Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 8
8 MORGVl\BT*f)1Ð Fimmtudagur 30. ok't. 1958 Tónlistar- og leikiistar- hátíðin í Zurich HIN árlega tónlistar- og leik- listarhátíð í Zurich í Sviss '(Juni- Festwochen) var haldin ‘dagana 29. maí til 3. júlí sl. Eins og venja er, var jafnframt henni vandað sérstaklega til sýn- inga í listasafninu (Kunsthaus), listiðnaðarsafninu (Kur.st- gewerbemuseum) og Rietberg- safninu, svo að segja má, að þarna hafi verið á boðstólum sitt af hverju fyrir unnendur allra listgreina. Hér á eftir verður get- ið að nokkru helztu viðburða há- tíðarinnar í leikhúsum og tón- leikasölum. Hátíðin hófst með því, að flutt- ur var í Schauspielhaus hinn klassiskj gamanleikur „Amphi- tryon“ eftir þýzka skáldið Hein- rich von Kleist. Leikstjórn ann- aðist Oskar Wálterlin, en með að- alhlutverkin fóru Erich Schell- ow, Fritz Schultz, Richard Múnch og Carl Kuhlmann, en þeir eru allir þekktir listamenn við Schau spielhaus í Zúrich. Leikhúsunn- endur biðu í ofvæni eftir því, hvernig til tækist með flutning leikritsins, enda var mikið í húfi og viðfangsefnið erfitt. Svo fór, að allir leikhúsgestir luku upp einum munni um snilldartúikun allra leikaranna og jafnvel hinir annars svo óvægnu leiklistardóm arar borgarinnar fundu leiknum fátt til lýta og settu upp sitt blíð- asta bros. Tvö frönsk leikrit voru flutt á hátíðinni. Annað var „La Répéti- tion ou l’Amour Puni“ eftir Jean Anouilh, ágætt leikrit, samið árið 1950 og flutt hér af leikflokki Madeleine Renaud undir leik- stjórn Jean-Louis Barrault. Hinn sjónleikurinn var tragedían „Bri- tannicus“ eftir Jean Racine, en hann var einn af höíuðskáldum seytjándu aldarinnar. Leikflokk- ur Marguerite Jamois flutti leik þennan undir leikstjórn Daniel Ivernel. Yfirleitt fengu leikir þessir hina beztu dóma, enda þótt þessir frönsku gestir hafi ekKi getað mælt sig við landa sína, hina frönsku listamenn, er komu í fyrra til Zúrich. Hinn ítalski leikflokkur Com- pagnia Rina Morelli flutti leik- , ritið „L’Impresario della Smirne“, eftir Carlo Goldoni, er var frægur leikritahöfundur á 18. öld. Ennfremur flutti enskur leik-1 flokkur frá Old Vic leikhúsinu í! Bristol hið ágæta leikrit „Man and Superman“, eftir Bernard ^ Shaw. Leikstjórn annaðist John; Moody og með aðalhlutverkin fóru Peter O’Toole og W endv ] Williams. Bretarnir fengu nú frá bæra dóma í blöðunum og bættu myndarlega upp sneypuför þá, sem brezkir leikrarar fóru í fyrra í Zúrich. Schauspielhaus í Zúrich er eitt af fremstu leikhúsum álfunnar og hefur að baki sér langan og merk an starfsferil. Athygli manna hef um og kom þar fram fjöldi heimsfrægra listamanna. Af Mozert-operum voru fluttar þrjár, „Töfraflautan", „Bcúðkaup ur ekki aðeins beinzt að þessari stófnun vegna hinna .. frábæru stárfskrafta hennar, héldur hefur leikhúsið einnig getað stáfað af frumsýningum margra hinna merkustu leikrita, sem komið hafa fram á síðustu árum. í því sambandi má t. d. nefna „Don Juan oder die Liebe zur Geo- metrie", sem er gamanleikur eft- ir Max Frisch, var frumsýndur hér árið 1953, og hinn tragiska gamanleik „Der Besuch der alten Dame“ eftir Friederich Dúrren- matt, frumsýndur hér 1956. Báðir þessir höfundar eru Svisslend- ingar og af mörgum taldir beztir leikritahöfundar á þýzka tungu, sem nú eru uppi. ★ Óperuhúsið eða Stattheater stendur á fögrum stað, skammt frá Zúrich-vatni. Það er eitt af skrautlegustu og falleguslu barok leikhúsum Evrópu. Voru hér fluttir 9 söngleikir ásamt ballett - Figaros" og „Brottnámið úr kvennabúrinu“ (Die Entfúhrung aus dem Serail). Victor Reins- hagen stjórnaði flutningi „Töfra- flautunnar", er hann þekktur hljómsveitarstjóri og í miklu áliti, sem góður stjórnandi. Hefir hann stjórnað óperuhljómsveit- inni í Zúrich frá því 1929. Hann stundað tónlistarnám í Zúrich og Berlín, er gott tónskáld og hefur samið nokkrar óperettur. Með aðalhlutverkin fóru söngvarar frá Stadtische Oper í Berlín og Wien- arópreunni, en annað listafólk var frá Zúrich. — Hans Wai‘er Kampfel stjórnaði „Brúðkaupi Figaros“, og með aðalhlutverkin þar fóru Heinz Rehfuss, HiJde Koch, Edith Mathis, Heinz Borst og Vera Schlosser. Hans Walter Kampfel er nú ráðinn sem aðal- hljómsveitarstjóri í Aachen. Hans Erismann hafði hljómsveit- arstjórn í „Brottnáminu úr kvennabúrinu", en Friedrich Schramm frá Wiesbaden var leik- stjóri. Er hann Reykvíkingum að góðu kunnur frá heimsókn Wies- badenóperunnar í fýrra- haust, er hún flutti í Þjóð- leikhúsinu „Cosi fan tutti“ efttr Mozart. Ernst Háfhger Þá Stadtische Oper í Berlír, fór með hlutverk Belmontes, en Eva Marie Rogner söng hlutverk Konstanze. Þessi ópera, sem frum sýnd var í Wien 1782 er með skemmtilegustu og hugijúfustu söngleikum Mozarts. Með þess- ari óperu var stigið afdrifaríkt skref í þróun hinnar þýzku óperu og varðaður vegurinn að .Fidelio’ Beethovens og „Freischútz" Webers. Af söngleikum Wagners var hér flutt „Valkyrjan“, sem er eins og kunnugt er einn af þeim fjórum söngleikum Wagners, er mynda hið mikla dramatiska verk „Niflungahringinn" (Der Ring des Nibelungen), en hinir eru ,,Rínargullið“, „Siegfried" og „Ragnarök“. Hinn heimsfiægi hljómsveitarstjóri Hans Knapp- ertsbusch prófessor stjórnaði „Valkyrjunni", en með aðalhlut- verkin fóru Bernd Aldenhoff frá Staatsoper í Múnchen, er söng Siegmund, Ferdinand Frantz einnig frá Múnchen, er söng Wotan (Óðin), Hilde Koch, er söng Siegliride og Ástrid Varriaý, er fór með hlutverk Brynhildar. Var flutningur „Valkytjunnar“ með ágætum, svo sem vænta mátti með slíku úrvali lista- manna. Próf. Hans Knapperts- busch, en hann varð sjötugur á þessu ári, er tvírnælalaust mésti Wagner-dirigent vorra tíma. Hann stundaði tónlistarnám og háskólanám í Köln og Bonn og er efni doktorsritgerðar hans: „Uber das Wesen der Kundry in Wagn- ers Parsifal“.Hann stjórnaði há- tíðaleikunum í Bayreuth árið 1951 ásamt Herbert von Karajan. Efni og músík „Valkyrjunnar" er með því fegursta og stórbro’n- asta, sem til er í tónsmíðum Wagners. Aðalhljómsveitarstjóri Zúrich- óperunnar, próf. Hans Rosbaud stjórnaðj „Fidelio” eftir Beethov en, en meðal söngvara voru Heinz Imdahl og Randolph Symonette frá Deutsche Oper am Rhein, Sebastia'n Feiersinger frá Núrn- i berg, Heiga Pilarczyk frá Ham- I borg og Birgit Nilsson. Þetta ! mikla dramatiska verk Beethov- , ens naut sín hér til fui’.s undir Operuhúsið í Zúrlch. bett og Anton Dolin nokkra ball- etta, svo sem „Hnotubrjótinn" við tónlist eftir Tschaikowski, „La Mort du Cygne“ eftir Saint- Saens, „Les Sylphides" eftir Chopin og ýmsa fleiri. Hér voru margir ágætir listamenn, svo sem Alicia Markova, Natalie Krass- ovska, Anton Dolin o. fl., er hlutu mikið lof fyrir list sína. Ballett- flokkurinn kom til Zúrich frá Tel Aviv og Jerúsalem, þar sem hann hafðj haft nokkra gestaleiki, síð- an hélt hann til Múncnen og Quai-brúin í Zúrich — Alpar í baksýn. Vilia Wesendonck — nú Rietbergsafnið. öruggri stjórn próf Hans Ros- baud, sem er einn hinna beztu stjórnenda, sem nú eru uppi. Af Verdi-óperum voru hér sýndar tvær, „11 Trovatore" og „La Traviata“. Eduard Hartogs stjórnaði „II Trovatore“ og í aðal hlutverkunum voru þrír stór- glæsilegir söngvarar frá Teatro alla Scala í Mílanó, þau Mariella Angioletti, Ettore Bastianini og Lucia Danieli, ennfremur Angelo Loforese frá Róm. Þessi ópera Verdis, sem frumsýnd var í Róm 1853, og síðan hefur farið sigur- för um heim allan, er eitt af hans beztu og þjóðlegustu verkum, enda kemur hér fram í ríkum mæli snilligáfa hins mikla tón- skálds. — Hans Walter Kampfei stjórnaði „Traviata" og aðal- söngvararnir voru hér einnig frá Scalaóperunni, þau Virginia Zeani, Ferrando Ferrafi og Ett- ore Bastianini, sem áður er nefndur. Söngur hinna ítölsku listamanna var stórbrotinn og glæsilegur, enda geta engir betur en ítalir túlkað hina fögru og hrífandi músik Verdis. „Tosca“ eftir Puccini var hér flutt undir stjórn Eduard Hartogs, en Eugenio Fernandi ft'á Metropolitan óperunni í New York, Heinz Imdahl frá Deutsehe Oper am Rhein og Birgit Nilsson sungu aðalhlutverkin. — Enn- fremur voru flutt tvö verk eftir Strawinsky, hin óratóriska ópera „Oedipus Rex“ og ballettinn „Eldfuglinn". Með hlutverk Oedipus konungs fór Helmut Melchert frá Harnborgaróper- unni. ★ Ballettflokkur frá London sýndi undir stjórn Geoffrey Cor- sýndi þar á 800 ára afroælishátíð borgarinnar. ★ í aðalhljómleikasalnum í Zúrich, Tonhalle, voru haldnir fimm sinfóníuhljómleikar á júní- hátíðinni, fernir með Tonhalle- hljómsveitinni undir stjórn þeirra Hans Rosbaud, 0 George Szell og Alceo Galliera, og einir með Philadelphiu-hljómsveitinni undir stjórn Eugene Ormandy. Einleikarar á hljómleikum þess- um voru meðal annarra hinir þekktu píanðsnillingar, hjónin Robert og Gaby Casadesus ásamt syni þeira, Jean, og léku þau 3 píanókonserta eftir Mozart. Robert Casadesus, sem telst með fremstu píanóieikurum vorra tíma, er einnig ágætt tónskáld. Ennfremur lék þarna hinn pólski snillingur Mieczyslaw Horszow- ski fjórða píanókonsert Beethcv- ens. Horszowski byrjaði mjög ungur á tónlistarnámi, er hann stundaði í Þýzkalandi og Wien. Á hljómleikum þessum voru flutt verk eftir Beethoven, Brahms, Mozart, Wagner, Weber, Prokoí- ieff og fleiri, þar á meðal tvo nútímahöfunda. — Aðsókn að hljómleikum þessum, svo og yfir- leitt að öllum sýningum júní- hátíðarinnar, var afar mikil. ★ Zúrich er fögur borg, hún stendur við samnefnt vatn og að nokkru leyti á hæðunum þar í grennd. Áin Limmat rennur úr vatninu í gegnum borgina — Zúrich er stærsta borgin í Svíss, með 450 þús. íbúa, og er ein mesta verzlunarborg á megin- landinu. Þar ríkir gömul evrópsk erfðamenning, bæði í músik og öðrum listum. Mörg stórmenni andans hafa dvalizt þar langdvöl um. Richard Wagner átti hér t. d. heimili árum saman, um miðja síðustu öld og hafði eðlilega mikil og heillarík áhrif á tónlistarlíf borgarinnar. Á þeim árum skóp Wagner að miklu leyti verk sin „Rínargullið", „Siegfried“ og „Tristan og Isolde“. Eins og kunn ugt er, dvaldist Wagner um tíma hjá hinum auðuga Wesendonck kaupmanni í Zúrich, er lét reisa tónskáldinu lítið hús í garði sín- um, þar sem hann gat starfað i næði að tónsmíðum sínum. — Hljómleikahöllin, Tonhalie, var reist nokkru fyrir aldamót og vígð 1895 með því að flutt voru „Sigurljóð" eftir Johannes Brahms, er sjálfur stjórnaði verk inu á vígsluhátíðinni. I. Þ. Bœgisárkirkja 100 ára sat staðinn, og var það sr. Theó- dór Jónsson, er lét af prestsskap 1941, eftir 51 árs þjónustu, en þá var Bægisárprestakall lagt til Möðruvalla í Hörgárdal. Fjölmenni hlýddi messu og settust síðan allir kirkjugestir að boði sóknarnefndar á Melum og fóru þar fram ræðuhöld og söng- ur. EINS og getið hefur verið í frétt- um, átti Bægisárkirkja á Þela- mörk í Eyjafjarðarprófastsdæmi aldarafmæli á þessu hausti. Afmælisins var minnzt sunnu- daginn 19. okt. sl. með hátíðlegri athöfn, fyrst í kirkjunni sjálfri og síðan í félagsheimili Skriðu- hrepps að Melum í Hörgárdal. Kirkjuathöfnin hófst kl. 2 e.h. og störfuðu að henni þrír prest- ar og kirkjukór Bægisársóknar undir stjórn organistans, Baldurs Guðmundssonar á Þúfnavöllum. Prédikun flutti sr. Stefán V. Snævarr á Völlum og minmngar ræðu sóknarpresturinn, sr. Sig- urður Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum, en auk hans þjón aði fyrir altari sr. Fjalar Sigur- jónsson í Hrísey. Rakti prófastur sögu kirkju að Bægisá frá upphafi og sagði frá mörgum prestum, sem þar hafa setið ,en þeir eru alls 25 eftir siða skipti og til síðasta prests, sem Eiður Guðmundsson, hrepps- stjóri á Þúfnavöllum, minntist sr. Arnljóts Ólafssonar, sem var prestur að Bægisá 1863—1890, og Einar G. Jónasson, hreppstjóri á Laugalandi, sr. Theódórs Jóns- sonar og konu hans, Jóhönnu Gunnarsdóttur. Valdemar V. Snævarr, skáld a Völlum, las frumsamin ljóð. Bændurnir Rósant Sigvaldason í Ási og Aðalsteinn Guðmundsson í Flögu, fluttu ávörp, auk sókn- árprestsins og oddvita sóknar- nefndar, Einars Sigfússonar, kennara í Staðartungu, sem stýrði samkomunni. Kirkjunni bárust stórgjafir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.