Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 9
Fimmtnrlae'ur 30 okt. 1958 W O K C. T 1\ n L 4 Ð 1 D 9 Alvaríegur skortur á vara hlutum t vinnuvélar Athyglisverðar umrœður á Alþingi Sveinhjörn Sighvatsson Minning Á FUNDI Sameinaðs Alþingis í gær var til umræðu svohijóðandi þingsályktunartillaga flutt af 7 Framsóknarmönnum: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um það við innflutningsskrifstofuna og gjaldeyrisbankana, að fram- kvæmd gjaldeyrisúthlutunar verði framvegis hagað á þá leið, að ekki verði af gjaldeyrisástæð- um skortur á varahlutum í vélar og nauðsynlegustu verkfærum og áhöldum til landbúnaðar og sjáv- arútvegs, enda verði haít samráð um innflutningsþörfina við Bún- aðarfélag íslands og Fiskiféiag íslands.“ Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar, Ásgeir Bjarnason, fylgdi tillögunni úr hlaði. Gat hann þess, að undanfarin ár hefði verið tilfinnanleg tregðá á innflutningi ýmissa nauðsynlegra hluta til sjávarútvegs og landbúnaðar. Hefði bæði í fyrra og eins nú i ár verið mikill skortur á ýmiss konar varahlutum, sem á þarf að halda, þegar vinnuvélar taka að slitna. Væri því óhjákvæmi- legt að innflutnirigsskrifstofan og gjaldeyrisbankarnir gerðu nú þegar gangskör að því, að skipu- leggja gjaldeyrisúthlutuninaþann ig, að innflutningur þessara fram leiðslunauðsynja sitji fyrir því, sem frekar er hægt án að vera, enda verði leyfi og yfirfærslur veitt nægilega snemma ár hvert. Hvatti hann til þess að Alþingi léti mál þetta til sín taka og fæli ríkisstjórninni að hlutast til um að lausn þess yrði hraðað. Næstur tók til máls Jón Sigurðsson og fórust honum orð á þessa leið: Þessi tillaga sem hér liggur fyr- ir er í raun og veru áskorun á ríkisstjórnina um að hún hlutist til um að innflutningsskrifstofan og gjaldeyrisbankarnir geri skyldu sína. Vélarnar standa ónotaðar Og vissulega er slíkrar áskor- unar full þörf og þó fyrr hefði verið. Síðastliðið sumar hafa t. d. jarðýtur hjá Búnaðarsamb. o. fl. dýrar vélar, sem hver um sig kosta hundruð þúsunda kr. stað- ið ónotaðar af því varahlutir í þær hafa verið ófáanlegir. Og rekstur þeirra véla, sem enn eru í gangi hefir þar sem ég þekki til aldrei verið jafn óhagstæður og í sumar, vegna sífelldra bil- ana og þar af leiðandi vinnu- tafa sökum vöntunar á varahlut- um til þeirra. Sama sagan og engu betri er af búvélum bænda bæði dráttar- vélum og heyvinnuvélum. Þessar vélar urðu sumar hverjar ónot- hæfar um hásláttinn af sömu ástæðum bændum til stórtjóns, og þeim bændum fer fjölgandi með hverjum mánuði, sem líður, sem komast í vandræði af þess- um sökum. Þegar ég fór suður í haust, var ég t. d. beðinn að kaupa tvö smá- stykki í Ferguson dráttarvél, sem hvert um sig kostar nokkra tugi króna. Eg spurðist fyrir hjá um- boðinu Dráttarvélar h. f., sem er dótturfélag SÍS. Stykkin voru ekki til. Og þegar ég spurði af- greiðslumanninn hvenær þau væru væntanleg, bjóst hann við að þau kæmu ef til vill fyrir vor- ið, eða þá n. k. vor. Þá stóðu haustannir yfir hjá bændum og því mikil þörf fyrir dráttarvéla- vinnuna. Vitanlega er reynt að lappa upp á þessar vélar þegar svona stendur á, ef þess er nokkur kost- ur, þó það eina rétta væri að taka þær alveg úr rotkun því viðbúið er að þær stórskemmist að öðr- um kosti. Afleiðingin af þessu verður að þegar varahlutirnir koma loksins, þá gagna ekki lengur tvö smá- stykki, sem ég nefndi áður, sem kostuðu nokkra tugi króna. Þá þarf að líkindum varahluti fyrir hundruð og þúsundir króna vegna skemmda á vélinni. Sóun sem veldur stórtjóni Ef innflutnings- og gjaldeyris- yfirvöldin halda að synjun eða hömlur á innflutningi varahluta til landbúnaðarvéla sé einhver búhnykkur og gjaldeyrissparnað- ur, þá er það hinn herfilegasti misskilningur, það er þvert á móti sóun á gjaldeyri, sem hefur þegar, og á eftir að baka bænd- um og þjóðarbúinu stórtjón. Að ég ekki tali um að á undanförn- um árum hefir verið varið mörg- um milljónatugum króna af dýr- mætum gjaldeyri þjóðarinnar til kaupa á vélum í þágu landbún- aðarins, til þess að bændur geti þannig mætt sívaxandi verka- fólks-skorti í sveitunum. Nú er verið að gera tilraun til gera þessa sjálfsbjargarviðleitni bænda að engu með þvi að neita þeim um nauðsynlega varahluti til þessara véla. Nú vita allir, sem nokkuð þekkja til þessaxa mála, að inn- flutningur varahluta í vélarnar er hreint framkvæmdaatriði, sem er algjörlega á valdi núver- andi ríkisstjórnar og stuðriings- flokka hennar. Þegar núverandi ríkisstjórn var sezt að völdum, var það eitt af hennar fyrstu verkum að skipa þannig málum að hún réði öllu í bönkunum og um innflutning- inn. Stjórnin með stuðningsflokk um sínum ræður því innflutningn um og gjaldeyrisúthlutuninni al gjörlega og fer með þessi mái eftir vild sinni. Hví sneru þeir sér ekki til stjórnarinnar? Þegar svona er í pottinn búið furðar mig á að flutningsmenn þessarar tillögu, skyldu ekki snúa sér til ríkisstjórnarinnar og sam starfsflokka sinna á Alþingi fyrir löngu, jafnvel strax í vor áður en þingi sleit og knýja fram það sem þingsályktunartillagan fer fram á. Því þá þegar var kunnugt að jarðýtur og fleiri vélar, sem kosta hundruð þús. kr. kæmust ekki til vinnu, nema varahlutir fengjust frá útlöndum. Að ótöld- um búvélum bænda, sem voru í yfirvofandi lamasessi. Ef til vill hafa flutningsmenn þingsálykttill. reynt þetta. — En árangurinn hefir þá orðið algjör- lega neikvæður, hafa enga áheyrn fengið, um það ber ástandið nú ljóst vitni. Þessi tillaga sem hér liggur fyrir er því fyrst og fremst til- raun flutningsmanna til að þvo af sér, í augum bænda, grun- semdir um að þeir eigi beinan þátt í því ófremdarástandi sem hér hefur verið lýst. Er þessi viðleitni flutningsmanna vel skiljanleg, meðal annars þegar höfð er í huga ræða fjármálaráð- herra nú fyrir skömmu. Þar sem helzt var að heyra að hér væri allt í þessu fína lagi og blóma búskapur á þjóðarbúinu á helzt öllum sviðum, en þrátt fyrir það hefir þó ekki reynzt gjörlegt að sjá bændum fyrir nauðsynlegustu varahlutum í vélar sínar. Eftir þessu að dæma virðist það vera viljann sem vantar hjá stjórn- arvöldunum til að kippa þessu í lag. Neyðarkall Framsóknnrmanna Það getur því líka verið að þingsál.till. sé neyðarkall þessara fylgismanna ríkisstjórnarinnar, af því þeim hafi ekkert orðið ágengt. Neyðarkall til þeirra þing manna er ekki styðja stjórnina, um að þeir veiti sitt lið til að fá framgengt þessu nauðsynja- máli bændastéttarinnar og land búnaðarins. En hvernig sem þessu er hátt- að þá er það víst að fáist ekki innflutt nú hið allra bráðasta nægilegt af varahlutum til að fullnægja þörfinni, veldur það bændum áfrarnhaldandi og vax- andi vinnutöfum eg stórtjóni, sem hlýtur að leiða til öngþveitis þar sem treyst er á vélarnar að mestu leyti. Það er því sjálfsagt og skylt að fylgja þingsál.till. ef hún gæti orðið að einhverju liði. Reynslan ein sker svo úr því hvort tilgangurinn með flutningi tillögunnar er aðeins handaþvott- ur eða raunveruleg viðleitni tii úrbóta. Vandræði iðnaðarins Þá kvaddi Gunnar Thoroddsen sér hljóðs. Kvað hann vafalaust brýna þörf bera til að greiða úr gjaldeyrisskorti til varahluta og véla fyxár þá tvo atvinnuvegi sem riefndir væru í tillögunni. Hins vegar væri þar ekki minnzt á þriðja atvinnuveginn, iðnaðinn, sem þriðjungur landsmanna hefði framfæri sitt af. Kvaðst hann vilja beina því til þeirrar nefndar, er fengi málið til með- ferðar að iðnaðinum yrði bætt inn í tillöguna. Væri þá eðlilegt að gert væri ráð fyrir samvinnu við Landssamband iðnaðarinanna, eða Félag íslenzkra iðnrekenda eða Iðnaðarmálastofnunina. Árangurslaus tilskrif Hermanns Þá tók til máls forsætis- og landbúnaðarráðherra Hermann Jónass. Kvaðst hann vilja svara ummælum sem fram hefðu komið í ræðu Jóns Sigurðssonar og skýrði frá því, að hann hefði á sl. vetri skrifað gjaldeyrisyfir- völdunum og beðið þau að hlutast til um að nægilegur gjaldeyrir yrði tryggður til landbúnaðar- véla og varahlutir í þær. Það hefði kannske tafið málið, að á sl. vetri hefðu verið gerðar meiri pantanir á heimilisdráttarvélum en nokkurn tíma áður. Margir af þeim, sem sæju um gjaldeyris- skiptingu héfði talið of langt gengið og kynni það að hafa tafið fyrir úthlutun gjaldeyris til vara hluta. Kvaðst ráðherrann hafa rætt við gjaldeyrisyfirvöldin hvað eftir annað, en það hefði ekki borið þann árangur, sem til var ætlazt. Þá kvaðst hann hafa skipað nefnd til að gera áætlun um hve mikils gjaldeyri* væri hér þörf, en skortur á varah’ut- um til landbúnaðarvéla færi ört vaxandi. Sýndartillögur tjá ekki Næstur tók til máls Ingólfur Jónsson. Kvaðst hann ekki efast um að landbúnaðarráðherrann vildi leysa úr þessu máli, ef hann þyrfti ekki að leggja mikið að sér til þess. Þá varpaði Ingóifur þeirri fyrirspurn til framsögu- manns og annarra flutnings- manna tillögunnar, hvort þeir hefðu gert allt sem í þeirra valdi stæði til að hata áhrif á þessi mál. Kvað hann miklar óánægju- raddir utan að iandi, því margar jarðýtur, sem kostuðu hálfa milljjón króna gætu ekki starfað vegna þess að í þær vantaði vara- hluti, sem kostuðu innan við 1000 krónur. Þá sagði ræðumaður, að sl. tvö ár hefði verið riotaður minni gjaldeyrir en áður tii kaupa á varahlutum til landbún- aðarvéla en þó hefðu varahlutirn ir hækkað á erlendum markaði. Kvað hann bændastéttina ekki sætta sig við sýndarmennsku í þessu máli. Ekki nægði þó flutt væri tillaga, ef ekki yrði fylgt fast á eftir og gert allt það sem mætti koma að raunhæfum not- um. Að lokum sagði Ingólfur, að meðan gjaldeyrisskortur væri, væri réttara að láta sig vanta HINN 13. þ.m. var til moldar bor mn Sveinbjörn Sighvatsson, Bergstaðastræti 43, Reykjavík. Má með sanni segja að stutt sé skrefið yfir um, því Sveinbjörn var hi’ess og kátur kvöldið áður en hann lézt. Sveiribjörn var fæddur í Reykjavík 14. sept. ár- ið 1905, en hann lézt 5. okt. sl. og var því nýorðinn 53ja ára gam- all. Snemma hneigðist hugur Sveín bjarnar að sjónum og ungur fór nann á sjóinn, aðeins 13 ára gam- all. Létti hann þar neð undir fjölskyldu sinni í fóðurhúsum, en hann var elztur af átta börn- um þeirra hjónanna Þóru Svein- bjarnadóttur og Sighvats Brynjólfssonar. Allt frá þeim tíma stundaði hann sjóinn, sem sannur merkisberi stéttar sinnar ljúfur og glaður og framar öðru samvizkusamur. Þar köm þó fyrir átta árum er hann var að sinna skyldustörfum, að slys henti, er hann átti alllengi í. En þegar hann kornst aftur til vinnu eftir langa sjúkravist, hóf hann að starfa hjá Eimskipafél. íslands og vann þar til dánardægurs. Sveinbjörn var giftur eftirlif- andi konu sinni, Jarþrúði Jónas- dóttur, sem af fórnfýsi og elsku stóð við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Fjögur börn syrgja ást- sælan og gæfuríkan föður: Erla Ragnheiður, Þóra Svana, Ing- veldur Jóna og Daði Elfar, er hann aðeins 11 ára gamall. Allir, sem þekktu Sveinbjörn minnast hans með söknuði. Guð blessi minningu hans og haldi verndarhendi sinni yfir fjöl- skyldunni sem syrgir. Friðrik Eiriksson. eitthvað ónauðsynlegt en ekki halda í gjaldeyri til nauðsyrilégra framleiðslutækja. Oglöggar tölur Hermann Jónasson tók aftur til máls. Kvað hann erfitt fyrir þá sem ættu að skipta gjaldeyri að gera svo að öllum líki. Þá las hann upp nokkrar tölur varðandi gjaldeyrisveitingu til landbúnað- arvéla og gat þess meðal annars að á vissu timabili hefði verið ónotaðar 4,7 milljónir af þeim gjaldeyri, sem veittur hefði ver- ið til landbúnaðarvéla. Ásgeir Bjarnason tók aftur til máls og kvað aðalástæðuna til þess hve varahlutaskorturinn væri tilfinnanlegur, hækkun varahluta á almennum markaði og vélafjölgun síðustu ára. Á hverjum strandaði? Þá tók til máls Bjarni Bene diktsson. Kvað hann umræður þessar hafa verið lærdómsríkar, en þó skilja eftir eyður, sem þingheimi væri nauðsyn að átta sig á. Kvað hann tölur þær, sem ! forsætisráðherra hefði nefnt, I ekki segja ýkja mikið, enda væri samanburður á leyfisveit- ingum ýmissa ára ekki sambæri- legur, því vegna aukins véla- kosts væru varahlutaþarfir mun meiri nú en áður. Svo hefði verið að skilja á forsætisráðherra, að þrátt fyrir þá brýnu nauðsyn, sem væri á innflutningi vara- hluta, hefði allmikið magn af innflutningsleyfum verið látið ónotað. Kvað ræðumaður nauð- synlegt að fá það upplýst, hvort bankarnir, og þá hver þeirra, seðlabankinn eða aðrir, hefðu hindrað afgreiðslu á þeim leyf- um sem fyrir hendi voru. Þá væri einnig fróðlegt að fá upplýst, hverjum forsætisráð- herra hefði skrifað, að því er skildist án árangurs. Hvort það hefði verið Innflutningsnefndin eða bankarnir, sem hefðu virt skrif hans einskis, eða hvort ríkisstjórnin hefði kannske verið ósammála um' lausn málsins. Varahlutir eða silkisokkar Kvað hann ríka ástæðu til að spyrja, hver hefði hindrað þenn- an góða vilja forsætisráðherra, því einmitt í dag gerði Alþýðu- blaðið gjaldeyrismál að umræðu- efni með óvenjulegum hætti. Þar væri viðskiptamálaráðherrann, Lúðvík Jósefsson, borinn þeim sökum. að hafa misnotað alvar- lega stöðu sína sem ráðherra í þeim tilgangi að skapa milljóna- viðskipti fyrir eitt af heildsölu- i fyrirtækjum kommúnista hér í bæ. Er sagt í Alþýðublaðinu, að Lúðvík hafi barizt fyrir því, að fyrirtæki þessu verði leyft að selja allmikið magn af lýsi í vöruskiptum til Finnlands, en hingað til hefur lýsi eingöngu verið selt fyrir harðan gjaldeyri. Að sögn blaðsins vill Lúðvík að fyrirtæki þetta fái samtímis heimild til að flytja inn silki- sokka og aðra slíka vöru fyrir lýsið. Kvaðst Bjarni ekki að óreyndu leggja trúnað á það að ráðherr- ann gerði þetta til að afla til- teknu fyrirtæki mikils gróða, en þetta segði stuðhingsblað stjórn- arinnar um sitt átrúnaðargoð. Nú hlyti hins vegar þingmenn og allir íslendingar að spyrja, hvort viðskiptamálaráðherra gengi bet ur að fá leýfi til að flytja inn silkisokka, en landbúnaðarráð- herra gengi að fá leyfi til að flytja inn varahluti í landbun- aðarvélar? Ókunnugleiki Hermanns Hermann Jónasson tók aftur til máls og kvaðst ekki gefa neinar upplýsingar um hvernig atkvæðagreiðsla hefði farið um þessi mál hjá Innflutningsskrif- stofunni eða bönkunum. Þá kvað hann ekkert standa um það í skýrslu nefndar þeirrar, er hann hafði skipað til að rann- saka gjaldeyrisástand varðandi landbúnaðarvélar, hvaða aðili hefði hindrað, að gjaldeyrir væri veittur og vissi hann það ekki. Bjarni Benediktsson kvaddi sér aftur hljóðs og þakkaði ráð- herra svörin sem hann kvað þó fremur tilraunir til svara. Taldi hann það ekki bera vott um mik- inn áhuga ráðherra á málinu, að kynna sér ekki nánar hvar af- greiðsla strandaði. Þá beindi hann þeirri fyrirspurn til for- sætisráðherra, hvort hann hefði kynnt sér þær ásakanir, sem sam ráðaherra hans er borinn í Al- þýðublaðinu. Hermann Jónasson sagði að svo sem þingheimi væri kunnugt væri sjávarútvegsmálaráðherra fjarverandi, og væri ekki rétt að ræða málið í fjarveru hans. Þá sagði hann, að það væri til að æra óstöðugan, að eltast við allt, sem skrifað væri í blöð. Forseti sameinaðs þings skýrði hins vegar aðspurður frá því, að Lúðvík Jósefsson hefði ekki til- kynnt forföL eða fjarveru. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var samþykkt með 33 sam- hljóða atkvæðum að vísa málínu til allsherjarnefndar og fresta umræðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.