Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 1
24 siður Þingflokkur Sjálfstæbismanna á fundum nær allan daginn í gær Aðallega rætt um efnahagsmálin ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- tnanna sat á fundum í Alþing- ishúsinu nær allan daginn í gær. Hófst fundur þingflokks- ins kl. 2 e. h. og stóð svo að segja óslitið fram til klukkan hálf átta í gærkveldi. Á þessum fundi munu fyrst og fremst hafa verið rædd ifnahagsmál í sambandi við álitsgerðir þær og skýrslur, er fyrir liggja. Auk þingmanna flokksins sátu fundinn miðstjórnar- menn og ýmsir sérfræðingar flokksins í efnahagsmálum. Ekkert var í gærkveldi lát- ið uppi um það, hversu langt væri komið athgunum for- manns Sjálfstæðisflokksins á möguleikum til þess að mynda meirihlutastjórn í iandinu. Fundur hefir verið boðaður í þingflokknum kl. 2 e. h. í dag. Sammála BERLÍN, 15. des. — í yfirlýsingu austur-þýzkra og pólskra stjórn- málaleiðtoga, sem gefin var út í dag, segir, að stjórnir beggja landanna styðji tillögu Krúsjeffs um framtíð Berlínar. Þá er þess einnig getið, að stjórnir beggja ríkjanna styðji fram komna til- lögu Sovétstjórnarinnar um, að efnt verði til ríkisleiðtogafundar, þar sem rætt verður um alþjóð- leg deilumál. Er Mao orðinn þreytfur á forsetaembœttinu? Líklegt talið, að hann vilji nú helga sig ritstörfum PEKING, 15. des. — Fréttir frá Peking herma, að Mao Tse-Tung hafi í hyggju að létta af sér póli- tískum störfum og snúa sér að skriftum og þá einkum í sam- bandi við hugsjónafræði kom- únismans. Vafalaust yrkir hann þá eitt og eitt ástaljóð, en kunn- ugir segja, að hann sé dágott skáld. Sennilegt þykir, að hann láti af forsetaembættinu, en haldi starfi aðalritara kínverska kommúnistaflokksins. Þó að Mao léti af embætti forseta, mundi hann ekki missa nein völd við það, því að aðalritarastarfið í kommúnistaflokknum er þýðing- armesta og valdamesta starfið. Fréttamenn í Peking segja, að ekki sé búizt við því í Kína, að Mao muni hætta öllum afskipt- um af stjórnmálum, eins og sumir halda. Hann hafi aðeins í hyggju að ,,taka það rólega“. Fréttamaður Reuters í Peking telur, að sennilegasti eftirmaður Maos sé Chu Teh marskálkur. Utanríkisráðuneytið í Peking hefur ekkert viljað segja um mál þetta. Nýjar tillögur GENF, 15. des. — Á ráðstefnunni um bann við kjarnorkuvopnatil- raunum, sem haldin er í Genf, fluttu fulltrúar Bandaríkjanna í dag tillögur um fjórar greinar til viðbótar í samningi milli stór veldanna. í tillögum þessum er m. a. rætt um starfsgrundvöll al- þjóðlegrar eftirlitsnefndar. — í síðustu viku náðist samkomulag um þrjár fyrstu greinar nýs samnings. Skerst í odda með Brefum og Frökk- um í fríverzlunarmálinu Bretar báru fram sáttatillögu sem sex-veláin neituðu að svara LUNDÚNUM, 15. des. — Á ráðstefnu Efnahagssamvinnu- ið reynt að sætta sjónarmið sex- veldanna og þeirra ríkja, sem ekki eiga aðild að Sameiginlega markaðinum ,en eru í Efnahags- samvinnustofnun Evrópu. Hefur verið reynt að útvíkka starfssvið Sameiginlega markaðsins og hefja fríverzlun í Evrópu, eins og það hefur verið kallað. Kleemola gafst upp HELSINGFORS, 15. des. — Formaður finnska Bænda- flokksins, Kleemola, skýrði Kekkonen forseta frá því í dag, að hann hefði gefizt upp við að reyna stjórnarmynd- un. Forsetinn hyggst nú leita nýrra ráða til að mynda stjórn í landinu. «----------------- Við erum ekki óttaslegnir Segir Willy Brandt borgarstjóri PARÍS, 15. des. — Willy Brandt, borgarstjóri í Vestur- Berlín, var í París meðan utanríkisráðherrar vesturveld- anna ræddu þai Berlínarmálið nú um helgina. Hann sagði við blaðamenn í dag, að þegar vesturveldin væru búin að hafna tillögu Krúsjeffs um, að Berlín verði sjálfstætt borg- ríki, þá eigi þau að lýsa því yfir, að þau séu fús til að ræða allt Þýzkalandsmálið við rússnesku stjórnina. Stangast þetta við yfirlýsta stefnu Bonn-stjórnarinnar, en fréttir hafa hermt, að hún sé því mótfallin, að Þýzkalandsmálið allt verði rætt í sambandi við Berlínardeiluna. 23 nýir karídnálar RÓM, 15. des. — Jóhannes páfi 23. útnefndi í dag 23 nýja kardí- nála og eru þeir þá orð'nir 74, eða fleiri en nokkru sinni í sög- unni. — Þetta er í fyrsta skipti síðan 1568, að kardínálarnir komast yfir 70. Ekki á rökum reist LUNDÚNUM, 15. des. — Rússar hafa mótmælt við Bandaríkja- stjórn, að bandarísk flugvél skaut á rússneska orrustuflugvél fyrir ekki alllöngu yfir Eystrasalts- löndum. Bandaríkjastjórn segir, að þetta sé ekki á rökum reist hjá Rússum. ’ Borgarstjórinn sagði einn* ig, að hann væri mjög ánægð- ar með það, hversu ákveðin vesturveldin eru í afstöðunni til Berlínartillögu Krúsjeffs. Hann sagði: — Við eigum erfiða tíma fyrir höndum og auðvitað eru íbúar Bcrlínar áhyggjufullir, en það er síð- ur en svo að þeir séu ótta- slegnir. Loks sagði borgar- stjórinn, að það væri ekki nóg að hafna rússnesku tillögunni, heldur þyrftu vesturveldin að vera þess albúin að leggja fram gagntillögur, sem gætu verið samningsgrundvöllur. stofnunar Evrópu, sem haldin er um þessar mundir, bauðst brezki fulltrúinn fyrir hönd stjórnar sinnar til að opna brezka markaðinn fyrir iðnvarningi sexveldanna, sem aðild eiga að Sameiginlega markaðinum, með því skilyrði, að þau gerðu slíkt hið sama. Eins og kunnugt er tekur Sameiginlegi markaðurinn til starfa 1. janúar n. k., og eins og málin Berlínardeilan er aðalmál utan- ríkisráðherrafundar NATO standa nú, er hætt við viðskiptastríði í Vestur-Evrópu vegna þess, að ekki hefur náðst samkomulag um fríverzlun. ..Áras a Berlín er sama og dras a NATO“ PARÍS, 15. des. — Utanríkisráðherrar NATO, sem koma saman til fundar á morgun, fá til meðferðar tillögu, þar sem upp á því er stungið, að vesturveldin vísi á bug tillögu Ráð- stjórnarinnar um, að Berlín verði gerð að sérstöku borgríki. Frá þessu var skýrt í París í kvöld. Þá verður einnig í til- lögunni gerð grein fyrir þróun Berlínarmálsins eftir styrjöldina. Engin niðurstaða Fulltrúi Breta sagði, að hér væri um að ræða sáttatilboð frá brezku stjórninni, en hann tók það skýrt fram, að ekki væri átt við landbúnaðarvörur í tillög- unni. — Sexveldin ræddu í klukkustund um brezku tillög- una, en engin niðurstaða fékkst. Tillagan verður lögð fyrir við- komandi ríkisstjórnir. Stærsta skrefið Sérfræðingar segja, að brezka tillagan sé stærsta skrefið sem stigið hefur verið í samkomu- lagsátt og sýni, hve Bretar telja nauðsynlegt, að komið verði í veg fyrir viðskiptastríð í Evrópu. Hótanir? Á fundinum í dag kröfðust Bretar svars á stundinni, en culltrúar sexveldanna kváð- ust ekki geta tekið afstöðu til tillögunnar, fyrr en stjórnir viðkomandi ríkja hefðu fjall- að um hana. Út af þessu urðu snarpar deilur milli fulltrúa Breta og Frakka. Sakaði franski fulltrúinn Breta m. a. um hótanir. Vantrúaðir Fulltrúar á ráðstefnunni eru vantrúaðir á, að unnt verði að ná samkomulagi milli deiluaðila. Þeir benda á, að þá hafi í heilt ár verið unnið fyrir gýg og af- leiðingarnar verði engar aðrar en þær, að Vestur-Evrópu verði skipt í tvær efnahagsheildir. Eins og kunnugt er. hefur ver- Alvarlegasta deilan Sérfræðingar vesturveldanna unnu að því í allt kvöld að semja svar vesturveldanna við tillögum Krúsjeffs frá 27. f.m. Fréttamenn segja, að vel geti verið, að í þessu svari verði rætt um viðræður um alþjóðamál, en ekki hefur sú frétt verið staðfest. — Frétta- menn segja, að utanríkisráðherr- arnir standi nú andspænis alvar- legustu deilu vesturveldanna og Sovétríkjanna siðan Berlínardeil an fyrri var á dagskrá 1949. En þá var sett upp svonefnd „loft- brú“ til borgarinnar, eins og menn muna. Þá segir ennfremur í frétta- stofufregnum, að tillögur þær, sem utanríkisráðherrar vestur- veldanna fjögurra hafa samið í París um helgina, verði einnig lagðar fyrir ráðherrafund NATO. Önnur mál önnur mál, sem rædd verða á fundinum eru t.d. pólitískar við ræður innan Atlantshafsráðsins og fyrirætlanir kommúnistaríkj- anna í Evrópu, Austurlöndum nær og Austurlöndum fjær. — Einnig verður rætt um hermál, flutninga á bandarískum vopn- Framh. á bls. 2 ★-------------★ Þriðjudagur 16. desember. Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3: Ef Rússar halda að NATO sé sundrað, þá byrjar 3. heims- styrjöldin. Rætt við. Hubertus prins af Löwenstein. — 6: Eru íslenzkir dýrgripir frá sög* öld seldir úr landi? Hlustað á útvarp. — 8: Nýtt og glæsilegt Landsbanka- hús á ísafirði. — 10: Kristmann skrifar um bók- menntir. — 12: Ritstjórnargreinin: Á einnig að glata þessu tækifæri? — 13: Akureyrarbréf. — Bókaþáttur (s-a-m). — 16: íþróttir. ★---------------------------*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.