Morgunblaðið - 11.12.1958, Side 23

Morgunblaðið - 11.12.1958, Side 23
Flmmt.udagur 11. des. 1958 MORGTllXJtl. AfílÐ 23 Verðum oð hefja nýja sókn í handritamálinu Pétur Ottesen talaði um málið á Alþingi / gær Dregið hefur úr umferð arslysum og bílaárekstr um fœkkað Á FUNDI sameinaðs þings í gær var tekin til fyrri umræðu þings- ályktunartillaga frá Pétri Otte- sen og Sveinbirni Högnasyni um skipun nefndar til að vinna með ríkisstjórninni að framgangi handritamálsins. Fyrri flm. Pétur Ottesen fylgdi tillögunni úr hlaði og fórust honum m .a. orð á þessa leið: Við hv. 2. þm. Rangæinga höf- um leyft okkur að flytja þáltill. um skipan nefndar til að vinna með ríkisstjó-ninni að endur- heimt handritanna. Höfðum við flutningsmennirnir rætt um það okkar á milli áður en um- ræður urðu um fyrirspurn okkar út af handritamálinu fyrr á þessu þingi, hvort það mundi ekki geta orðið nokkuð til stuðn- ings því að fá framgengt vilja okkar og kröfum um að fá heim handritin, að ríkisstjórnin hefði sér til aðstoðar nefnd manna, sem með henni ynni að þessu máli. Enn hefur okkur ekki tekizt svo sem kunnugt er að fá hand- ritin heim, og verðum við því að herða róðurinn og hefja enn nýja sókn í þessu réttlætismáli. Takmarkið er auðvitað, að þess- ir menningar- og bókmennta- fjársjóðir verði fluttir hingað heim og teknir til varðveizlu og hagnýtingar í æðstu menntastofn un landsins, Háskóla íslands. Við Islendingar erum svo lán- samir að við erum einhuga í þessu mikla máli og til þess að sýna út á við þennan einhug er lagt til í tillögu okkar að hver þingflokkanna skipi einn mann í nefndina, en sá fimmti verði skip aður af heimspekideild háskól- ans. Töldum við eðlilegt, að há- skólanum gæfist kostur á að taka þátt í slíkri nefndarskipun og velja einn mann í nefndina. Yrði það væntanlega einhver norrænu 1 GÆR var ekki vitað um nein- ar ólöglegar veiðar brezkra tog- ara hér við land. Brezku togararnir halda sig nú einungis við Austurland, ásamt herskipunum. Hefur verið mikið aflaleysi hjá togurunum og eru þeir mikið á hreyfingu. Verndarsvæðinu út af Seyðis- firði hefur nú verið lokað og nýtt svæði opnað til ólöglegra veiða út af Fáskrúðsfirði. Ekki var Landhelgisgæzlunni þegar síðast fréttist kunnugt hvort veiðar væru byrjaðar þar. Ennfremur hefur frétzt, að í ráði sé að hefja aftur ólöglegar veiðar við Langanes. Undanfarið hefur verið mjög Kýpurmálið enn rætt London, 10. des. (Ntb./Reuter) FORSÆTISRÁÐHERRA Bret- lands, Harold Macmillan skýrði frá því í dag að umræður myndu fara fram fyrir luktum dyrum 1 Atlantshafsráðinu í næstu viku um Kýpur-málið. Macmill- an sagðist trúa því að árangri yrði helzt náð í þessu viðkvæma deilumáli á lokuðum fundum. Forsætisráðherrann sagði, að enn stæði tilboð Breta um að hefja viðræður við ráðamenn Grikkja og Tyrkja um lausn Kýpur-deilunnar. Hann benti og é það, að komið hefði í ljós í viðræðum S. Þ. um Kýpurmál- ið, að margir fulltrúanna hefðu skilið hve erfitt þetta vandamál fræðinga þeirra, er við háskól- ann starfa. Við flm. tillögunnar teljum, að auk þess, sem í slíkri nefndar- skipun felst yfirlýsing um ein- dregna afstöðu íslendinga í þessu máli, þá sé mikill stuðning- ur fyrir ríkisstjórnina að hafa slíka nefnd sér til aðstoðar til að vinna að framgangi þess. Það hefur nokkuð þótt við bera á undanförnum árum, að lítið út- í SÍÐUSTU Hagtíðindum er skýrt frá því að sauðfjáreign landsmanna hafi árið 1957 verið 617.939 og hafi sauðfé fjölgað í öllum sýslum landsins að einni undanskildri. Er sauðfjáreign bænda nú meiri en nokkru sinni áður, en flest hafði sauðfé verið árið 1933. Er það nú rúmlega 31.300 fleira en er það var flest. Flest sauðfé er í Árnessýslu rúmlega 70,000 fjár, síðan er N- Ráðlierraiundur París, 10. des. (NTB/Reyter) RÁÐHERRANEFND Efnahags- samvinnustofnunarinnar (OEE C) mun koma saman á fund í Paris þann 15. þ.m. Rætt verður um væntanlegt fríverzlunar- svæði Evrópu. Fundarstjóri verð- ur brezki ráðherrann Derick Heathcoat Amory, en Bretinn Reginald Maudling mun leggja fram skýrslu er sérstök nefnd undir forsæti hans hefur safnað og samið um þau vandamál, er lúta að samskiptum Evrópu- markaðarins . og Fríverzlunar- svæðisins. lélegur afli hjá togurunum út af Austfjörðum og hefur að því er virðist verið almennt reiðileysi á brezkum togurum hér við land af þeim sökum. Herskipin hafa reynt að bæta úr aflaleysinu með því að færa svæðin til og frá, í þeirri von að skipin veiddu bet- ur, en þær tilraunir virðast hafa farið út um þúfur. hald væri í sókn handritamáls- ins, og hafa verið miklar eyður í það að nokkuð væri aðhafzt, en með nefndarskipuninni er að því stefnt að þráðurinn slitni aldrei og að hafin verði nú skelegg sókn og allar aðstæður notaðar til að vinna að framgangi máls- ins. Aðstaða til sóknar í málinu ætti að vera styrkt með tilkomu nefndarinnar og væntum við þess að Alþingi sé okkur flm. sam- mála um þetta. Að lokum vil ég leggja til ,að tillögunni sé vísað til fjárveitinganefndar að lok- inni þessari umræðu. Fleiri tóku ekki til máls og var tillögunni vísað til 2. umr. með 28 samhljóða atkv. og til fjárveit- inganefndar með 27 samhljóða atkv. Múlasýsla með rúmlega 63,000 og þriðja stærsta fjársýslan er Skagafjörður með rúmlega 56,000. Þá er þess getið að nautgripa- eign landsmanna sé komin upp í rúmlega 35,000, hrossaeignin um 33.000 og hænsnaeign rúmlega 97,000. Nautgripaeignin er mest í Ár- nessýslu og Rangárvallasýslu, 8000 í Árnessýslu en tæplega 7000 í Rangárvallasýslu. í Eyjafirði eru rúmlega 5000 nautgripir. Stjórn Lúxembárg biðst lausnar Luxemburg, 10. des. PIERRE Frieden forsætisráð- herra í Luxembúrg baðst í dag lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Karlotta stórhertogaynja hefur beðið stjórnina um að gegna störfum til bráðabirgða þar til unnt verði að mynda nýja stjórn. Forsætisráðherrann skýrði hinu 52 manna þjóðþingi frá á- kvörðun sinni. Upptök stjórnar- kreppu þessarar eru þau, að einn af ráðherrunum í stjórn Fried- ens, jafnaðarmaðurinn Victor Bobson hefur verið sakaður um að þiggja mútur. Samþykkti þingið í gær vantraust á Bobson. Vantraustinu greiddu atkvæði Kaþólski flokkurinn sem situr í stjórn með Jafnaðarmönnum og Frjálslyndi flokkurinn, sem hef- ur verið í stjórnarandstöðu. Eftir það ákvað flokkur jafn- aðarmanna að slíta stjórnarsam- starfi við Kaþólska flokkinn. Þetta er þriðja Evrópu-ríkið sem stjórnarkreppa kemur upp í á einni viku. Hin ríkin eru Finn- land og ísland. Á FUNDI með blaðamönnum í gærdag, skýrði lögreglustjóri frá því að reynslan af hinum nýju umferðarlögum væri hagstæð. — Það hefur sýnt sig að slysum hefir ekki fjölgað og bílaárekstr- um hefur farið fækkandi. Þá gat lögreglustjóri þess og að akreinakerfið hafi orðið tiL mikilla bóta, og hafi notagildi gatnanna aukizt stórlega við það fyrirkomulag. — En hér hefur merking gatnanna ætíð verið mikið vandamál, og við það er stöðugt verið að glíma og nú eru verkfræðingar að reyna að leysa vandann. Lögreglustjóri kvað í ráði að hækka hámarksökuhraðann á nokkrum götum bæjarins, með því að ákveða biðskyldu við göt- ur, sem að þeim liggja, og ekki verður heldur hægt að koma þessu í kring fyrr en reglugerðin um stefnuljós á bíla hefur verið sett, en lögreglustjóri kvaðst von ast til að svo myndi verða nú um áramótin. Þó segja mætti að mikið hafi áunnizt á því sviði að gera bíla- stæði væri þörfin mikil með til- liti til þess hve bílaeign bæjar- búa eykst hröðum skrefum. Nú munu vera hér í bænum 9000 bílar. Vel hefði gefizt að setja upp stöðumæla og eru nú 160 slíkir mælar á bílastöðum í og við Miðbæinn. Sukselaincn ræðir við Kekkonen HELSINGFORS, 10. des. — Suk- selainen mun ganga á íund Kekkonens, forseta Finnlands, á morgun og skýra honum frá því, hvern árangur tilraunir hans til stjórnarmyndunar hafi boiið. í dag birtir blaðið Ilta Sano- mat viðtal við Sukselainen. Þar segir þessi kunni finnski stjórn- málamaður, að allir stjórnmála- flokkarnir séu reiðubúnir að fórna sér fyrir föðurlandið, en þeir séu bara ekki reiðubúnir til að hefja stjórnarsamtarf við aðra flokka fyrir föðurlandið. — NTB. éttib störíin! Johnson KLEEN FLOOR undraefni sein leysir gamalt bón upp úr góifinu. prfjtmRiNK Unglinga vantar til b’aðburðar í eftirtalin hverfi Hlíðarveg, Álfhólsveg, Fálkagötu Aðalstræti 6 — Sími 22480. Aslaug felixson Tjarnargötu 14, andaðist í Landsspítalanum þriðudaginn 9. des. s.l. Fyrir hönd aðstandenda. olafur Lárusson. Jarðarför GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 12. þ.m. kl. 1,30 e.h. Ragnheiður Bjarnadóttir, Ólafur Bjarnason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför móður minnar GRÓU JÓNASDÓTTUR Fyrir mína hönd og j»nnara vandamanna. Sigurffur Jónasson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR Vigfúsína Erlendsdóttir, Rúrik Jónsson, Marteinn Rúriksson, Erla Rúriksdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar SIGRÍÐAR EYMUNDSDÓTTUR frá Lækjarnesi. Jóhann Albertsson, Ragnar Albertsson. Ég þakka öllum, sem vottuðu samúð við andlát og jarðar- för sonar míns MAGNUSAR KRISTJÁNSSÓNAR Sérstaklega þakka ég Ámunda Sigurðssyni innilega hans hjartahlýju og höfðingskap. Fyrir hönd aðstandenda Þuríffur Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför, litla drengsins okkar HREINS SIGURJÓNSSONAR Asgarði 105. Elín Sæmundsdóttir, Sigurjón Níelsen. 1 Reiðileysi á brezku tog- urunum um þessar mundir Sauðfjáreign lands- manna aldrei meiri væri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.