Morgunblaðið - 08.10.1958, Page 8

Morgunblaðið - 08.10.1958, Page 8
8 MORCVIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. okt. 1958 Fiskveiðilögsagan rædd á árs þingi ATA í Bosfon „ATLANTIC Treaty Association" (ATA), sem er félagsskapur áhugamanna um NATO í 14 með- limaríkjum bandalagsins, hélt ársþing sitt í Boston dagana 21.—28. september sl. íslenzka deildin, sem nefnist „Samtök um vestræna samvinnu", átti tvo fulltrúa á þinginu, þá Knút Halls son, fulltrúa í menntamálaráðu- neytinu, og Sigurð A. Magnús- son, blaðamann. Lester Pearson hinn nýi forseti ATA Ársþingið sóttu um 80 fulltrú- ar frá 14 Atlantshafsríkjum, þeirra á meðal ýmsir stjórnmála- leiðtogar. Meðal mála sem rædd voru á þinginu voru ýmis þau vandamál, sem nú steðja að Atlantshafsbandalaginu, svo sem fiskveiðideila íslands og Bret- lands, Kýpurmálið og Alsirmálið. Sigurður A. Magnússon talaði fyrir hönd íslands og skýrði af- stöðu íslendinga í fiskveiða- deilunni. Benti hann á að víkkun fiskveiðilögsögunnar væri íslend- ingum lífsnauðsyn og þjóðin stæði einhuga um það mál. Harmaði hann rangtúlkun ýmissa erlendra blaða á málinu og lagði áherzlu á, að hér væri ekki um að ræða 12 mílna landhelgi, held,- ur 12 mílna fiskveiðilögsögu, þannig að aðgerðir íslendinga væru engan veginn hliðstæðar við aðgerðir Kínverja eða Rússa. Brezki fulltrúinn kaus að þegja um þessi atriði. Blaðið „The Boston Herald" átti viðtal við íslenzka fulltrúann og rakti sjónarmið íslands í all-, löngu máli. Bandarískir blaða- menn játuðu, að þeim hefði ekki verið kunnugt um ýmis veiga- mikil atriði málsins, og einn af ritstjórum „The Christian Science Monitor" bað um sérstaka grein um fiskveiðilögsögu Islands. Ársþing ATA vakti mikla at- hygli í Bandaríkjunum. Blöð, út- varp og sjónvarp fluttu ýtarlegar fréttir af þinginu, enda var vel til þess vandað í hvívetna. í>átt- takendum voru haldin boð víða í Boston, og síðasta kvöldið var fjölmenn veizla í stærsta hóteii Boston, þar sem Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og Paul-Henri Spaak, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, fluttu ræður. Lester Pearson, fyrrverandi utanríkisráðherra Kanada, var kosinn forseti ATA á þessu þingi. Hann hélt merkilega ræðu þar sem hann rakti helztu vandamál HÖRÐUR ÓLAFSSOM málflutningsskrifstofa. Löggiltur dómtúikur og skjal- þýóandi í ensku. — Austurstræti 14. — Sími 10332. Atlantshafsbandalagsins nú og benti á, hvaða leiðir væru hugs- anlegar til nánara samstarfs NATO-þjóðanna. Lagði hann megináherzlu á efnahagslega og pólitíska samvinnu og hvatti að- ildarríkin til að sýna hvert öðru fullan trúnað og algert traust. Þingið gaf út stefnuyfirlýsingu þar sem NATO-ríkin eru hvött til meiri samstöðu í baráttunni við heimskommúnismann. Einnig er bent á mikilvægi þess að veita ríkjum utan NATO-svæðisins efnahagsaðstoð, þannig að þau verði ekki tylliloforðum komm- únista að bráð. Þá er lögð á það áherzla, að herstyrkur Atlants- hafsbandalagsins hafi verið meg- inskjöldur vestrænna þjóða gegn ágangi kommúnismans, og ekki komi til mála að dfaga úr honum meðan kommúnistaríkin séu grá fyrir járnum. ATA er ekki í beinu sambandi við Atlantshafsbandalagið, helcl- Ungfrú Valgerður skýrði svo frá, að hið nýja viðfangsefni John Osborne væri mjög umdeilt leikrit eftir enska skáldið John Osborne. Á ensku heitir það „Look Back in Anger, var á æfingum nefnt „í bræði“, en hefur nú hlotið nafn- ið „Horfðu reiður um öxl“. Leik- ritið verður frumsýnt á morgun, fimmtudag kl. 8. — Leikstjóri er Baldvin Halldórsson og er þetta fimmta leikritið sem, hann setur á svið í Þjóðleikhúsinu. — Leikendur eru fimm. Eru það Gunnar Eyjólfsson, sem leikur aðalhlutverkið, Kristbjörg Kjeld, sem einnig leikur stórt hlutverk, Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarna- son og Jón Aðils. Leikritið er í þremur þáttum og tekur sýning þess tæpar þrjár stundir. Magnús Pálsson hefur gert leiktjöld. Thor Vilhjálmsson skýrði frá því, að höfundur leikritsins, John Osborne, væri 28 ára að aldri, fæddur í Chelsea. Hann var veik- byggður í æsku, missti úr skóla- göngu og fór að vinna fyrir sér 117 ára gamall. Fyrst lagði hann stund á blaðamennsku um hríð, en gerðist síðar kennari barna farandleikara. Voru það fyrstu tengsl hans við leiklistina. Þegar hann hætti kennslunni varð hann ur er hér um að ræða samtök áhugamanna, sem vilja stuðla að auknum skilningi almennings á nauðsyn og tilgangi bandalags- ins. Þetta er m. a. gert með því að vekja menn til umhugsunar um vandamál NATO, og ennfrem ur með því að leggja fram tillög- ur og ályktanir, sem ráðamenn NATO taki til yfirvegunar. ATA hefur átt vaxandi gengi að fagna í NATO-löndunum, og í nokkrum þeirra, t. d. Bandaríkjunum, Frakklandi og Noregi, eru deildir samtakanna mjög fjölmennar og athafnasamr. íslenzka deildin, „Samtök um vestræna samvinnu", var stofnuð í apríl sl., og eru meðlimir henn- ar um 30 talsins. Hún er opin öll- um áhugamönnum um eflingu vestrænnar samvinnu. Formaður hennar er Pétur Benediktsson, bankastjóri, en aðrir í stjórn hennar eru Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, Sigurður A. Magnússon, blaðamaður, Ásgeir Pétursson, deildarstjóri, Lúðvík Gizurarson, cand. jur., Sigvaldi Hjálmarsson, fréttastjóri, og Kx-istján Bene- diktsson, kennari. aðstoðarleikstjóri, síðar leikari, og loks tók hann að skrifa leik- rit. — Baldvin Halldórsson sagðist í þessu verki hafa fundið meira af þeirri æsku, sem nú lifir, en í nokkru öðru leikriti. Kvað hann það hafa orkað æ sterkara á sig, því lengur sem hann hefði kynnzt því. Gunnar Eyjólfsson sagði, að Jimmy, aðalpersóna leiksins, væri ekki brjálaður, hins vegar dálítið truflaður og kæmi út í heim, sem hann þekkti ekki. Þá skýrði hann frá því að leikrit þetta hefði fengið ágætar við- tökur í Bandaríkjunum og voru því þar m. a. dæmd Pulitzer- verðlaunin. Ungfrú Valgerður skýrði frá því að lokum, að enn yrðu tvær sýningar á „Föðurnum” og verð- ur hin fyrri þeirra á föstudags- kvöldið. Á laugardaginn verður sýning á „Hausti“ Kristjáns Al- bertssonar. Gunnar Eyjólfsson og Krist- björg Kjeld í hlutverkum sínum. „Horfðu reiður um öxl", eftir John Osborne, næsta viðfangs- efni Þjóóleikhússins I FYRRAD. voru fréttamenn kvaddir upp í Þjóðleikhús í tilefni þess að nýtt leikrit verður frumsýnt þar nú í vikunni. Skrifstofu- stjórx Þjóðleikhússins, ungfrú Valgerður Tryggvadóttir, ræddi við fréttamenn í fjarveru þjóðleikhússtjóra. Viðstaddir voru þýðandi leikritsins, Thor Vilhjálmsson, leikstjórinn, Baldvin Halldórsson og Gunnar Eyjólfsson, leikari, sem nú er nýkominn til landsins eftir fimm ára dvöl í Bandaríkjunum. Anthony Chaytor Kommúnistar viðurkenna hrakfarirnar PARÍS, 6. okt. — Franskir komm- únistar hafa nú viðurkennt hrak- farirnar, sem þeir biðu við þjóð- aratkvæðagreiðsluna um stjórn- arskrá de Gaulles. Að loknum umræðum í miðstjórn komxaún- istaflokksins var birt yfirlýsing þar sem sagði, að ástandið væri nú mjög alvarlegt. Yfir ein milljón kommúnista hefði greitt atkvæði gegn hagsmuiium flokks ins og þetta væri mesta áfall, sem franskir kommúnistar hefðu hlotið síðan 1945. Kringum hnöttinn á 15 mánuöum Á SUNNUDAGSMORGUNINN kom hingað til lands með flugvél Loftleiða frá New York allóvenju legur gestur.Hann er Ný-Sjálend- ingur að nafni Anthony Chaytor og hefur verið á ferðalagi um hnöttinn undanfarna 15 mánuði. Chaytor er 24 ára ganxall og nem- ur landbúnað í Lundúnum. Hann á búgarð í Marlborough á Nýja Sjálandi ásarnt bróður sínum, sem nú rekur búskapinn þar. Anthony Chaytor hafði stundað nám í Lundúnum í þrú ár, þegar hann tók sig upp í byrjun júní 1957 og hóf heimsflakk sitt. Fyrst fór hann yfir meginland Evrópu til Moskvu þar sem hann tók þátt í hinni margumtöluðu æskulýðshátíð. Með því móti spar aði hann sér mikil útgjöld. Eítir þriggja vikna dvöl í Moskvu nélt hann áfram austur á bóginn, yfir Síberíu og alla leið til Kína. Þar heimsótti hann meðal annarra borga Port Arthur, Peking og Kanton, en fór þaðan til Hong Kong. Á þessu langa ferðalagi lenti hann í alls konar hrakning- um, en sá jafnframt margt nýstár legt: Kínamúrinn, keisarahallirn- ar og aðrar menjar fornrar kín- verskrar menningar. Frá Hong Kong lá leiðin til Pusan í Suður-Kóreu og svo áfram til Japans. Þar ferðaðist hann víða og jafnan „á þumal- fingrinum“, þ. e. a. s. með því að veifa bílum. Þegar hann var kom- inn langt suður í Japan viidi hann komast norður til Tókíó. Tók hann það þá til bragðs að laumast inn í bandaríska herflug- vél sem flutti hann heilu og höldnu norður á bóginn. Hann reyndi árangurslaust að fá vinnu á skipum eða flugvélum til að komast til Hawaii, og eftir tvo og hálfan mánuð varð hann loks að kaupa sér far þangað. Hann dvaldist þrjár vikur í Honolulu, m. a. í klaustri Búddamunka, en sigldi svo til San Francisco í lok marzmánaðar. Síðan í marz hefur hann svo flakkað um Bandaríkin og Kan- ada. Hann komst t. d. til Seattle með því að aka bíl frá San Fran- cisco fyrir bílasala. Síðan ferð- aðist hann um Brezku Kólumbíu og ætlaði að komast til Alaska, en kuldinn og ófærðin á vegun- um heftu för hans, svo hann fór aftur suður á bóginn. Við landa- mæri Kanada og Bandaríkjanna lenti hann í vandræðum, og dvaldist þar sex vikur, þar til honum hugkvæmdist að gerast kanadískur borgari, og var hon- um þá hleypt inn í BandaríkiR að nýju. Svo hélt hann áfram að ferðast „á þumalfingrinum“ suður vestur strönd Bandaríkjanna, yfir eyði- merkurnar og um suðurríkin. Hann eyddi að jafnaði einuxn doll ar á dag, svaf venjulega undir berum himni þar sem hann var niður kominn. Hann var aðeins rændur þrisvar, og í eitt skiptið tókst honum að ná peningunum aftur. Nokkrum sinnum komst hann í tæri við eiturnöðrur, en þær unnu honum aldrei moin. Chaytor kom til New York snemma í ágúst og hélt þá áfram til Nýja-Englands og borganna á austurströnd Kanada. Kom svo aftur til New York og tók flug- vélina til íslands á laugardaginn Þegar fréttamaður Mbl. spUrði Chaytor, hvað 15 mánaða flakk hans hefði nú kostað, kvað hann það ekki hafa kostað meira en um 1300 dollara. Af þeirri upp- hæð var 100 dollurum rænt. Og nú er þessi heimshorna- flakkari kominn til íslands. Hann setur það ekki fyrir sig þó kom- ið sé íslenzkt haust. Hann lagði upp norður í land í gær með bakpoka sinn og annað hafurcask ásamt spjaldi þar sem hann hefur sjálfur letrað „Frá Nýja Sjáland til Akureyri“. Vonast hann til að bílstjórar verði honum vinsam- legir og kippi honum upp, ef þeir hafa rúm í bílnum. Þannig hefur það verið hvar sem hann hefur farið. Seinna langar hanrx til að. ná í fiskibát, sem flytji hann til Færeyja, og þaðan vonasi hann svo til að komast áfram til Eng- lands. Þegar þangað kemur hyggst hann hvíla sig um hríð, en svo á hann eftir að ferðast í gamla Ford-bílnum sínum yfir Suður-Evrópu og alla leið til Ind- lands þar sem hann á frænda. Það er svo sem ekki mikill vandi að sjá heiminn, ef maður hefur áræðið. Skólar í Keflavik GAGNFRÆÐA- og barnaskólí Keflavíkur eru teknir til starfa. í gagnfræðaskólanum eru nú 267 nemendur og er það 50 nemend- um fleira en var árið áður og verður skólinn nú að starfa í leiguhúsnæði á öðiaxm stað í bæn- um. í barnaskólanum eru nú 600 börn og er það 30 fleira en árið áður. Starfa nú 18 kennarar við barnaskólann, en 4 af þeim kenr.a einnig við gagnfræðaskólann. — Húsnæði skóJans er þegar fu’l- setið. Tónlistarskóli Keflavíkur var settur 1. október og eru nem- endur þar 36. Skólastjóri Tón- listarskólans er Ragnar Björnsson sem einnig er aðalkennari skói- 1 ans. —Helgi S. SÍ-SLÉTT POPLIN (N0-IR0N) STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.