Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. nðv. 1958 MORGUNBLAÐ1Ð Úr verinu -Eftir Einar Sigurðsson- Togararnir í haust hefur verið stirð tíð til sjávarins hér við land, stöðugar hafáttir og oft hvasst. Fáir togarar hafa stundað heimamið, helzt nokkur skip, sem veiða fyrir erlendan markað, 7 til 8 talsins. Hefur afli hjá þeim verið mjög tregur. Hinir togararnir hafa sótt á nýju karfamiðin, 130 til 180 míl- ur austur af Nýfundnalandi, allt frá því Fylkir kom þaðan úr fyrstu veiðiförinni 2. ágúst. Hef- ur aflinn á þessum miðum verið jafn og mikill, skipin alltaf kom ið með fullfermi eftir 14 til 16 daga útivist. Alls hefur nú verið flutt af þess um miðum á tæpum 4 mánuðum við 55.000 lestir af karfa. Verð- mæti þessa mikla afla skiptist þannig: Hraðfryst flök .. 85 millj. kr. Karfamjöl ...... 19 — — Karfalýsi ...... 6 — — Samtals 110 — — Hér er miðað við verð vörunn- ar komið um borð í skip án allra verðbóta. í Reykjavík einni hafa verið lagðar á lahd 35.000 lestir af karfft úr 115 veiðifierðum af þessum miðum, eða sem svarar einum farmi við 300 lestir á dag, helga- sem rúmhelgadaga. Sýnir þetta, hve snar þáttur í atvinnu- lífi bæjarins togaraútgerðin er og fiskvinnslan, en mestur hluti þessa aflamagns er af Reykja- víkurskipum, þótt noklcuð sé af aðkomuskipum. Búazt má við, að úr þessu fari að verða erfitt að sækja á þessi Nýfundnalandsmið, þar sem þau eru svo fjarlæg, um 1100 mílur hvora leið, og ógerlegt að leita lands, ef mjög hörð veður gerir. Annars er þetta að sjálfsögðu alveg óreynt, og munu næstu vikur leiða í ljós, hvað fært er í þessum efnum. Fisklandanir sl. viku: Jón Þorláksson ...... 90 lestir Ingólfur Arnarson .. 308 — Hvalfell............ 278 — Jón forseti .......... 310 — Þorkell Máni ........ 350 — Ólafur Jóhannesson .. 280 — Fisksölur erlendis: Þormóður goði 230 1. DM 167.000 Surprise......172 1. DM 126.000 Reykjavík Frá Reykjavík ganga nú um 20 litlir þilfarsbátar, og eru þeir ýmist með net eða lóð. Afli hef- ur undanfarið verið rýr, enda stirðar gæftir. Smáýsuhlaup kom hér um miðja vikuna á grunnmið, allt inn undir eyjar og inn á Kolla- fjörð, og fengu bátar sæmilegan afla bæði á lóð og í net, allt upp í 5 lestir, álíka á línuna og í net- in. Virðíst nú hafa dregið úr þessum afla aftur hér á grunn- slóðum. Yfirleitt hefur orðið vel vart í smástrauminn, en lítið fengizt í stórstrauminn. Þá sjaldan að gefið hefur til að fara lengra, allt vestur á vetrar- mið Akurnesinga, hefur afli ver- ið góður, komizt upp í 6 lestir í róðri. Keflavík Við 30 bátar stunda nú rek- netjaveiðar og þar af nokkrir að- komubátar. Tíð hefur verið óhagstæð eftir því sem liðið hefur á, og hefur það hamlað mjög veiðum. Fjórum sinnum var farið á sjó í vikunni, og var góður afli hjá sumum, t.d. fékk Hilmir einn daginn 203 tn. og Vonin 201 tn., margir voru með við 100 tn., en sumir fengu heldur ekkert. Á fimmtudaginn var síðast ró- i6. Fengu bátar þá vont sjóveður. 7 bátar slitu trossurnar, en náðu af þeim hömsunum, einn bátur missti þó alveg 11 net. Akranea Reknetjabátarnir reru almennt aðeins einn dag vikunnar, fimmtu daginn og öfluðu þá sæmilega, en mjög misjafnt. Sigrún fékk t.d. 162 tn. og Ver 135 tn. Heild- araflinn var 900 tn. Sjóveður var ekki gott frekar en fyrri daginn, og urðu bátar fyrir miklu veiðar- færatjóni, slitu kabal og töpuðu netjum. Bátarnir eru nú aðallega djúpt í Miðnessjónum við 25 mílur vest-suðvestur af Skaga. Lóða þeir á mikilli síld, og eru sjó- menn bjartsýnir á framhald veið anna, ef tíðin gæti skánað. 18 bátar stunda nú reknetja- veiðar. Vestmannaeyjar Byrjað var að róa með línu snemma í september eða strax og humarveiðinni lauk. Fór bát- um fjölgandi eftir því sem á haustið leið og komust upp í 28, þegar þeir voru flestir. Þeim er nú farið að fækka aftur vegna stöðugra ógæfta. í nóvembermán- uði var aðeins róið 5 sinnum. Afli var sæmilegur framan af haustinu, 2—6 lestir *af ýsu í róðri, en hefur farið minnkandi, og kenna menn um slæmum sjó- veðrum frekar en að minni fisk- ur sé á miðunum. Bretar og landhelgismálið Fram að þessu hafa veiðar Breta í nýju landhelginni ekki verið annað en sýndarmennska. Togarar þeirra hafa veitt á einu og tveimur svæðum, og borið saman við öll miðin, er það ekki stór hluti. Þetta hafa líka verið tiltölulega fá skip, 10—20, oft færri, og allt annað en boðað var í upphafi, þegar talað var um 100—200 skip. Hitt er svo annað mál, að í að- gerðum Breta felast mótmæli, sem ekki verður villzt á, og kann það að vera höfuðtilgangurinn, en fiskmagnið sé minna atriði. Það má líka vera, að Bretar hafi haldið, að herskipin og hinir aug- ljósu yfirburðir yfir íslenzku varðskipin myndu skjóta fslend- ingum skelk í bringu, svo að þeir hættu við allt saman. f slendingar hef ðu einskis óskað frekar en að þessi gamla vina- og viðskiptaþjóð þeirra hefði látið sitja við að mótmæla í orði eins og aðrar þjóðir. En úr því sem komið er, er mjög mikilvægt, hversu þó hefur tekizt að friða miðin með nýju útfærslunni. Það er alveg hverfandi fiskmagn, sem tekið er í landhelgi af erlendum togurum, og það er aðalatriðið. Spáir það góðu með aflamagn hjá bátunum í vetur. Vertíðarundirbúningur Nú er sá tími kominn, að menn vilja fara að undirbúa vertíðina með því að taka skipin í slipp, hreinsa vélar og setja upp veiðar- færi. Eitt Það mikilvægasta í sam- bandi við útgerðina er, að út- gerðarlán séu veitt tímanlega, svo að menn þurfi ekki að vera síðbúnir af þeim sökum. Enn mun ekki vera búið að ákveða, hvað lánað verður, en eðlilegast virðist vera að taka tillit til þess, hversu fiskverð og uppbætur hafa hækkað frá því útlán þau, sem hingað til hafa verið í gildi, voru upphaflega ákveðin, en það er vart minna en 50%. Karfavimnslan Menn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í sambandi við karfavinnsluna í sumar. Það vantaði ekki, að mikill væri afl- inn, en karfinn reyndist miklu smærri af hinuum nýju miðum en menn höfðu átt að venjas.t, jafnframt því sem hann var ekki eins feitur. Hafði þetta í för með sér, að nýting varð miklu verri en menn höfðu átt að venjast, bæði hvað flökin og lýsismagn snerti, jafnframt því sem vinnu- afköst fóru langt niður. Ofan á þetta bættist svo hækkað kaup- gjald. Loks mun svo verðið á karfanum í vor hafa verið spennt langt upp fyrir það, sem nokkurt vit var í, Þegar allt kemur til alls mun útkoman vera sú hjá frystihúsunum, að þau munu lítið eða ekkert hafa haft upp í fastan kostnað, rétt haft fyrir hráefn- inu, vinnulaununum og umbúð- unum. Sjómannavandamálið Það er mörgum útgerðarmann- inum og skipstjóranum áhyggju- efni, hversu til tekst með að manna bátana á n.k. vertíð, og raunar togarana líka. Þótt sæmi- lega hafi gengið með togarana fram að þessu, er ekkert að miða við það, bátarnir draga meira og minna til sín sjómennina af togurunum, þegar þar að kemur. Mjög varhugavert er að vera með of mikla bjartsýni á, að nóg kunni að fást af íslendingum á flotann, enda þótt ekki sé rétt að gera allt of mikið úr því, að við séum háðir útlendingum í þessum efnum. Það bætir ekki fyrir okkur í væntanlegum saian ingum. Það væri rétt af því opinbera að gera sem víðtækastar ráðstaf- anir til þess að hvetja fslendinga til þess að ráða sig til sjós. Kem- ur þá einkum tvennt til greina: Að hækka skiptaverðið og veita sjómönnum full skattfríðindi og helzt útsvars líka. Aldrei hefur munurinn á skiptaverði og út- gerðarmannsverði verið slíkur sem nú. Er ekki ótrúlegt, að slíkt segi til sín á þann hátt, sem sízt skyldi, að færri fáist á sjóinn. Hlutur sjómannsins á að vera miklu betri en þess, er vinnur í landi. Nú kannske hímir hann í að vera eins í heldur góðu skiprúmi. En að bera saman vinn una í landi og á sjónum er tvennt ólíkt. Það er ekki nema mannlegt, þótt útgerðarmaðurinn, sem allt- af berst í bökkum, vilji komast hjá með að greiða sem minnst og reyni að standa á móti öllum hækkunum. En það fer smátt og smátt með þennan atvinnuveg niður í skítinn að búa þannig að honum, að hann geti ekki greitt sjómönnunum sómasamlega bor- ið saman við erfiði þeirra, á- hættu og langan vinnutíma. Hitt er svo annað mál, að sjó- menn ættu að sýna þann skilning á mikilvægi útgerðarinnar og þess atvinnuvegar, sem þeir hafa lifibrauð sitt af, að fallast á að breyta hlutaskiptunum svo, að eitthvert vit geti verið í útgerð með sama fiskverði til beggja aðila. Aðalfundur LÍÚ Aðalfundur Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna hefst á mið vikudaginn kemur. öll stéttar- samtök verða nú að glíma við verðbólgudrauginn. Enn hefur ^kki tekizt að skapa jafnvægi á milli verðlags útflutn ingsvörunnar annars vegar og kaupgjalds og verðlags innan- lands hins vegar. Bjargráðin og kauphækkanirnar í sumar hafa aukið á þetta misræmi. Landssambaadsfundurinn hlýt- ur að glíma við þessi vandamál og reyna að velta af sjávarútveg- inum hinum auknu útgjöldum, svo að hann búi ekki við skarðari hlut en áður. Að svelta sjávarút- veginn er að svelta mjókurkúna. Þá hýtur sjómannavandamálið að verða eitt aðalmál fundarins. Ennfremur aukin rekstrarfjár- þörf sjávarútvegsins. Sr. Óskar J. Þorláksson: Kirkjuráðið og kirkjan þín i. „Ég þekki verkin þín, — sjá ég hefi látið dyr standa opnar fyrir þér, sem enginn getur lok- að, — ég þekki, að þú hefur lítinn mátt, en hefur varðveitt orð mitt og ekki afneitað nafni mínu. (Op. Jóh. 3. 8.). f dag er fyrsti sunnudagur Aðventunnar, fyrsti sunnudagur hins nýja kirkjuárs. Þessi orð Opinberunarbókarinnar mættu því gjarnan verða umhugsunar- efni vort í dag. Vér munum oft- ast vel eftir áramótunum, því að þá er jafnan mikið um að vera, en vér gleymum hins vegar oft hinum kyrrlátu tímamótum kirkjuársins, og þó setja hátíðir kirkjunnar og helgidagar kirkju- ársins sinn svip á alla þróun lífs- ins í hinum kristna heimi. Kirkju árið með sínum helgidögum á að minna oss á þau sannindi kristindómsins, sem bundin eru við líf og starf Frelsara vors. Á KörfuknaU- leiksmótið MEISTARAMÓT Reykjavíkur í körfuknattleik er nú hálfnað. Staðan í meistaraflokki er þann ig að ÍR hefur 4 stig eftir 2 leiki, stúdentar 2 stig eftir 1 leik, KFR 2 stig eftir 2 leiki og B-lið ÍR ekkert stig eftir 3 leiki. Þann 4. des mætast ÍR og stúdentar og getur það orðið úrslitaleikur mótsins. f 2. fl. eru Ármann (A-lið) og KFR jöfn með 4 stig eftir 2 leiki. Ármann hefur sigrað í 3. flokki og kvennaflokki. Myndin er af hinum glæsilega bikar sem um er keppt í meist- araflokki karla. Sementsverksmiðj- an stöðvuð AKRANESI, 29. nóv. Sements- verksmiðjan var stöðvuð í gær og mun ekki starfa í desember og janúar. Þessi tími verður not- £iður til þess að hreinsa vélarnar. Mörgum hefur gramizt hér í bæ að Lúðvík Jósepsson viðskipta- málaráðherra hafði leyft að flytja inn fyrir þremur vikum 20 þús. tonn af sementi. — Oddur,, hverjum helgidegi kirkjuársín* eru lesnir upp í kirkjum lands- ins valdir kaflar úr Ritningunni, en einkum þó Nýja-testamennt- inu, sem ætlaðir eru til hugleið- ingar og fela í sér þau lífssann- indi, sem vér eigum að lifa eftir sem kristnir menn. í byrjun hvers kirkjuárs standa opnar dyr fyrir oss í andlegum skilningi, þar sem oss er boðið inn að ganga, til samfélags um þau sannindi, sem mestu varða fyrir heill og hamingju vor mannanna. n. KirkjuáriS og kirkjan er þvl í nánum tengslum. Hér á landi tilheyra flestir hinni evangelisk- luthersku þjóðkirkju. Hér er náið samband milli þjóðar og kirkju. Þetta ætti að gefa kirkjunni góða aðstöðu til þess að ná til þjóð- arinnar með boðskap kristindóms ins og gerir það að ýmsu leyti. En mikið skortir á það í þjóð- lífi voru, að menn almennt geri sér ljóst, hvaða gildi kristilegt líf og starf geti haft fyrir þá, eða hvaða skyldur þeir hafi að rækja við kirkju sína. Helgidag- ar ársihs eru í meðvitund fjölda manna ekki lengur helgir dagár, heldur frídagar, sem menn gett notað eftir vild. Kirkjusókn er yfirleitt lítil m«ðal þjóðar vorr- ar, flestir meta annað meira á helgum dógum en að sækja kirkju sína, og þá er það í raun og veru það minnsta, sem menn geta lagt af mörkum til safnaðar- lífsins, að koma og taka þátt f guðsþjónustu safnaðarins. Einn til tveir tímar á viku er ekki mikill hluti af þeim tíma, sera vér höfum til umráða. Ef hver safnaðarmaður t.d. í Dómkirkju- sókn hér í Reykjavík, af þeim sem geta sótt kirkju, kæmi til guðsþjónustu einu sinni í mán- uði, þá yrði Dómkirkjan troð- full við hverja messu og myndi vart rúma alla. Svona yrði þetta um land allt. Ein kirkjuferð i mánuði, það sýnist ekki til mikils mælzt, ef menn á aiinað borð vilja telja sig kristwa og vera i söfnuði. Það eru góð og gild sjón- armið að vera á móti kristindómi og kirkju og hegða sér samkvæmt því. En það er fráleitt að segjast vilja efla kristileg áhrif í land- inu og telja sig til kirkjunnar, en vanrækja hana þó gjörsamlega ogþað starf, sem hún vill vinna. Ég vil biðja þá, sem lesa þess- ar línur, að hugsa um það nú I byrjun kirkjuársins, hvernig þeir ræki kirkju sína. Ég fullyrði, að þeir, sem venja sig á að sækja kirkju reglulega hljóti af því margháttaða blessun. III. Trúin þarf að vera sterkur þátt ur í lífi vor mannanna, en til þess að efla trúarlífið þarf trú- rækni, bæði í einrúmi og í kristnu samfélagi. Lestur Biblíunnar, íhugun og bæn, ásamt kirkjusókn eru þýð- ingarmiklir þættir trúrækninnar. Vér þurfum öll á styrk og upp- örvun að halda í daglegu lifi. Lífsbaráttan er oft hörð, sorgir og margs konar vonbrigði verða á vegi manna og þó að allt leiki í lyndi í dag, getur allt verið orðið breytt á morgun. En vér horfum fram á veginn í trausti til Guðs eilífu hand- leiðslu. Guð gefi, að þetta kirkjuar verði oss nýtt náðarár, og að Jesús Kristur megi vísa oss veg- inn til framtíðarinnar. Og þegar vér heyrum kirkju- klukkurnar kalla, skulum vér minnast orða hins forna sálma- skálds: „Ég var glaður, er menn sögðu við mig: göngum í hú* Drottins". (Sálm.: 122. 1). Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.