Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. okt. 195S MORCVTSBL 4 ÐIÐ 3 Atburðirnir mega ekki i falla Ungverjalandi gleymsku i Ungverjalandsskýrslan til umræðu á Albingi i gær ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA Bjarna Benediktssonar um birt- ing skýrslu hinnar sérstöku nefndar Sameinuðu þjóðanna um Ungverjalandsmálið, var tekin til umræðu á fundi Sameinaðs Al- þingis í gær. Gerði flutningsmað- ur grein fyrir henni. Sagði hann í upphafi máls síns að nú væru tvö ár liðin frá því að ungverska þjóðin hefði gert byltingu gegn erlendu einræði, sem hefði hrifsað til sin völdin og haldið uppi leppstjórn í land- inu. Með þeim atburðum urðu þau tíðindi, sem ef til vill koma nær, en nokkur önnur, hjarta þeirrar kynslóðar, er nú lifir, og fer þó fjarri að samtíminn sé við- burðalaus. Réttlætl eða ofbeldt Ungverska þjóðin var beitt miklu ofbeldi og ranglæti. Ef lög og réttur hefði gilt í Ung- verjalandi, mundi saga þessarar byltingar hafa orðið með öðrum hætti. Um svipað leyti gerðu tvö stórveldi sig sek um tilraun til ofbeldis, er Bretland og Frakk- land gerðu frumhlaup sitt gagn- vart Egyptalandi. Það er óafsak- anlegt en þó var það ekki eins skaðlegt og árás Rússa og kúgun gegn Ungverjalandi. Bretar og Frakkar guggnuðu á tilraun sinni til ofbeldis. Kom þetta til af því, að í vesturhluta heimsins gilda þær almennu réttarreglur, sem m. a. Sameinuðu þjóðirnar byggja sín samtök á. Þó fer margt verr en skyldi í hinum vestræna heimi og er þar skemmst að minnast framkomu Breta í íslenzkri landhelgi. Er þar um að ræða réttardeilu, sem hefði átt að leysa, án þess að til valdbeitingar kæmi. Bretar beittu okkur valdi og það hefur orðið þeim til vansæmdar en okkur til tjóns, og eru allir fs- lendingar sammála um að for- dæma atferli Breta harðlega. Ef við hefðum verið annars staðar á hnettinum, gæti hlutur okkar þó verið lakari en hann er. Fyrr en síðar munum við fslendingar sigra í deilunni við Breta. En við vitum að ef aflsmunur ætti að skera úr, hlytu Bretar að verða ofan á. Þrátt fyrir valdbeitingu Breta eru slíkar aðferðir orðnar úreltar á þeim hluta jarðarinn- ar, sem við búum og við treyst- um því þess vegna að Bretar hverfi frá ofbeldi sínu áður en yfir lýkur. Þrátt fyrir margt mis- ferli gilda lög og réttur að veru- legu leyti fyrir vestan járntjald. Neyðarkall Ungverja í Ungverjalandi voru lög og réttur hins vegar aðeins hjúpur fyrir ofbeldisaðgerðir, sem eru óhugsandi í viðureign okkar við Breta. Ef svo hefði verið háttað málum hér, hefði stórveldið ekki látið við það sitja að sigra smá- þjóðina, heldur notað tækifærið til að ljúka ævidegi hennar sem sjálfstæðrar þjóðar í eitt skipti fyrir öll. Það er rétt að menn hafi þetta tvennt í huga, bylt- inguna í Ungverjalandi og land- helgisdeiluna, en geri sér jafn- an Ijósan þann reginmun, sem hér á sér stað. Ég vil þó ítreka það, sem ég áður sagði, að við getum ekki nógu harðlega vítt Breta fyrir þeirra framkomu. Svo var látið heita í nokkra daga eftir byltinguna, sem Ung verjar ættu að ráða málum sín- um sjálfir. Gerðust þeir þá svo djarfir að fylgja þeirri kenn- ingu sem mjög er hampað af áróðursmönnum kommúnista á Vesturlöndum, að smáríkin eigi að vera hlutlaus í deilum stór- veldanna. Er þeir boðuðu þá stefnu sína, beittu Rússar her- valdi sínu gegn frjálshuga mönn- um og eitt hið síðasta, sem heyrð- ist frá stjórn Ungverjalands var neyðarkall hennar til S. Þ. Sam- einuðu þjóðirnar þorðu þó ekki að verða við því kalli, því þær óttuðust heimsstyrjöld ef reynt yrði að láta lög og reglur gilda austan járntjalds Allt af sömu rót Ekkert lýsir betur réttleys- inu undir oki kommúnista en atburðirnir í Ungverjalandi : og er auðvelt fyrir menn að átta | sig á því, ef menn geta kynnt sér j þessa atburði utan við allan áróð ur. SÞ létu gera skýrslu um at- burðina í Ungverjalandi. Þær skildu máttleysi sitt, en vildu þó sýna lit á, að gera eitthvað að gagni, og skipuðu þess vegna nefnd til að gera skýrslu um at- burðina. Fyrir rúmu ári lauk nefndin störfum og lagði skýrsl- una fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hefur þeirri skýrslu ekki verið hnekkt. Sýnir hún greinilega hina mannlegu hlið atburðanna, jafnhliða því, sem hún rekur all- an aðdraganda þeirra og eðli. í þessari skýrslu er fólginn lærdómur, sem þjóðirnar verða að festa sér í huga. Margt fleira ískyggilegt ber við þar austur frá, svo sem nú síðast viðbrögð rússneskra stjórnvalda og rúss- neska rithöfundasambandsins í sambandi við Nóbelsverðlauna- veitinguna til Pasternaks. Past- ernak hafði í bókum sínum sagt orð, sem valdhöfunum líkaði ekki. En Halldór Kiljan Laxness segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að sama konar orð séu sögð hundrað sinnum dag hvern á Vesturlöndum, án þess að nokk- ur kippi sér upp við það. Paster- nak var rekinn úr rithöfunda- sambandinu og guð má vita hvað um hann verður áður en langt um líður. Ef ekki kemur til aðhald utan frá og aðrar þjóð- ir láti á sér skilja að slík fram- koma sé með ö!lu ósæmileg, er ekki að vita, hver örlög hans verða. Ríkið kosti útgáfuna Sú kynslóð, sem gleggst man atburðina, sem skeðu í Ungverja- landi fyrir tveimur árum, hverf- ur. Ný kynsióð tekur við, sem man atburðina óljóst. Það mundi því verða íslenzku þjóðinni til mikils gagns að fá skýrslu um málið þýdda á íslenzku. Þess er ekki að vænta, að einstaklingar ráðist í útgáfu á skýrslunni, svo viðamikil sem hún er. Því er eðlilegt að ríkið kosti útgáfu hennar, eins og annarra skýrslna, sem almenningur hefur gagn af að kynnast og talið er sjálfsagt að ríkið gefi út. Þess vegna flutti ég í fyrra þá tillögu, sem ég flyt nú aftur. Var henni vísað til ut- anríkismálanefndar, en þar fékk hún aldrei afgreiðslu. Ég er sannfærður um, að ef þingmenn almennt gerðu sér grein fyrir því, hverja þýðingu lærdómar þessarar skýrslu hefðu fyrir pólitískan og siðferðilegan þroska íslenzku þjóðarinnar, muni meirihluti þingmanna sam- þykkja hana. Að lokum beindi ræðumaður þeirri fyrirspurn til forseta sam- einaðs þings, hvort hann teldi að utanríkismálanefnd mundi hafa breytt um starfshætti frá því sem verið hefði. Ef svo væri ekki, kvaðst hann leggja til að tillög unni yrði vísað til fjárveitinga- nefndar. Forseti sameinaðs þings svar- aði því til, að hann gæti engar upplýsingar gefið um starf utan- ríkismálanefndar, en vildi ekki gera að því skóna að óreyndu, að nefndin starfaði ekki. Fleiri tóku ekki til móls, en atkvæðagreiðslu var frestað. Er Gullfoss heldur til Hafnar í vikulokin, verður farmur skipsins m. a. nýtt dilkakjöt, sem Svíum er ætlað að gæða sér á. Myndina tók ljósmyndyndari Morgunblaðsins niður við Reykjavikurhöfn í gær, er verið var að skipa kjötskrokkunum um borð í Gullfoss. Héraðsfundur Borgar- fjarðarprófastsdœmis HÉRAÐSFUNDUR Borgarfjarð- arprófastsdæmis var haldinn i Reykholti sunnudaginn 19. okt. Hófst hann með guðsþjónustu. Séra Guðmundur Þorsteinsson á Hvanneyri prédikaði, en prestur staðarins, séra Einar Guðnason, þjónaði fyrir altari. Héraðsprófastur, séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ, flutti erindi sálmasögulegs efnis, er hann nefndi: Flett blöðum sálma- bókarinnar. Helztu ályktanir fundarins voru þessar: 1. Héraðsfundur Borgarfjarð- arprófastsdæmis haldinn í Reykholti 1958, beinir þeim til- mælum til kirkjustjórnarinnar, að hún láti fram fara samkeppni að uppdráttum um gerð sveita- kirkna. 2. Héraðsfundur Borgarfjarðar- prófastsdæmis beinir því til hins háa Alþingis, að það veiti á næstu fjárlögum styrk til byggingar nýrrar kirkju að Bæ í Borgar- firði (Hróðólfskirkju), með tilliti til þess, að í Bæ var fyrsta kristna menntasetrið á íslandi. 3. Héraðsfundur Borgarfjarðar- prófastsdæmis beinir því til Kirkjuþings, að það hlutist til um það, að núverandi biskupa- skipan haldist óbreytt, þanhig, að biskup verði einn og sitji í Reykjavík, en vígslubiskupar tveir. En sú breyting verði á, að vígslubiskupar hafi fast aðsetur í Skálholti og á Hólum, og verði starfssvið þeirra mjög aukið frá því, sem nú er. Annist þeir vísitasíur og fleiri biskupsstörf, ásamt biskupi landsins. 4. Héraðsfundur Borgarfjarðar- prófastsdæmis beinir þeim til- mælum til kirkjustjórnarinnar, að hún styðji íslenzka kristni- boðið í Konso með nokkru fjár- framlagi og annarri fyrirgreiðslu. Jafnframt tjáir fundurinn ís- lenzku kristniboðunum og sam- starfsfólki þeirra þakklæti sitt fyrir þau fórnfúsu störf, sem það hefur innt af hendi fyrir kristni- boðið á undanförnum árum. Á fundinum mættu allir prest- ar prófastsdæmisins og meiri- hluti safnaðarfulltrúanna. Frá Alþingi f DAG er boðaður fundur í báð um deildum Alþingis. Á dagskrá efri deildar er frumvarp til laga um flutning hrossa til 1. umr. Á dagskrá neðri deildar e: tvö mál. Frumvarp til laga um almannatryggmgar til I. umr. og frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt, einnig til 1. un SMSIIMR „Lúðvík misnotar ráð- he*rrastöðu sína“. Alþýðublaðið birti í gær mikla grein, þar sem efst yfir þvera forsíðuna stóð stórum stöfum: „Lúðvík Jósefsson misnotar ráðherrastöðu sínra til að tryggja kommúnistafyrirtæki viðskipti“. Þessi fyrirsögn náði yfir fimm dálka. Undirfyrirsögnin var yfir tvo dálka og hljóðaði svo: ' „Ætlunin að tryggja Baltic Trading Co. milljóna-vöruskipti“. „Græða hundruð þús- unda“. Upphaf frásagnar Alþýðublaðs ins var á þessa leið: „Alþýðublaðið hefur fregnað, að Lúðvík Jósefsson, viðskipta- niálaráðherra, hafi nýlega mis- notað alvarlega stöðu sína sem ráðherra í þeim tilgangi að sk'apa milljónaviðskipti fyrir eitt af heildsölufyrirtækjum kommún- ista hér í bæ.-------Ef áform viðskiptamálaráðhera takast mun þetta kommúnistafyrirtæki vænt anlega græða hundruð þúsunda króna. Viðskipti þau, sem Lúðvík Jós- efsson hefur barizt fyrir, eru þau, að Baltic Trading Co. verði leyft að selja allmikið magn af lýsi í vöriuskiptum til Finnlands, en hingað til hefur lýsi eingöngu verið selt fyrir harðan gjald- eyri. Vill Lúðvík, að Baltic Trading Co. fái samtímis heimild til að flytja inn silkisokka og aðra slíka vöru fyrir lýsið. Slik viðskipti hafa hingað til ekki verið leyfð vegna alvarlegs skorts á frjálsum gjaldeyri. Þessi viðskipti fóðra kommún- istar með því, að lýsið verði selt til Finnlands fyrir eitthvað hærra verð en fáanlegt er á heimsmark- aði, en Finnar munu vafalaust jafna sér verðmuninn á lýsinu með því að selja siikisokkana er því nemur dýrari. Að öðrum kosti eru slík vöruskipti alger- lega óhugsandi“. „Reginhneyksli í embætti“. Alþýðublaðið heldur áfram og segist hafa fregirað, að „fyrirspurnir annarra fyrirtækja þess efnis, hvort þau geti fengið slík forréttindi, sem Baltic Trading Co. eru ætluð, hafi enga áheyrn fengið. Það fylgir frétt þessari, að Lúðvík Jósefsson hafi sem við- skiptamálaráðherra skrifað bréf bæði til útflutningsnefndar og Landsbankans og mælt eindregið með því, að þessi viðskipti verði leyfð. f gær tókst blaðinu ekkl að fá staðfestingu á þessu, en það kemur væntanlega fljótt í Ijós, hvort viðskiptamálaráðherra landsins hefur sem slíkur staðið í bréfaskriftum við þjóðbankann og opinberar nefndir til að reyna að koma til leiðar óvenjulegum viðskiptum fyrir heildsölufyrir- tæki kommúmsta. Slíkt er að sjálfsögðu reginhneyksli í embætti af hendi manns, sem fer með eitt af æðstu embættum þjóðarinnar". Fallegar eru þær kveðjurnar, sem á milli fara á stjórnarheim- ilinu mi eins og fyrri daginn. Ef stóryrði Alþýðublaðsins eru sönm, má vissulega segja, að þung er ábyrgð þeirra, er gera sér grein fyrir hneykslinu, en styðja samt Lúðvík Jósefsson áfram til valda, þó að þetta bætist ofan á aðra frammistöðu hans. Um forsætisráðherrann Her- mann Jónasson kom það aftur á móti fram í umræðunum á Al- þingi í gær, að hann gerði sér enrga grein fyrir hvað á ferðum er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.