Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVyBLÁÐIÐ Sunnudagur 30. nóv. 1958 tltg.: H.f. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands I lausasölu kr. 2.00 eintakið. f r VANTRAUST A RIKISSTJORNINA IT NGUM DYLST nú sú stað- | reynd, að þing Alþýðu- -i sambands Islands hefur lýst yfir hreinu vantrausti á nú- verandi ríkisstjórn með yfirgnæf- ..ndi mairihluta atkvæða. Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra, fór þess á leit í fyrra- dag við þing isamtakanna, að það veitti samþykki sitt til þess að stjórnarfloikkarnir s-amþykktu á Aliþingi frumvarp til laga um að frestað yrði til áramóta að greiða þá 17 stiga hækkun vísitöluupp- bótar, er launþegar eiga rétt á f rá 1. desember. Forsætisráðhernn mætti sjálfur á Alþýðusambands- þingi til þess að flytja þinginu þennan boðskap og leggja áherzlu 'á það, hvílík lífsnauðsyn bæri til þess, að orðið yrði við tilmælum han.s. Forsætisráðherrann lét ekki við það eitt sitja að koma sjálfur og flytja ræðu á þinginu, og skora á hinn fjölmenna fulltrúahóp að samþykkja frestun á greiðslu hinnar miklu vísitöluhækkunar. Hann kom með aðalráðunaut rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálum með sér og fól honum að flytja ýtarlega ræðu um ástandið í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Ömurleg lýsing á ástandinu Lýsing Jón-asar Haralz i ernahagsástandinu dregur vissu- lega ekki upp glæsilega mynd af viðhorfunum í íslenzkum efna- hagsmálum í dag eftir hálfs þriðja árs valdaferil vinstri stjómarinnar. Hann kvað þjóðina hafa lifað um efni fram og á erlendum lánum. Erlendar Iántökur hefðu aldrei verið meiri en á yfirstandandi ári. Önnur af- leiðing þess að þjóðin lifði um efni fram, sagði efmtha/gsmála- ráðunauturinn að væri stöðugt vaxandi verðbólga. Jónas Haralz komst meðal ann- »rs þannig að orði, að við mynd- um hrapa f ram af brúninni, ef svo fari fram sem stefndi í efnahags- málum okkar. Forsætisráðherrann, sem tataði á eftir efnahagsmáiaráðunaut ríkisstjórnarinnar sagði það nokk uð ofmælt hjá hagfræðingnum, að við vaerum að hrapa fram af brún Inni. En hann kvað mundu erfitt að stíga til baka, eftir að stór- felld ný kauphækkun hefði skollið yfir nú um mánaðarmótin. Hann játaði það hiklaust, að kaupgjald hefði a. m. k. farið 10% fram úr 'því, sem ríkisstjórnin og efna- hagsmálasérfræðingar hennar höfðu reiknað með á sl. vori, þe,g- ar „bjargráða'lögin" voru sett. Hann varð þannig að viðurkenna að stjórnin hefði engan veginn gert sér Ijóst fyrirfram, hver á- hrif tillögur hennar myndu hafa. Bað um frest— fékk vantraust Þrátt fyrir þetta kom I'ermann Jónasson nú til þings Alþýðusamb. og bað um eins mán. frset á gild- istöku þeirrar miklu hækkunar kaupgjaldsvísitölunnar, sem er af leiðing af verðbólguþróuninni, er fœrðist í aukana með „bjargráð- um" stjórnarinnar sl. vor. En Al- þýðusambandsþingið viidi ekki Veita þennan frest. Hafði forsæt- isráðherrann þó lýst því yfir, að hann teldi það „mjög alvarlegt wantraust á ríkisstjórnina", ef málaleitan hans yrði synjað. Full- trúar Framisóknarflokksins á A4- þýðusambandsþingi og Hannibal Valdimarsson höfðu einnig lýst því yf ir beint og óbeint, að stjórn- in yrði að segja af sér, ef tilmæl- um forsætisráðherrans yrði hafn- að. En AlþýSusambandsþingið hafnaði beiðni forsætisráðherr ans með nær 300 atkvæðum gegn 39. 5 fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Þetta er vissulega mikill ósigur fyrir forsætisráðherra vimstri stjórnarinnar. En ennþá er með öllu óvíst, hvaða ályktanir hann dregur af þessum ósigri sínum. Allur almenningur í landinu geng ur þess ekki dulinn, að með þess- ari atkvæðagreiðslu hafa ejálf heildarsamtök verkalýðsins, sem fcrsætisráðherrann ta'Idi þó vera höfuðbakhjarl sinn, snúizt gegn honum. Þar með er ekki sagt, að verka- lýðssamtökin hafi snúizt gegn hvers konar viðleitni til þess að hindra áframhaldandi taumlausa verðbólgu og vöxt dýrtíðarinnar í 'landinu. Fulltrúar á Aiþýðusam- bandsiþingi hafa vafalaust gert sér það ljóst, að í beiðni Her- mannis Jónassonar um eins mán- aðar frest á greiðslu hinnar hækk uðu kaupgjaldsvísitölu var ekki fólgið neitt jákvætt úrræði til lausnar þeim vanda, sem við var að etja. Beiðni hans um frest ein- kenndist fyrst og fremst af úr- ræðaleysi og uppgjöf ríkisstjórn- ar hans. Hann lagði ekki fram neina tillögu um lækningu þeirr- ar meinsemdar, sem þjóðin yeit að grefur stöðugt meira og meira um sig í efnahagslífi hennar. Hermann Jónasson bað aðeins um frest tii þess að framlengja líf Stjómar sinnar um að minnsta kosti einn manuð. „Forsetinn" greiddi ekki atkvæði Það vakti mikla athygli á þíngi Aiþýðusamíbandsin.s í fyrrinótt, að meðal þeirra 5 fulltrúa, sem ekki greiddu atkvæði um frestunar- beiðni forsætisráðherrans, var sjá'lfur forseti Alþýðusambands- ins, Hannibal Valdimarsson, fé- lagsmálaráðherra. Hann hafði mælt með tillögu Framsóknar- manna um að verða við ósk Her- manns Jónassonar. En hann brast kjark og manndóm til þess að greiða atkvæði. Aumari gat hlut- ur forseta.ns naumast orðið. Hann horði ekki að greiða atkvæði. Hér skal engu spáð um af- leiðingar þess sem gerðist á At> ¦þýðusamband.sþingi í fyrrinótt. En augljóst er að í raun og veru er grundvöllur vinstri stjórnar- innar nú endanlega hruninn. Verkalýðssamtökin hafa lýst yfir fullkomnu vantrausti á Hermanni Jónassyni og stjórnanforystu hans. Engu að síður mun hann og stjórn hans vafalaust reyna að lafia áf ram. Það er i senn henn- ar æðsta og eina hugsjón. Eftir er svo aS vita, hvaða ' jákvæð úrræSi AlþýSusam- bandiS sjálft getur bent á til 1 lausnar þeim vanda, sem stefna núverandí ríkisstjórnar hefur Ieitt yfir þjóðina. -s<^l^»^I^fr^^\ UTAN UR HEIMI ::^:-:-:::-':: :-'::::i:::':'>-:.:::-::::0:-:::::-:\::::::-:-:-:-:-:::-:-:-:: Romany fer með myndirnar sínar í hjólbörum niður að Thems (t. v.) Á hverju ári daglangt sýna óþekktir listamenn þar verk sín í von um viðurkenningu á list sinni og sölu á verkum sínum. Á sýningunni námu margir staðar við málverk Romanys, virtu þau fyrir sér og spurðu lilta list- málarann margs konar spurninga. En Romany var ekkert um slíkt gefið, en sagði einatt: — Spyrjið ekki svo mikið — kaupið heldur eitthvað! Þegar dagur var að kvöldi kominn, var Rom- any orðinn þreyttur og fékk sér blund (t. h.), meðan faðir hans var að taka málverkin niður. — Sjálfur hafði faðirinn árangurslaust reynt að selja olíumálverk sín í 8 ár. Fjögra ára listmálari sýn- ir á bökkum Thems Sá, sem ekki kaupir, getur sjálfum sér um kennt Picasso getur pakkað niður föggum sínum og hætt að mála, því að annar meistari er kominn til sögunnar. Hann er fjögra ára að aldri, heitir Romany de Villi- ers, og á heima í Lundúnum. — Romany hefur hlotið listgáfu sína að erfðum. Faðir hans er listmál- ari, en þar sem honum gekk illa að selja málverk sín, ákvað hann að breyta til og gerðist vörubíl- stjóri. Svo nú er það sonurinn, sem mundar pensilinn — og nær betri árangri en faðirinn. Myndir Romanys litla eru abstrakt og mjög litauðugar. Hann lýsir meistaraverkum sinum mjög fús- lega fyrir áhorfendum: „Þetta er bíll". Hvers vegna er svo mikið af guium lit á léreftinu? spyr áhorfandinn? „Vegna þess að bíll inn er gulur", er svarið. klúbbs nokkurs keypti eitt af verkum Romanys, „Nautaat" og greiddi 5 sterlingspund fyrir. Faðir hans lét sér lynda — ef til vill hefur hann hugboð um vaxandi veg afkomanda síns — að sonurinn gangi listamanni- lega til fara og ógreiddur. Heima fyrir er Romany rétt eins og hver annar smástrákur. Hann er hávaðasamur og segir strákanum í götunni fyrir verk- urn. En Romany er blíður og góð- ur við litlu systur sína, sem er í senn fyrirsæta hans og ráðgjafi. Gagnrýnandi nokkur skrifaði: Annaðhvort verður Romany Pi- casso fremri-------eða hann ger- ist lögregluþjónn. 1*T Romany varð mjög s. og ánægður, er hann sendi fyrstu mynd sína fyrir nokkru. Þetta gerðist á hinni árlegu listsýningu á bökkum Thems. Formaður jass l'íií'.^WWW-wW :¦:¦:-:.:•-.- *S^-í>í->:yv:>v:;:-:::S:::>>ír:^:<ft¥ÍW^^ Hver, sem er, getur málað svonal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.