Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 2
z MORCTJNRLAÐIÐ Þriðjudagu^S.6. des. 1958 L.Í.Ú. krefst tafarlausra samninga um starfsgrundvöll bátaútvegsins EINS og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, gerði aðal- •fundur LÍÚ, sem haldinn var hér í bænum 3.—8. þ.m. ályktun þess efnis, að stöðv- tin fiskiskipaflotans væri yfirvofandi um n.k. áramót, ef ekki yrði samið um starfs gfundvöll fyrir þann tíma. Ályktun þessi var birt hér í blaSinu sl. þriðjudag. — Aðal- efni hennar er eins og hér segir: Starfsgrundvöllur sá, sem út- veginum var búinn með útflutn- ingssjóðslögunum sl. vor, hefur raskast verulega. Grunnkaup hjá landverkafólki hefur hækkað um 9—10% umfram það sem gert var ráð fyrir i lögunum, og auk þess hefir kaupgjaldsvísitala hækkað um 10% umfram það, sem þar var gert ráð fyrir. Af þessu hefir m. a. leitt hækkun annara útgjaldaliða. Samkvæmt áliti hagfræðinga má búast við að kaupgjaldsvísitala kækki um allt að 250 til 270 stig síðari hluta næsta árs, verði ekki komið í veg fyrir hina sífelldu víxlhækkun kaupgjalds og verðlags. Hallarekstur bátaútvegsins á yfirstandandi og undanförnum árum veldur því að ekki verður hægt að hefja róðra um næst- komandi áramót, nema útflutn- ingsframleiðslan fái bættan þann stóraukna tilkostnað, sem orðinn er umfram það, sem reiknað var með, þegar útflutningssjóðslögin voru sett. Taldi fundurinn, að ef þessi leiðrétting ekki fengist, hlyti það að leiða til stöðvunar flotans um næstu áramót. í tilefni af þessari ályktun, sneri stjórn L. í. Ú. sér í gær bréflega til ríkisstjórnarinnar, þar sem áðurnefnd ályktun er birt orðrétt. Auk þess segir í bréfinu:: Stjórn L. í. Ú. hefir snúið sér til hæstvirts sjávarútvegsmála- ráðherra Lúðvíks Jósefssonar, og —- Berlmardeilan Frh af Dls. 1 um til Evrópu o. s. frv. — Þá segja fréttamenn, að vafalaust muni bera á góma hin sjálfstæða stefna, sem Frakkar hafa tekið upp gagnvart bandalaginu síðan de Gaulle komst til valda í júní sl. í því sambandi verður rætt um framlag hvers einstaks með- limaríkis til bandalagsins. Dulles ræddi í dag við de Gaulle um Atlantshafsbandalagið. Á blaðamannafundi í dag sagði Spaak, að hann væri þess fullviss, að á utanríkisráð- herrafundinum yrði samþykkt ályktun um Berlínarmálið. Þá gerði aðalritarinn einnig ráð fyrir því, að rætt yrði um upp- setningu bandarískra eld- flaugastöðva I Evrópu. Þá má loks geta þess, að Spaak var spurður að því, hvort Berlín væri innan vam- arsvæðis NATO. Hann sagði, að herir frá þremur NATO- ríkjum væru í Berlín og litið yrði á árás á þá sem árás á bandalagið. Dagskrá Ai’jingís 1 DAG er boðað til funda í báð- nm deildum Alþingis. Á dagskrá efri deildar eru tvö mál. 1. Sjúkrahúsalög, frv. — 1. um- rseða. Ef deildin leyfir. 2. Virkjun Sogsins, frv. Frh. 2. umræðu. Á d-agskrá neðri deildar er eitt mál. Veltuútsvör, frv. 1. umr. farið fram á, að teknar yrðu upp samningaviðræður um starfs- grundvöll sjávarútvegsins á kom andi ári, en ráðherrann hefir til- kynnt framkvæmdastjóra L. í. Ú. að hann teldi sér ekki fært að hefja þessar samningaumleitanir, þar eð ríkisstjórnin hefði sagt af sér og hann teldi sig ekki lengur hafa umboð til þess að taka ávarð anir í þessu efni. En aðspurður sagðist sjávarút- vegsmálaráðherra ekki myndi skorast undan því, að ganga frá samningum við útvegsmenn, meðan ekki væri mynduð ný rík- isstjórn, væri honum gefið um- boð til þess. Ennfremur sneri framkvæmda stjóri L. í. Ú. sér til hæstvirts forsætisráðherra, Hermanns Jón- assonar, sem staðfesti að núver- andi ríkisstjórn teldi sig ekki geta samið um starfsgrundvöll fyrir sjávarútveginn. Þrátt fyrir þessi ummæli hæstvirtra ráð- herra, teljum vér að ekki verði komist hjá því, að vér leitum til hæstvirtrar ríkisstjórnar, sem handhafa framkvæmdavaldsins í landinu til úrlausnar þessa máls, enda er það álit vort, að ríkis- stjórnin geti ekki, eftir að hafa orðið við beiðni Forseta íslands um að gegna störfum áfram, komist hjá að leysa jafn-aðkall- andi vandamál og hér er um að ræða. Undanfarin ár hafa samningar um starfsgrundvöll tekið langan tíma og má búast við að nú muni einnig svo fara, ekki sízt með til- liti til þess, að sjómenn á báta- flotanum hafa bæði sagt upp samningum sinum við útvegs- menn um kjör og fiskverð til skipta, og renna þessir samning- ar út u mnæstu áramót. Eins og fram kemur í framan- ritaðri tillögu aðalfundar L.Í.Ú., hefir starfsgrundvöllur útvegsins nú raskast svo mjög vegna verð- bólgu og kauphækkana frá því, sem gert var ráð fyrir í lögum nr. 33/1958 um útflutningssjóð o. fl., að ekki verður við unað og var grundvöilur sá þó ófullnægj- andi fyrir sumar greinar sjávar- útvegsins. Einnig lagði aðalfund- urinn höfuðáherzlu á, að þannig yrði gengið frá starfsgrundvelli þeim, sem nú yrði lagður, að hann héldist að minnsta kosti allt árið 1959. Augljóst er af framanrituðu, að stöðvun bátaflotans blasir við um næstkomandi áramót, verði ekkert að gert. Vér viljum því skora á hæst- virta ríkisstjórn að taka nú þeg- ar upp samninga við oss um starfs grundvöll sjávarútvegsins á kom andi ári, þar eð málið þolir enga bið, og undir farsælli lausn máls- ins er það komið, hvort hægt verður að hefja róðra í byrjun ársins 1959“. Stjórn L.Í.Ú. telur Ijóst, að ef ekki takist þessir samningar við ríkisstjórnina, hljóti það að leiða til stöðvunar flotans um áramót- in. Brýna nauðsyn beri til að firra þjóðfélagið því stórfellda tjóni, sem af slíkri stöðvun mundi leiða. — Jafnframt ber að hafa í huga þau vandræði sem af því geta hlotizt, ef ekki takast samn- ingar milli útvegsmanna og sjó- manna. u Mii ■ e Wmz Eðlilegast að verðtrygg- ing skuldabréfanna sé miðuð við rafmagnsverð FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í gær. Á dagskrá efri deildar voru tvö mál. Frumvarp um breytingar á lögum um dýra- lækna var til fyrstu umræðu og samþykkt til annarrar umræðu samhljóða. Frumvarp um við- auka við lög um virkjun Sogsins var til 2. umr. Kom fram breyt- ingartillaga við það frumv. frá Páli Zophoníassyni og Birni Jóns syni um 2. mgr. 1. gr. frv. verði felld niður. Er sú málsgrein á þessa loið: Ákveða má, að skil- máiar bréfanna séu þannig, að upphæð endurgreiðslu og vaxta eða annars hvors breytist í hlut- falli við breytingu rafmagnsverðs til neytenda í Reykjavík frá út- gáfudegi bréfanna til gjalddaga. Þessa verðtryggingu má miða hvort sem er við einstaka raf magnstaxta eða vísitölu nokkurra rafmagnstaxta. Björn Jónsson talaði fyrir til- lögu þeirra félaga. Taldi hann 2. gr. frv. vanhugsaða og hreina firru að ætla sér að láta verðgildi skuldabréfanna breytast eftir raf magnsverði í Reykjavík. Þá lagði Björn til, að afgreiðslu þessa máls yrði frestað unz ábyrg ríkisstjórn væri komin á laggirnar. Bernharð Stsfánsson kvaddi sér næstur hljós. Skýrði hann frá frá því, að sér hefði verið falið af fjárhagsnefnd, að ræða við aðal- bankastjóra Seðlabankans og hefði bankastjórinn talið með öllu óhugsandi, að selja skulda- bréfin, nema þau væru að ein- hverju leyti verðtryggð. Banka- stjórinn hefði talið eðlilegast, að miða verðtrygginguna við raf- inagnsverð, en hann hefði þó sagst vera til viðræðna um aðrar leiðir. Bernharð taldi hæpið að fresta þessu máli unz ébyrg rík- isstjórn hefði tekið við völdum. Alfreð Gíslason tók næstur til máls og tók hann mjög í sama streng og Björn Jónsson. Að ræðu hans lokinni var umræðum frestað og fundi slitið. Tvö mál voru á dagskrá neðri deildar. Frv. um aðstoð við van- gefið fólk var til 3. umr. og sam- þykkt samhljóða og afgreitt til efri deildar. Frv. um útflutnings sjóð o. fl. var til 2. urr r. og sam- þykkt til 3. umr. með 23 samhlj. atkv. Að loknum fundi var settur fundur að nýju og texið á dag- skrá frv. um útflutningssjóð o. fl. og afgreitt sem lög. Leiðrétting í RITDÓMINUM bók Thor Heyerdahls í Morgunbl. 14. des. hefur stæðst inn meinleg prent- villa. Skrifað stendur: þótt hon- um hætti til að afsanna það sem hann hyggzt sanna. Þetta á að vará Þótt honum hætti til að af- sann. . . . Sigurður Þórarinsson. NÚ er á leiðinnl yfir Atlants- hafið loftbelgurinn „Litli heim- urinn“ og hefur för hans vakið inikla athygli. í loftbelgnum eru fjórir menn, þrír karlmenn og ein kona. Loftbelgurinn var byggður í Bretlandi og reyndur þar, en síðan fluttur til Kanaríu- eyja. Þaðan lagði hann af stað vestur yfir Atlantshafið og hefur ferðin gengið að óskum. Leiðin yfir liafið er um 3000 mílur. Ef nauðsynlegt verður að nauð lenda á hafinu, er stór bátur í belgnum og geta fjórmenning- arnir bjargað sér í hann. Þess má geta, að tilgangurinn með förinni er sá að athuga veðurfar á At- lantshafi. London, 13. des. (Reuter). i RÚSSNESK bj örgunarf lugvél sveimar nú yfir auðnum Suður- heimskautslandsins og leitar að belgísku flugvélarflaki og fjór- um mönnum. Hin belgíska flugvél hrapaði um 170 km. frá rannsóknarstöð Belgíumanna „Baldvins-stöð“. Rússneska björgunarflugvélin lenti fyrst í „Baldvins-stöð“, tók þar benzín og hóf leitina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.