Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. sept. 1958 Varðskipið Þór við gæzlustörf út af Austfjörðum í fyrradag. (Ljósm. Mbl. Sig. Klemenzson). — Samfalib v/ð skipherrann Framh. af bls. 1 — Ágætt eftir því sem við bezt vitum. Við sáum til þeirra í gær. En nú fá þeir ekki lengur að tala við okkur um stuttbylgjutæki sitt. Bretarnir bera allt á milli. í gær fékk ég skilaboð um það frá Barry Anderson skip- herranum á Eastbourne að þeir væru orðnir tóbakslausir, strák- arnir. Hann sagðist mundu geta lánað þeim peninga svo þeir gætu keypt sér sígarettur í skips- búðinni, ef ég ábyrgðist að ís- lenzka ríkið greiddi þá með skil- irm aftur. Ég lét senda honum þau skila- boð að á íslandi væri það ekki venja að selja föngum sígarettur. Ef hann skilur það ekki, þá verða þeir að þrauka sígarettulausir þar til þeir losna úr haldinu. — Hvað heldur þú að Bretar geri við fangana? — Hver veit það? Ég hygg þó helzt að þeir fari með þá til Englands á H.M.S. Eastbourne og láti þá þar í land. Með sverðið og Bibliuna — Brezku herskipin fylgja ykkur eins og skugginn? — Já, það má nú segja. f gær- kvöldi fór ég upp undir land til þess að gera skýrslur sem ég þurfti að senda suður til Reykja- vikur. Eastbourne kom í hum- áttina á eftir alla leið upp að 4 mílunum og beið þar allan tímann sem við lágum í vari. Og hér fyrir nokkrum dögum fórum við inn á Loðmundarfjörð og þá var það sama sagan. Þeir eru alltaf í kjölfarinu. Við hreyfum okkur aldrei neitt án þess að a. m. k. eitt brezka herskipið fylgi. — Biblíutilvitnanir ykkar skip herranna hafa vakið mikla at- hygli og farið um heim allan, Eiríkur. — Já, það var eiginlega þannig til komið, að þegar við höfum sett menn um borð í Northern Foam á þriðjudaginn kom Barry Anderson yfir í Þór til þess að ræða við mig, en erindi hans var reyndar aðeins það eitt að lokka mig til þess að taka^ menn- ina aftur um borð í Þór. Ég neit- aði því auðvitað harðlega. Þá fór hann að tala um „of- beldi fslendinga". Ég svaraði honum því til að það væri gamalt máltæki á ís- landi að Bretar sæktu jafnan fram með Biblíuna í annarri hendinni og sverðið í hinni. Það sýnist svo sem Anderson hafi farið að blaða í Biblíunni eftir þetta, því svo sendi hann tilvitn- unina í orðskviði Salomons í gær. Mér þykir hann eiginlega hafa sannað sjálfur með því máltæk- ið, sem ég sagði honum frá. Málstaður íslands virðist ósigrandi segir helzti efnahagsmálasérfræbmgur New York Herold Tribune Blaðamennirnir gera þá vitlausa! — Hafið þið nokkur samskipti haft við brezku togarasjómenn- ina? — Við þekkjum þá og þegar við siglum framhjá brosa sumir þeirra vingjarnlega til okkar en aðrir bíta á*jaxlinn. En mér sýnist svo sem þeim sé mörgum ekkert um allt þetta gefið. Það eru fulltrúar togaraeigendanna, sem um borð í skipunum eru, sem stappa í þá stálinu og herða þá í baráttunni. Og svo eru þarna um borð líka allmargir blaðamenn, og ekki eru þeir betri. .Þeir gera þá alveg vitlausa! Um það sögðumst við ekki ef- ast, þökkuðum Eiríki Kristófers- syni skipherra fyrir samtalið og óskuðum honum og skipshöfn hans allra heilla í því „kalda“ stríði, er þeir nú heyja fyrir Aust fjörðum. Eiríkur bað fyrir beztu kveðjur frá sér og allri skipshöfninni til ættingja og vina. Öllum líður þeim Þórsmönnum vel. f GREIN, sem Jan Hasbrouck efnahagsmálasérfræðingur banda ríska blaðsins New York Herald Tribune ritar nýlega, segir hann, að í augum hlutlauss les- anda virðist málstaður íslands í landhelgisdeilunni ósigrandi. En togaramennirnir í Hull, Grims- by, Fleetwood, Ostende og þýzku hafnarborgunum, segir Has- brouck — taka ekkert tillit til hinna íslenzku raka, þeir eru reiðubúnir að berjast fyrir hags- munum sínum. Jan Hasbrouck ritar af skiln- ingi um hinn íslenzka máistað. Hann leggur m. a. áherzlu á þau rök íslendinga, að þeir séu al- gerlega háðir fiskveiðunum, vax- andi hætta sé á ofveiði með fjölg un erlendra togara og bættri fisk veiðitækni. Einnig undirstrikar hann það sjónarmið fslendinga, að það sé eðlileg þróun í sam- bandi við aukna efnahagssam- vinnu Evrópu, að komið verði á | þeirri verkaskiptingu, að fslend- ingar afli fyrir meginlandsþjóð- irnar. í greininni segir Hasbrouck m. a.: — Vegna þess, að íslendingar eru svo mjög háðir fiskveiðun- um er það ekki nema eðlilegt að þeir búi við stöðugan ótta um að fiskurinn gangi til þurrðar. Á stríðsárunum minnkaði ásokn- in og leiddi það til mokafla eftir stríðið, sem veitti almenningi góð lífskjör og sannaði, að ef mið- unum væri gefin hvíld myndi fisk stofninn aukast. En ekki leið á löngu, þar til aftur fór að draga greinlega úr þeim afla, sem fisk- ast á 100 klst. og árið 1952 færðu íslendingar fiskveiðitakmörkin út í fjórar mílur. Við þær aðgerðir fengu brezkir togaramenn því framgengt að ís- lendingum væri bannað að landa fiski í Englandi. Þetta bann var þó að lokum fellt niður og auk- inn afli bæði innan við og utan við nýju takmörkin sannaði, að það bar góðan árangur að vernda Eyjólfur gerir aðra til- við Ermarsund raun EYJÓLFUR Jónsson sundkappi hefur ákveðið að gera aðra tix- raun til að synda yfir Ermarsund. Hann mun reyna um þessa helgi, ef veður leyfir. Jóhann Sigurðs- son afgreiðslumaður Flugfélags- ins í London, sem hér er staddur, skýrði fréttamanni Mbl. frá þessu. Þegar sund Eyjólfs mistókst þann 23. ágúst sl. strengdi hann þess heit, að hann skyldi reyna aftur næsta sumar og ætlaði hann þá að vera búinn að æfa sig í skriðsundi. Fyrir hvatningu frá öðrum sundmönnum hefur hann nú ákveðið að gera tilraunina strax. Hefur hann nú með sér — Danir líka Framh. af bls. 1 huus, lögmaður í Færeyjum, hafi látið í ljós þá von sína, að allir stjórnmálaflokkarnir í Færeyj- um stæðu einhuga að baki dönsku stjórninni og frumkvæði hennar. Enn er ekki Ijóst, hver afstaða brezku stjórnarinnar er, en þess er fastlega vænzt, að brezka stjórnin sýni skilning á hagsmun um Færeyinga í ljósi þess, sem nú er að gerast við*ísland. ■je Lundúnum, 2. sept. — Mikail Stasakin, forstjóri fiskiðjuvers ins í Murmansk, sagði í dag í við tali við fréttamann norsku frétta stofunnar, að Sovétríkin mundu taka vel málaleitan Norðmanna um útvíkkun norsku landhelginn ar í 12 sjómílur, ef slík mála- leitan kæmi fram. hina beztu leiðsögumenn. Hefur hann nú sama bát og skipstjóra, sem Pakistan-maðurinn Brojan Das hafði, en hann komst annar á land við Dover á eftir Gretu Andersen í keppninni í ágúst. Annar sundmaður hefur einnig verið Eyjólfi mjög hjálplegur, það er Englendingurinn Ronald Tarr, sem varð þriðji í keppn- inni yfir Ermarsund. Ef veður yrði gott var talið líklegt að Eyj- ólfur legði út í sundið frá Grá- hrygningar- og uppeldisstöðvar fisksins. En fiskneyzlan í Evrópu, sem hefur tvöfaldazt á síðustu 20 ár- um og er nú 58% á við kjötneyzlu álfunnar fer enn stöðugt vaxandi. Margar þjóðir eru að byggja risavaxna togara, sem eru búnir radar-tækjum, bergmáisleitar- tækjum og fullkomnum (en um leið skaðlegum) nýjum botn- vörputegundum. íslendingar telja að þessir togarar muni brátt ger- eyða fiskimiðin, sem þjóðin þarf til að geta framfleytt sér. Næst bendir greinarhöfundur á það, að ísland hafi haft 16 mílna landhelgi í 300 ár og að mörg lönd hafi þegar lýst yfir 12 mílna landhelgi. Alþjóðalög kveði ekk- ert á um að íslendingar geti ákveðið stærð landhelgi einhliða, en þau banni slíkt ekki heldur. Séu mörg dæmj þess, að ríki ákveði stærð landhelgi einhliða. Að lokum segir Jan Hasbrouck, að rök íslendinga nái jafnvel lengra fram í tímann Þeir halda því fram, að samkvæmt þeim bættu framleiðsluaðferðum, sem eigi að fylgja aukinni efnahags- samvinnu Evrópuþjóðanna, þá eigi að stuðla að því, að íslend- ingar geti einbeitt sér meir en neshöfða faranótt í Frakklandi, sunnudagsins. nú að- róttasamskipti við Breta ekki íþ æskileg FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ fagnar stækkun íslenzku fisk- veiðilögsögunnar í 12 sjómílur. Jafnframt fordæmir fram- kvæmdastjórnin þann verknað Breta að beita íslenzku landhelg isgæzluna ofbeldi og virða að vett ugi íslenzk lög og alþjóða'.ög. Framkvæmdastjórnin telur eðli lega þá ákvörðun stjórnar K3Í, að láta niður falla fyrirhugaðan iandsleik við fireta í knattspyrnu. Það er álit framkvæmdastjórn- arinnar að íþróttasamskiptj við Breta séu ekki æskileg fyrr en þeir hafa látið af ofbeldisaðgerð- um gegn íslendingum og viður- kennt íslenzk lög. Frá Framkvæmdanefnd ÍSÍ. Frá Portoroz NÍTJÁNDA umferðin á skákmót- inu í Portoroz var tefld í gær, og átti Friðrik Ólafsson þá í höggi við Rússann Petrosjan. Þar sem blaðið fer mjög snemma í prent- un á laugardögum, getur það ekki flutt neinar fregnir af þeirri viðureign. 20. umferðin er tefld í dag. Andstæðingur Friðriks þá er Bandaríkjamaðurinn Sherwin. áður að fiskveiðum. Þeir benda á að þeir hafi á sl. ári keypt vör- ur í Englandi fyxir 9,8 milljónir doilara og í Vestur-Þýzkalandi fyrir 7 milljón dollara. Þessi kaup muni stóraukast jafnskjótt, sem þeim yrði gert kleift að auka fisk sölu til þessara landa. íslendingar benda líka á, segir Jan Hasbrouck, að þeir framleiða bezta fiskinn, vegna þess að það er stytzt fyrir þá að sækja á miðin. Og þar sem frystur fiskur er að verða almenn vara, er ekk ert vandamál að flytja hann til Evrópu. Þannig segja þeir, að Ev- rópumenn fengju betri og ódýrari fisk og gætu aukið vörusölu til íslands, ef þeir færu af íslands- miðum. Jón Pálsson dýra- læknir átti 40 ára starf safmæli í gær í GÆR átti Jón Pálsson dýra- læknir á Selfossi merkilegt starfs afmæli. Voru þá liðin 40 ár frá því að Jón varð dýralæknir aust ur á Reyðarfirði, en þar var hann til ársins 1934, er hann varð dýralæknir á Selfossi, en læknishérað hans náði þá frá Sýslusteinum við Herdísarvík að vestan að Lómagnúp í V.-Skafta- fellssýslu að austan. Síðan er búið að þrískipta þessu héraði upp milli dýralækna, því óger- legt var fyrir Jón Pálsson einan að stunda það starf, þó hann sé allra manna duglegastur og ósérhlífnastur. En nú er svo kom- ið að embættishérað hans er neðri sveitir Árnessýslu. Kunn- ugur maður hefur sagt blaðinu, að nú sé vinnudagurinn oft miklu lengri en í gamla daga, þegar hann varð að fara um allar austursveitir ríðandi. Vest- mannaeyjar tilheyra embættis- héraði hans, en þangað mun hann hafa farið sjaldan. Jón Pálsson nýtur óskoraðs trausts okkar allra, enda er þekking hans mik- il, sagði einn stórbændanna fyr- ir austan Fjall í símtali við Mbl. í gær. f Um borð í Eastbourne: „Jæja, félagar, hérna táið þið sjóðandi þorsk, sem við veiddum fyrir hálftima nokkrar bátslengdir frá snjóhúsunum ykkar.“ — („Scottish Daily Mail“ 4. sept.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.