Morgunblaðið - 11.12.1958, Side 2
2
MORCrrNfíL AÐ1Ð
Fimmtudagur 11. des. 1958
Afríka vaknar
Verður frelsishreyfing skipulögð um
gervalla svörtu álfuna ?
Accra, 10. des. — (NTB).
ÁÐUR en fundur Afríkuráðstefn-
unnar í Accra hófst í dag safnað-
ist fjölmennt lögreglulið saman
í þinghúsinu, og hóf leit í allri
byggingunni. Ástæðan til þessa
var sú, að borizt hafði hótanabréf
um að sprengja yrði falin í þing-
húsinu. Var sagt að vítisvél yrði
sprengd til að vekja athygli
Afríkumanna á því að stjórn
Nkrúmas í Ghana beitti stjórn-
arandstöðuflokkana ofsóknum og
ofbeldi. Lögreglan fann þó enga
sprengju og engin sprenging
varð heldur í húsinu.
Af ræðum þeim ,sem haldnar
voru í dag á Afríkuráðstefnunni
vakti einna mesta athygli sú
sem Kenyu-maðurinn dr. Kiano
flutti. Hann krafðist þess, að leið
togi Mau-mau-manna Jomo Ken-
yatta yrði leystur úr haldi Breta
og að Kenya hlyti þegar fullt
sjálfstæði. Við þessa kröfu kvað
við mikið háreysti í salnum og
fagnaðarlæti. Margir fulltrúar á
ráðstefnunni stóðu upp, sungu
og dönsuðu að afríkönskum sið.
Dr. Kiano sagði ennfremur, að i
nú væri kominn tími til að skipu-
leggj a allsherj ar-frelsishreyfingu
Afríku, sem hefði deildir starf-
andi í öllum héruðum og löndum
álfunnar. Þessi hreyfing skyldi
einnig vinna að sjálfstæði Alsír
og taka völdin frá hinum hvítu
kúgurum í Suður-Afríku. Hann
kvað einnig kominn tíma til að
frelsa svertingja sem lifa í al-
gerri ánauð í portúgölsku nýlend
unum. Taldi dr. Kiano að í ný-
lendustefnu Evrópumanna fælist
alvarleg hætta fyrir heimsfrið-
inn.
Forsætisráðherra Vestur-Ni-
geriu að nafni Obavemi tók einn
ig til máls. Hann kvað nauðsyn-
legt að ráðstefnan tæki upp fasta
stefnu til að frelsa þau lönd
Afríku, sem enn yrðu að lúta er-
lendri ánauð. Hann sagði að
gera yrði greinarmun á tvenns-
konar nýlendukúgun, í fyrsta
lagi þegar stjórn landsins er í
fjarlægu og framandi ríki og í
öðru lagi þegar landnemar frá
Evrópu setjast að í hinu afrík-
anska landi og drottna yfir hin-
um innfæddu.
Læknishjálp á fjarlægum miðum
ÞáltilL Pétnrs Ottesen rædd á Alþingi
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær var tekin til umræðu þings-
ályktunartillaga frá Pétri Otte-
sen um læknishjálp sjómanna á
fjarlægum miðum. Fylgdi flm.
tillögunni úr hlaði og sagði m.a.:
Ég hef leyft mér að flytja
þingsályktunartillögu þá, sem
hér liggur fyrir um læknishjálp
sjómanna á fjarlægum miðum.
Islendingar hafá nú um nokkurt
skeið orðið að sætta sig við að
leita á fjarlæg fiskimið, þar sem
mikill og vaxandi aflabrestur
hefur verið á heimamiðunum. —
Var fyrst leitað til Grænlands og
veiðar stundaðar þar um nokk-
urra ára bil, en sl. sumar hefur
verið sótt allmiklu lengra, eða
allt á Nýfundnalandsmið. Þangað
er fjögurra og hálfs sólarhrings
sigling og eru sjómenn því í mik-
illi fjarlægð frá landi sínu þeg-
ar þeir eru þar að veiðum.
1 Sókn á þessi fjarlægu mið hef-
ur í för með sér nýtt vandamál,
sem er í því fólgið, að sjá sjó-
mönnum á þessum miðum fyrir
[ nauðsynlegri læknishjálp. Þetta
vandamál var ekki eins alvarlegt
I meðan sótt var á Grænlandsmið,
Jólabréfin borin jafnóðum til við-
takenda og þau berast
Aldrei meiri þörf en
með „Jól"
YFIRSTJÓRN póstmálanna hér
hefur nú tekið ýmsar ákvarðanir
varðandi jólapóstinn, og þá eink-
um í sambandi við dreifingu hans
hér innanbæjar, með tilliti til
þess, að nú er Reykjavík orðin
svo stór og jólabréfin mörg, að
það mun að dómi póstmanna ó-
framkvæmanlegt með hinu
gamla, vinsæla fyrirkomulagi, að
befja útburð jólabréfanna á Þor-
láksmessu og ljúka póstdreifing-
unni á aðfangadagskvöld.
Ákvarðanir póststjórnarinnar í
þessu efni eru á þann veg, að
jólapóstur, sem fara á til móttak-
enda hér í Reykjavík, skuli bor-
inn út um leið og hann berst að
og að jólabréf skuli hafa borizt
pósthúsinu í síðasta lagi 18. þessa
mánaðar.
Þá þegar verður byrjað að
dreifa póstinum, er póstmenn
hafa lesið hann í sundur. Það er
ekki hægt að koma því við að
nú að merkja brétin
geyma hann fram á Þorláksmessu
og aðfangadag. Hafði þetta verið
ákveðið meðal annars með tilliti
til þeirrar reynslu, sem fékkst í
fyrra, en þá höfðu jólabréf til
Reykvíkinga verið alls 300.000.
En viðtakendum er að sjálf-
sögðu í sjálfsvald sett, hvort þeir
opna jólabréfin sín fyrr en á að-
fangadagskvöld. Það gæti vegið
nokkuð upp á móti þessari nýju,
óhjákvæmilegu ráðstöfun, sagði
póstmaður við Mbl. í gær, og með
tilliti til þess, er jafnvel enn rík-
ari ástæða til þess en nokkru
sinni fyrr, að merkja jólabréfin
greinilega, annað hvort jól eða
aðfangadagskvöld.
— Friðarverðlaun
Frh. af t>ls. 1
á ðttanum og Sameinuðu þjóð-
irnar héldu því starfi áfram. —
Þeim hefur þó ekki tekizt enn að
sigra óttann. Gunnar Jahn lagði
að lokum áherzlu á það, að í frið-
arviðleitni sinni yrði mannkynið
að treysta trú sína og virðingu
fyrir einstaklingnum. Á þeirri
hugsjón taldi hann að hjálpar-
starf séra Pires hefði verið
byggt.
Séra Pire svaraði með stuttri
þakkarræðu. Hann þakkaði fyrir
þann heiður sem honum og fi
h'-^s hefð- sýnt og lýsti því
yfir að vír**>!"nafjárhæðmni yrði
varið til byggingar Evrópu-
þorps.
Dagskrá Alþingis
I DAG er boðað til í báð-
um deildum Alþingis a venjuleg-
um tíma.
Á dagskrá efri deildar eru 3
mál: 1. Útflutningssjóður o. fl.,
frv., 3. umr. — 2. Biskupskosn-
ing, frv. — 2. umr. — 3. Virkjun
Sogsins, frv. — 1. umr.
Tvö mál eru á dagskrá neðri
deildar: — 1. Aðstoð við vangef-
ið fólk, frv. — 2. umr. — 2. Veltu-
útsvöx, frv. — 1. umr.
Fyrsti stóri vinningurinn, sem
dreginn var út, var 100,000 kr.
vinningurinn, og kl. var orðin um
Hœstu vinningarnir komu
ýmist á hálfmiða eða
hei/miða
Dregið í Happdrætti Háskólans i gær
UM kl. 6,30 í gærkvöldi var lokið
útdrætti vinninga í 12. flokki Há-
skólahappdrættisins í skrifstofu
þess í Tjarnargötu. Höfðu þá
verið dregnir út 2457 vinningar
samtals að upphæð kr. 3.310.000,
00. — Hæsíi vinningurinn í þess-
um flokki, 500 þús. kr., kom upp
á hálfmiða, sem seldur var hér
í Reykjavík. Næst hæsti vinn-
ingurinn, 100,000 krónur, kom
einnig á hálfmiða.
Aldrei fyrr hefur nokkurt
happdrætti greitt viðskiptavinum
sínum jatnmikið fé við útdrátt
í einum c*«»*sta flokki, sem Há-
skólahappdrættið gerði í gær.
Að því er Páll Jónsson, skrif-
stofustjóri happdrættisins, skýrði
blaðinu frá í gærkvöldi, tók það
sex og hálfa klukkustund að
draga vinningana út. Okkur er
kunnugt um það, sagði skrifstofu
stjórinn, að allir hæstu vinning-
arnir komu á selda og endurnýj-
aða miða. Hver einasti miði í
happdrættinu var seldur á árinu
og hafa nær engir vinningar
fallið til happdrættisins aftur
fyrir þær sakir að miðar voru
ekki endurnýjaðir.
Fólk furðar sig stundum á því,
sagði Páll, að við gefum aldrei
upp nöfn þeirra, er hæstu vinn-
ingana hljóta. En það hefur frá
öndverðu verið regla hjá okkur
og við skoðum það sem trúnað-
armál milli okkar og viðskipta-
vinanna.
Það mun verða búið að prenta
vinningaskrá og dreifa til um-
boðsmanna hér í Reykjavík, að
minnsta kosti, á föstudagskvöld-
ið. Útborgun hefst svo í Tjarnar-
bíói 17. þ. m. og stendur yfir
dagana 17. og 18. og síðan 20. og
22. des.
500,000 krónur:
28040, hálfmiði í umboði Arn-
dísar Þorvaldsdóttur, Vestur-
götu 10, Reykjavík.
100,000 krónur:
20503, hálfmiði á Akureyri.
50,000 krónur:
287, heilmiði í umboði Guð-
rúnar Ólafsdóttur og Jóns
Arnórssonar í Bankastræti 11.
10,000 kr. vinningar:
721 — 1959 — 10918 — 17572
— 21367 — 31783 — 31828 —
38507 — 42259 — 44426.
(Birt án ábyrgðar).
4.30 er hálfrar milljón króna
vinningurinn kom upp og aðeins
um 300 vinningar voru eftir í
happdrættishjólinu er 50,000 kr.
vinningurinn kom upp.
Ágætur afli
Kcflavíkurbáta
KEFLAVÍK, 10. des. — 28 bátar
lönduðu hér í dag 3050 tunnum.
Hæstur var Ólafur Magnússon
með 212 tunnur, Guðfinnur 210
og Geir 193. Bátarnir réru allir
í dag.
Nokkuð netjatjón varð hjá
sumum bátum, missti einn bátur-
inn t.d. allt að 15 net, þar sem
mikið var í þeim og erfitt að inn-
byrða þau. — Ingvar.
því þar var hægara um vik að
leita hafnar. Viðhorfið er allt
annað við Nýfundnaland. Eins og
ég gat um áðan, er fjögurra og
hálfs sólarhrings sigling til heima
hafnar, en skemmsta leið til
hafnar á Nýfundnalandi, af mið-
unum, mun taka um sólarhrings
siglingu. Að sjálfsögðu er það
annmörkum bundið að leita hafn
"ar ef slys ber að höndum, um svo
langan veg, auk þess sem það er
tilfinnanlegt að eyða tveimur
sólarhringum frá fiskveiðum á
miðum, sem svo langsótt er á, en
auðvitað er ekki hægt að horfa
í slíkt þegar mannslíf er í veði.
Hér er því full ástæða til að leita
úrræða, sem tryggja nauðsynlega
læknishjálp, ef slys ber að hönd-
um.
í tillögu þeirri, sem hér er til
umræðu, er lagt til, að Alþingi
skori á ríkisstjórni*a að athuga,
á hvern hátt hægt er að tryggja
togarasjómönnum nauðsynlega
læknishjálp, þegar togararnir eru
að veiðum á fjarlægum miðum. í
greinargerð fyrir tillögunni hef
ég bent á tvennt, sem gæti orðið
lausn þessa máls. í fyrsta lagi,
að skip með lækni og aðstöðu tii
læknisaðgerða, væri að staðaldri1
á þessum miðum meðan togararn
ir stunda þar veiðar. Ef það teld-
ist ofviða kostnaðar vegna, hef ég
bent á þá leið til lausnar þessu
vandamáli, að læknir væri að
staðaldri um borð í einum togar-
anum, með þeim hætti, að hann
flyttist jafnan úr togara, sem
hefði lokið veiðiferð, í annan. sem
væri nýkominn á miðin. Ef önnur
hvor þessi leið væri farin, væri
tryggð aðstaða til læknishjálpar á
miðunum.
í sumar munu um 30 skip hafa
verið að staðaldri á miðunum við
Nýfundnaland og eru áhafnir
þessara skipa samtals um 900
manns, en slysahætta er mikil við
þann áhættusama atvinnuveg,
sem togveiðar eru. Má geta þess
hér, að í sumar varð það slys um
borð í togaranum ísborgu, að það
tók framan af fjórum fingrum á
háseta. Þá var rússneskt skip
nærstatt með lækni um borð og
þar fékk maðurinn læknishjálp.
Enda þótt læknir væri um borð
í einum togara á miðunum, er þó
ekki fullnægjandi trygging feng-
in fyrir því, að hægt væri að veita
slösuðum sjómanni læknishjálp
þegar í stað, því í vondum veðr-
um getur verið erfitt að hafa sam-
band milli togaranna, jafnvel svo
dögum skiptir. Hins vegar yrði að
að sjálfsögðu að því mikil bót, en
þó væri æskilegt ef betur væri
hægt að leysa þetta brýi.a vanda-
mál og vona ég að hv. Alþingi
gefi því gaum. Að lokum vil ég
leggja til að tillögunni verði vís-
að til hv. allsherjarnefndar.
Fleiri tóku ekki til máis og var
umræðu frestað og tiliögunni vís-
að til allsherjarnefndar með 29
samhljóða atkvæðum.
Sjálfstœðisfél. á Akur-
eyri rœða bœjarmál
Samp. till. um byggingu elliheimiUs
AKUREYRI, 9. des. — í gær-
kvöldi efndi Sjálfstæðisfélag
Akureyrar til fundar um bæjar-
mál í Landsbankasalnum. For-
maður fé’lagsins, Árni Jónsson,
setti fundinn og stjórnaði honum.
í upphafi voru samþykktar inn-
tökubeiðnir 12 nýrra félaga. Jón-
as G. Rafnar og Árni Jónsson
höfðu framsögu.
Jónas ræddi um rafmagnsmál
bæjarins. Gat hann aðgerða
þeirra sem framkvæmdar hefðu
verið í sambandi við truflanir á
vatnsrennsli Laxár. Hefði fé
fengizt til byrjunarframkvæmda.
en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
hefði ekki tekizt að afla fjár til
að ljúka verkinu. Þá gat ræðu-
maður þess, er gert hefði verið á
vegum bæjarstjórnarinnar, til
til þess að koma á stofn elliheim-
ili á Akureyri og taldi öruggt að
lán til byggingarinnar mundi
fást hjá Tryggingarstofnun ríkis
ins. Að síðustu ræddi Jónas um
dráttarbrautina í bænum og
rakti sögu þess máls. Taldi hann
byggingu nýrrar dráttarbrautar
hafa Utt miðað, en vinna þyrfti
að því máli af fullum krafti.
Benti hann á skort á lánsfé til
framkvæmdarinnar, þótt á s.l. 2
árum hefðu verið tekin fjárfest-
ingarlán fyrir landið, er næmu
618 milljónum.
Árni Jónsson ræddi í upphafi
máls síns um málefni vatnsveit-
unnar £ bænum. Drap hann á
vandræðaástand það er ríkt
hefði í þeim málum að undan-
förnu, en úr því hefði verið bætt
á s.l. sumri. Vegna þeirra fram-
kvæmda væri vatnsveitan nú
skuldug og þyrfti því að hækka
nokkuð vantsskatt til þess að
bæta þetta upp. Þá minntist hann
á byggingarframkvæmdir á veg-
um bæjarins, svo og það, að all-
mikið hefði verið byggt á veg-
um einstklinga. Þá ræddi Árni
um malbikun, rekstur strætis-
vagna, atvinnuástandið og að síð-
ustu drátt á samningi fjárhags-
áætlunar bæjarins, sem væri
vegna þeirrar óvissu, er ríkti nú
i dýrtíðarmálum þjóðarinnar.
Miklar umræður urðu að lokn-
um framsöguræðum og snerust
mest um elliheimilismálið. Til
máls tóku Bjarni Sveinsson,
Helgi Pálsson, Jón H. Þorvalds-
son, Sveinn Bjarnason, Vignir
Guðmundsson, Guðmundur Guð-
mundsson, Steingrímur G. Guð-
mundsson og Gísli Jónsson.
Frummælendur svöruðu fyrir-
spurnum. Að síðústu var sam-
þykkt tillaga Guðmundar Guð-
mundssonar, þess efnis að skor-
að væri á bæjarstjórn að hefjast
handa um byggingu elliheimilis
í bænum. Næsti fundur félagsins
um bæjarmál mun verða haldinn
þegar fjárhagsáætlunin verður
lögð fram. — vig.
— Liklegt að
Framh. af bls. 1
kjarnorkusprengjur 13 þús-
und km. leið.
Eisenhower svaraði, að
hann hefði ekki heimild til að
birta neitt úr persónulegu
bréfi Krúsjeffs. Hinsvegar
sæi hann ekki ástæðu til að
neita upplýsingum, sem ýmis
bandarísk blöð hefðu birt um
efni boðskaparins áðuir en
hann komst á leiðarenda.
„Ég vil ekki fortaka það,
að Rússar eigi svo langdræg
flugskeyti“, sagði Eisenhow-
er „Bandaríkin hafa fram-
kvæmt með góðum árangri til
raunir með mjög langdræg
flugskeyti og líklegt er að
Rússar hafi gert samskonar
tilraunir“. Forsetinn sagði þó,
að engar sannanir væru fyrir
því að Rússar ættu slík tæki.
Eisenhower ræddi einnig
um Berlínarmálið. Hann
sagði að stefna Vesturveld-
anna í Þýzkalandsmálunum
væri óbreytt. Hann sagði og
að læknar hefðu ekki bannað
Dulles að fara á fund utan-
ríkisráðherra NATO ,sem hald
inn verður í París í næstu
viku.