Alþýðublaðið - 02.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1920, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBLAÐIÐ AfgreiÖsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta iagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að lcoma í biaðið. ef vinnan væri rekin með hagsýni og fyrirhyggju. Fyrir vinnukaupandann er kaup- gjaidshæðin ekkert aðalatriði, heldur hitt, hvað það fólk, sem hann leigir, afkastar miku. Þegar ekki er um ákvæðisvinnu (akkorð) að ræða, hlýtur vinnukaupandinn — ef hann annars veit hvað hann er að gera — að sækjast eftir dugiegu og afkastamiklu vinnu- fóiki framar öllu öðru. En hvað segir nú reynslan um þetta? Því miður er það reynsla vor verkalýðsins, að vinnukaupandinn spyr jafnan um kauphæðina og ekki annað. Sæki tveir um vinnu, og annar krefjist lítið eitt iægra kaups en hinn, fær sá kauplægri — f 99 skifti af ioo — bitann, án þess nokkurt tillit sé tekið til dugnaðar, hvað þá trúmensku í störfum, eða annara dygða, sem fólk er misjafnlega auðugt af. Væri þetta ekki staðreynt, mundu vísindi öll og hagsýni í verkum vera á mikið hærra stígi hjá oss, en raun ber vitni. Þá mundu vinnukaupendur hafa lagt fram fé og krafta til að bæta allan að- og útbúnað við vinnu, svo sem mestu væri afkastað á sem styst- um tíma. Þá mundu vinnuseljendur hafa kostað meira kapps um að ná fullkomnun í störfum, er þeir hefðu séð, að það kæmi að gagni. Eitt af þvf, sem vinnukaup- endur yfirleitt flaska á, er það, að þeir vanda hvergi nærri vel til verkstjóranna. Um þá gildir það sama og alment verkafólk. Aðeins litið á kauphæðina, en gengið framhjá verkstjórahæfileikunum. Og þó ætti það ekki að geta dulist til lengdar fyrir hverjum meðalgreindum manni, sem orðið hefir að kaupa vinnu, að \erk- stjórnin hefir afarmikil áhrif á eftirtekjuna. Mesta sorgarefnið er það, að deiia stendur yfir um atriði, sem ekki hefir róttækust áhrif á málið, en gengið er framhjá því, sem er og verður mergurinn málsins. Verkalýðurinn stritar áratug eftir áratugs Stendur að hjaðningavíg- um mannsaldur eftir mannsaldur. Vinnukaupendur hjakka í sama farinu. Báðir aðilar gieyma því, að meira vinnur vit en strit. Á götunni, sem allir ganga, er skórinn daglega stíginn ofan af náunganum. Miklu sjaldnar að hjálpandi hönd sé rétt til að teygja skóinn upp á náungann. sÞetta er lögmál lífsins.t segja hinir vitru menn. Almenningur trúir þeim í blindni. En þetta er hin mestu ósannindi. Slík gróðabrögð hafa slæðst inn í hina ifrjálsu samkepni*, — að undirlagi vondra manna. Bæri það vott um hærra menn- ingarstig, að kaupgjaldsdeildan snerist upp í samvinnu vinnukaup- enda og seljenda um að láta fram tíðina bera þess merki, að vitið sé tekið fram yfir striiiði Hagsýni í verki skipi hásætið í framtiðinni. Verkamaður. Um dagiDQ og vegii. Yarzla bæjarlandsins. Samn- ingar hafa verið gerðir við Þor- grím Jónsson í Lauganesi um vörzlu bæjarlandsins í sumar. Fær hann 1200 kr. fyrir vörzluna, án uppbótar. Fyrir flutning hesta úr og í haga 1 krónu. Hagatollur fyrir hverja kú, er gengur í landi bæjarins, er 25 kr. Fisksöinskúrarnir. Nú er byrj- að aftur á því, að reisa fisksölu- skúrana svokölluðu við höfnina. Á að fullgera gólfið í þeim og leyfa þar síðan fisksölu. Er gert ráð fyrir því, að mánuður gangi til þessa verks. Mótorskipin. Verið er nú sem óðast að búa mótorskipin undir síldveiðina. Munu þau leggja af stað »til veiða vestur og norður, um og eftir þann 10. þ. m. „ringan“ er nú aftur tekin til starfa og gengur vel flugið. Eru þeir, sem svifið hafa um loftið f 6úk hennar, mjög ánægðir með árangur nýjungagirni sinnar. Strang- ari varúðar er nú gætt á flugvell- inum, en áður var, og er það veí farið. JÓn Forseti kom af veiðum f gær, fór til Englands í gærkvöld með aflann Draupnir og Skúli fógeti fóru iíka. Sjómannafélagið heldur funtí annaðkvöld. Menn eru ámintir um að mæta, þar sem þetta verður að Iíkindum eini fundurinn þar til í september í haust. Ljóskerastólpa þá, er ekkl voru notaðir í vetur, hefir nú verið ákveðið að taka niður, þar eð þeir verða ekki nötaðir framar. Yeðrið Vestm eyjar Reykjavfk . ísafjörður . Akureyri . Grfmsstaðir Seyðisfjörður Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir dag. V, hiti SA, hiti logn, hiti logn, hiti logn, hiti N, hiti NA, hiti 9,0v. 7.7. 6,5. 7.0» 7.°- 4.7’. 9,& merkja áttina. Loftvægislægð um Akureyri og sunnan við Færeyjar. Fremur stilt. veður. Gasleiðslan f Tjarnargötu. Akveðið hefir verið að grafa upp gasrörin í Tjarnargötu til þess að athuga hvort þau leki ekki. Astæð- an til þess er sú, að leki mun vera mikill á gasrörunum. Ekki væri úr vegi að athuga jafnframt vatnsrörin. Vatnsskortnrinn. Eru leiðslurnar ónýtar? Á bæjarstjónarfundi í gær kom nokkurskonar greinargerð fram fyrir vatnsskortinum. Hefir Jón Þorláksson rannsakað leiðsluna og gefið vatnsveitunefnd skýrslu um rannsóknina. Birtum vér hér út- drátt úr fundargerð vatnsveitu- nefndar: „Samkv. þeim (rannsóknunum) flytur utanbæjarleiðslan eins mikið vatn til vatnsgeymisins á Rauðar-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.