Alþýðublaðið - 21.10.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.10.1929, Blaðsíða 3
AL.Þ?ÐUBf;AÐIÐ 8 50 anra. 50 aor Elephant-cigarettur. Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar. fi heildsoln hjá Töbaksverzlio íslands h. f. þeim, sem kenna söng í barna- skólum. í söngvaheftinu virðast lögin vel valin, en flest þeirra munu áður kunn. Væntanlega verður eitthvað af nýjum lögum, sem ekki eru eins útbreidd orö- in, með í síðari heftunum. f handbókinni eru ýms ráð, sem mörgum söngkennurum og ýmsum fleirum munu koma að drjúgum notum, og ættu söng- elskir menn ekki að. láta undir höfuð leggjast að kynna sér hana. — „Svo er til ætlast,“ segir i formála, „að áframhald komi af leiðbeiningum þessum, og verður það aðallega um nótnalestur — söng eftir nótum.“ Blekkingar íhaldsins. Vopnin, sem- auðvaldið beitir í baráttunni móti jafnaÖar'stefn- unni, eru ekki öll drengileg, hvorki þau, sem notuð eru hér á landi eða annars staðar. Eitt ódrengilegasta bragðið, sem í- haldið hefir ætlað sér að nota og græða á, var þegar það síð- astliðið vor falsaði nafn sitt. Þaö er áreiðanlega nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um grundvallaratriði íhaldsstefnunn- ar til þess, að jafningjar mínir, æskumennirnir, sjái betur í gegn Sýkomi#: Frönsk Alklæði, fjórar fallegar tegundir. Enn íremur Silki i upphluti og Skyrtur, Silkiflauei og alt annað tilheyr- andi íslenzka þjóð- búningnum. um þann ósannindahjúp, sem í- haldsmennirnir eru að breiða yf- ir sig til varnar rannsakandi aug- um almennings. íhalds- eða auðvalds-stefnan er eigingirnis-, sérdrægnis-, yfir- troðslu- og eiginhagsmuna- stefna, sem berst fyrir því, að fámenn auðmannastétt geti ein- ráð og óáreitt drottnað yfir öllu fjármagni og framleiðslutækjum og geti í sem allra stærstum stíl féflett og kúgað undirstétt- ina. Ihaldsstefnan berst á rnóti öllum framförum á öllum svið- um, nema þeim einum, sem auka völd og auð yfirstéttanna. Þegar forkólfar íhaldsins segjast berj- ast fyrir bættum kjörum alþýð- unnar, þá sannar dómur sögunn- ar, að það hefir ekki verið ann- að en falskur fagurgali af vör- um auðvaldssinna. „Frjáls sam- keppni" og hinn heilagi eignar- réttur einstaklinga, þetta eru uppáhalds slagorð íhaldsins. Þau boða endalaust stríð, hlífðarlausa baráttu milli einstaklinga, stétta og þjóða. 1 hinum blóðugu heimsstyrjöldum koma afleiðing- ar af lífsskoðunum íhaldsmanna fram í sinni réttu mynd. í þeim löndum, þar sem for- ingjar íhaldsins eru sæmilega þroskaðir, gengur það undir réttu nafni, en þar, sem forkólf- ar þess eru lágþroskaðir og hafa’ ekki önnur áhugamál en að hanga við völd, hvað sem það kostar, þar skiftir það um nöfn. Þetta skeði hér í vor, þegar í- haldið tók upp falsnafn. Það fór' að eins og maður, sem er að komast undan réttmætri refsingu fyrir drýgðan glæp. Sjálfstæðis- nafninu er stolið, og mennirnir, sem aðallega standa fyrir nafn- fölsuninni og geta nú í hvoruga löppina stigið fyrir sjálfstæðis- monti, eru þeir sömu, sem dyggi- legast hafa unnið að því að koma landinu undir erlent auð- vald og skriðið Ratlí fjjrífi erlendum yfirgangsmönnum. (Krossanesmálið.) Um allan heim er íhaldið að * tapa, en jafnaðarstefnan, hin nýja alheimsmenningarstefna, vinnur alls staðar á. Eins og eðlilegt er, þá er það þó æskan, hin unga kynslóÖ, sem fljótust er að skilja og tileinka sér Simar: 580 esa K Bæjarakstur er ánæjnlegastnr og édýrastn ef ekið er i bifreiðnm STEINDÓKS. SSl 582 esa I kenningar jafnaðarstefnunnar. Því að hvað sem hver segir, þá getur enginn ungur maður verið annað en jafnaðarmaður í skoð- unum, ef hann hugsar nokkuð á annað borð, því að lífsskoðun íhaldsmanna stríðir á móti öll- um fegurstu þrám og löngunum óspilts æskumanns. Alls staðar, bæði til sjávar og sveita, sér maður hina knýjandi nauðsyn á því, að framkvæmdar verði hugsjónir jafnaðarstefnunn- ar. Alls staðar blasir við sjónum manns kúgunin og óréttlætið, eymdin og menningarleysið, sem þróast undir auðvaldsskipulag-, inu. Þetta vita forkólfar auð- valdsins. Þeir finna, að þeir eru að missa tökin á hugum ungu kynslóðarinnar. Þess vegna grípa þeir til þessa örþrifaráðs, að falsa nafn og stefnuskrá. Nafna- fölsunin er hin sterkasta yfirlýs- ing frá íhaldinu um, að það sé- vonlaust um sigur við næstu kósningar. Sjálfstæðisnafnið er agn, sem það ætlar að veiða menn á, sérstaklega okkur ungu mennina. En við ætlum að launa því lambið gráa, mótspyrnu þess gegn réttindamálum okkar, 21 árs kosningarrétti, aukinni menningu o. fl. o. fl., og gera alt, sem í okkar valdi stendur, til þess að það falli á þessu bragði sínu við næstu kosningar, að sú líftaug, sem íhaldið hefir tórt á sem flokkur yfir þetta kjörtímabil, slitni þá algerlega. Benjamín Júlíusson, Melanesi. Síminn kominn ait nm- hverfis landið. Landssímalínurnar á Skeiðarár- sandi voru tengdar saman í fyrra dag, og er því nú komin símalína hringinn i kring um landið. (FB.) 8Jm itsagisisi og vegiim. STIGSTOKUFUNDUR þriðju- dagskvöld, 22./10., kl. 81/2- Jón Bergsveinssort: Bindindisfræðsla og bann. Öllum templurum er heimill aðgangur að stigveit- ingu lokinni. VIKINGSFUNDUR í kvöld kl. 81/2 í Bröttugötu. j UlýÍBireatiHiliu, | IfeiHsiðti 8, siml 1294, I tttbnir «6 sér alls honar tnkltnrlsprsnt- I oa, svo sem erfUJóB, mðgSngnmieii, bril, 1 roibaingn, kvlttonlr o. s. trv., og nt- I grelSlr vínnnna tljótt og viB réttn vorSI Naeturlæknir er í nótt Ólafur Jónsson, sími 959. Næturvörður er þessa viku í lyfjabúð Lauga- vegar og Ingólfs-lyfjabúð. Jafnaðarmannafélag íslands heldur fund í kvöld kl. 81/2 í alþýðuhúsinu Iðnó uppi. Þar verður rætt um Alþýðubókina, um alþýðuhúsið Iðnó, um sam- bandsþingið í haust og fundahöld félagsins í vetur. Stefán Jóhann Stefánsson flytur erindi um hvers vegna verkamenn eru jafnaðar- rnenn, Haraldur Guðmundsson talar um skattamálin. — Þetta er fyrsti fundur félagsins f hausfc Verður það vissulega merkilegur. fundur, sem vert er að fjölsækja. Signe Liljequist syngur í kvöld kl. 7i/2; i Gamlai Bíó. Aðgöngumiðar fást við inn- ganginn. Fyrirlestur Ólafs Friðrikssonar um Kamban og kvenfólkið í Reykjavik var bráðskemtilegur, og létu áheyrendur það marg- sinnis í ljós. Þótt Ólafur talaði talsvert fram á aðra klukku- stund, var efnið svo mikið, að hann komst ekki að Kamban. Og þótt sæti séu talsvert mörg í Gamla Bíó, komust miklu færri að en vildu. Ólafur endurtekur því fyrirlesturinn á sunnudaginn kemur, og þá kemur hann með kaflann um Kamban. 1 Varðskipið „Óðinn“ kom hingað á laugardags- kvöldið úr eftirlitsferð. Togararuir. „Gyliir" kom af veiðum í gær með 121 tunnu lifrar. Einnig kom enskur togari hingað í gær með bilaða vindu. Veðrið. Kjí. 8 í morgun var 7—2 stiga hiti, 5 stig i Reykjavik. Otlit hér um slóðir í dag og nótt: Hvast

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.