Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 24
V EÐRID Austan gola eða kaldi, skýjaS Reykjavíkurbrét er á bls. 13. 275. tbl. — Sunnudagur 30. nóvember 1958 Hæstiréttur stabfesti: Stóreignaskatturinn löglegur Dómur í stóreignaskattsmálinu í gær HÆSTIRETTUR kvað síðdegist í gær upp þann dóm, að stóreigna skatturinn brjóti ekki í bága við stjórnarskrá landsins, en að ólög- legt sé að skipta eignum hlutafé- laga á hluthafa. Vísitala fram- færslukostnaðar 219 stig KAUPLAGSNEFND hefur reikn að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. nóv- ember sl. og reyndist hún vera 219 stig. Kaupgreiðsluvísitala fyrir tíma bilið 1. desember 1958 til 28. febrúar 1959 er 202 stig samkv. ákvæðum 55. gr. laga nr. 33/1958, um útflutningssjóð o. fl. Viðskiptamálaráðuneytið, Með þessum niðurstöðum í Hæstarétti, hefur dómðrinn staðfest héraðsdóm þann er kveð inn var upp í ágústmánuði síðastl. um þessi tvö atriði. Útskrift á þessum dómi Hæsta- réttar lá ekki fyrir í gærkvöldi, en mun væntanle^a birtast í byrjun vikunnar. Við flutning málsins og uppkvaðningu dóms- ins viku tveir dómenda sæti vegna fjölskyldutengsla við skattgreiðendur. Tóku þeirra sæti Kristján Kristjánsson borg- arfógeti og próf. Snævarr. í dómnum er mikið mál um þá kröfu stefnanda um að skattlagn ingin sé eigi heimil samkvæmt stjórnarskrá landsins. Tveir dóm enda skiluðu sératkvæði varð- andi forsenduatriði þó þeir ásamt öðrum dómendum hafi orðið sammála um niðurstöðurn- ar, sem voru þar að lögin um stóreignaskattinn brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Þá var og staðfest að með öllu sé ólöglegt að skipta eignum Engin tilkynning frú ríkis- stjórninni eltir vnntraustið EKKERT fréttist af því í gær, hvaða ályktanir ríkis- stjórnin myndi draga *í vantraustsyfirlýsingu Al- þýðusambandsþingsins í fyrrinótt. Vitað er að fundur var haldinn í ríkisstjórninni í gær, en engin tilkynning var gefin út að honum loknum. Fregnir voru á kreiki um það, að forsætisráðherra hefði látið berast hótan- ir um það til samstarfsflokka sinna, að hann hefði í hyggju að biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. En samstarfsflokkarnir munu ekki hafa tekið þessar hótanir mjög alvarlega, þar sem svipuð skila- boð hafa borizt þeim áður frá Hermanni Jónassyni án þess að til nokkurra tíðinda drægi. hlutafélaga niður á hluthafana. Leggur Hæstiréttur því fyrir skattayfirvöld að ákveða skattinn að nýju og skuli miða hann við sannvirði hlutabréfanna en ekki nafnverð, svo sem hið opinbera hafði gert kröfu til. Aðilar í máli þessu, sem var prófmál varðandi þessi tvö atriði stóreignaskattslaganna voru Guð mundur Guðmundsson í Tré- smiðjunni Víði og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs. Drengur fyrir bíl á Laugaveginum í GÆRDAG varð slys á Lauga- veginum með þeim hætti, að lítill drengur hljóp frá móður sinni, út í hina miklu bílaumferð. Hann slapp þó furðanlega lítið meidd- ur. Þetta gerðist milli klukkan 4 og 5 á Laugaveginum skammt frá gatnamótum Frakkastígs. Móðir drengsins hafði stigið út úr bíl með d*enginn, sem þegar tók til fótana, trítlaði fram fyrir bíl- inn og út á götuna, áður en móðir hans fengi ráðrúm til að stöðva hann. Um leið og hann kom út í um- ferðina, kom bíll. Bílstjórinn á þeim bíl hemlaði svo hraustlega, að bremsuvókvarörið sprakk* og rann billinn áfram nokkurn spöl, drengurinn féll niður fyrir fram- an bílinn, og svo heppilega vildi til, að hann lenti milli hjóla bíls- hjóla bílsins. Farið var með drenginn í snatri í slysavarðstofuna og kom í Ijós að hann var viðbeinsbrot- inn, hafði hruflast, en talið að hann hefði sloppið við öll alvar- leg meiðsl. Litli drenguíinn heitir Brynj- ólfur Bragaso* Hjarðarhaga 29 hér í bæ. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akranesi halda spilakvöld í hótel Akranesi, sunnudaginn 30. nóv. kl. 8,30. Bazar Sóknar SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉL- agið Sókn í Keflavík, heldur bazar í Sjálfstæðishúsinu mánu- daginn 1. des. kl. 9 síðdegis og verður á boðstólum margt ágætra muna. Allur ágóðinn rennur til góðgerðarstarfsemi fyrir jólin. Fjöltefli Friðriks FRÍÐRIK Ólafsson tefídi fjöltefli í fyrrakvöld í Sjómannaskólan- um við 37 skákmenn. Halldór Karlsson vann Friðrik, en jafn- tefli gerðu Björn Þórðarson, Karl Sigurhjartarson, Njörður Njarð- vík og Gylfi Baldursson. Friðrik hlaut 34 vinninga af 37 möguleg- Athugaðir möguleikar á útflutningi á sardínum AKUREYRI, 29. nóv. Undanfarin ár hefír starfað hér í bænum Nið- ursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co. Hefir hún framleitt smásíld í dósum, þ. e. sardínur, sem svo eru nefndar. Á þessu ári gerði verksmiðjan tilraun til að athuga möguleika á útflutningi þessarar framleiðsluvöru, og voru 30—40 þús. dósir sendar til Tékkósló- vakíu. Frá Haustmóti Taflfélagsins EFTIR 11. umferð í meistarafl. í haustmóti Taflfélagsins er Jón Pálsson efstur með 8 vinninga og 1 biðskák, og næstur Reimar Sigurðsson með 7y2 vinning og eina biðskák. Næsta umferð verð ur tefld í Breiðfirðingabúð kl. 8 á mánudagskvöld. Maður féll niður af þaki í gær og slasaðist mikið f GÆR vildi það slys til, að Odd leifur Þorsteinsson, Bárugötu 22, slásaðist mikið, er hann féll nið- ur af þaki. Fallið var 7—8 m, og meiddist Oddleifur mikið í baki og brotnaði á báðum fótum. Slys- ið vildi til um fjögurleytið. Var Oddleifur að vinna á þaki vöru- skemmu, sem verið er að byggja við Héðinsgötu. Steig Oddleifur á járnplötu, sem hann hélt, að væri föst. Platan sporðreistist, og Oddleifur missti fótanna. Var hann þegar fluttur í slysavarð- stofuna. Síld þessi er öll veidd hér á Eyjafirði, enda hér talinn vera einn hagkvæmasti staðurinn til veiða á hráefni til slíkrar niður- suðu. Forráðamenn fyrirtækisins telja þó, að verð á þessari síld sé of lágt vegna þess mikla vinnslukostnaðar, sem hér er um að ræða. Einnig mun fyrirtækið vanhaga um nýjustu vélar til þess að geta hafið framleiðslu í stórum stíl á þessari vöru. Hins vegar mun nægilegt hráefni vera í Eyjafirði, til þess að hægt sé að halda áfram slíkri framleiðslu, enda munu fróðir menn telja hag kvæmast að finna þessa vöru hér. — vig. í DAG er fynsti siunnudagur í jóla föstu og þá er fyrsta jólaljósið Kveikt er á fyrsta kertinu í jóla- föstu- eða Aðventukransinum. Þessi iskemmtilegi siður er að verða útbreiddur hér og er það vel. Hann gefur fólkinu tækifæri til þeas að njóta jóialjósanna í ró og næði, löngu áður en sjálft jólahaldið byrjar í algleymingi. Þeigar fóik er einu sinni búið að eignast Aðventukrans er því horgið, því hægt er að nota sömu kiansana ár eftir ár en að isjálf- sögðu verður að endurnýja gren- ið. — ¦—oOo—i Ef þið hafið ekki munað eftir að finna kransinn fram til þess að kveikja á fyrsta kertinu skulið þið koma því í verk fyrir næstu helgi þegar við kveikjum á tveim kertum. — Glegilega jólaföstu. Úrslit nálgast í hand- knatfleiksmótinu NÚ er aðeins þrjú leikkvöld eft- u í Handknattleiksmóti Reykja- víkur, en mótið hefur staðið und anfarnar vikur. Óvæntur sigur Fram yfir ÍR gerði það að verk- um að minni spenningur er í loka átökunum í meistaraflokki karla. KR-ingar hafa enn engum leik tapað, en mæta ÍR síðasta leik- kvöldið, 8. des. Þegar ÍR og KR mættust síðast vann ÍR, en nú hafa KRingar tryggt sig svo með Svavar framlengir SVAVAR Guðnason listmálari hefur ákveðið að framlengja sýn- ingu sína í Listamannaskálanum um einn dag. Verður hún því opin í dag frá kl. 2 til 10. — Þess má geta, að aðsók* að sýningunni hefur verið óvenjugóð. Um 3000 manns haf a séð hana og helming- ur myndanna er seldur. 0 I Stórþjófnaður framinn úra og skartgripaverzlun f FYRRINÓTT var framinn stór- þjófnaður hér í Reykjavík, er úra og skartgriRaverzlun við Lauga- veginn var rænd. Var miklu af armbandsúrum, hringum, úra- armböndum og skartgripum stol- ið. Er tjónið talið nema tugum þúsunda króna. Þessi þjófnaður var framinn í Úra- og skartgripaverzlun Magnúsar Baldvinssonar að Laugavegi 12. Þjófurinn hafði mölvað rúðu í aðaldyrum verzlunarinnar, farið inn að sýningarkassa, sem í voru úrin og skargripirnir. Möl- braut hann kassann og hreinsaði út úr honum það sem þar var. Voru þar t.d. upp undir 40 dömu- og herraarmbandsúr, sem Magnús Baldvinsson úrsmiður segir að kostað hafi frá 1100— 2000 krónur og jafnvel þar yfir, stykkið. Stolið var þar og gifting arhringum, mörgum víravirkis- krossum, steinhringum og fleira. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar hefur Magnús orðið fyrir miklu tjóni, því ekki hafði varn- ingur þessi verið vátryggður. hagstæðu markahlutfalli að jain- vel þó ÍR vinni leikinn gegn KR, ganga KR-ingar með sigur af hólmi í mótinu. En víst verður þetta skemmtilegur leikur og lokapunktur á skemmtilegu móti. í kvöld fara hins vegar þessir leikir fram. KR gegn Þrótti, og má telja KR öruggt með sigur. Þá mætast Fram og Ármann og skal hér Fram spáð sigri. Þá mætast Vík- ingur og Valur. Keppnin í yngri flokkunum er mjög hörð og jöfn. í kvöld mæt- ast 2. fl. kvenna KR gegn Ár- mann og Fram gegn Þróttur. í 3. fl. karla mætast í B-riðli ÍR— Víkingur og í A-riðli Ármann— Þróttur. Hálogalandshúsið er nú orðið vistlegt eins og kostur er á og hefur það oftast verið fullskipað að undanförnu, er hin spennandi keppni mótsins fer fram. Aðalfundur Sjálf- stæðisfélagsins í Njarðvíkum AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lagsins* Njarðvikings verður haldinn í samkomuhúsi Njarð- víkur í dag kl. 3.30. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf og vet»arstarfið. — Einnig verður sýnd kvikmynd um starfsemi barnaheimiHsins í Kumbaravogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.