verða að meira eða minna leyti að kosta nám sitt sjálfir. Hafa því aukin dýrtíð bæði hér og erlendis, álögur á námsgjald- eyri og stórleg fargjaldahækkun komið sér mjög illa, jafnframt því sem styrkir hafa ekkert hækkað undanfarin ár. Sérstak- lega hefur fargjaldahækkunin komið illa niður á. þeim, er stunda nám í Þýzkalandi, vegna þeirrar sérstöðu þeirra að þurfa að koma heim tvisvar á ári, þar sem námstími þar er tvískiptur. Ríkti einhugur á fundinum um að brýna nauðsyn bæri til að gerðar yrðu hið fyrsta ráðstaf- anir til að bæta hag íslenzkra námsmanna erlendis. Skýrslur frá Atvinnu- tœkjanefnd Samband íslenzkra náms manna í Þýzkalandi stofnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.