Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 6
e MORCVNBLAÐIÐ Ffmmtudagur 30. okt. 1958 Hlutoiélögum og sumeignur- félögum sé heimilt uð hækku hlutufé í sumræmi við eignir Hefur rýrnað stórkostlega vegna verðbólgu Við Reykjavíkurhöfn í vor. — Pilturinn fremst á myndinni er sá, sem þýzka konan talar um Þýzka konan hefur leitað sonar síns frá stríðslokum Sá mynd frá íslandi og fannst hún þekkja son sinn jbar ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi frumvarpi til laga um breyting á lögum um tekjuskatt og eignar- skatt. Flm.: Björn Ólafsson. í frumvarpinu er lagt tii. að á eftir 13. gr. laganna komi eftir- farandi ákvæði til bráðabirgða. Til ársloka 1960 er hlutaféiögum og sameignarfélögum heimilt að hækka hlutafé eða stofnfé félag- anna í samræmi við eignir þeirra 31. desember 1958. Þá má hækk- un hlutafjár eða stofnfjár aldrei vera meiri en sem svarar vísitöiu- hækkun dagvinnukaups í al- mennri verkamannavinnu í Reykjavík, frá því að hlutaféð eða stofnféð var greitt. Ekki má hlutafé eða ítofnfé á þennan hátt vera hærri en raunverulegt verð gildi eigna. Verðgildi eigna skal fundið með því, að lagt er til grundvall- ar bókfært verðmæti sjóða, vöru birgða, útistandandi skulda og verðbréfa, en fasteignir, skip, vélar, innbú og önnur tæki skal metið eftir meðaltryggingarfjár- hæð síðustu þriggja ára. Með skattaframtali næsta árs eftir breytinguna skal gerð íull- nægjandi grein fyrir hækkun FLEST Evrópulönd vestan járn- tjalds hafa nú risið að mestu úr rústum styr jaldarinnar. Ferða- menn, sem fara um V-Evrópu sjá óvíða ummerki eyðileggingar síð- ustu styrjaldar, rústir hafa verið jafnaðar og nýjar og glæsilegar byggingar hafa risið upp. Þýzka- land, sem harðast varð úti, hefur að nokkru leyti endurreist blóm- legt efnahagslíf — þ.e.a.s. Vestur- Þýzkaland. Velmegun fer þar vax andi, hagur borgaranna hefur batnað stórlega og landið er aft- ur að verða eitt öflugasta iðnaðar veldi heims. Enda þótt Vestur-Þýzkaland hafi á yfirborðinu náð sér að fullu, eru sár styrjaldarinnar alls ekki full-gróin — þau voru djúp og mörg. Milljónir manna misstu ástvini sína á vígvöllun- um, bæði á sjó og landi — og enn þann dag í dag, 13 árum eftir styrjaldarlokin, er ekki vitað um afdrif nær allra þeirra karla og kvenna, sem ekki komu í leit- irnar, þegar styrjaldarbáiið slokknaði. Vitað er, að mikill fjöldi þýzkra herfanga situr enn í fangabúðum í Rússlandi — margir hafa líka farið til fjarlægra heimsálfa, byrjað nýtt líf, sagt skilið við fortíðina og það umhverfi, sem hildarleikurinn mikli var háð- ur í. Þá sjaldan Rússar skil^ litlum hópum stríðsfanga koma þúsund- ir manna til þess að taka á móti föngunum, þegar þeir koma yfir landamserin. Þorri þessa fólkc er í leit að horfnum ástvinum og lifir í veikri von urn að pe.r séu enn á lífi og komi e. t. v. einn góðan veðurdag heiin. Vonir flestra bregðast — og enn í dag lifa tugir þúsunda í óóssunni; Féli sonur minn i stríðinu — eða lenti hann í fangabú.ðum Rússa? Fær hann að koma heim, eða ber hann beinin í Síberíu? Þannig spyr mörg þýzk móðir 13 árum eftir lok styrjaldarinnar. Og fæst ar þeirra munu nokkru sinni fá svar. En móðir, sem leitar barnsins síns, gefst aldrei upp. Hún berst við hin grimmu örlög til hinzta dags. Ein þessara óhamingjusömu þýzku mæðra hefur skrifað til ís- lands. Hún sá í þýzku blaði ekki alls fyrir löngu mynd frá íslandi, mynd, sem birtist í sambandi við fréttirnar af landhelgisdeiiunni. Og á þessari mynd var ungur maður, sem henni fannst svo lík- ur syni . sínum, sem hún hafði misst í stríðinu og ekkert hafði síðah frétzt af. að hún leitaði þar til hún hafði upp á manninum, sem sent hafði myndina frá ís- landi. Þessa umræddu mynd tók Ólaf- ur K. Magnússon, ljósmyndari Mbl. hér við höfnina, og einn af blaðamönnum Mbl., sem skriíað hefur fréttir fyrir þýzk blöð, sendi þessa mynd utan. I bréfi þýzku móðurinnar til blaðamanns ins segir m. a.; í „Suddeutsche Zeitung" sá ég þessa mynd, sem ég sendi yður. Ljóshærði sjómaðurinn er svo lík ur drengnum mínum, sem ég hef | ekki haft neinar fréttir af síðan | 1944 — og sakna svo mikið. Þá var hann reyndar í Rússlandi, en gæti hann ekkj hafa komizt til íslands eftir einhverjum leiðum? ... Mér hefur verið bent á að snúa mér til yðar. E. t. v. getið þér grafið upp nafn sjóman ;sins? Sonur minn heitir Jchanr. Ab- streiter, fæddur 3. 5. 1! 24 í Munchen. Alltaf, þegar ég lít á þessa mynd úr blaðinu finn: : mér ég sjá þarna drenginn minr. Þér getið kannske hjálpað mér? ... Og Theresia, móðir Jóhanns Abstreiter, sendir jafnframt mynd af syni sínum, sem tekin var í júli 1943, þá var hann 19 ára. Ekki fylgir það með hvenær myndin er tekin, en ljóst er, að hann er í einhvers konar einkenn isbúningi og í björgunarvesti. Ef ungi sjómaðurinn á mynd- inni rækist á þessa frásögn í blað- inu þætti þeim, sem þetta ritar, vænt um, ef hann gæfi sig fram við blaðið svo að hægt verði að segja móður Jóhanns Abstreiter nafn hans. hjh. Johann Abstreiter — myndin tekin 1943 hlutafjár eða stofnfjár sara- kvæmt þessari heimild. Ný hlutabréf eða stofnbréf, sem út eru gefin fyrir hækk- uninni í réttu hlutfalli við eign hvers hluthafa í félaginu, skulu ekki vera skattskyld sem úthlut- un til félagsmanna, þrátt fyrir ákvæði d-liðs 7. gr. þessara laga. I greinargerð segir svo m. a.: Vegna langvarandi verðbólgu hefur stofnfé og hlutafé félaga flestra rýrnað stórkostlega að verðgildi síðustu árin. Auk þess hefur höfuðstóll fjölda margra félaga gengið mjög til þurrðar vegna óeðlilegrar skatchéimtu ríkis og bæjarfélaga. Þetta veldur svo meðal annars, að vegna rýrnandi verðgildis hlutafjárins er hætt við, að traust félaganna fari þverrandi, sérstak- lega út á við. Hins vegar eiga ýmis félög, sérstaklega hin eldri, varasjóði og eignir umfram hið skráða stonfé eða hlutafé. Nú er orðið tímabært og nauð synlegt vegna hinnar miklu og langvarandi verðbólgu að heim- ila félögunum að hækka stofn- féð eða hlutaféð í hlutíalli við eignir þeirra í samræmi við þá verðrýrnun, sem orðið hefur síð- an hlutaféð eða stofnféð var greitt. í löndum, þar sem mikil verð- gildisröskun hefur orðið af völd um verðbólgu, hafa svipaðar ráð- stafanir verið gerðar. Er þetta eðlileg ráðstofun, eins og nú er komið hér á landi, og mundi gefa réttari mynd af raunverulegum efnahag félaganna en nú er. Slíka ráðstofun er þó ekki hægt að framkvæma, nema gefin sé undanþága frá ákvæði d-liðs 7. gr. laganna. Emmunatíð á Héraði EGILSSTÖÐUM, 29. okt. — Ein- munatíð hefur verið á Héraði í haust. Enn er alveg snjólaust nema í hæstu fjöllum, og engar frostnætur hafa komið. Slátur- tíð er í þann veginn að ljúka. —Fréttaritari. skrifar úr daqlegq iifinu Er það tímabært að fá sjónvarp? FYRIR skömmu las ég í dag- blaði grein eftir Benedikt Gröndal alþingsmann, og hófst hún á orðunum: Getur það verið að meirihluti íslendinga sé á móti sjónvarpi? Tilefnið var svar nokk urra ungra íslendinga í spurninga dálki Mbl. um það, hvort þeir álitu tíma til kominn að íslend- ingar fengju sjónvarp. Þetta er tímabær spurning, og ég las greinina með athygii. En þegar ég kom að orðunum- „Það er sagt, að sjónvarpið sé of dýrt. Ef mænt er eingöngu á skraut- sýningar, sem hinar stóru sjón- varpsstöðvar milljónaþjóðanna senda út, þá . . þá varð mér hugsað til einustu sjónvarpsstöðv arinnar, sem ég hafði haft nokk- ur kynni af, Sjónvarpsstöðvar- innar í Stuttgart. Sjónvarpsstöð í fjalllendi. SÚ stöð stendur í fjalllendi og á það sameiginlegt með vænt anlegri íslenzkri stöð. Samkvæmt reynslu þeirra þarna suðurfrá, gerir það ekki svo lítið strik í reikninginn og eykur erfiðleik- ana við útsendingar. Af þeirri ástæðu hafa Suður-Schwabar séð sig tilneydda að byggja geysi- mikinn sjónvarpsturn, og jók það ekki svo lítið byrjunarkostnað- inn. Turninn er 211 metrar á hæð, og fjórtánda hæsta mannvirki í heimi. Næstum efst í þessari byggingu er kúla með sendistöð fyrir sjónvarpið, og þar að auki veitingahús með útsýnissvölum. Þarna uppi er að sjálfsögðu víð- sýnt og fagurt og koma menn langt að til að sækja veitinga- húsið. Þarna hyggjast Þjóðverjar ná fé upp í kostnaðinn af turn- inum, en hann var gífurlegur, eins og áður er getið. Turninn er úr steinsteypu og stáli, og undir- staðan ein ógurlegt mannvirki, því í óveðrum tekur duglega í þessa spíru. Upp í turninn ganga að sjálfsögðu hraðgengar lyftur og borgar maður vel fyrir að nota þær. Stofnkostnaðurinn við sjón- varpið þarna í Stuttgart er því ekki orðinn neitt smáræði. Fóik, sem þarna býr, sagði mér þó, að þrátt fyrir háa turninn næðist sjónvarpið oft illa í þeim hlíð- um nærliggjandi dala, sem snúa frá stöðinni. Aftur á móti væru ágæt móttökuskilyrði hinum megin í dölunum, í hliðunum, sem snúa mót stöðinni. Flelra dýrt en skraut- sýningar. EG er alls ófróður um sjónvarps stöðvar, en þarna var mér sagt að sjónvarpsstöð, sem getur varpað um 100 km svæði, næði oft varla 10 km fjarlægð í fjall- lendi. Og eitt er það, að þegar ég horfði á sjónvarp í fjalJabæn- um Freudenstadt í Svörtuskóg- um, um 80 km frá Stuttgart, þá var útsendingin langt írá því að vera góð. Þetta rifjaðist upp fyHr mér, þegar sé sá að þeir, sem telja sjónvarp dýrt spaug, voru sak- aðir um að mæna eingöngu á „skrautsýningar". Erfiðleikar þessarar stóru stöðvar byrjuðu áður en komið var svö langt, að farið var að leggja í kostnaðinn við sjónvarpsefni. Hitt er svo annað mál, að mér var sagt að hver mínúta, sem sjónvarpað er, kostaði stöðina 6000 mörk eða 234.780 krónur, ef krónan er reiknuð á skráðu gengi. Og ekki sýndist mér allt efnið vera nein „skrautsýning“, svo ekki sé meira sagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.