Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. nðv. 1958 ítölsk blöð skrifa um málstað íslend- inga í landhelgisdeilunni af skilningi ipjallað við Eggert Stefánsson um land- helgisdeiluna, Sœmundar-Eddu á ítolsku og bók, sem hann hefir í smíðum um Ítalíu — NÚ GET EG sýnt ykkur í tvo heimana! Lítið þér á útsýnið út um þennan glugga. Hugsið þér yður! Öll þessi byggð var ekki til í minni æsku. Og sjáið þér hérna megin — hér sézt allt nið- ur til Bessastaða. Yndislegt út- sýni. Við erum stödd á efstu hæðinni að Háteigsvegi 38 hjá þeim hjón- um Eggerti Stefánssyni söngvara og skáldi, og konu hans, Leliu. Þau hafa dvalizt hér undanfarið og hyggjast vera hér til vors . . . „fram I marz, þang- að til bókinni er lokið“, segir Eggert. „Já, ég er að semja bók um Ítalíu og vonast til að geta kom- ið bókinni út fljótlega upp úr nýárinu. Heita má, að handrit- ið sé alveg til, en við erum að bíða eftir myndum. í bókinni eru útvarpserindi, er ég hefi flutt og greinar, sem ég hefi skrifað um Ítalíu og í blöð hér heima. Þetta getur orðið nokkuð mikil bók og ég vona, að ég geti gert efninu góð skil. Ég vil gjarna, að bókin sé vönduð, svo að Ítalíu sé fullur sómi sýndur. — Endurminningarnar? Já, við þær er ég hættur í bili. Ég er að safna í sarpinn . . . og ekkert liggur á. Menn semja ekkert, sem þeim er samboðið, fyrr en þeir eru orðnir 75 ára“. Og öllu virðist vera óhætt. Eggert verður 68 ára á morgun, 1. des. „Ég fagna því að vera staddur hér á þessu merkisaf- mæli fullveldis landsins, segir Eggert. En mitt afmæli í þetta sinn er aðeins „bagatelle". „En nóg um það. Nú erum við óskiptir í merluzzi, eins og ftal- irnir segja — í þorskinum. ftalir tala alltaf um þorskstríðið við ísland". Undanfarið hafa biizt stórar greinar í fjölmörgum ítölskum blöðum og þar hefir málstað ís- lendinga í deilunni við Breta verið sýnd mikil samúð. Þau Eggert Stefánsson og kona hans hafa sent sumar þessara greina til ítalskra blaða — hann hef- ir skrifað þær, en hún hefir snúið þeim á ítölsku. M.a. hafa slíkar greinar birzt í Candido, blaði Giovannis Guareschis, sem marg- ir kannast við sem höfund Dons Camillos. Eggert hefir, eins og kunnugt er, látið landhelgismálið til sín taka bæði í ræðu og riti, og það kemur engum á óvart. Hann hefir áður varið málstað ís- lendinga erlendis og kynnt land Og þjóð. ítalir eiga í „landhelgisdeilu" við Júgóslava „Maður er eiginlega alltaf að skrifa um ísland og lofsyngja það, eins og sjálfsagt er. Ég álít, að það sé mjög mikils virði að kynna málstað fslendinga. Enda hefir komið á daginn, að ftalir sýna þessu hagsmunamáli okkar mikinn skilning. Þeir eiga líka við svipað vandamál að stríða í sambúðnni við Júgóslava . . . í einni greinni er tilraunum ís- lendinga til að taka brezka tog- ara líkt við viðureign Persa og Hellena á dögum Dareiosar L Munurinn er aðeins sá, að Hellenar höfðu undir höndum öll nýtízkulegustu vopn þess tíma, en við erum vopnlausir. En við verðum að halda áfram að berjast — þó vopnlausir séum við. Það er erfitt að vera lítill og eiga í höggi við risa, enda er íslendingum lífs- nauðsyn að vinna sér vini núna. ftölsk blöð hafa skrifað ágætlega um handritamálið Og ítalir eru okkur vinveittir. ítölsk blöð hafa skrifað um hand ritamálið — ágætlega og af skiln ingi. Fyrir nokkrum árum kom Eggert Stefánssou Sæmundar-Edda í fyrsta sinn út í ítalskri þýðingu. í leiðurum allra stærstu blaðanna á Ítalíu var þá fjallað um þessa útgáfu, og skrifað um hana af mik- illi hrifningu. Svona taka taka -menn listinni þar. Próf essor Marstrelli við háskól- ann í Flórenz gerði þýðinguna. Hann hefir aldrei til íslands komið, og er leitt til þess að vita, að hann hefir ekki fengið neina viðurkenningu fyrir þetta verk sitt héðan að heiman. Þýð- ingin er ágæt, og áður voru aðeins til brot af þýðingum á ítölsku úr Sæmundar-Eddu. Við íslendingar höfum jafnan til- hneigingu til að hafa þakkirnar af skornum skammti. — ftalir eru aftur á móti ákaf- lega þakklátir fyrir kynningu á landi og þjóð, þó að nóg sé af slíku. Þeir hafa margir sýnt, mér mikið þakklæti fyrir greinar og erindi, sem ég hefi flutt um ftalíu. Já, þeir beinlínis hampa manni. Dómari nokkur í Pesaro, Maurizia Maríni, skrifaði nýlega ágæta grein um ísland fyrir tíma rit ítalska landfræðifélagsins. Ég lét honum í té ofurlitlar upplýs- ingar. Hann þakkar mér eftir- mála og kallar mig þar prófess- or . . . ég hefi reyndar verið titl- aður margvíslega á Ítalíu t.d. stjórnmálamaður, skáld, rithöf- undur, svo að dæmi séu nefnd. . . ★ Eggert er, eins og kunnugt er, búsettur á Ítalíu í bænum Schio skammt frá Feneyjum . . . „en hjartað er á íslandi", segir Eggert, og kona hans, sem kom hingað ásamt manni sínum í fyrsta sinn 1925, tekur í sama streng: „Hvergi í Evrópu er eins gott að vera á vetuma og í Reykjavík". — Gallinn er sá, að ég þekki ekki þessa borg, bætir Eggert við. Það er búið að „pulverisera" mínar æskustöðvar — en það sýnir frábæran dugnað að hafa reist þessa nýju borg. Sextug í dag: Cuðrún Jónsdóttir frá Vindási Eyrarsveit ER ÉG FRÉTTI, að hún væri að fylla sjötta tuginn á lífs- brautinni, fannst mér, er ég rifja upp gamla púnkta í minningum huga míns, að við sem vorum ung heima á æskuslóðum okkar fyrir rúmum 25 árum, stöndum í þakkarskuld við hana fyrir þá framtakssemi að byggja upp að mestu leyti skemmtana- og fé- lagslífið í hreppnum og þroska það til starfa. Um þessar mundir var félags- lífið i sveitinni okkar fáskrúð- ugt, aðeins starfandi lestrarfé- lag, sem átti frekar örðuga ævi vegna fjárskorts og húsnæðis- vandræða, og fólkið þusti úr hreppnum í atvinnuleit á vet- urna, sem gátu því við komið og var þetta aðalstarfstimi félags- ins. Hér var því þörf á umbótum, að sameina og þroska félagsanda þeirra er heima sátu, og styðja þá ungu til saklausrar gleði æsk- unnar. Þá man ég Guðrúnu unga, fríða og gáfaða konu nýbúna að festa ráð sitt með einum af efni- legustu piltum í næstu sveit, Kristjáni Hjaltasyni, Fjarðar- horni, Helgafellssveit, sem bæði var ágfaður, víðlesinn og fróður sjálfmenntaður maður. Þau reistu búskap sinn á henn- ar æskuheimili, Vindási, hjá for» eldrum hennar Guðrúnu Jóns- dóttur og Jóni Kristjánssyni, sem voru höfðingjar heim að sækja fyrir gestrisni, og veittu oft mörg um af litlu, sem þeim einum er hægt er nóga hafa hjartahlýj- una eins og þau blessuð hjón höfðu. Hennar heimili var því snemma erilsamt, bæði þurfti hún að þjóna því sem húsmóðir og fnóðir og svo þegar saman fór gestrisni þeirra hjóna og fræð- Framh. á bls. 23. Nóvemberbók AB: íslendirtgasaga Jóhannesson Út er komin hjá Almenna bóka félaginu bók mánaðarins fyrir nóvember — Jslendinga saga II. bindi, fyrirleatrar og ritgerðir um tímabilið 1262—1550. Þórhallur Vilmundarson cand. mag. hefur búið þetta bindi til prentunar af mikilli vandvirkni. Hann segir í formála fyrir bók- inni: „Þegar dr. Jón Jóhannesson lézt 4. maí 1957, voru fáir mán- [ skrifar úr daglega lífinu , 'É' Hlustandi skrifar: G hlustaði í gær á samtal í útvarpinu, m. a. um réttindi íslendinga til Grænlands. Þar var teflt fram ágætum mönnum, enda var þar margt skarplega at- hugað, en sumt, að því er virtist, meira í ætt við tilfinningar en raunsæi. Það vakti furðu mína og var mér um leið vonbrigði, að aldrei í viðtalinu var vikið að kjarna málsins, þeirri ómót- mælanlegu staðreynd, að land- nám íslendinga á Grænlandi leið undir lok. Fólkið dó út og byggð- in lagðist í auðn. Þá varð Græn- land aftur að alþjóðalögum eins kismannsland, eins og það var, er íslendingar námu það. Eng- inn veit með vissu hvað það var, sem olli þessum óförum íslenzka kynstofnsins á Grænlandi. Þar er ekki um annað að ræða en getgátur einar. Löngu síðar var landið numið að nýju af Döniun og það landnám hefur haldizt síðan. Á þennan hátt rak Græn- land á fjörur Dana. Þetta veit meginþorri íslendinga, þeirra, sem komnir eru til vits og ára, ósköp vel. Og sá sami megin- þorri íslendinga undrast, að menn skuli enn nenna að deila um svo augljósar staðreyndir. Eins og tekið var fram í viðtalinu og vænta mátti, kom Norðmönnum ekki til hugar að auglýsa sjálfa sig sem fáráðlinga, eða tillits- lausa þjösna, með því að véfengja rétt Dana til landnáms þeirra í Grænlandi. Þeir véfengdu aðeins að landnám þeirra næði yfir allt Grænland og töldu, að það næði ekki yfir þann hluta Norð-austur Græniand, er þeir gerðu tilkall til. Þetta sjónarmið var ekki hæpnara en svo. að þeir gátu vel verið þekktir fyrir að halda því fram. En þeir töpuðu málinu svo sem kunnugt er. Og svo sem sið- uðum mönnum sæmir, sættu þeir sig við þau málalok. Það eru enn til menn á íslandi, sem vísa á bug alþjóðalögum og heilbrigðri skyn semi í Grænlandsmálinu. Slík af- staða er ekki til álitsauka fyrir þjóðina, en að öðru leyti meín- laus. Tyllirakablæjan ersvoþunn, að allir sjá í gegnum hana — þeir sem vilja sjá“. ★ f gær fékk Velvakandi skilaboð frá manni, sem bað hann nú blessaðan að athuga, hvort ekki væri hægt að koma í veg fyrir þessi sífelldu högg, sem alltaf heyrast eins og undirleikur undir fréttimar í útvarpinu. Þetta er mál, sem hefur verið til umræðu öðru hverju í um það bil áratug. Ég ákvað nú að kom- ast til botns i málinu, setti upp Sherlock Holmes svipinn, dró hattinn niður að augum og lagði leið mina upp í fréttastofu út- varpsins á Klapparstíg 26 Þar var engin högg að heyra. Húsið er fullbyggt fyrir mörgum ár- um, og þó herbergið, sem frétta- mennirnir útvarpa úr, sé illa hljóðeinangrað, virðast höggin ekki upprunin í námunda við það. Að vísu var mér tjáð, að ung hjón væru nýflutt í íbúðina beint uppi yfir fréttastofunni, en varla eiga þau svo mikið af mynd um, að þau geti verið að festa þær upp marga daga í röð. Frétta mennirnir fullvissuðu mig um, að það væri af og frá að nokkur þeirra hefði haft timburmenn með sér inn í einangrunarklefann í háa herrans tíð. Ég verð að viðurkenna, að þeg- ar hér var komið sögu, var leyni- lögreglusvipurinn horfinn af Vel- vakanda og hálfgerður vandræða svipur kominn í staðinn. En þá bar þar að pul frá útvarpinu, sem gaf þá skýringu, að Lands- síminn væri að gera einhverjar breytingar niðri í Landssímahúsi og þaðan stöfuðu höggin. Þá er sú skýring fengin. En mikil lifandis skelfing hlýtur Landssíminn að hafa gert mikl- ar breytingar á húsnæði sínu síð- asta áratugnn! Það er þó bót í máli, að varla þurfa útvarps- hlustendur að hlusta á þessi högg í annan áratug, því þegar ríkis- útvarpið flytur í hið nýja hús- næði sitt í Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu, kemur það til með að fá svo góða einangrunarklefa, að jafnvel ekki gargið í máfunum í fjörunni getur borizt útvarps- hlustendum til eyrna. II. eftir Jón uðir liðnir frá útkomu fyrra bind is Islendinga eögu hane, sem fjalla skyldi um sögu þjóðarinn- ar frá upphafi byggðar til siða- skipta. Uppistaðan í sögu dr. Jóns eru fyrirlestrar þeir, sem hann flutti í Háskóla íslands, frá því er hann hóf þar kennslu árið 1943.' .... Ekki vannst dr. Jóni tími til að gera úr garði .aíðara bmdi sögu sinnar á hinum skamma tíma, sem hann átti ólif- að, eftir að h-ann Iauk hinu fyrra. Hins vegar kom í ljós, að háskóla- fyrirlestrar hans um tímabilið 1262—1550 fylltu um það bil hálft bindi af sömu stærð og fyrra bind ið. Ákvað útgáfustjórn Almenna bókaféiagsins þá að gefa fyrir- lestrana út, að viðbættum þeim ritgerðum höfundar, sem fjölluðu um fyrrgreint tímahil, þannig að í einn stað væru sett ritverk dr. Jóns um tímabilið." Fyrirlestrunum er skipt í þrjá aðaikafla: Saga konungsvalds og alþingis, Saga íslenzkrar kirkju, Verzlunar og hagsaga. Er þessum köflum síðan skipt í marga und- irkafla. Ritgerðirnar eru sex að tölu og heita sem hér segúr: HirS Há- konar gamla á fslandi, Réttinda- barátta íslendinga í upplafi 14. aldar, Gizur bóndi galli í Víðidals- tungu, Reisubók Bjarnar Jórsala- fara, f Grænlandshrakningum 1406-—1410 og Skálholtsför Jón* biskups Arasonar 1548. Þessu bindi fylgir nafnaskrá yfir bæði bindin. Margar myndir eru í bókinni. Dr. Jón Jóhannesson var frá- bær fræðimaður, eins og kunnugt er og fyrra bindi Islendinga sögu hans er Ijóst vitni um. Sú bók markaði ú tvennan hátt tíma- mót í ritun íslenzkrar fornaldar- sögu. Lagt var nýtt mat ú allar heimildir og jafnframt litið á sög una frá öðrum sjónarhóli en áður hefur tiðkazt. Er það sannarlaga fagnaðarefni öllum þeim er sagn- fræði unna, að ritsmíðar hans um tímabilið 1262—1550 skuli einnig vera komnar út í heild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.