Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 17
Sunnudagur 30. nóv. 1958 MORCUTSfíLAÐlÐ 17 Séra Björn Stefánsson prófastur frá Auðkúlu Minning ÉG BÝST við því, að ýmsa fleiri en mig hafi hér í héraðinu sett hljóða, er andlátsfregn vinar míns og starfsbróður séra Björns Stefánssonar prófasts frá Auð- kúlu barst okkur til eyrna. Mörg um var að vísu kunnugt um heilsubrest hans síðustu misser- in, en við bjuggumst samt ekki við því, að svo fljótt yrði hann burtu kvaddur. Ég sá hann fyrir fáum vikum, er ég var staddur í Reykjavík og sízt kom mér þá til hugar, að ég yrði aðeins rétt kominn norður, er lát hans bærist mér. Hann var þá hress og reifur. Að vísu hafði hann ekki fótavist, en að öðru leyti sýndist mér hann svipaður og þegar ég sá hann á síðastliðnu vori. En svona hefir þetta skipazt og það sýnir okkur, enn einu sinni, hversu skammt við sjáum fram í tímann, þegar um líf og dauða er að ræða. Séra Björn var fæddur að Bergsstöðum í Svartárdal 13. marz 1881 og var því ekki nema 77 ára er hann lézt hinn 10. þ.m. Voru foreldrar hans þau hjónin séra Stefán M. Jónsson lengi prestur á Auðkúlu og fyrri kona hans Þorbjörg Halldórsdóttir frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði. Var faðir hans kunnur fyrir glæsi mennsku sína og skörungsskap og móðir hans, að dómi allra kunnugra hið mesta valkvendi. Ólst séra Björn að öllu leyti upp í sínum ágætu foreldrahús- um. Hann gekk í lserða skólann ungur að aldri og fylgdist þar með bróður sínum séra Eiríki á Torfastöðum, sem var nokkrum árum eldri. Gekk honum námið ágætlega, enda vel gefinn, sam- vizkusamur og skyldurækinn. Lauk hann stúdentsprófi 21 árs gamall með góðri fyrstu einkunn. Embættisprófi í guðfræði lauk hann við prestaskólann í Reykja vík vorið 1906 einnig með fyrstu einkunn. Næsta vetur stundaði hann kennslustörf og svo gerði hann öðrum þraeði fyrstu prest- skaparár sín, var t.d. kennari við Hjarðarholtsskólann veturinn 1911—''12. Haustið 1907 vígðist hann að Tjörn á Vatnsnesi og hafði þá fengið veitingu fyrir prestakallinu. Hélt hann því til 1912, en þá réðst hann sem að- stoðarprestur til sr. Jens Pálsson- ar í Görðum á Álftanesi. Var hann síðan um tíma settur sókn- arprestur á Sauðárkróki, þar til hann fékk veitingu fyrir Bergs- stöðum og fluttist þangað haust- ið 1914. Þjónaði hann því presta- kalli unz faðir hans lét áf em- bætti, en þá fluttist hánn að Auð- kúlu, tók við prestakallinu og þjónaði því til 1951, er hann lét af störfum. Nágrannaprestaköll- um þjónaði hann jafnframt, þe£ ar svo bar undir, lengst Berg- staðaprestakalli frá fardögum 1921 til hausts 1925. Prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi var hann skipaður 1931 og gengdi því starfi í 9,1 áv. Þá voru honum falin ýmis trúnaðarstörf í sveit og héraði, enda þótt hann væri fremur hlé- drægur og sæktist ekki eftir slíku. Hann var um alllangt skeið prófdómari við Kvennaskólann á Blönduósi, sat í sýslunefnd um skeið, hreppsnefnd og skólanefnd svo að nokkuð sé talið. Hann v- félagshyggjumaður í eðli sínu og studdi samvinnuhugsjónina í orði og verki alla tíð. Séra Björn var tvíkvæntur. Var fyrri kona hans Guðrún Ólafsdóttir, prófasts í Hjarðar- holti í Dölum Ólafssonar. Missti hann hana eftir tæplega 8 ára sambúð, 25. júní 1918. Eignuðust þau einn son, Ólaf hagfræðipró- fessor og alþm. og þrjár dætur, Ingibjörgu, Þorbjörgu og Ást-< hildi, sem öll eru á lífi. í annað sinn kvæntist hann 16. apríl 1930 Valgerði Jóhannsdóttur frá Torfa stöðum í Svartárdal, hinni ágæt- ustu konu, sem reyndist manni sínum frábærlega vel, ekki sízt í sjúkléika hans siðustu tímana. Lifir hún mann sinn ásamt tveim uppkomnum dætrum þeirra Guð- rúnu og Ólöfu. Séra Björn Stefánsson var tví- mælalaust meðal merkustu presta þessa lands. Hann starf- aði að vísu lengst af í fámennum afdalaprestaköllum, þar sem fá- ar sögur gerast, er frásagna þykja verðar, en hann starfaði þar vel og af mikilli trúmennsku. Hann var fremur hlédrægur að eðlisfari og lét ekki sérstaklega mikið á sér bera, en hann var þeim mun heilli og einlægari í öllum störfum sínum og fram- komu. Prestsverk fóru honum vel úr hendi og hann var með afbrigðum samvizkusamur og skyldurækinn «mbættismaður. Hann var ekki hraðans maður á nútímavísu og fór sér aldrei óðs- lega, en hann hugsaði jafnan ráð sitt þeim mun betur. Sem ræðu- maður mun hann hafa staðið framarlega í fylkingu íslenzkra kennimanna. Undirritaður heyrði oft til hans bæði prédikanir og tækifærisræður og voru þær margar snilldarvel samdar. f þeim var aldrei innantómt orða- glamur né mælgi, en þær voru ætíð þaulhugsaðar og fallegar, víðsýnar og jafnvel djarfár, er svo bar undir, enda var hann frjálslyndur í skoðunum og laus við alla þröngsýni. Enginn sem á hann hlýddi gat efazt um, að orðin komu frá hjartanu og voru honum fyllsta alvörumál. Ekk- ert var honúm fjarstæðara né ógeðfelldara en að hafa tungur tvær. Ég þykist þess fullviss, að hann hafi látið eftir sig svo mik- ið af ágætum ræðum, að fengur væri að því að fá úrval þeirra birt á prenti. En eins og séra Björn var góður prestur að allra dómi, sem til þekktu, þá var hann þó fyrst og fremst góður maður, sem bjartar og hugljúfar minningar geymast um í hugum vanda- manna hans og margra vina. Hann var ágætur heimilisfaðir, um- hyggjusamur og elskuríkur og hann átti því láni að fagna að eiga indælt heimili, sem varð honum friðsæll reitur hamingju og unaðar. Þar var alltaf gott að koma í heimsókn. Gestrisnin var mikil, en hjartahlýjan og vinsemdin, sem þar lá í loftinu var þó engu minni. Áttu prófasts hjónin þar bæði óskipt mál. Við hið þétta, hlýja handtak fundu allir, að þeir voru innilega vel- komnir. „Látlaust fas og fals- laust hjarta“ var einkennið á séra Birni hvort sem var heima Matrosföt Verð frá kr. 420.— lh® Austurstræt 12. V Skrifstofustúlka óskast frá næstu áramótum. Vélritunar- og mála- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir með fullnægjandi upplýsingum sendist Sambandi smásöluverzlana, Laugav. 22. Ný sending býzkar blússur (jt* lucfCfLnn Laugaveg 30 eða heiman. Um hann mátti með sanni segja, að þar var góð- ur maður, sem bar allstaðar gott fram úr góðum sjóði hjarta síns. Hann var því ekki aðeins prestur í kirkjunum sínum, hann var líka prestur á heimilinu sínu og prestur hvar sem hann sást og kom fram. í vinahópi var hann glaður og reifur og hinn skemmtilegasti í allri umgengni. Hann hafði græskulausa kímnigáfu til að bera og opin augu fyrir hinu bros lega í umhverfinu, en hann vildi engum gera neitt til miskahvorki í orði eða verki. Hann var ákaf- lega vinsæll meðal safnaða sinna og annarra þeirra, sem þonum kynntust. Batt hann mörg þau vináttubönd, sem aldrei rofnuðu en aðeins styrktust eftir því sem árin liðu. Hann var sjálfur vin- fastur og trygggeðja og vildi aldrei verða fyrri til vinslita. Get ég naumast hugsað mér, að nokkur hafi borið til hans óvild- arhug. Þvert á móti munu nú margir senda þessum vammlausa sæmdarmanni og merkisprestl hlýjar kveðjur og hjartanlegar þakkir fyrir svo ótal margt frá liðnum dögum. Og eftirlifandi eig inkonu hans, börnum og öðrum ástvinum viljum við vinir hans senda innilegar samúðarkveðjur og votta þeim hluttekningu I söknuði þeirra og sorg. Drottinn blessi þeirra framtíð. Ég hafði þekkt séra Bjöm um hálfan fjórða áratug. Þau kynni voru allnáin með köflum og öll á sama veg. Ég tel mér þaö mikils virði að hafa verið sam- starfsmaður hans svo lengi, og notið vináttu hans og áhrifa frá honum. Minningarnar eru allar bjartar og hugljúfar, sem frá þessum samstarfsárum geymast. Enginn skuggi íellur á þær í huga mínwm. Ég þakka þér þ»r allar, kærl vinur, sam frá okkur ert nú horf- inn, þakka þér allt samstarfið, alla vináttu þina og tryggð. Blessuf sé minning þín. Steinnesi, 18. nóv. 1958, Þorst. B. Gíslason. NÍKOMIÐ Ú tihurðaskrár Útihurðalamir Innihurðaskrár Innihurðalamir Skápalæsingar Skápalamir Vírlykkjur inargar stærðir Rangæingafélagið í Reykjavík 40 ára fullveldis verður minnst í Tjarnarcafé mánudaginn 1. desember 1958 kl. 8,30 e.h. DAGSKÁ: 1. Ræða: Árni Böðvarsson cand. mag. 2. Söngur: Kariakór félagsins. 3. Spurningaþáttur: Spyrjandi er séra Jón Skagan. Kunnir menn úr Rangárþingi svara. 4. D a n s. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 5—6 e.h. í Tjarnarcafé. S TJÓRN I N. Síðosti dagur ljósmyndu- og blómasýningurinnor í nýja sýningarsal Ásmundar Sveinssonar myndhöggv- ara, v/Sigtún er í dag. Á sýningunni eru um 400 úrvals ljósmyndir frá 6 lönd- um auk Islands. Sýningin er opin í dag frá kl. 10—23. Stuttar kvikmyndir sýndar á eftirfarandi tímum: kl. 16 Heklugosið eftir Ósvald Knudsen kl. 17,30 Hrognkelsaveiðar eftir Magnús Jóhannsson kl. 19 Hálendi íslands eftir Magnús Jóhannsson kl. 21 Laxaklak eftir Magnús Jóhannsson kl. 23 Fjölskylda þjóðanna (ísl. tal). Notið þetta síðasta tækifæri til að sjá þessa merku sýningu. Sundlaugarvagninn fer á 15 mín fresti að Sigtúni. FÉLAG AHUGALJÓSMYNDARA. = Sími 15500 | Ægisgotu 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.