Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 2
2 MORcryttT aðið Sunnudagur 30. nov. 1958 Landhelgismálið kom til umrœðu í brezka þinginu LANDHELGISMÁLIÐ var rætt í brezka þinginu sl. miðvikudag. Sir H. Linstead spurði Mr. Orms by Gore, aðstoðarutanríkisráð- herra, hvort eitthvað nýtt hefði gerzt í fiskveiðistríðinu og hvort hann vildi gefa einhverja skýrslu um málið. Ráðherrann svaraði, að ekkert nýtt hefði komið upp í málinu síðan fyrirspurnum var síðast svarað 19. nóv. sl. Ráðherr- ann skýrði einnig frá þvi, að brezka stjórnin reyndi að fá ís- lenzku stjórnina annaðhvort til að sættast á einhverja bráða- birgðalausn eða fá bráðabirgða- Sfjórnorilokk- ornir klofnuðu um efnuhugs- múlin ú þingi ASÍ Atvinnu- og verkalýðs- málanefnd Alþýðusam- bandsþingsins þríklofn- aði í álitsgerð sinni um efnahagsmálin í gær- kvöldi. Kommúnistar og Jafnaðarmenn voru með tillögu um að greiða vísi- töluna niður í 185 stig, verja til þess greiðsluaf- gangi, draga úr fram- kvæmdum og hagnýta á- góða af einkasölu. Fram- sóknarmaðurinn í nefnd- inni lýsti því yfir, að hann gæti alls ekki fallizt á þessa lausn. Sjálfstæðis- maðurinn í nefndinni mun einnig hafa gert fyr- irvara um þetta atriði nefndarálitsins. Jólatónleikar ÞAÐ er orðin föst venja, að fagna Aðventunni með jólatón- leikum í Dómkirkjunni og verða tónleikarnir í kvöld kl. 8.30. Hef- ur kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar undirbúið dagskrána. Jólatónleikar þessir hafa jafn- an þótt hinir ánægjulegustu og vakið jólastemningu í hugum kirkjugestanna, enda er Aðvent- an undirbúningstími hinnar miklu hátíðar. Að þessu sinni er dagskráin með fjölbreyttara móti. Tveir kórar koma þar fram, kór kvennadeild- ar Slysavarnafélagsins og barna- kór Miðbæjarskólans, ennfremur leikur hljómsveit drengja. Frú Guðrún Tómasdóttir syngur ein- söng og Dr. Páll ísólfsson leikur einleik á orgel. Frú Anna Guð- mundsdóttir les upp. Loks mun þýzkur tónlistarmaður leika á Gamba, en það er gamalt hljóð- færi, sem algengt var á dögum Bachs, en hér mun ekki hafa ver- ið leikið á slíkt hljóðfæri áður. Ekki þarf að efa, að fjölmennt verður á þessum jólatónleikum Dómkirkjunnar í kvöld. Við eig- um of fáar helgistundir, hér eiga menn von á yndislegri ánægju- stund og ekki ætti það að spiila að ágóða kvöldsins verður varið, til þess að prýða Dómkirkjuna og afla henni góðra gripa. Ó. J. Þ. Leiðrétting I AFMÆLISGREIN um Þórunni Magnúsdóttur frá Keisbakka sem birtist sl. fimmtudag kom fyrir orðið „minniviti". Þetta átti að vera „mannviti". Er velvirðing- ar beðið á prentvillunni. úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag, þangað til ný alþjóðaráð- stefna hefði fjallað um fiskveiði- lögsögu og landhelgismál. Þennan sama dag spurði Mr. Wall ráðherrann um, hvers kon- ar orðsendingu íslenzka stjórnin hefði sent brezku stjórninni vegna Hackness-málsins svo- nefnda. Ráðherrann skýrði frá motmælorðsendingu íslenzku stjórnarinnar frá 14. nóv. sl. Einnig skýrði ráðherrann frá því, að svar brezku stjórnarinn- ár væri í athugun. Ráðherrann sagði einnig, að brezku togararn- ir hefðu fyrirmæli um að veiða ekki innan íslenzku landhelginn- ar. En hann sagðist ekki á þessu stigi vilja ræða nánar hvort ísl. varðskipinu hefði verið heimilt að skjóta á Hackness, því að oft væri það svo í slíkum deilum, að framburður deiluaðila stangað- ist á. Mr. G. R. Howard spurði: Er það rétt hjá mér, að í síðasta samkomulagi við íslenzku stjórn ina hafi verið gengið út frá því að veiðarfæri mættu vera óbúlk- uð á dekki, ef togarinn leitaði vars vegna veðurs? Mr. Ormsby-Gore: Það má vel vera. Ný skáldsaga eftir Þórunni E. Magnúsdóttur ÚT er komin ný skáldsaga eftir skáldkonuna Þórunni Elfu Magn úsdóttur. Hún heitir Frostnótt í maí, og er það 18. bók hennar, sem út kemur og jafnframt ein sú stærsta og athyglisverðasta. í hinni nýju skáldsögu er greint frá stúlkubarni, Völvu, sem hefur komið í heiminn utan hjónabands og er hún lýsing á silarlífi slíkra vesaUnga, sem enginn hefur óskað eftir, hefur komið við gamalt fjölskyldustolt og er í veginum fyrir framtíð móðurinnar. Sagan skiptist í þrjá kafla og heita þeir Ferðin á heimsenda, Milli vonar og ótta og í dauðans skuggadal. Bókin er nær 300 bls. : og er gefin út af bókaútgáfunni Tíbrá, en prentuð í Prentfelli hf. iNlýtt frímerki Á MORGUN, mánudag, gef ur ipóst- og símamálastjórnin út ný frímerki í tilefni af 40 ára afmæli fánans. Merki þessi verða tvö, að verðgildi kr. 50 og kr. 3,50, lit- prentuð hjá fyrirtækinu Thomas de la Rue & Co., Ltd., London. Merkin eru teiknuð af Árna S veinbj örnssyni. Fulltrúar á þingi B.S.R.B. Þing B.S.R.B. áfram störfum hélt í gær KL. 4 I gær hófst fundur á þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í Melaskólanum. Forseti þingsins, Maríus Helgason, setti fundinn. Eins og áður hefur verið getið gekkst B. S. R. B. fyrir því í vor að koma á samstarfsnefnd nokk- urra launþegasamtaka sem safna skyldi upplýsingum um efnahags- og kjaramál og ráða sérfræðinga til að annast þessi störf fyrir sína hönd. Leitað var til þriggja sér- fræðinga, Guðlaugs Þorvaldsson- ar, Hrólfs Ástvaldssonar og Torfa Ásgeirssonar og unnu þeir að þessum verkefnum siðari hluta sumars og í haust. Lögðu þeir Guðlaugur og Torfi niður- stöður rannsóknanna fyrir þingið í gær. Lét Torfi afhenda fundarmönn- um skýrslu um þjóðarframleiðslu íslendinga 1950—58 og aðra um atvinnutekjur verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna. Fylgdi hann þeim úr hlaði með nokkrum skýringum. Fyrrnefnda skýrslan gerir grein fyrir þjóðarfram- leiðslu fslendinga á þessum árum, fjallar síðan um ráðstöfunarfé þjóðarinnar og loks fylgja skýrsl- ur um ráðstöfun á þjóðarfram- leiðslunni frá 1948. Síðari skýrsl- an fjallar um atvinnutekjur nefndra starfshópa og fylgja skýrslur um sundurliðaðar tekjur þessara hópa í Reykjavík árin 1951 til 1957. Því næst gerði Guðlaugur Þorvaldsson viðskiptafræðingur grein fyrir þriðju skýrslunni, sem utbýtt var meðal fundarmanna, og þeirri sem hann hafði sainið. Var það skýrslugerð um þróun Kaupgjalds hjá ýmsum stettum þjóðfélagsins síðustu 1 til 2 ára- tugina. Tók hann það fram, að skráin væri hugsuð sem uppíietí- ingarskrá, þar ætti að vera hægt að finna rétcar tölur, en mða"- stöður væru engar dregnar. Skipt ist skýrslan í 6 hluta: inngang, töflur um grunnkaupsbreytingar hinna ýmsu stétta, yfirlit um greiðslu verðlagsuppbótar á Brauðborg - smurbrauðs- stofa á Frakkastíg 14 í GÆR var opnuð að Frakkastíg 14 smurbrauðsverzlun er ber nafn ið Brauðborg. Eigendur hennar eru Kristín Þorsteinsdóttir og Hilmar Sigurðsson. Þessi nýja verzlun er ákaflega vel búin tækjum til að senda frá sér fyrsta flokks brauð og þar eru allir möguleikar til að afgreiða fljótt og vel. Brauðborg hefur á að skipa vel völdu starfsliði m. a. konu sem unnið hefur 18 ar við þetta starf þar af lengi í Danmörku, en auk þess hefur Kristín, annar eig- andinn, unnið lengi að þessu starfi. Brauðborg verður opin frá 9 að morgni til 11.30 að kvöldi. Allan þennan tíma tekur hún við pönt- unum og sendir heim að hálftíma liðnum brauð og einnig gosdrykki á búðarverði. Úrval brauðs er mikið í verzluninni. Þar er og ákaflega vistlegt og þægilegt að koma. Má ætla að nýjung sem þessi verði vinsæl í Reykjavík. kaup, sértöflur yfir Dagsbrún, kaup verkamanna í almennri vinnu 1939 til 1957, og „vegið meðaltal“ grunnkaupshækkana fyrir nokkra starfshópa. Næstur talaði Ólafur Björnsson, alþingismaður. Bar hann fram tvær spurningar varðandi skýrsl- urnar og veittu hagfræðingarnir svör við þeim. Þá var tekin fyrir skýrsla Banda- lagsstjórnarinnar, sem útbýtt hafði verið meðal fundarmanna við setningu þingsins. Gerði Sig- urður Ingimundarson formaður B. S. R. B. grein fyrir störfum stjórnarinnar á síðasta kjörtíma- bili. Valborg Bentsdóttir flutti síðan viðbótarskýrslu milliþinga- nefndar í launamálum kvenna. Að svo búnu fór fram kosning í nefndir. Formaður nefndanefnd arinnar svokölluðu, sem kjörin var í fyrradag, Pálmi Jósepsson, las upp nöfn þeirra manna, sem nefndin mælti með í hverja af hinum 11 undirnefndum þingsins. Að lokum lagði stjórnin fram reikninga. Fundir hefjast aftur kl. 13.30 í dag. - ASI Framh. af bls. 1 sölum (þ. e. hækka verð á tóbaki og brennivíni) og skattleggja þá sem grætt hafa í verðbólgunni. Þarf á 2. hundrað millj. kr. Þannig munu þá tillögur kommúnista í þessum málum líta út, en það mun vera fjarri því að samkomulag sé í ríkis- stjórninni, í fyrsta lagi um það, hvað mikið fé þurfi til að greiða vísitöluna niður, og í öðru lagi, hvað mikið fé þurfi til að greiða 17 vísitölustig niður. En Hanni- bal Valdimarsson lýsti því í ræðu í fyrrinótt, að til þess myndi þurfa á 2. hundrað milljón krónur og e. t. v. eru aðrir sem spá að meira þurfi. Seint í gærkvöldi virtust þessi mál sem sagt öll vera enn í deiglunni í atvinnumálanefnd Alþýðusambandsins og ómögu- legt að vita, hvað úr því kæmi. Samþykkt um landhelgismál Um miðjan dag var samþykkt í einu hljóði tillaga frá Allsherj- arnefnd um landhelgismál. í henni felst m.a. að þingið lýsir yfir ánægju sinni yfir víkkun landhelginnar í 12 mílur, að mót- mæJt er ofbeldisárásum Breta og að til athugunar komi að kallað- ur verði heim sendiherra íslands í London og endurskoðuð afstaða íslands til Atlantshafsbandalags- ins. Þá er þar einnig samþykkt að tekin verði saman skýrsla um gang landhelgismálsins frá 1. sept., lögð þar áherzla á ofbeld- isaðgerðir brezka flotans og skýrslan send erlendum verka- lýðssamböndum. Breyting á skipulagi ASÍ Alþýðusambandsþing samþ. í gær stefnuyfirlýsingu frá milli- þinganefnd í skipulagsmálum varðandi gerbreytingu á skipu- lagi Alþýðusambandsins, sem fel ur það í sér að gömlu „stéttar“- félögin verði leyst upp en í stað þeirra komi svonefnd „starfs- greina" félög, þar sem vinnustað- urinn sé undirstaðan. Jafnframt var samþykkt að kjósa aftur milliþinganefnd í málinu, sem á að semja ýtarlega greinargerð um málið og vinna að því að fræða menn um hið nýja skipulag. í nefnd þessa voru kjörnir sömu menn og verið höfðu í milliþinganefndinni, er samið hafði stefnuyfirlýsinguna, þeir Eðvarð Sigurðsson, Jón Sig- urðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Snorri Jónsson, Óskar Hallgríms- son og Tryggvi Helgason. Verkalýðsbanki Samþykkt var tillaga frá Alls- herjarnefnd um að fela stjórn ASÍ að rannsaka möguleika á banka á vegum verkalýðssam- takanna og ef grundvöllur er fyr ir starfsemi slíkrar lánastofnun ar, að stofna hann. Hannibal Valdimarsson flutti ræðu með þessari tillögu. Sagði hann m.a. að verkalýðshreyfingar í öðr- um löndum hefðu sína eigin banka, m.a. í Danmörku, þar sem verkalýðsbankinn væri eitt glæsi legasta hús Kaupmannahafnar og mest uppljómað. Hann taldi að slíkur banki myndi styrkja verka lýðshreyfinguna stórlega bæði fjárhagslega og stjórnmálalega. Þá sagði hann að sjálfsagt væri að slíkur verkalýðsbanki fengi til varðveizlu atvinnuleysistrygg ingasjóði og myndi þá safnast saman saman á nokkrum árum sjóður í höndum verkalýðshreyf ingarinnar sem næmi mörgum hundruðum milljóna króna. Stærsti atvinnurelcandinn Nokkrir Dagsbrúna'rmenn báru fram tillögu um það að víta af- skipti og íhlutun atvinnurekenda og annarra andstæðinga af verka lýðshreyfingunni. Pétur Sigurðsson fulltrúi Sjó- mannafélagsins lýsti yfir mikilli ánægju yfir þessari tillögu, — ekki sízt þar sem fulltrúi stærsta atvinnurekandans, þ.e. ríkisvalds ins, Hermann Jónasson, hefði dag inn áður komið inn á sambands- þing og farið fram á það að kaup gjald verkalýðsins yrði skert stórlega. Sungið og beðið Þetta voru nú nokkrar tillögur af miklum fjölda, sem samþykkt- ar voru á Alþýðusambandsþingi í gærkvöldi. Þegar þetta var rit- að um klukkan ellefu beið þingheimur aðgerðarlaus eftir ávöxtum nefndafunda, en Ólaf- ur Friðriksson í Sjómannafélag- inu og Hafliði Jónsson skemmtu fólki með ræðuhöldum og stjórn uðu fjöldasöngvum. Voru sungin ættjarðarljóð eftir Jónas Hall- grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.