Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 16
16 MORCrNBLAÐtÐ Sunnudagur 7. sepí. 1958 SOZtE U/ONör í>kALPt>-A<r^ EETlti RICHARO „Ég held, að þú hafir gert það. Ég held, að þú hafir verið með •stúlku“. „Jæja, þá var ég með stúlku". „Þá drep ég þig! Réttu mér skæri, ef þú vildir gjöra svo vel, eiginmaður minn! Ég ætla að stinga þig með þeim!“ „Viltu giftast mér, Suzie?" „Nei, farðu og náðu þér í enska stúlku". ■ hvað „Orðið sem þú last áðan þýðir það?“ „Matador? Það er spænskur nautahani“. „Hvað er nautabani?" „Nautaat heitir mjög vinsæl íþrótt á Spáni. Mannýgu nauti er hleypt inn á afgirt svæði, þar sem er karlmaður fyrir, sem á að drepa það með sverði, og mikiil mannfjöldi horfir á og hrópar „01é“.“ „Eru Spánverjar ekki kristnir menn?“ „Jú, mjög trúaðir, meira að segja. Og það eru Englendingar líka, þótt þeir veiði refi með því að elta þá uppi með hundum". „En í bókinni, sem þú last fyr- ir mig í hinni vikunni, stóð, að kristnir menn ættu að vera góðir við dýrin, vegna þess að guð hef- <ur skapað þau eins og manninn". „Ég veit það, Suzie, en manns- (heilinn er undursamiegt líffæri. IHann getur fengið menn til að •trúa öllu, sem ekki brýtur í bága •við hagsmuni þeirra. Menn geta •jafnvel trúað því, að einn daginn isé svart hvítt og þann næsta rautt, eða jafnvel hvort tveggja I einu. Enginn skyldi vanmeta mátt mannsheilans". „Þá getur vel vorið, að kristnir menn segi einhvern tímann: — „Maðurinn verður að eiga tuttugu •konur“.“ „Já, Múhameðstrúin leyfir áhangendum sínum að eiga fleiri en eina konu, og þó er þeirra guð sá sami og okkar“. „Jæja, haltu áfram að lesa“. „Nei, við skulum halda áfram að tala um eiginkonur. Suzie, ég er svo ótrúlega hamingjusamur með þér. Við skulum sleppa allri skynsemi og gifta okkur“. „Nei, farðu og finndu einhverja hreina mey. Kristnir inenn eiga að giftast saklausum stúlkum". „Hver veit nema sú stund komi, að menn eigi aðeins að kvænast stúlkum, sem hafa unnið tvö ár á Nam Kok. Og hvað sem því nú annars líður, ertu hrein mey“. „Heldurðu það? Já, þú sagðir auðvitað, að heilinn gæti trúað öllu!“ „Þú ert hrein mey í hugsana- legu tilliti. Þess vegna hrífst ég svo mjög af þér. Mér er innan- brjósts eitthvað svipað og Pyg- maiion". „Hvað er það nú?“ „Brjóttu ekki heilann um það. Viltu giftast mér?“ „Nei“. „Þú varst ekki að segja „nei“, Suzie?" ,rJÚ“. Síminn hringdi og Suzie tók upp tólið. „Nei, hann er upptekinn...... Jæja“. Hún rétti mér tólið. „Þetta er maðurinn sá arna“. „Ég dró í fyrstu þá ályktun af fyrirlitningarhreimnum í rödd hennar, er hún sagði „maðurinn sá arna“, að Rodney væri kominn fram á sjónarsviðið að nýju. En 'þetta var Haynes. „Jæja, við munum ekki þurfa að bíða mjög lengi, þegar allt kem ur til alls“, sagði Haynes. „Það er búið að ákveða, að réttarhöld- in verði í næstu viku. Sem betur fer fengum við réttan mann. Það verður Oharlie Kwok, sem dæmir í málinu“. „Guði sé lof fyrir það“. „Við munum án efa hafa góða skemmtun af Charlie gamla Kwok. Hann lítur jafnan hýru auga til — hm — þessara istúlkna". Suzie var himinlifandi, er hún heyrði fréttirnar. Hún beið rétt- arhaldanna með óþreyju, þar sem hún taldi þau gefa sér kærkomið tilefni til að ausa úr skálum reiði ■sinnar yfir Betty. „Ég skal svei mér segja þeim, að stelpan sú arna sé mesta óféti“, sagði hún. „Ég ætla að segja þeim allt'í. „Það gerir þú alls ekki, Suzie. Þú mátt ekki segja þeim neitt, nema það, sem ég sagði þér, að þú ættir að segja“. „Ég gleymi alltaf því, sem þú sagðir". „Hafðu engar áhyggjur af því. Þú getur verið viss um, að ég skal rifja það upp fyrir þér“. Réttarhöldin bar upp á fimmtu dag, og daginn áður eyddi ég klukkustund í það að hlýða Suzie og stúlkunum fjórum yfir það, sem þær áttu að segja, og jafn- framt spurði ég þær í þaula til þess að venja þær við, svo að minni hætta væri á að þeim fip Hvernig sem hár yðar er, þá gerir ‘ shampooið það mjúkt og fallegt ...og svo meðfœrilegt Reynið White Rain í kvöld — á morgun munið þér sjá árangurinn. White Rain er eina shampooið, sem býður yður þetta úrval: Blátt fyrir þurrt hár Hvítt fyrir venjulegt hár Bleikt fyrir feitt hár Notið '/(J///fí/QÍ/y/ shampooið sem freyðir svo undursamlega HEILVERZLUNIN HEKLA HF., Hverfisgötu 103 — sími 11275 aðist. Daginn eftir héldum við öll af stað með sporvagni — að und- antekinni Litlu-Alice, sem hafði horfið með einhverjum kunningja sinna til annars gistihúss kvöldið áður, og hafði eklci látið sjá sig síðan. Við stigum úr sporvagnin- um og klifum upp í miðhverfið eftir þröngum, bröttum strætum. Dómshúsið var í næsta húsi við Jögreglustöðina og fangahúsið. — iRéttarsalurinn var einn af fleir- 'um í sama húsi, og á göngunum var þröng manna, sem biðu þess að komast inn í hina einstöku sali. Suzie var hin brattasta, er hún gaf sig fram, en stúlkurnar þrjár voru sýnu taugaóstyrkari. Þær stóðu í hnapp, þöglar og áhyggjufullar á svip, og skotruðu augunum öðru hverju til einkennis búinna lögregluþjónanna. Ég fylgdi þeim inn í herbergið, þar sem ætlazt var til að vitnin gæfu sig fram, fór síðan inn í tóman réttarsalinn og settist. Þetta hefði eins getað verið réttarsalur í London, að hitasvækjunni og loft ræsiviftunum undanskildum. Þótt klukkan væri ekki nema hálfníu að morgni, var loftið rakt og heitt og fötin loddu við mig eftir göng- una upp hæðina. Von bráðar kom Haynes, þurrkaði sér um hálsinn imeð vasaklútnum, og sagði eymd- arlega: „Ég vildi óska, að þetta væru réttarhöld í hæstarétti". „í hæstarétti?" sagði ég skelfd ur. „Hvers vegna?“ „Það er betri loftkælingarút- búnaður þar“. Ég hafði setzt í einn hinna al- mennu áheyrendabekkja, en hann ráðlagði mér að færa mig í stúku blaðamannanpa, þar sem engir aðrir myndu verða þar, og ég myndj með því verða sem „einn úr fjölskyldunni", eins og hann komst að orði. Brátt fóru menn að tínast inn í salinn, og yfirheyrslan byrjaði. Yfir öllu hvíldi svo heimilislegur og viðltunnanlegur blær, að það kc.m raunar að því, að mér virtist þetta vera eins konar fjölskyldu samkvæmi, og það mu.iaði minnstu, að ég færi að blanda mér í rnálið. Ég þóttist finna, að enginn myndi hafa neitt við það að athuga. Charlie Kwok var ætt aður frá Canton, en hafði mjög samið sig að siðum og búningi Vesturlanda. Hann var smávax- inn, glettnislegur og fuglslegur í tilburðum og útliti. Hann skaut glettnislegum athugasemdum inn í málflutning sinn, hvenær sem því varð vi ðkomið. Jafnvel sak- sóknari lögreglunnar, ungur kín- verskur lögregluforingi, virtist svo góðgjarn og meinleysislegur, að mér lá við að skammast mín fyrir, að við skyldum níðast á góðmennsku hans. Fyrsta vitnið var Doris. Hún var sú stúlknanna, sem ég bar minnst traust til, þar sem ég hefði getað trúað henni til að snúast gegn okkur í vitnastúk- unni og koma upp um samsæri okkar. Ég sat því kvíðinn og virti hana fyrir mér. En áhyggjur mín ar reyndust óþarfar, því að þuir- leg svör hennar voru nákvæm- lega samhljóða því, sem ég hafði sett henni fyrir að segja, og vin- gjarnlegi, kínverski lögreglumað u*inn gerði engar tilraunir til að gera hana tvísaga. Yfirheyrslan dróst á langinn, þar sem hún fór fram á ensku, og vitnin voru því spurð með að- stoð túlks. Hann var ungur, lág- Silíltvarpiö Sunnudngur 7. september: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa i Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Jón Auðuns dóm- prófastur. Organleikari: Páll Isólfsson). 15,00 Miðdegistónleik- ar (plötur). 16,00 Kaffitíminnj! Létt lög af plötum. 16J50 Veður- fregnir. „Sunnudagslögin". 18,30 Barnatími (Guðmundur M. Þor- Iáksson kennari). 19,30 Tónleikar: Laurindo Almeida leikur á gít- ar (plötur). 20,20 „Æskuslóðir"; XI: Bjarnarfjörður (Þorsteinn Matthíasson kennari). 20,45 Tón- leikar (plötur). 21,20 „1 gtuttu máli“. — Umsjónarmaður: Jónas Jónasson. 22,05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 8. september: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd um (plötur). 20,30 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson blaðamaður). 20,50 Einsöngur: Cesare Siepi syngur (plötur). — 21,10 Upplestur: „Töfrar", smá- saga eftir Stephen Vincent Benét, i þýðingu Baldurs Pálmasonar (Lárus Pálsson leikari). — 21,50 Tónleikar: Þýzk lúðrasveit leik- ur; Hanns Steinkopf stjórnar (plötur). 22,00 Fréttir, íþrótta- spjall og veðurfregnir. — 22,15 Kvöldsagan: „Spaðadrottningin" eftir Alexander Pushkin; IV. — sögulok (Andrés Björnsson þýðir og les). 22,30 Kammertónverk eftir nútímatónskáld (plötur). — 23,00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 9. september: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms um löndum (plötur). 20,30 Erindi: Frá Eþíópíu (Ólafur Ólafsson kristniboði). 20,55 Tvö tónvei’k eftir Mozart (plötur). 21,25 tít- varpssagan: „Konan frá Andros“ j eftir Thornton Wilder; VI. sögu- 1 lok (Magnús Á. Árnason listmál- ! ari þýðir og les). 22,10 Kvöldsag Jan: „Presturinn á Vökuvöllum" eftir Oliver Goldsmith, í þýðingu séra Daviðs Guðmundssonar; I. (Þorsteinn Hannesson). — 22,30 Hjördís Sævar og Haukur Hauks- son kynna lög unga fólksins. 23,25 Dagskrárlok. a L / u ó 1) „Kviðdómendur", segir Brjánn. „Það liggur í augum uppi að saga Markúsar er ekk- •rt annað ea uppspuai og ég ef- ast um að þið kærið ykkur um að heyra meira“. 2) Vilborg kemur og hvislar að Tryggva. 3) „Hr. dómari, mér þykir leitt að trufla réttinn. en ég verð að fá tilkynningu um að litli sonur minn vseri orðinn alvariega veik- ur. Viljið þér fresta málinu í 24 klukkustundir fyrir mig“. — „Já, það verður gert“. Gólflampar kr. 735,00. Ennfremur Vegglampar Og borðlampar Jfekla Austurstræti 14. Sími 11687.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.