Alþýðublaðið - 21.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1929, Blaðsíða 2
a AbÞÝÐUB&AÐIÐ frá siðasfa fondi. Samvinna við Hainfirðinga. Áður hefir verið skýrt frá úr- slitunum, að ' tillaga Ólafs Frið- rikssonar um nefndarskipun til samvinnu við bæjarstjórn Hafn- arfjarðar var samþykt. Við um- ræðurnar benti Ólafur á nauð- synina á samvinnu bæjarstjórn- anna um ýms sameiginleg hags- munamál beggja kaupstaðanna, t. d. ýms viðskiftamál, pöstmál, svo sem sendingar böggla gegn póst- ábyrgð við lágri greiðslu, í stað þess að nú verður að biðja bif- reiðarstöðvar að láta flytja bögglana án ábyrgðar, sömuleið- is um samgöngumál, fyrst og fremst ,endurbætur á veginum milli kaupstaðanna, og um ýms önnur mál, sem pessi bæjarfélög þurfa bæði að knýja fram hjá alþingi og landsstjórn. Og ekki þyrfti síður samvinnu í skatta- málum kaupstaðanna, svo að þar sé samræmi á milli, en komið í veg fyrir skattflótta, sem ella getur átt sér staö, þar sem svo skamt er á milli. St. J. St. og Sigurður Jónasson bentu einnig á, að samvinna milli bæjarstjórnanna getur oft komið í veg fyrir misskilning. Minti Sig- urður í því sambandi á, að í septemberbyrjun fól rafmagns- stjórnin borgarstjóra að svara er- indi frá bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar, þar sem hún óskaði hlut- ideildar í virkjun Sogsins. Skyldi hann flytja Hafnfirðingum þau ummæli rafmagnsstjórnarinnar, að þeir mættu treysta því, að þeir fengju næga raforku úr Sog- inu við svo vægu verði, sem unt er að selja hana frá jafnstórri stöð. En bréf borgarstjóra kom fyrst til bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar meir en mánuði síðar, og olli sá dráttur misskilningi meðal Hafnfirðinga. Borgarstjórinn og ýmsir af liðsmönnum hans voru rökheldir að vanda, en skynsemin fékk þó meiri hluta í bæjarstjórninni í það sinn. Skildinganesmálið. Ól. Fr. endurtók fyrirspurn þá, er.hann hafði áður gert til borg- ar.stjóra, hvort það sé satt, að auðveldara sé að fá fé til lóða- kaupa og húsabygginga í Skild- inganesi heldur en í sjálfri Reykjavík. — Eftir mánaðarfrest, sem Knútur hefir haft til að kynna sér þetta mál, er skiftir Reykjavík afarmiklu, komu engin svör frá honum, frekar en þetta kæmi Reykvíkingum ekki minstu vitund við. Slíkur er áhugi borg- arstjórans á velferðarmálum bæjarfélagsins. Þá spurði Ólafur Knút, hvort það væri rétt, að málafærslumað- ur Reykjavíkurbæajr, Guðmundur Ólafsson, segi í málafærsluskjali um Skildinganesvatnið, og hafi það eftir borgarstjóra, að Reykja- vík hafi nóg vatn aflögum handa Skildinganesi, — þótt oft sé víða vathsskortur í Reykjavík í þeim húsum, er hæst liggja, og það geti t. d. hæglega komið fyrir, að sjúkrahúsið í Landakoti brenni ofan yfir sjúklingana, án þess að unt sé að ná í vatn í slökkvislöngurnar til að slökkva eldinn, því að oft sé vatnslaust á efri hæðum sjúkrahússins. Við þeíta komu vöflur á Knút og slö hann úr og í, en neitaði því ekki, að Guðmundur hefði getað haft ummælin eftir sér. Þá upplýsti Ól. Fr., að Eggert Claessen sé búinn að selja lóðir í Skildinganesi fyrir töluvert á annað hundrað þúsundir króna, og hafa þær verið keyptar vegna þess, að ætlað hefir verið, að Reykjavík leggi til vatnið þangað og skapi þar með skattflóttastað, til höfuðs sjálfri sér. Gestkoman að vori. Framkvæmdastjóri alþingishá- tíðarnefndarinnar hafði sent bæj- arstjórninni erindi um ráðstafan- ir út af húsnæði í borginni fyrir aðkomufólk á alþingishátíðina. Vildi hann, að bæjarstjórnin setti sérstaka nefnd í það mál. Var samþykt að kjósa þriggja manna nefnd, en kosningunni frestað til næsta fundar. f sambandi við þetta mál benti Sigurður Jónasson á nauðsyn þess, að almenningssalerni verði reist í vetur, þar sem þeirra er brýnust þörf hér í borginni, m. a. til þess, að ekki verði gripið til þess í vor, þegar alt er komið í ótíma, að hrófa upp bráða- birgðasalernum á síðustu stundu, líkt og gert hefir verið um „í- búðarhúsin" „Pólana“ og „Grims- by“. Tvær nefndir. Ríkisstjórnin hefir fyrir h. u. b. mánuði, þann 23. september, skip- að nefnd til að endurskoða lög- in um fiskimat. Er ósvikið í- haldsbragð af nefnd þessari. Hana skipa: Ólafur Thors framkvæmdar- stjóri, Jón ólafsson framkvæmd- arstjóri, Lárus Fjeldsted hæsta- réttarlögmaður, og svo fá að fljóta með: Jón Magnússon yfir- fiskimatsmaður og Kristján Bergsson forseti Fiskifélagsins. Litur helzt út fyrir, að stjórnin álíti, að enginn geti haft vit á fiski eða fiskimati nema fram- kvæmdarstjórar og aðrir íhalds- menn. Enginn Alþýðuflokksmað- ur er settu'r í nefndina, ekki einu sinni sauðmeinlaus „Tíma“-mað- ur. Fiskurinn er til fyrir fram- kvæmdarstjórana, hugsar stjórnin sýnilega. Þá hefir ríkisstjórnin fyrir meira en mánuði skipað aðra nefnd til þess að athuga ástand Skeiðaáveitunnar og fjárhagsá- stæður bænda á áveitusvæðinu. Ávéita þessi varð ferfalt dýrari en Jón Þorláksson áætlaði, kost- aði nærri 1/2 milljón, er stórkost- lega ábótavant og er nú að sliga bændur þar eystra. í þessa nefnd skipaði stjórn- in einnig Jón Ólafsson fram- kvæmdarstjóra og með honum Sigurð Sigurðsson búnaðarmála- stjóra og Guðmund Þorbjarnar- son bónda á Hofi. Hjólreið í lofti. Stórmerkileg uppgötvun. FB., 19. okt. Frá Lundúnum er símað: Bra- ziliskur verkfræðingur, Lyra að nafni, hefir fundið upp loft-reið- hjól. Reiðhjólið hefir tvo vængi og tvær skrúfur, sem knúðar eru áfram með fótafli. Lyra ætlar bráðlega að fara á loftreiðhjólinu frá Pernambuco til Rio de Ja- neiro. Friðvæniegar horfnr í Kina. FB., 19. okt. Frá Peking er simað: Friðar- umleitanir eru byrjaðar á milli Nankingstjórnarinnar og Feng- yuh-siangs hershöfðingja, serb þess vegna hefir stöðvað árásirn- ar á stjórnarherinn í bili. — Talið er liklegt, að hægt verði að af- stýra borgarastyrjöld. islenzkn glírauraemiifnir í Mzkalandi. FB„ 20. okt. Frá Elberíeld er símað: Is- lenzku glímumennirnir sýndu í fyrradag í Mtilheim og í dag höfðu þeir hádegissýningu hér. Var það lokasýning. Héðan för- um við til Kölnar á miðnætti og þaðan yfir Belgíu til Ostende, þaðan til Lundúna, Leith og heim. . tí v L. Erlend sfimskeytL FB., 19. okt. Vinsmyglarar handteknir. Skeyti frá Bandaríkjunum til „Unitet Press“ fréttastofunnar herma, að banngæzluyfirvöldip hafi fundið aðalbækistöð mikils smyglarafélags, sem vafalaust er mesta smyglarafélag í Bandaríkj- unum. Yfirvöldin náðu í, duí- loftskeyti til smyglskipa og kom- ust þannig á snoðir um, hvar bækistöð félagsins er. Félagið hafði aðsetur i víggirtu húsi í New Jersey. Lögreglan gerði þar húsrannsókn og kom smyglurun- um á óvart. I húsinu fann hún óleyfilega loftskeytastöð og mikl- ar áfengisbirgðir í mörgum fylgsnum. Lögregian gerði á- fengisbirgðirnar, fjölda bifreiöa og vélbáta upptækt. Foringjar smyglaranna voru handteknir. Af bókum smyglaranna verður ráðið, að lögreglumenn í New Jersey, 7 bankar og málaflutn- ingsmenn, sem taldir hafa verið merkir(I), og menn úr strand- varnarliðinu hafi verið riðnir við smyglunina. Gróði smyglanna seinasta misserið er talinn liafa. verið tvær milljónir dollara. Yfirlýsing Hindenburgs. Frá Berlín er símað: Hinden- burg, forseti Þýzkalands, hefir heimilað kanzlaranum að til- kynna: „Hindenburg forseti for- dæmir kröfur þjóðernissinna um að refs^a fyrir landráð þeim ráð- herrum, sem undirskrifuðu: Youngsamþyktina." Talið er ólíklegt, að þjóðernis- sinnum takist að fá nægilega margar undirskriftir undir beiðni þá, sem áður hefir verið símað um, að þjóðaratkvæði fari fraro. um Youngsamþyktina. FB.T 20. okt. Kommúnistaofsóknir i Frakk- landi. Frá París er símað: Frakk- nesku yfirvöldin hafa ákveðið að kæra 160 kommúnista fyrir sam- særi gegn öryggi rikisins. Á með- al hinna ákærðu eru nokkrir þingmenn þeirra og rithöfundur- inn Henri Barbusse. Kommúnistaflokkur Frakklands hefir gert borgarstjórann og 19: bæjarstjórnarfulltrúa í Clichyj ræka úr flokknum. Staiin og Trotzkf. Frá Berlín er simaÖ: Trotsky og Rakofsky hafa sótt um að verða aftur meðlimir kommún- istaflokksins. Ráðstjórnin hefir svarað beiðni Rakofskis með því að láta handtaka hann og sendaí hann til Síberíu. — Stalin virð- ist þvi ekki ætla að sættast við Trotskysinna. [Skeyti þetta virðist næsta ó- trúlegt, þar eð Trotski hefir upp, á síðkastið ritað í allmörg stærstu blöð heimsins geysilega harðar ádeilugreinir á Stalin og stjórn kommúnistaflokksins 8. Rússlandi.] Söngkenslubækur. Tvær söngkenslubækur eru nú komnar út að tilhlutun fræðslu- málastjórnarinnar. önnur er „Handbók söngkennara“. Hin er „Skólasöngvar", 1. hefti, 50 söng- lög með textum. Hafa fjórir söngfróðir menn gert báðar bæk- urnar úr garði. Eru það Aðal- steinn Eiríksson, Friðrik Bjarna- son kennari í Hafnarfirði, Páll Is- ólfsson og Þórður Kristleifsson. Handbókin er ætluð söngkennui;- um til leiðbeiningar, einkuöj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.