Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 10
10 MORGVMtr 4 fílÐ Fimmtudagur 30. okt. 1958 l wgmMðfrtfe Utg.: H.l. Arvakur. Reykjavlk. Framkværndastióri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, símí ?.J045 Auglýsingar: Arni Gerðar KrisUnsson. Ritstjórn: Aðaistrætj 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstxæti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 iausasölu kr. 2.00 eintakið. VAXANDI FYLGI VIÐ RÉTTLÁTA KJÖRDÆMASKIPUN OLLUM sanngjörnum og hugsandi mönnum dyist ekki, að í hinni ranglátu og ófullkomnu kjördæmaskipan hins íslenzka lýðveldis felst mik- il hætta, í senn fyrir sjálft lýð- ræðisskipulag þjóðfélagsins og heilbrigða stjórnarhætti í land- inu. Til lengdar verður ekki við það unað, að Alþingi sé hrein skrípamynd af þjóðarviljanum og hægt sé með alls konar braski og pólitískum hrekkjabrögðum að sniðganga jafnvel þau ákvæðx gildandi kosningalaga, sem miða að því að jafna nokkuð metin milli stjórnmálaflokka og skapa réttlæti í þessum málum. Sjálfstæðismenn hafa jafnan lagt mikla áherzlu á umbætur á j kjördæmaskipuninni með það fyrir augum að tryggja skipan Alþingis í samræmi við þjóðar- viljann. Þeim hefur orðið tölu- vert ágengt í þessari baráttu. I henni hafa þeir notið stuðnings annara flokka, sem gert hafa sér ljósa hættuna, sem felst í hinni ranglátu kjördæmaskipun. Fram- sóknarflokkurinn hefur þó alltaf í lengstu lög barizt gegn réttlæt- inu í þessum efnum. Ástæða þess er einfaldlega sú, að hann hefur grætt á því. Og þá varðaði hann auðvitað ekkert um hvað var rétt og sanngjarnt. Ef Framsóknarflokkurinn græddi á ranglátri og heimsku legri kjördæmaskipun þá töldu leiðtogar hans það helga skyldu sína að halda í rang- lætið í lengstu lög! Þannig birtist „frjálslyndi“ Framsóknar í þessu stórmali. Línutrnar skýrast Á fundum sínum og héraðs- mótum á sl. sumri hafa þing- menn Sjálfstæðisflokksins gert kjördæmaskipunina mjög að um- ræðuefni og bent á það, að óhjá- kvæmilegt væri að gera veru- legar breytingar á henni alveg á næstunni. Þeir hafa vakið at- hygli á því, að þrátt fyrir þær breytingar, sem gerðar voru á henni árin 1934 og 1942 í rétt- lætisátt, getur það ennþá gerzt, að flokkur, sem aðeins nýtur stuðnings eins fjórða hluta eða eins þriðja hluta þjóðarinnar fái hreinan meirihluta á Alþingi. Hins vegar getur það líka hent að flokkur, sem hlýtur 15—20% atkvæða fái engan þingmann kosinn. Það liggur í augum uppi að við slíkt fyrirkomulag verður ekki unað. Enginn íslendingur, sem ann heilbrigðum stjórnhátt- um, réttlæti og sanngirni í þjóð- félagi sínu, getur slegið skjald- borg um hina úreltu og ófull- komnu kjördæmaskipun. Sem betur fer eru línurnar nokkuð teknar að skýrast i þessu máli. Málgögn stjórnmálaflokk- anna eru tekin að ræða það og taka afstöðu til þess. Undirtektir Albýðu- blaðsins og Þjóðviljans Þannig hafa málgögn A1 þýðuflokksins og kommúnista bæði lýst því yfir nú í þess- ari viku, að kjördæmaskipun- in sé gersamlega úrelt orðin og óhjákvæmilegt sé að end- urskoða hana hið fyrsta. „Þjóðviljinn“ kemst þannig að orði sl. sunnudag, að núverandi kjördæmaskipun feli í sér „hættulegt ranglæti". Blaðið heldur síðan áfram á þessa lexð: „Afleiðingin af þessu kerfi er sú, að Alþingi gefur mjög af- bakaða og ranga mynd af vilja þjóðarinnar. í kosningunum 1956 varð Framsóknarflokkurinn minnsti flokkur þjóðarinnar og fékk 15,6% atkvæða. Engu að síður fékk hann 17 þingmenn, en Alþýðubandalagið — sem fékk 19,2% greiddra atkvæða, og orð- inn næst stærsti flokkur þjóð- arinnar, fékk aðeins 8 þing- menn!“ Þjóðviljinn segir ennfremur, að kosningalögin hafi „haft í för með sér hina stórfeldustu mis- munun í öllu stjórnmálalífi þjóð- arinnar". 1 gær birtir svo Alþýðublaðið forystugrein um kjördæmamál- ið. Telur blaðið að „ríkjandi kjördæmaskipun færist með hverju ári lengra frá tilgangi sínum“. Jafnframt bendir það á, að 16 ár séu liðin síðan kjör- dæmaskipun var síðast breytt hér á landi. Á þessu tímabili hafi gerzt stórfeldar breytingar og sé óhjákvæmilegt að taka tillit til þeirra. Alþýðublaðið bendir á, að í kosningunum 1953 hafi Al- þýðuflokkurinn fengið yfir 12000 atkvæði „eða 15,6% allra greiddra atkvæða, en flaut inn á þing á einum kjörnum þing- manni. Annar flokkur hafði inn- an við 5000 atkvæði og fékk kjörna þingmenn. Ekki þurfti ýkja mikið að breytast til þess, að flokkur með yfir 10.000 at- kvæði fengi engan þingmann, en annar flokkur með innan við 5000 fengi tvo. Er nokkuð vit í slíkri skipan? Getur nokkur mað- ur mælt slíku skipulagi bót í lýðræðislandi á miðri 20. öld.“ Þetta voru ummæli Alþýðu- blaðsins í gær, og munu margir verða til þess að taka undir þau. Stendur ekki á Sjálfstæðisflokknum Eins og áður er minnzt á, hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn jafnan haft glöggan skilning á nauðsyn skynsamlegrar og réttlátrar kjör dæmaskipunar og tekið ríkan þátt í baráttunni fyrir umbótum á þessu sviði. Á honum mun þess vegna ekki standa nú, þegar haf- izt verður handa um endurskoð- un kjördæmaskipunarinnar. Það er skoðun Sjálfstæðismanna að slík endurskoðun geti ekki dreg- izt. Nýja kjördæmaskipun verð- ur í senn að byggja á réttlæti og framsýni. íslendingar verða að leggja nýjan og traustan grundvöll að lýðræð- is- og þingræðisskipulagi sínu. Um baráttuna að því marki verða allir þeir að sam- einast, sem sjá og skilja þá hættu, sem nú steðjar að þjóð- inni vegna þess að löggjafar- samkoma hennar er aðeins skrípamynd af þjóðarviljan- um. ÖR HEIMI / íslendingur heilbrigðis- málaráðherra í Manitoba Fregnir af Vestur-lslendingum NÝLEGA er komið út haust- hefti ritsins „The Icelandic-Cana dian“. Er það 64 blaðsíður að stærð og hið vandaðasta. Á for- síðu er hluti úr ljóði eftir Jón Ól- afsson í þýðingu Vilhjálms Stef- ánssonar landkönnuðar. Með ritinu berast fregnir af íslendingum vestanhafs. M. a. er skýrt frá því að dr. Georg Johnson læknir að Gimil hafi verið skipaður heilbrigðismála- ráðherra í Manitobafylki. Hann er annar Vestur-íslendingurinn, sem verður ráðherra í fylkinu. Sá fyrsti var Thomas H. John- son, sem varð dómsmálaráð- herra árið 1915. Dr. Johnson er 37 ára gamall, kvæntur konu af íslenzkum ættum, Doris Blondal, og á fimm börn. Báðir afar hans og báðar ömmur voru íslenzkir frumbyggjar í Kanada. Hann var í kanadíska flotanum á stríðsárunum og sigldi þá um Norður-Atlantshafið, lauk prófi í læknisfræði eftir stríð, og hefur verið læknir að Gimli síðan. Þá er sagt frá því, að síra Kol- beinn Sæmundsson hafi látið af störfum við St. James Lutheran kirkjuna í Seattle. Sr. Kolbeinn stendur á sjötugu og hefur þjón- að þessu brauði í 30 ár. Hann er fæddur á íslandi, en fluttist til Kandada um aldamótin. Ung stúlka af íslenzkum ætt- um, Heather Sigurðsson, dóttir Jóhannesar Sigurðssonar og konu hans, sem búsett eru í Winnipeg, og dótturdóttir Gutt- orms J. Guttormssonar vakti í sumar athygli í fegurðarsam- keppni um titilinn ungfrú Kanada. Varð hún 2. og hlaut að launum 500 dali, auk þess sem hún kom fram í útvarpi og sjón- varpi. Þá er getið margra ungra Kandamanna af íslenzkum stofni, sem hafa unnið til verð- launa og styrkja fyrir námsaf- rek. Minnzt er merks Vestur-íslend ings, Kristins Peterson, sem lát- inn er fyrir skömmu. Mun hann hafa verið ókaflega fróður og víð lesinn maður, og birzt hafa á prenti smásögur eftir hann. í bókinni „Vestan um haf“, sem gefin var út í tilefni Alþingis- hátíðarinnar 1930, var grein eftir hann, er nefnist „Það fennir í sporin". Kristinn var fæddur á Neðri-Hvestu í Selársókn í Barða strandarsýslu, sonur Péturs Björnssonar og Jónínu Kristjáns dóttur, og fluttist hann vestur um haf með móður sinni árið 1907. Það er í frásögur fært að, Vestur-íslendingurinn Magnús Paulson hefur staðið fyrir upp- byggingu úthverfis í Toronto og munu það vera stærstu fram- dr. Georg Johnson kvæmdir af því tagi í Kanada. Þá eru greinar um ýmis mál- efni í blaðinu: Sagt er frá íslend- ingadeginum að Gimili, og birt ávarp Fjallkonunnar, sem var frú Ólavía Finnbogason, og ræða dr. S. B. Helgasonar. Björn Björnsson frá Minneapolis ritar um það, hve fulltrúar íslands hafi komið myndarlega fram við 100 ára afmælishátíðahöldin í Minnesota. Birt er skýrsla utan- ríkisráðuneytisins um nýju fisk- veiðitakmörkin o.fl. í þessu hefti af „The Icelandic- þessu hefti af „The Icelandic Canadian“ eru birt 3 ísl. Ijóð og ensk þýðing á þeim: Við útförina eftir K. N. í þýðingu Boga Bjarna sonar, ritstjóra, Kóngsríkið mitt eftir Jón Ólafsson skáld og rit- stjóra í þýðingu Vilhjálms Stfáns sonar (tvö erindi þess eru birt á forsíðu) og Dettifoss eftir Krist- ján Jónsson Fjallaskáld í þýð. T. A. Andersons. Auk þess er saga eftir Friðjón Stefánsson, sem nefnist i enskri Þýðingu Boga Bjarnasonar „The Wit- hered Stalk“. Ýmislegt fleira er í riti þessu til fróðleiks fyrir íslendinga og I menn af íslenzku bergi brotna. Stórárás Montgomerys. Penninn er áhrifaríkara vopn en fallbyssan. Endurminningar Montgom- erys vekja deilur Búast má v/ð, að neðr/ deild brezka þingsins ræði gagnrýni hans á fyrr- verandi embættisbræður og ráðherra ÞAÐ sem búast mátti við, hefir nú gerzt: Montgomery lávarður er nú vegna endurminninga sinna miðdepill ákafrar deilu í Englandi. í endurminningunum veitist Montgomery að ýmsum þekktum hershöfðingjum, og þegar hefir t.d. Eisenhower for- seti orðið að svara ásökun um, að hann hafi seinkað sókninni inn í Þýzkaland. Mál þetta verð- ur rætt í neðri deild brezka þings ins, undir eins og endurminning- ar Montgomerys hafa verið gefn- ar formlega út 2. nóv. n.k. ★—★ Einkum hefir það vakið at- hygli í Englandi, að Montgomery gagnrýnir í endurminningum sín um sir Claude Auchinleck, mar- skálk. Hefir það vakið nokkurn ugg, hversu mjög færist í vöxt, að hershöfðingjar geri upp reikn- ingana við fyrrverandi embættis- bræður sína og ýmsa ráðherra. Búizt er við, að í bók sinni muni Montgomery segja óspart til syndanna ýmsum ráðherrum, sem hann hefir á sinum tíma ver- ið andvígur. Vandamálið í þessu sambandi er, hvort þessir menn eiga að taka slíkri gagnrýni þegj- andi, af því að þeir eru bundnir heiti um að ljóstra ekki upp um mál, er ríkisstjórnir hafa viljað halda leyndum. Mun mörgum reynast erfitt að láta því ósvarað, er fyrrverandi hershöfðingjar og marskálkar færa — án þess að hika — rök fyrir máli sínu með því að vitna í hernaðarleg skjöl, dagskipanir o.fl. Neðri deild þingsins mun framar öllu fjalla um þetta vandamál. Auchinleck marskálkur hefir svarað þeii'ri staðhæfingu Montgomerys, að marskálkurinn hafi gefið skipun um, að 8. herinn skyldi hörfa, ef Rommel gerði atlögu. Eisen- hower hefir einnig svarað gagn- rýni Montgomerys. ★—* Allt bendir til þess, að Mont- gomery, sem jafnan hefir verið harður í horn að taka á vígvell- inum, muni innan skamms heyja miklar rimmur við fjölda fyrr- verandi herforingja og ráð- herra, er héldu stjórnartaumun- um í hendi sér í síðari heims- styrjöldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.