Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 12
12 MORCI’*/*!. 4 ÐIÐ Fimmtudagur 30. okt. 1958 Valaimar Kristjánsson: Sjónvarp á íslandi SUNNUDAGINN 19. október skrifaði Benedikt Gröndal, for- maður útvarpsráðs, grein í Al- þýðublaðið er hann nefndi: „Er- uð þið öll á móti sjónvarpi?" Tilefni greinarinnar er það, að nokkrum dögum áður hafði í hin um snjalla spumingaþætti Morg- unblaðsins verið svarað spurning unni: „Teljið þér tímabaert að stofnsetja íslenzkt sjónvarp?“ Benedikt telur svörin yfirleitt heldur neikvæð gagnvart sjón- varpshugmyndinni. Hneykslar það hann mjög og skorar hann því á fólk, og þá einkum ungt fólk, að leggja máli þessu lið. Þar sem hér er um mikilvægt mál að ræða og ýmis rök for- mælanda sjónvarpsins sýnast heldur léttvæg, er ekki óeðlilegt að fleiri ræði um þessi mál. Sími og sjónvarp Benedikt Gröndal segir í grein sinni:: „Getur það. verið, að meirihluti íslendinga sé mótfall- inn sjónvarpi? Getur það verið, að við höfum svona lítið lært, siðan fjölmargir landsmenn börð ust harðri baráttu gegn síman- um?“ Ekki kemur til mála að meiri- hluti íslendinga sé á móti sjón- varpi í sjálfu sér, en margt bend- ir til að mntiil meirihluti lands- manna sé á móti því, að reynt verði að koma upp sjónvarpi hér á landi á næstu árum, þar sem fólk finnur, að við höfum alls ekki efni á því, og flestum er ljóst, að íslenzk sjónvarpsdag- skrá, miðað við núverandi að- stæður, hlyti að verða mjög lé- leg. Samanburður við símamálið gamla virðist nokkuð út í hött, því að lítið eða ekkert sameigin- legt er með þessum málum. Sím- in rauf að allverulegu leyti þá einangrun, sem ísland hafði verið í frá örófi alda, en íslenzkt sjónvarp gæti í fyrirsjáanlegri framtíð ekki orðið mikið annað en heldur lélegt skemmtitæki. Og svo er það einnig annað mál, að flestir þeir sem voru á móti lagningu sæsímans á sínum tíma voru ekki að mótmæla nýrri tækni, heldur þvert á móti vildu þeir nota það, sem þeir töldu enn þá fullkomnara og jafnframt ódýrara, en það voru loftskeytin. Sýnist það raunar ekki svo lítil framsýni í þá daga, þegar nú er litið til baka. í Alþýðublaðsgreininni kemur fram, að flestir alþingismenn hafa sýnt sjónvarpshugmyndinni fullkomið tómlæti og raunar hafa margir þeirra verið henni algerlega andvígir. Fáa ætti að undra þessi afstaða, því að þjóð- in virðist eiga við nóg önnur vandamál að etja um þessár mundir, þótt hún sé ekki sjálf- viljug að bæta við einu til, sem auðvelt er að komast hjá. Samgöngurnar og menningin Þá segir enn í greininni: „Ýms- ir segja, að við eigum ekki að hugsa um sjónvarp, meðan við getum ekki fengið betri útvarps- dagskrá. Þetta lætur sæmilega í eyrum, en er mesti misskiining- ur. Eigum við að leggja flugið niður, af því að við getum ekki gert sómasamlega vegi í land- inu?“ Það er nú það. Er ekki þarna einhverju snúið við? Aðal- ástæðan fyrir mikilvægi flugsins á íslandi er einmitt sú, að við höfum ekki efni á að leggja full- komna þjóðvegi um landið og halda þeim opnum allan ársins hring. En sjónvarpið á ekki að koma í staðinn fyrir útvarpið, af því að ekki sé hægt að gera það síðarnefnda fullkomnara. Það er einmitt hæfilegt verkefni fyrir okkur næstu árin að reyna að lengja og bæta enn útvarpsdag- skrána, en góð sjónvarpsdagskrá yrði okkur ofviða. Þá segir um hugsunarháttinn, sem greinarhöfundur kaxiar upp- gjöf: „Það eru vanhugsuð rök, að íslendingar eigi ekki að taka upp sjónvarp af því að mönnum finnst sjónvarpsefni lélegt eða menningarsnautt í Ameríku eða Evrópu. Eigum við ekki að gefa út bækur, þótt prentaðar séu lé- legar bækur í Uganda, eða ein- hvers staðar annars staðar?" Og enn segir Benedikt: „Ég geng ekki inn á það ótilneyddur, að íslendingar séu á svo lágu menn- ingarstigi eða svo ófrjóir, að þeir | geti ekki framleitt sómasamlega j sjónvarpsdagskrá fyrir sjálfa sig og haft ánægju og gagn af“. Lítið hefur frétzt hingað af bókaútgáfu í Afríku, og ekki skulum við gleyma því, að íslend ingar eru ógurlega gáfuð þjóð — a.m.k. að tiltölu við fólksfjölda. En þrátt fyrir gáfurnar er fá- mennið slíkt, að erfitt mun að halda uppi fjölbreyttri dagskrá. Útvarpið mun þekkja þessa erfið t leika og við tilkomu sjónvarps j myndu þeir margfaldast. Svo er hin hiið málsins, að af fámenninu leiðir peningaleysi — og allt það. Stakkur eftir vexti Og greinin heldur áfram: „Það er sagt, að sjónvarpið sé of dýrt. Ef mænt er eingöngu á skraut- sýningar, sem hinar stóru sjón- varpsstöðvar milljónaþjóðanna senda út, þá má færa til sanns vegar, að við höfum ekki ráð á slíku. En við gefum út bækur, þótt við höfum ekki ráð á að gefa út 50 binda alfræðiorðabók. Við keyptum Gullfoss, þótt við hefðum ekki ráð á Queen Elisa- beth. Og svo mætti lengi telja. Hér eins og annars staðar ber að sníða stakk eftir vexti“. Það er rétt, að ekki þýðir að tala um „skrautsýningarnar" í j sjónvarpi milljónaþjóðanna, j enda væri víst ekki hægt að sjón- ! varpa mörgum slíkum sýningum ' fyrir það fé, sem íslenzka útvarp- ið ver til allrar sinnar starfsemi 1 árlega. En ekki er hægt að bera 1 saman bókaútgáfu og sjónvarps- sendingar. Við vitum að hægt er að gefa út margar góðar bækur í tiltölulega litlum upplögum; þær er hægt að geyma mjög lengi og lesa oft. Aftur á móti er sjónvarpið fyrst og fremst tæki hinnar líðandi stundar. Mjög miklu fé getur þurft að kosta til sýningar, sem stendur I aðeins fáar mínútur. Og í þessu j sambandi geta menn velt því fyrir sér, hve mikil aðsókn yrði | að leikriti í Þjóðleikhúsinu, sem sjónvarpað hefði verið frá á frum sýningu, og allur almenningur í Reykjavík og nærsveitum hefði haft tækifæri til að fylgjast með. Afnotagjaldið þyrfti líklega að vera nokkuð hátt til að borga slíkar skemmtanir ef tíðar væru. Rétt mun það, að sumir há- skólar í Bandaríkjunum halda upþi stuttum, en mjög vönduð- um menningardagskrám í sjón- varpi. En bæði eru þessir há- skólar ekki neinar smástofnanir, sumir með tugþúsundir nem- enda, og einnig munu þeir yfir- leitt styrktir af fjölda auðmanna og fjársterkum menningarstofn- unum. Ef við ætluðum að fara að líkja eftir þessu, er hætt við að mörgu fólki þætti lítið koma til sífelldra fræðandi fyrirlestra, jafnvel þótt þeir væru myndum prýddir, og heyrast myndu radd- ir, sem heimtuðu léttari dag- skrá — helzt með ofurlitlu skrauti. Heyrzt hefur, að Ríkis- útvarpið fái stundum bréf í þess- um dúr. Tónieikar njóta sín litlu betur í sjónvarpi en útvarpi, þar sem þeir eru fyrst og fremst fyrir eyrað, og fréttir og veðurfregnir eru heldur lélegt sjónvarpsefni, jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem tæknin er fullkomnust á þessu sviði. Fjárhagsge4’n takmörkuð Eins og gj- ýrismálum þjóð- arinnar er nu háttað, væru það ekki mikil búhyggindi að auka á þarfir fólksins með gjaldeyris- frekum hégóma. Því þrátt fyrir það, að íslenzk sjónvarpsdagskrá yrði léleg, er ekki að efa, að fólk myndi flykkjast til að kaupa sjón varpsviðtæki, ef þessari starf- semi yrði komið á fót. Fáir vilja vera eftirbátar nágrannanna og j íslenzka þjóðin hefur lítt tamið sér sparsemi að undanförnu, 1 enda ekki mikið ýtt undir þá dygð af opinberum aðilum. Svo má ekki gleyma því, að sjónvarpssendingar lúta öðrum lögmálum en útvarpssendingar, og því myndi sendistöð í Reykja- vík í bezta lagi ná til nágranna- 1 sýslnanna. Því þyrfti að koma j upp mörgum endurvarpsstöðvum i víða um land til að bæta úr óánægju hinna sjónvarpslausu. Enda væri hlálegt, ef þessi vafa- sama blessun yrði til þess að auka á flóttann úr sveitunum! En auðvitað kemur að því, að við íslendingar fáum sjónvarp eins og aðrar þjóðir. Þegar við getum náð skýrum sjónvarps- sendingum frá öðrum löndum, þá er grundvöllurinn skapaður og við getum þá jafnframt byrjað okkar eigin útsendingar eftir efnum og ástæðum. Fróðir menn segja, að svo muni fara, að gervitungl verði notuð til sjón- varpssendinga um allan heim. Ef til vill verða ekki nema 10 ár þangað til; við getum auðveld- lega beðið eftir því. Lengri útvarpsdagskrá En meðan við bíðum eftir full- komnari sjónvarpstækni, hefur íslenzka útvarpið næg verkefni. Lengja þarf dagskrána verulega, þannig að alla daga verði út- varpað frá kl. 8 á morgnanna til miðnættis. Munu forráðamenn útvarpsins hafa fullan hug á að úr þessu geti orðið. Auk þess þarf að útvarpa léttri dagskrá frá kl. 1—11 á kvöldin, og helzt lengri tíma á laugardögum og sunnu- dögum. Gætu hljómplötur verið aðaluppistaða þeirrar dagskrár. En öllum er ljóst að nokkur tími hlýtur að líða áður en þessu tak- marki er náð. Þegar lengd heild- ardagskrárinnar er orðin svo til öllum fullnægjandi, er hægt að beina öllum kröftunum að hinu eilifa verkefni að bæta dag- skrána — að gæðum og fjöl- breytni. Miklar vonir eru tengdar við hið nýja húsnæði útvarpsins og má það teljast viðunandi næstu árin. Harma ber, að ekki skyldi vera nægur skilningur á hinu geysimikilvæga hlutverki þess, svo að leyfi væri veitt til bygg- ingar á fullkomnu útvarpshúsi. En ekki er skilningsleysi einu um að kenna, þjóðin er ekki nægjan- lega efnuð til að geta uppfyllt allar óskir sínar. Þetta kemur niður á útvarpinu, — jafnvel á sjónvarpinu og reyndar ýmsu öðru. Vegiirinn milli Grafarness og Stykkishólms tepptur STYKKISHÓLMI, 29. okt. — Sl. nótt snjóaði niður í miðjar hlíð- ar, en ekki hefir þess gætt, að kólnað hafi verulega á lág- lendi. Undanfarið hafa verið miklar rigningar, og í fyrra dag tepptist vegurinn miili Graf- arness og Stykkishólms, vegna þess að skriður féllu á hann. Er nú verið að lagfæra hann. Trillubátar hafa undanfarið stund að handfæraveiðar og hafa aflað sæmilega, enda stutt að sækja. ■— Árni. Michael E. Krauss Brittinghom kominn til londsins THOMAS E. Brittingham kom hingað til lands í morgun með flugvél Loftleiða ásamt konu sinni. Eins og kunnugt er hefur Brittingham veitt íslenzkum námsmönnum stóra styrki til náms í Bandaríkjunum og er nú hingað kominn til að ganga frá styrkveitingu til nokkurra náms- manna. Hann dvelst í Reykjavík fram á laugardag, en fer þá til Norðurlanda, þar sem hann mun ræða við námsmenn um vsentan- legar styrkveitingar. Að þessu sinni hafa 17 náms- menn sótt um styrki Britting- hams. Mun hann ræða við þá á fimmtudag og föstudag. Að iík- indum verða fjórir námsmenn fyrir valinu að þessu sinni. »----------- Talaði íslenzku þegar hann kom hingað FYRIR tveimur vikum kom hing að til lands Bandaríkjamaðurinn Michael E. Krauss, sem hyggst nema hér íslenzku og kynna sér keltnesk áhrif á íslandi. Hann hefur líka í hyggju að ferðast eitthvað um landið með segul- band og reyna að taka upp rímnakveðskap og annan þjóð- legan fróðleik, sem hann kynni að finna úti á landsbyggðinni. Krauss kom hingað á styrk þeim, sem Halldór Kiljan Lax- ness veitti þegar hann var í Bandaríkjunum í fyrra. ★ Krauss er 24 ára gamall. Hann lauk doktorsprófi í a.mennri mál- fræði við Harvard-háskóla rétt áður en hann fór til íslands. Að- algrein hans er írska, er hann talar reiprennandi. Hann hefur stundað nám víða. Fyrst nam hann við háskóla í Chicago þar sem hann tók BA-próf. Því næst stundaði hann nám við Western Reserve-háskólann í Cleveland í Ohio, þar sem. hann lauk einnig BA-prófi. Síðan fór hann til Columbia-háskólans í New York og lauk þar MA-prófi. Eftir árs- nám við Parísar-háskólann fékk hann „Certificat d’Etudes Superi- eures“. ★ Krauss eyddi tveimur sumrum í Noregi og lærði að taia máiið. Þá dvaldist hann eitt ár á írlandi, lengst af á eyju við vestur- ströndina þar sem hann lærði írskuna. Kveður hann það skemmtilegasta ár sem hann hafi lifað. Sennilega er Grímsey eitt- hvað svipuð, sagði hann á dögun- um þegar fréttamaður Mbl átti tal við hann. Loks stundaði Krauss nám við Harvard-háskólann í Boston og iauk þar doktorsprófi, eins og áð- ur segir. k Karuss kynntist mörgum fs- lendingum í Cleveland, áður en hann kom til íslands. Þau kynni leiddu til þess að hann lærði ís- ienzku að því marki, að hann neitar að tala ensku hér. Hefur hann algerlega bjargað sér á ís- lenzku síðan hann kom til lands- ins. í Cleveland eru um 20 ís- lendingar, flest konur giftar Bandaríkjamönnum, tvær ógiftar systur og ein fjögra manna fjöl- skylda frá Vestmannaeyjum. Var Krauss tíður gestur á heimilum íslendinganna og lærði þar m. a. að meta íslenzkar pönnukökur, sem hann fékk ævinlega með kaffinu, hangikjöt og aðra þjóð- lega rétti. Hann sagði, að flestir íslend- ingarnir í Cleveland söknuðu gamla landsins, og marga þeirra langaði heim aftur. í borginni er ekki íslendingafélag, en íslend- ingarnir hafa samvinnu við sam- tök Norðmanna þar og sækj* skemmtanir þeirra. Þannig hitt- ast þeir oft á ári hverju. í bóka- safninu í Cleveland er álitlegt safn íslenzkra bóxa, og tru þser mikið notaðar. ★ Þegar Krauss var spurður, hvernig hann hefði fengið áhuga á íslandi, kvaðst hann hafa heyrt mikið um landið þegar hann var á íriandi. Hann fékk að vita um hin miklu gagnkvæmu áhrif og samskipti íslands og íriands á víkingaöldinni. í írsku eru enn fjöldamörg norræn orð. Þá jokst áhugi hans á Norðurlandamálum þegar hann dvaldist í Noregi. ★ Krauss tók eitt-smápróf í forn- íslenzku þegar hann var í Har- vard. Þar kynntist hann dr. Hreini Benediktssyni, og urðu þau kynni enn til að efla áhuga hans á íslenzkunni. Þá má geta þess, að meðan hann dvaldist á írlandi hitti hann Helga Guð- mundsson, sem var einnig að nema írsku. Nú tala þeir saman á írsku eða íslenzku. Krauss hitti einnig .dr. Einar Ól. Sveinsson þegar hann var i Bandarikjun- um í ár. ★ Krauss er kunnugur Séanms Ó. Duilearga, forseta írsku þjóð- sagnanefndarinnar, sem er mörg- um íslendingum að góðu kunnur. Hann sendi hingað írann Séan Mac Suibhne (Jón Sveinsson) til að nema íslenzku. Dvaldist Mac Suibhne hjá Gísla Ólafssyni bónda að Hofi í Vatnsdal. Krauss hefur mikinn hug á að komast norður þangað. k Um framtíðaráætlanir sínar vildi Krauss ekkj segja margt. Hann kvað það miklum erfið- leikum bundið að fá kennarastarf í írsku eða íslenzku, svo hann leggur sennilega fyrir sig kennslu í frönsku og almennri málfræði. Annars talar hann fjölda mála og les enn fleiri, meðal þeirra ítölsku, spænsku, portúgölsku, velsku, dönsku, sænsku, þýzku, latínu og forngrísku. ★ Krauss þekkti svo vel til ís- lands áður en hann kom hmgað, að honum kom fátt á óvart. Hann hafði ekki fræðzt um það af ferðapésum, heldur vinum sínum í Cleveland. Honum finnst Reykja vík mjög athafnasöm borg, ekki stærri en hún er. íslenzku stúlkurnar vöktu strax athygli hans, bæði í Cleveland og Reykja vík. En ,verðið á öllum hlutum hér er aldeilis ótrúlegt, sagði hann. ★ Krauss býr á Nýja-Garði og stundar nám við Háskólann. Hann langar mikið til að komast út á landsbyggðina um jólin og þá helzt norður í land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.