Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 20
11 menn hafa nú játað að hafa átt meira og minna í smyglinu í GÆRKVÖLDI voru liðnir 10 dagar frá því að Guðmundur Ingvi Sigurðsson rannsóknardóm ari og rannsóknarlögreglan hófu að rannsaka hið mikla spíra- smygl skipsmanna á Tungufossi. í gær va# búið að kalla fyrir rétt og yfirheyra alls 34 menfi og höfðu sumir þeirra verið marg- yfirheyrðir. Vitað er nú um 11 menn sem áttu meira eða minna x smygli því, er varpað var í sjó- inn út af Grindavík og síðar fannst hér í Reykjavík, eða 4— 40 brúsa hver. Brúsinn inniheld- ur 10 lítra af spíra. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að sennilega h.afi verið um 2000 lítrar af spíra í smyglfarminum. Nú er alls búið að finna, eða vitað um 1930 lítra. Hafa í þessari viku fundizt við húsleit hér x bænum 250 lítrar. Nemur þá spíramagn það, sem lögreglan hefur lagt hald á tæp- lega 1600 lítrum. Enn er eftir að grafast fyrir um felustaði 34 spírabrúsa. í gær sátu 6 menn í gæzluvarð- haldi í „Steininum“ hér í Reykja eldri smyglmál eru rannsökuð, sátu 3—4 menn. Á fimmtudag og föstudag var komið hingað til Reykjavíkur með 4 skipsmenn af Tungufossi til viðbótar, en þeir komu inn í málið eftir að skipið lét úr höfn. Voru mennirnir á Siglufirði, er þeir voru handtekn ir. Enn eru nokkur veigamikil at- riði, sem ekki er fyllilega búið að upplýsa, en nú er verið að rann- saka þau til hlítar. Ritari réttarins, Aðalsteinn Guðlaugsson, hefur nú fært á 4. hundrað blaðsíður á sakadóms- bók og að auki hefur komið frá rannsóknarlögreglunni mikill fjöldi af skýrslum. Er ekki vitað hvenær rannsókninni verður lok ið. Fer þar að sjálfsögðu mikið eftir því hve greiðlega gengur að upplýsa þá þætti málsins, sem nú er lögð megináherzla á að ljúka. Listkynning MU. vík, og í Hafnarfirði, þar sem Ekkert löndunar- Langþráður þurrkur á Norð- austurlandi í SL. viku brá til sunnanáttar á ^Norðausturlandi og henni fylgdu hinir langþráðu þurrkar. Hafði sunnanáttar þá ekkj orðið vart siðan í apríl í vor. Á Melrakkasléttu hefur því ver ið þurrkur öðru hverju í vikunni og í fyrrad. var afbragðsþurrk- dagur, samkvæmt upplýsingum írá fréttaritara blaðsins á Kópa- skeri. Bændur hafa náð talsverðu af heyjum, en eins og kunnugt er, hefur verið látlaus ótíð þar um slóðir í allt sumar, svo að sumir voru jafnvel ekki farnir að ná strái í hiöðu. Hefur því létt af mönnum miklum áhyggjum eftir þessa þurrkaviku. Að vísu er hey það, sem nú hef ur náðst upp, orðið mikið hrakið og óslegið gras úr sér sprottið. Ekki hefur þurrkurinn heldur not azt vel, vegna þess að yfirleitt hefur verið þoka um nætux’. í gær var aftur komin þoka og suddi á þessum slóðum. Lifeguard GY 395 að veiðuxn, og hefir brynjað bakborðssíðuna með bobbingum, svo síður verði lagzt að honum. Þetta er togarinn, sem varð skipsmenn af Maríu Júlíu reyndu uppgöngu á sl. þriðjudag, en tókst ekki sökum þess, að togaramenn beittu krókstjökum og bareflum. Mynd- in er tekin sama dag út af Norðfjarðarhorni, skömmu eftir atlöguna. (Ljósm. G. Pálsson). Nína Tryggvadóttir f GÆR hófst sýning á verkum eftir Nínu Tryggvadóttur list- málara á vegum listkynningar Morgunblaðsins. Sýnir listakonan að þessu sinni 7 olíumálverk. Eru það allt „naturalisk“ mál- verk frá Reykjavík, máluð árið 1940. Er mjög skemmtilegt að bera þau saman við hinar ó- hlutlægu myndir, sem listakonan málar nú. Kemur þá i ljós, að hinar síðarnefndu eru ekki svo ýkja-fjarlægar ,naturalisku‘ verk unum frá 1940. Listakonan sýnir nú sjö mál- verk. Heita þau eftirfarandi nöfn- um: Útsýn frá Hafnarhúsinu, Frá Lækjartorgi, Útsýn yfir Arnarhól, Úr Tryggvagötu, Utan af Seltjarn arnesi, Á Ægisgarði og Úr Vest- urbænum. Öll þessi málverk eru til sölu hjá Morgunblaðinu eða listakonunni sjálfri, sem býr á Bárugötu 7. Nína Tryggvadóttir er eins og kunnugt er búsett í London. En hún dvelst hér heima í sumar og hefur vinnustofu í því fræga húsi, Unuhúsi í Garðastræti. Hún sagði blaðinu í gær að hún væri nú að undirbúa málverkasýningu, sem hún ætlar að halda í Þýzka- landi í haust. Ennfremur ætlar hún að sýna glermyndir og mál- verk í París í nóvember nk. Loks byggst hún hafa málverkasýn- ingu í Loondon í maí nk. Mörgum mun þykja fengur í að sjá þau málverk, sem lista- konan sýnir nú á vegum listkynn ingar Morgunblaðsins. Skipverjar af Maríu Júlíu fara milli skipa i gúmmíbát út af Norðfjarðarflóa. María Júlía í baksýn. — (Ljósm. G. Pálsson). Einn fékk 5 körfur, annar 20 Togarnir farnir af Austursvæðinu IJM essa helgi er liðin vika síð- an brezkir togarar gerðu innrás á hin nýfriðuðu svæði innan 12 mílna fiskveiðilínunnar. í gær- dag voru 8—9 togarar að veiðum í iandhelgi, en eftir þeir fregn- um, sem frá þeim bárust, var sama ördeyðan og verið hefur. Þannig hafði t.d. togarinn King Sol fengið 5 körfur af fiski íyrir hádegið, en annar togari, sem var á sömu slóðum, en báðir voru út af Látrabjargi, var með 20 körf- ur. í fyrrinótt hurfu togararnir af veiðisvæðinu út af Norðfirði og var verið að svipast um eftir þeim, þegar þetta er skrifað, en þá var að birta til. Birgðaskip herskipanna brezku og tundur- spillirinn Lagos voru í gær norð ur af Þistilfirði og voru skipin á vesturleið. Út af Arnarfirði voru 6 togarar og voru þeir ýmist fyr- ir utan eða innan landhelginnar. Ekki var kunugt um að til neinna árekstra hafði komið milli ís- lenzku varðskipanna og brezka flotans. Tekur ísland þátt í rekstri kjarn- orkuvers? NORSK blöð skýra frá því, að ísland og Finnland ætli að slást í hóp þeirra aðildarríkja Efna- hagssamvinnustofnunarinnar, sem ætla að starfrækja kjarnorku ver í Halden í Noregi. bann í V-Þýzka- landi VEGNA fréttar sem birtist í Vísi sl. föstudag um að Þýzki flokk- urinn hafi krafizt þess að lönd- unarbann verði sett á íslenzkan fisk í Vestur-Þýzkalandi hefir Mbl. spurt þýzka sendiráðið í Reykjavík hvað hæft væri í þessu. Sendiráðið kvað óhætt að full- yrða að ríkisstjórn sambandslýð- veldisins myndi ekki verða við kröfum um löndunarbann á ís- Ienzkum fiski þó þær kæmu fram. Engin áform hefðu verið uppi um það að banna löndun á íslenzkrum fiski í Vestur-Þýzka- landi. Þvert á móti hefðu Vestur- Þjóðverjar fengið of lítið af ís- lenzkum fiski sl. ár. VEDRIÐ Hægviðri — þokuloft. 203. tbl. — Sunnudagur 7. september 1958 Reykjavíkurbré! Sjá bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.