Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. des. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 15 ,,í slenzkt Jón Helgason: ÍSLENZKT MANNLÍF — Iðunn. — Rvík 1958. — Sagnaþættir Jóns Helgasonar ritstjóra, sem birzt hafa í Frjálsri þjóð á undanförnum árum, hafa vakið mikla athygli. Sem betur fer hafa engar þjóðlífsbyltingar getað drepið niður áhuga íslend- inga á fróðleik af þessu tagi. En hér kemur það og til, að þætt- ir Jóns bera af flestu því, sem ritað hefir verið á þessu sviði. Hann fellur ekki í þá gryfju, sem alltof margir sagnaritarar af e>--------------------------------- Ólöf Bjarnadóttir Strandarhj'áleigu i V.-Landeyjum Fædd 29. febrúar 1876. Dáin 11. október 1958. Hve ljúft er eftir la:igan dag, um lokið starf að dreyma, að sofna þreytt um sólarlag, og síðast deyja heima. HINN 11. okt. sl. lézt að heimili sínu Strandarhjáleigu í Vestur- Landeyjum, ekkjan Ólöf Bjarna- dóttir rúmlega 82 ára að aldri. Fædd var hún á Kálfastöðum í sömu sveit 29. febrúar 1876. For- eldrar hennar voru hjónin Bjarni Magnússon og Gróa Bjarnadóttir, er bjuggu þar góðu búi, á þeirra tíma mælikvarða og alþekkt vegna frábærs dugn- aðar. Áttu þau 4 dætur og 3 sonu er upp komust. Á lífi eru Hólm- fríður búsett í Hafnarfirði, Helgi trésmiður fyrrv. bóndi á Forsæti og Bjarni klæðskerameistari í Reykjavík. Ólöf ólst upp hjá for- eldrum sínum og dvaldist á æsku heimili sínu, þangað til hún sjálf byrjaði búskap. Árið 1902 giftist hún Einari ísleifssyni frá Ön- undarstöðum í Austur-Landeyj- um, hinum ágætasta manni. Ári síðar tóku þau Strandarhjáleigu til ábúðar, og mun sú jörð þá hafa verið talin fremur rýr til afkoÆlu. En sambúð þeirra varð ekki löng, því Einar iézt árið 1916. Þau eignuðust 4 sonu, sá yngsti þeirra fæddist skömmu eftir dauða föður síns og hlaut nafn hans. Sá elzti var þá 12 ára. Þeir bræður allir, urðu fljótt miklir starfsmenn og sér- staklega verklagnir. *Árið 1921 giftist Ólöf aftur ekkjumanni Guðmundi Guðnasyni, er lengi hafði búið á Strönd og átti fyrir konu Jóhönnu Jónsdóttur, sem þá var látin fyrir nokkrum ár- um. Guðmundur var hinn bezti heimilisfaðir. Hann lézt árið 1932, en Ólöf bjó áfram með son- um sínum. Vorið 1939 varð hún svo enn að sjá á bak einum sona sinna, er hét Björgvin Daníel. Hann lézt þá í blóma lífsins á þrítugsaldri, mikill efnismaður og prúðmenni. Af því sem hér hefur verið sagt frá, er ljóst, að Ólöf vissi vel á sinni lífsleið, hvað er mótlæti og missir ást- vina, en einmitt þá, þegar sorgar skýin voru dimmust, mun hún hafa bezt sýnt, hversu mikla hetjulund og þrek guð hafði gef- ið henni. Hún hefur áreiðanlega, hugsað og tekið undir með skáld- inu. „Þótt vonir bregðist margar mér, og mæðu við ég búi, mín von um Drottins vernd ei þver. Ég veit, á hvern ég trúi“ Og hefur ekki þessi góða von og trú, orðið henni bezti aflgjaf- inn til að bera þær þungu byrðar, sem lífið lagði henni á herðar. „Svo er líka ætíð hulin hönd, sem hjálpar þá mest á liggur“ Ólöf var mikil atorkukona, enda af því bergi brotin, sívinn- andi og vakandi yfir velferð heimilisins og drengjanna sinna. Strandarhjáleigan var hennar heimili um 55 ára skeið og hafa þar margir átt skemmtilegar stundir og kynnzt góðvilja og gestrisni heimilisfólksins. Það var ánægjulegt að tala við Ólöfu og síðast er ég kom til hennar, töluðum við um þær miklu breytingar, sem orðið hafa í sveitunum á síðari tímum, og hún minntist á sín frumbýlingsár. Hún lifði vissulega tvenna tíma og gladdist yfir betri húsakynn- um og ýmsum þægindum og því líka að_sjá jörðina stórbatna, með mikilli ræktun. Árið 1948 hætti hún bústjórn, en ísleifur sonur hennar hefur síðan búið þar. Hann er ókvæntur, en bræður hans Bjarni vélsmiður og Einar trésmiður eru kvæntir og búsett- ir í Reykjavík. Ólöf var kona heilsuhraust og bar ellina sér- staklega vel. Hún var elzt með- lima Kvenfélagsins Bergþóru hér í sveit. Á síðastliðnu vori mætti hún á aðalfundi þess, glöð í lund eins og hún var jafnan, og sómdi sér vel þar meðal þeirra, sem yngri voru. Hún kenndi aðeins lítils háttar las- leika rétt fyrir andlátið, hætti vinnu sinni og lagði sig útaf á koddann sinn, og var stuttu síðar látin. Þegar sumar lífsins var runnið og kvöld hins langa starfs dags var komið, þá var vissulega sælt, fyrir hina þreyttu konu að kveðja lífið þannig. Hún var jarðsett í Akurey á síðasta sumardag 24. okt. sl., að viðstöddu fjölmenni. Á slíkum kveðjustundum, eru efst í huga, þakkir til þess, sem verið er að fylgja hina síðustu ferð og minn- ingarnar um liðna ævi vakna hver af annarri. í huga allra þeirra, sem eitthvað þekktu Ól- öfu Bjarnadóttur, geymast þær góðar og hugljúfar. G. G. Helgileikurinn „Bartimeus blindi46 á Möðru- völlum HELGILEIKURINN „Bartimeus blindi“, eftir sr. Jakob Jónsison, var sýndur í Möðruvallakirtkju í Hörgárdal, sunudaginn 30. nóv. Leikflokkur frá Akureyri, und- ir stjórn Ágústs Kvarans, sýndi leikinn, og hafði áður flutt h-ann þrisvar í Akureyrarkirkju, öll skiptin fyrir fullu húsi. Á undan sýningunni á Möðru- völlum flutti sóknarpresturinn þar, sr. Sigurður Stefánsson, prófastur, inngangserindi, en sr. Kristján Róbertsson frá Akureyri fór með hlutverk prestsins í leikn- um. Hljómlist annaðist organleikari kirkjunnar, Johann Ó. Haralds- son, tónskáld, og kirkjukórinn söng. Kirkjan var þéttskipuð, enda kom fólik víða að, jafnvel úr Þing- eyjarsýslu, og veður var hið feg- ursta. Þótti þessi sérstæða helgiathöfn öll mjög hátíðleg, og rómuðu menn leikinn og hin fagra og látlausa flutning hans. mannlíf" þessu tagi hafa fallið í, að drekkja frásögninni í nafnaroms- um og ættfræði. Að vísu kemur það berlega í Ijós, að hann er mæta vel að sér í ættfræði og persónusögu 19. aldar, en slíku er svo í hóf stillt í þessum þátt- um, að það verður til gamans og fróðleiks, en ekki til leið- inda. Það hefur lengi verið alkunn- ugt, að Jón Helgason er prýði- lega ritfær maður, og sjaldan hefur honum tekizt betur upp en í þessum þáttum. Hann gleymir aldrei því umhverfi, sem per- sónurnar lifa og hrærast í, það er dregið fáum dráttum, en svo skýrum, að það blasir ljóslifandi við manni. Lýsingin á Reykja- víkurlífinu 1830 á fyrstu blað- síðum bókarinnar er t. d. gerð af slíkri snilld, að fátítt er í ís- lenzkum bókmenntum. Margir hafa fengizt við að rita um sögu Reykjavíkur, en kafla á borð við þennan er hvergi að finna í þeim ritum, hér verður fortíðin ekki dauður bókstafur, heldur nærri því áþreifanlegur veruleiki. Persónu- og sálarlífslýsingar eru margar ágætar. Eins og á öll- um öldum var fólkið á 19. öld börn síns umhverfis, harðneskju- legra og miskunnarlausra um- hverfis ,en við þekkjum nú. Það eitt að halda líftórunni í sér og sínum gat þá kostað ærið átak. Miklir og verðmætir hæfileikar fóru þá oft forgörðum, mennirnir, sem á 20. öld hefðu getað orðið skáld og vísindamenn, lentu ut- angarðs í þjóðfélaginu, taldir hálfgeggjaðir sérvitringar af lágkúrulegu almenningsáliti. Og mörg önnur olnbogabörn þeirra tíma voru leikin hart og misk- unnarlaust af örlögunum. En þrátt fyrir ólíkar þjóðfélagsað- stæður er þó mannseðlið alltaf samt við sig, í þessum þáttum koma margir fyrir, sem við þekkj um mæta vel úr nútíðinni, hin léttúðuga kona, grobbarinn, lyg- arinn, lausinginn, siðapostulinn, slúðurkerlingin. Ýmsar mannlýs- ingar í þessum þáttum verða ó- gleymanlegar, t. d. myndin af ó- lónskonunni Oddrúnu, sem okk- ur finnst við hafa þekkt per- sónulega eftir að hafa lesið þátt- inn um hana. Sá þáttur hreinsar auk þess minningu mæts manns, sem varð fyrir ómaklegum að- dróttunum, sem vörpuðu skugga á langt skeið ævi hans. Senni- lega verða þeir þættir vinsælast- ir, þar sem ástamálin koma hvað mest við sögu, „Jómfrúrnar í Reykjavík" og „Sigríðarskipti í Laugarnesi." í síðari þættinum er frú Sigríður Pálsdóttir, kona séra Þorsteins Helgasonar í Reyk holti, aðalpersónan. Sennilega hefur frú Sigríður verið ein stór- brotnasta kona á Islandi á 19. öld. Á æskuárum »»ínum í Borg- arfirði lifðu enn margar sögur um þana, gáfaða og hjartahlýja manndómskonu, en nokkuS stolta. Þessar sögur eru í sam- ræmi við þá mynd, sem við fáum af henni í bréfum liennar til bróður síns, sem birtust í Skrif- aranum á Stapa. Skemmtileg er myndin af Eyjólfi eyjajarli í Svefneyjum, hörðum en mann- lunduðum héraðshöfðingja í forn. um stíl. Yfirleitt er lýsingin á því, þegar líkið reis upp í Svefn- eyjarskemmu og tók að. mæla, harla söguleg. I bókinni eru sumir þáttanna, sem birtust í Frjálsri þjóð, en sumir þættir bókarinnar hafa ekki áður sézt á prenti. 1 bók- inni eru nokkrar myndir eftir Halldór Pétursson, svo og upp- drættir, t .d. af Seyðisfirði um aldamótin síðustu, þegar Oddrún- armál var þar á döfinni. Það sakamál jafnast við mögnuðustu sögur Agötu Christie, og enn í dag er það óráðin gáta og verður líklega svo um allan aldur. Sá, sem stal bæjarsjóði Seyðisfjarð- ar, drýgði hinn fullkomna glæp. Þessi bók er ekki einasta bæði skemmtileg og fróðleg, hún er á sínu sviði bókmenntalegt afrek, í henni eru sagnfræði og fagur- fræðilegar bókmenntir ofnar af snilld í samstæða heild. Það er tilhlökkunarefni, að von mun vera á fleiri bókum af þessu tagi frá hendi höfundar. Ólafur Hansson. J'ý/fP VOWA eftir vinsæla barnabókahöfundinn Enid Blyton höfund Ævin- týrabókanna, eru komnar í bókaverzlanir. Hér koma nýjar bækur með Dodda og segir þar frá ævintýrum hans, sem öll börn hafa yndi af. Þetta eru bækur, sem sjálfkjctrnar eru í jóla- pakka barnanna. VERÐ KR. 7.5 0. Myndabókaútgáfan. Doddi fer niður að sjó og Dodda bregður í brún DODDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.