Morgunblaðið - 11.12.1958, Page 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmíudagur 11. des. 1958
viðgerðina, sem er í grennd við
hús föður míns, til þess að draga
vagninn heim og gera við hann“.
Nú var orðið dimmt og bíllinn
breyttist í stórt, fáránlegt þjóð-
sagnadýr, sem lá og spriklaði í
skurðinum. Þegar þau höfðu setið
stundarkorn stóðu þau upp og
héidu heimleiðis. Súsanna talaði
um hitt og annað. Hún var búin
a ná sér eftir hræðslun-a og
reyndi að koma Kurt til að tala
við sig. Hann svaraði mjög stutt
og gokk iengst af þegjandi við
hlið hennar. Hinn venjulegi glað-
legi montsvip’ir hans var alveg
horfinn og honum svipaði meira
til lítils drengs, sem er hræddur,
af því að hann hefur verið staðinn
að alvarlegum strákapörum. Sús-
anna vorkenndi honum og þögn
hans olli henni balsverðum óró-
leika.
Þegar þau voru hér um bil
háifnuð, settust þau á stóran
stein til að hvíla sig í nokkrar min
útur. Þau höífðu ekið töiuverða
vegalengd og nú var orðið álveg
dimmt. Þau höfðu ekki mætt bif-
reið alla leiðina og enn var langt
til næsta húss, þar sem fólk átti
heima.
„Það er skárra fjörið hérna á
þessu svæði!“ varð Súsönnu að
orði. Hún stundi við og tók af
sér skóna, sem ekki voru lagaðir
til gönguferða.
Kurt hafði setið álútur og ver-
ið að tína strá, en ailt í einu hrist
ist hann af áköfum ekka. Sús-
anna gerði ekkert þegar í stað.
Hún skildi, að orsökin var tauga-
áfallið og að hann varð að fá tíma
til að jafna sig. Þegar hann varð
loksins dálítið rólegri, lagði hún
höndina á öxl honum.
„Jæja, nú er það afstaðið,
Kurt“, sagði hún. „Þú ókst of
hratt og þú hefur fengið að kenna
á því. Við sluppum vel, og það
er það eina, sem við þurfum nú
að hugsa um“.
Hann leit upp og hló, dálítið
feimnislega.
Smækkuð mynd úr ferðabókinni
Heimsenda milli
eftir Lars-Henrik Ottoson.
Svartir Arabar í Adrar.
Höfundurinn fer um 34 lönd og ratar í hin furðulegustu
ævintýri.
FERÐABÓKACTGÁFAN,
„Súsanna mín! Alltaf ert þú
jafn skynsöm og skilningsgóð. Ég
hefði getað orðið þér að bana. Þú
hefðir getað legið dáin undir bíln-
um — og það eingöngu vegna þess
að ég kom, asninn, ég“.
„Nú skalt þú aðeins vera róleg
ur, Kurt. Við verðum að halda
áfram. Pabba er sjálfsagt farið
að verða órótt".
„Nei, ég verð fyrst að tala al-
veg við þig“, andmælti hann. „Það
er dálítið, sem ég verð að segja
þér. Ég hef verið að hugsa um
það, síðan við ókum í skurðinn".
Hann sat andartak þegjandi og
tíndi strá, en hélt svo áfram.
„Þú sagðir einu sinni, að ég
væri oft eins og þrár krakki, og
þú hefur ekki hugmynd um, hve
rétt þú hafðir fyrir þér. Manstu
eftir kvöldinu, þegar ég var heima
hjá þér. Þú varst úti í eldhúsi og
það var hringt í símann".
Súsanna kinkaði kolli. Hún
renndi grun í, hvað á eftir myndi
koma.
„Ég tók símann, og þegar þú
spurðir síðar, hvað það hefði ver-
ið, þá sagði ég, að það hefði ver-
ið einihver, sem hefði fengið
skakkt númer“. Hann þagði og
horfði á hana með alvörusvip. „En
það var í raun og veru frá sjúkra
húsinu".
„Ég veit það“, sagði S*úsanna
rólega. „Mér varð það ljóst s^ð-
ar“.
„Já, mig gi'unaði það. En það
var ekki fyrr en síðar, að mér
datt í hug, að þú hefðir ef til vill
orðið fyrir óþægindum þess vegna.
Það var í raun og veru í hrein-
asta hugsunarleysi, að ég gerði
það“.
„Því get ég vel trúað, Kurt“,
svaraði hún brosandi.
„Ó, guði sé lof!“ Hann leit á
hana og honum létti. „Ég hef ekki
þorað að tala um þetta við þig
fyrr, en ég hef alltaf verið að
hugsa um það. Fékkst þú svo um-
kvartánir út af því?“
„Ekki beinlínis“, svaraði Sús-
anna, og var jafnróleg. „Það
kemst sjálfsagt allt í bezta 1-ag aft
ur“. — Hún reyndi að hugsa ekki
um, hvernig á stóð, þegar Tómasi
litla versnaði aftur.
„Getur þú fyrirgefið mér, Sús-
anna? Ég veit það full-vel, að það,
sem ég gerði, er ófyrirgefanlegt
— en vilt þú gera það fyrir mig,
að reyna að gleyma því?“
„Já, auðvitað“, sagði hún mildi-
lega. „Það var ekki af ásettu ráði,
heldur hreint og beint hugsunar-
leysi. En vilt þú nú svara einni
spurningu minni í hreinskilni?“
Hann horfði á hana hissa, og
kinkaði kolli.
„Hvers vegna sagðir þú, að ég
væri eklki heima, þetta kvöld? Var
það ekki eins konar misskilin af-
brýðisemi, Kurt? Var það ekki
eins og þú vildir sýna rétt þinn
til þess að ráða yfir mér?“
Hann hugsaði litla stund um
það, sem hún hafði sagt, áður en
hann svaraði.
„Þú hefur ef til vill á réttu að
standa. Mig langaði svo til að
hafa þig hjá mér þetta kvöld. Það
er alltaf svo mikið, sem dregur
þig frá mér. Ég óska þess, að þú
sért mín algerlega!“
„Elskar þú mig, Kurt?“ spurði
Súsanna skyndilega.
„Já, það er víst einn þáttur í
eðli kærleikans, að maður vill eiga
aðra manneskju", sagði hann
nærri því æstur.
„Nei, það þarf ekki að vera
kærleikur, Kurt. Það getur verið
óákveðin hvöt og nokkurs konar
afbrýðisemi.------Við þekkjumst
nú bæði svo vel, að við þurfum
ekiki að vera með nein látalæti
hvort við annað. Okkur finnst
þægilegt að vera hvort hjá öðru
og okkur virðist, að við eigum
saman á einhvern hátt. En er það
nóg?“
„Þú hefur á réttu að standa,
Súsanna", sagði hann hæglátlega.
„Ég hef aldrei litið á vináttu
okkar öðru vísi en — eitthvað
sjálfsagt, sem ég hef ekki hugsað
nánar út í. Ég ók því hingað, af
því að ég saknaði þín og vildi vera
með þér“.
„Og af því að það var þér metn
aðarmál að ráða yfir mér. Það
var ekki ást, sem kom þér hing-
að, Kurt!“
Hann sat og horfði hugsandi á
er kærkomin jólagjöf.
Drfáar hærirvélar eru
íú fyrirliggjandi.
Kaupið jólagjöfina
í tíma.
Jfekla
Austurstræti 14
sími 11687
Meanwhile, sue allison,
FEATURE WRITER FOR 'LAPIES'
DAYj' SCHEMES TO BEAT MARK
TO THE STORY
SURE I CAN, LADY BUT HE
AIN'T THERE...HE TOOK OFF
FOR RAINBOW CITY THIS MORH
ING WITH A MAN NAMED
a
r
t
u
1) Markús ætlar að leita upp-
lýsinga um einhvern mann, sem
merkir endur með gullhringum,
og hann flýtir sér að ná í Jóa
vin sinn, og komast af stað.
2) En Sússana, blaðakona hjá
„Dagur konunnar“ hefur áform
um að verða á undan honum
með fregnina. „Geturðu sagt mér
hvernig ég get fundið kofa Jóa?“
„Já, það get ég, væna mín. Hann
fór til Regnbogaborgar í morgun
með manni sem heitir Markús“.
grasþúfurnar hjá steininum. Orð
hennar höfðu sært hann dálítið.
Hún var þá ekki ástfangin af hon-
um — hafði ef til vill aldrei ver-
ið það. Hann hugsaði tii þess tima,
sem hann hafði þekkt Súsönnu.
Honum fannst hafa verið dásam-
legt öryggi milli þeirra. Þau
höfðu getað verið eins og þeim
var eðlilegt og — og þroskazt
samt í félagsskap hvors annars,
og það hafði alltaf fyllt hann
gleði, að hugsa um hana.
Skyldi þetta allt vera aðeins
vinátta? Eingöngu vinátta? Allt
í einu sá hann, hve skakkt hann
hafði litið á samband þeirra. Það
var vinátta, innileg og auðug vin-
átta, sem alls ekki þurfti að vera
lokið, þótt þau kæmust að raun
um, að þau höfðu ekki ást hvort
á öðru. Hann hafði alltaf dáðst að
Súsönnu, hún var lagleg, skyn-
söm og góð.,Það hafði einmdtt allt-
af verið hugsjón hans, að verða
ástfanginn af slíkri konu, og þeg-
ar hann hefði hana sér við hlið,
þá væri það lifandi sönnun fyrir
hans eigin ágæti. Tilfinningin,
sem hann bar til hennar, var að-
dáun, en henni hafði hann gefið
nafnið ást. Hann horfði á hana
og hló.
„Nei, þú hefur á réitu að
standa, það var ekki ást, Súsanna.
Ég óskaði þess aðeins, að svo
skyldi vera, af því að þú ert svo
dásamleg eins og þú ert. Ef ég
verð einhvern tíma ástfanginn í
al.vöru, þá verður það sjálfsagt
stúlka, se<m er dálítið líkari mér.
Þakka þér fyrir, að þú komst
mér til að sjá það“.
„Þakka þér fyrir, að þú varst
fús á að skilja mig“, sagði hún,
klappaði honum á kinnina og
hnyklaði brýnnar, þegar hún leit
á blóðuga klútinn um enni hans.
„Og nú verðum við að halda
áfram. Þessar umbúðir eru fyrir
neðan allar hellur. Þú verður að
komast heim, svo að ég geti látið
þig fá almennilega meðferð".
„Ætli ég ætti ekki heldur að
fara beint til Stokkhólms", svar-
aðl hann brosandi og stóð upp.
„Ég vil í alvöru talað, gjarnan fá
sómasamlega læknismeðferð".
Þau urðu nú samferða áfram
eftir þjóðveginum, hlæjandi.
Klukkan var orðin meira en tíu,
þegar þau komust alla leið að litla
húsinu. Bergmann endurskoðandi
opnaði dyrnar, þegar hann heyrði
fótatak úti í húsagarðinum, og
hann varð dauðhræddur þegar
gHtltvarpiö
Fimmtudagur 11. desember:
Pastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Á frívaktinni — sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 18,30 Barnatími: Yngstu
hlustendurnir (Gyða Ragnarsdótt
ir). 18,50 Framburðarkennsla í
frönsku. 19,05 Þingfréttir. — Tón
leikar. 20,30 Miinchen; samfelld
dagskrá í tilefni af 800 ára afmæli
borgarinnar, tekin saman og flutt
af íslenzkum stúdentum þar á
staðnum. — 21,30 Útvarpssagan:
„Útnesjamenn"; XVII. (Séra Jón
Thorarensen). 22,10 Erindi: Út-
varpið í baðstofu alþýðumannsins
(Guðmundur Jósafatsson bóndi í
Austurihlíð). 22,30 Sinfónískir tón-
leikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok
Föstudagur 12. desember.
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Barnatími: Merkar uppfinn
ingar (Guðmundur Þorláksson
kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í spænsku. 19,05 Þing-
fréttir. — Tónleikar. 20,30 Dag-
legt máll (Árni Böðvarsson kand.
mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Er-
indi: Meðal bænda og munka; síð
ari toluti (Einar Ásmundsson
hæstaréttarlögmaður). b) Islenzk
tónlist: Lög eftir Þórarin Guð-
mundsson (plötur). c) Frásögu-
þáttur: í blindhríð á Breiðadals-
heiði (Jóhannes Davíðsson bóndi
í Hjarðardal). d) Upplestur: Úr
„Skruddu" Ragnars Ásgeirsson-
ar (Höfundur les). 22,10 Erdndi
frá Arabalödum; III: Irak (Guðni
Þórðarson blaðamaður). —• 22,35
Létt lög af plötum. 23,05.