Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 30. nóv. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 11 Gistivinátta hjá Guðna bónda í Höfn í Hornafirði Það er mannlegt þjóðaáhald penninn, sem þú grípur til. Ef þér leiðist,eitthvertsmá-spjald áttu að íinna — það ég skil. • ÉG skil líka, finnst mér. muninn á skrifuðu máli og daglegu tal- máli við hin ýmsu störf — hinu lifandi máli, t. d. á sjónurn —. Eins og málinu hafi verið veitt þangað — „sem þörfin meiri er". — Og þar mun málið halda áfram að blómgast og dafna, eins og í kvæðinu um Skúla fógeta hjá hinu mikla skáldi. Allt fyrir því mun þó maðurinn í landi ekki gefast upp við að yrkja mál við sitt föndur, sem færa þarf í letur sjós og lands. En hér átti að tala um myndir Svavars Guðnasonar — en hann Svavar sendir þanka manns út og suður eða norður í land strax þegar litið er á mynd- irnar — alla leið til Jóns Sig- urðssonar, kannski — og svo mót mælum við allir með Jóni og Svavari allsstaðar í heiminum einhverju, sem við vitum ekki hvað er, í heilagri einfeldni, senni lega til þess a ðekki komizt á nein óþægileg langvarandi tízka í einu og öðru, ekki óáþekk því sem Ragnar Jónson sagði við mig einu sinni, að eitt og annað í skipulagningum gæti staðið til bóta í svo sem tíu ár, þá þyrfti endurbætur eða gjörbreytingu. Basta. — Og enn er Svavar að leiða mann burt frá sínum mynd- um um leið og hann leiðir mann að þeim. Eru þessar myndir Svav ars nokkurskonar útvörp? Ha? — Nú er Páll V. G. Kolka allt í einu kominn í hugann með ljóðaflokk um landvættina — í áhrifamikilli viðhöfn, — hallast nú varla á á vogsóálum snilld og göfgi þessara mennsku land- vætta. — Hér þarf margra daga birtu til þess að kynnast ástand- inu í sjálfum sér — enn er ég með Kolka —, nú er það kvæðið Feðgar — fyrir mér hið ógleym- anlega í minning og í mikilli fjarlægð —. Líklega er þetta kvæði einstakt í heiminum vegna tildraga og lausnar —. Jæja, reyn um að ná í Svavar — já — er nokk uð óviðkomandi málaralist — ef sterk tjáningarþörf er spennt á sjáöldrin — augnhimnurnar, fyrst búið er að bóndafanga mann inn á þvílíkar myndir — ágætt —. Ég reyni að halda mér við jörð- ina — þótt freistingin sé á öðru leyti hjá tungli og vetrarbraut- um Svavars. — Ég lít mér nær — þar sem birtist þrjózkan meis- arans — styrfnin í stríði hins mannlega eðlis við sjálft sig — hemlum — eða tamning, að bind- ast ekki of auðunnu formi, að órannsökuðu máli — torráðnum áhrifum. Ég minnist vetrarvega — segjum braut — í vegakerfi landsins — þar sem Svavar lætur lljósmynda sig og nefnir vetrar- braut. Þetta er vetrarmynd for- kunnar fögur — Svavar finnur hlýju jarðar sinnar gegnum þunnt skæni hríms og snjóa. Mis- hæðir og form blunda og rumska skiftandi litbrigðum í svala — hálf skugga tríóa, kvarta og dedóa ¦ tónsmíðar frosts og skáhallra geisla blikaðra lofta eða ósjennar heiðríkju —'þarna er list ein- hyggjans í myndlist, kannski áhrif hrifningar frá manndóms- árum, líkt og svampur drekkur vatn, smáþerrist — eftir veður- lagi og kreisting. Litaflögur í skar flötum og brautir — byggt ekki ólíkt og rímað mál, sem talar stuðlað minnir á kveðið verk — en þetta er duttlungafull mynd — það fer eftir birtu og skap- höfn hvers eins hvað fæst út úr svona verkum — fyrir þá, sem eiga tíma aflögu fyrir málaralist. Það er erfitt að skrifa um hvað sem er. Allar hinar myndir Svav ars eru eftir, og þegar mér í skyndingu fannsi %.Jki neinsstað- ar vera sumar í þessari sýningu, skrifaði ég í gær og í fyrradag svona: Er hún kaldlynd, nei — en með anganblik háttbundinnar mats- eldar æðri veru, sem er svo öllu fjarlæg, eins og henni væri alveg sama þó að enginn skildi hana. Jóhannes S. Kjarval. :¦ KVIKMY NDIR * Aðaffundur Útvegsmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í dag, 30. nóv., kl. 2 e. h., í fundarsal L. í. Ú. við Vesturgötu. — Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Húsráðendur Óskað er eftir herbergi með húsgögnum, sem næst Hlíðunum, ásamt fæði, fyrir þýzkan iðn- fræðing til þriggja mánaða. Þeir, sem hefðu áhuga á þessu, leggi nafn og heimilisfang í lokuðu umslagi á skrifstofu Mbl. fyrir 4. des., merkt: „Vistlegt — 7406". lingling vanfar Skemmtun verður haldin 1. des að Fríkirkju- vegi 11 kl. 8. Góð skemmtiatriði. Júpiter-kvartettinn. Húsinu lokað kl. 9. — Fjölmennið. Andvari, Framtíðin. ÍBÚÐIR TIL SOLU Til sölu er 3ja herbergja risíbúð í III. bygg- ingarflokki (Hjarðarhaga). Ennfremur nokkrar íbúðir í nýbyggingu félagsins við Sólheima 23. — Upplýsíngar á sktrifstofu félagsins, Hagamel 18, næstu daga kl. 5—7 síðd. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Byggingarsamvinnufélag prentara. FRAMSÓKNARHÚSID Hljómsveit Gunnars Ormslev og söng- konan Helena Eyjólfsdóttir leika og syngja í kvöld til kl. 1. Ymis skemmtiatriði Fjölbreyttar veitingar. Komið og kynnist nýjum skemmtistað. Miða og borðpantanir í síma 22643 eftir kl. 2 í dag. Endurmmningar frá París ÞETTA er bandarísk mynd tekin í litum og gerð eftir skáldsögu ameríska rithöfundarins Francis Scott Fitzgerald (d. 1940). — Fjallar myndin um ungan amer- ískan rithöfund, sem tekið hafði þátt í síðustu heimsstyrjöld og verið staddur í París á Sigur- daginn þar árið 1945. — Þá kynnt ist hann ungri og fagurri banda- rískri stúlku, Helen að nafni, sem bjó þar með föður sínum og syst- ur. Helen og Charles, en svo heit- ir hinn ungi maður, fella hugi saman og þau giftast. Hjónaband þeirra er farsælt fyrst i stað, en ýmislegt mótlæti í rithöfundar- starfi Charlesar gerir hann önug- an og þreytandi í umgengni og hefur það ill áhrif á sambúð hjón- anna. — Hún er mikið úti við með vinum sínum og hann kemst í kynni við friða en léttúðuga konu. Loks ofkælist Helen er maður hennar hafði í ölvun lokað hana úti. Hún verður fárveik og deyr skömmu síðar. Charles verð ur yfirbugaður af sorg og hverf- ur aftur heim til Bandaríkjanna, en systir Helenar oj maður henn- ar taka að sér litla dóttur þeirra Charlesar og Helen. — Rúmu ári síðar kemur Charles aftur til Parísar til þess að sækja dóttur sína, en mágkona hans vill ekki af hefndarhug til Charlesar, sleppa stúlkunni litlu. Hún lætur þó undan að lokum fyrir þung og alvarleg orð manns síns og þau Charles og dóttir hans halda saman á brott. — Mynd þessi er hvort tveggja í senn fjörleg og skemmtileg, en einnig saga um harm og trega. Aðalhlutverkin þau Charles og Helen leika Van Johnson og Elizabeth Taylor. í öðrum meiri háttar hlutverkum eru Donna Reed (systir Helen) og Walter Pidgeon (faðir hennar) og Eva Gabor leikur hina léttúðugu vin- konu Charlesar. Allir þessir leik- arar fara vel með hlutverk sín, en áhrifamestur er þó leikur Van Johnson's, einkum í lokin Eliza- beth Taylor leikur einnig vel og er heillandi fögur sem endranær. Góð mynd, sem vert er að sjá. Ego. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis að Skúlatúni 1, þriðjudaginn 2. des. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer í tilboði. Sölunefnd varnarliðseigna. Arnesingar Lokagreiðslur frá Almanna tryggingum fyrir árið 1958 hefjast mánudaginn 8. desember. — Sýslumaður Árnessýslu. VÉLRITUN Stórt fyrirtæki óskar að ráða vana stúlku til vél- ritunai. Nokkur kunnátta í ensku nauðsynleg. Verzlunarskóla- eða kvennaskólamenntun æski- leg. — Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir mánudagskvöld, 1. desember, merktar: „Vélrit- un — 7392". Aöalfundur Austfirðingafélagsins verður haldinn í Breiðfirð- ingabúð uppi kl. 8 í kvöld. 1. Venjuleg aðfundarstörf 2. Onnur mál. STJÖRNIN. 3ja herb. íbúð i smíðum eru til sölu við Langholtsveg. Upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar, Austurstræti 9, sími 14400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.