Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. des. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 3 Ef Rússar halda að NATO sé sundrað, jbd byrjar 3. heimssfyrjöldin Samtal við Hubertus prins al Löwen- stein, sem hér er staddur ÞÝZKUR PRINS, og þing- maður á Sambandsþinginu í Bonn, Hubertus af Löwen- stein, hefur dvalizt hér á landi í nokkra daga. Hann er kunn- ur í heimalandi sínu sem blaðamaður, sagnfræðingur og baráttumaður fyrir frelsi og lýðræði meðal þjóðar sinnar. Hann kemur hingað ásamt samstarfsmanni sinum dr. Volkmar von Zoihlsdorff og vinna þeir nú saman að því að skrifa bók um Atlantshafs- bandalagið. Hafa þeir heim- sótt mörg NATO-ríkjanna og kynnt sér viðhorfin í þeim. Fréttamaður Mbl. hitti Hu- bertus prins fyrir nokkru að Hótel Borg og átti samtal við hann. Hann hafði frá ótal mörgu að segja, enda hefur líf hans verið margbreytilegt og hann staðið * í margri harðri baráttu. Ef Þjóðverjum hefði verið hjálpað — enginn Hitler — Ég fór að starfa sem blaða- maður við Vossische Zeitung í Berlín 1930, sagði prinsinn. Ein fyrsta greinin sem ég skrifaði nefndist: — Ef Hitler kemst til valda, þá verður önnur heims- styrjöld. Ég barðist gegn Hitler og ég var þeirrar skoðunar, að Vestur- veldin ættu að hjálpa Weimar- lýðveldinu fjárhagslega, — þá hefði Hitler aldrei náð völdum. Það er mikill misskilningur, þeg- ar fólk heldur, að öll þýzka þjóð- in hafi staðið sameinuð um Hitler. Strax og hann náði völd- um hóf hann skefjalausar ofsókn- ir gegn andstæðingum sínum. Fyrstu ofsóknirnar voru ekki að- allega gegn Gyðingum. Þær voru gegn pólitískum andstæðingum nazista. Fangabúðirnar voru fyllt ar af fylgismönnum frjálslyndra, hægrisinnaðrar stefnu, og Jafn- aðarmönnum. Kynþáttaofsóknirn ar gegn Gyðingum náðu ekki há- marki fyrr en seinna, um 1938. Það er alger misskilningur, heldur Hubertus prins áfram, að nazisminn hafi verið hægri stefna. Nazisminn var í rauninni ekkert annað en þjóðlegur bolsév ismi. Enda hefur það verið upp- lýst með skjölum og óhrekjandi sönnunargögnum, að rússnesku kommúnistarnir vildu að nazistar næðu völdum í Þýzkalandi. Það er skjalfast að Manuilsky fram- kvæmdastjóri Komintern lýsti því yfir árið 1931, að nazistar væru beztu bandamenn komm- únista, enda kom það síðar glögg- lega fram, þegar Ribbentrop og Molotov gerðu vináttusamning- inn alkunna. Þurfti aðeins að styrkja frjálslyndu öflin — Hvað gerðuð þér, þegar Hitler náði völdum? — Ég varð að flýja land, fór til Bandaríkjanna og bjó þar frá 1933 til stríðsloka. Starfaði þar sem prófessor við háskóla. Ég átti m.a. þátt í því að stofna fé- lag útlægra þýzkra rithöfunda og vísindamanna í Bandaríkjunum. Þeir sem höfðu orðið að flýja land voru ótrúlega margir. Ég hafði m.a. talsverð kynni af Thomas Mann, Sigmund Freud, Stefan Zweig og Franz Werfel, en þeir voru meðal mestu andans manna, sem urðu að flýja ógnar- stjórn nazista. — Varð dvölin í Bandaríkjun- um ekki erfið fyrir ykkur eftir að þau voru komin í styrjöld við Þjóðverja? Nei, alls ekki, við sem höfð- um verið andstæðingar nazista fengum að fara um og starfa sem frjálsir menn í hinu bandaríska þjóðfélagi. Þar skrifaði ég grein- ar og bækur um Þýzkaland og flutti fyrirlestra. Ég lagði sér- staka áherzlu á það í greinum mínum t.d. í New York Herald Tribune, Atlantic og Mercury, að með vissum stuðningi og fyrir- heitum til hinna frjálslyndu lýð- ræðisafla og til þýzka hersins yrði Hitler steypt frá völdum. Þessi öfl voru vissulega vanmet- in, en þau sýndu það með upp- reisnartilrauninni 20. júlí 1944 að þau voru mjög sterk og hægt hefði verið að efla þau meira. í bók „After Hitler’s Fall“ benti ég á það, að Vesturveldin yrðu að veita Þjóðverjum réttláta friðar- samninga og taka þá upp í al- þjóðasamstarf, annars myndi ógn bolsévismans grúfa yfir heimin- um og 3. heimsstyrjöldin byrja við Saxelfi. Mikil mistök hafa verið gerð, en mikið átak hef- ur einnig verið unnið til að varð- veita friðinn, koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina sem þó vofir alltaf yfir. Ég barðist líka gegn mistökum eins og þegar Bretar gerðu Helgoland að skot- marki fyrir sprengjuflugvélar sínar eftir stríðið. Slíkt var að- eins til að æsa upp fjandskap og efla kommúnista. Lokið aldarlangri sundrungu — Hvað teljið þér stærsta á- takið til varðveizlu friðarins? — Það er enginn vafi á því, það er stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. Það var stórkostlegur sögulegur viðburður. í aldaraðir hafa tvær stærstu menningar- þjóðir Evrópu, Frakkar og Þjóð- verjar borizt á banaspjótum. Sundrung Evrópu hófst með 30 ára stríðinu, — það er einn mis- skilningurinn, að það hafi verið trúarbragðastríð, það var ekkert annað en valdabarátta milli franska konungsdæmisins og Habsborgaranna. Jafnvel páfinn studdi „mótmælendur“ til þess að klekkja á Habsborgurum. Síð- an hefur varla linnt stórstyrjöld- um í Evrópu. Þér getið því varla skilið tilfinningar mínar, þegar ég heimsótti herbækistöðvar NATO í Fountainbleau skammt fyrir utan París. Þar starfar þýzki hershöfðinginn Speidel undir yfirstjórn franska hers- höfðingjans Valluy og herráðs- foringi þeirra er Belgíumaðurinn Cumont. Ég held, að engum hefði komið slíkt til hugar fyrir nokkr um árum. Hér hafa verið sam- einuð herráð Moltkes og Joffres. Það hefði átt að gerast fyrr. — Haldið þér þá, að óvinátta Frakka og Þjóðverja sé úr sög- unni? — Já, nú trúi ég þvf statt og stöðugt að þar muni aldrei fram- ar roðna sverð af banablóði. Þessar þjóðir eru orðnar fóst- bræður. Ef Rússar halda að NATO sé sundrað — Hvernig lízt yður á ástand- ið í Berlín upp á síðkastið? — Berlín er „háls“ hins frjálsa heims. Rússar eru að reyna að koma snörunni á hann. Þeim tekst það aldrei nema vestrænar þjóðir séu sundraðar. Aðgerðir Rússa síðustu vikur stefna fyrst og fremst að því að sundra NATO ríkjunum. Þeír vonast til þess að einhver ríki skerist úr leik. En í því felst eimitt hin geigvæn- lega hætta. — Ef að Rússar halda, að NATO-ríkin séu sundruð, þá byrjar þriðja heimsstyrjöldin. Frá því smíði Fiskiðjuversins hófst hefur það aldrei borgað neinar afborganir eða vexti af lanum, sem það hefur fengið, heldur hafa fallið á ríkissjóð ótal margar kröfur, sem tryggðar voru með ríkisábyrgð. Þegar Fiskiðjuverié var nú loks sett á uppboð hvíldu á því 18 veðréttir. Af þeim átti Fiski- málasjóður 2 veðrétti, samtals fyrir um 300 þúsund krónur. — Ríkissjóður átti 16 veðrétti fyrir samtals 10,350,000,00 krónum. Þá hafði Fiskiðjuver: i hlotið at- tinnuaukningalán að upphæð kr. 1,825,000,00. Þegar ríkið yfirtekur nú frysti- húsið verður það auk þess að greiða forgangskröfur, sem nema Y20 þúsund krónum. Er þar m. a. um að ræða verð fiskflökunarvél- ar, sem aðeins er búið að borga lítinn hlut í. Nú er allt í óvissu, hvað gert verður við Fiskiðjuverið á Seyðis- firði. Eigandi bess hefur verið bæjarsjóður Seyðisf jarðar, en Þar er alveg sama á seyði eins og á dögum Hitlers. Hann hélt að Bretar og Frakkar myndu ekki fara í stríð, þótt hann réðist á Pólland, þess vegna lét hann til skarar skríða. — Haldið þér þá að nægileg eindrægni ríki meðal NATO- þjóðanna? — Ég held fyrir mitt leyti, að þar ríki fullkomin eining, hve- nær sem hætta steðjar að. Eink- anlega á það við eftir NATO- fundinn í Kaupmannahöfn, þar sem ríkari áherzla var lögð en áður á efnahagslegt, stjórnmála- legt samstarf. Vissar deilur eru að vísu uppi milli þátttökuríkj- anna, og það er nauðsynlegt að leysa þær á vlnsamlegan hátt innan sjálfrar NATO-fjölskyld- unnar. Ég held, að samstarfið sé gott, en við megum ekkert það aðhafast, sem getur vakið vonir Rússa um sundrungu, því að þá er voðinn vís. Áhugi á Islandi Hubertus prins skýrir frá þvi, að hann hafi kynnst vel íslenzk- um bókmenntum svo og landi okk ar. Ástæðan til þess er sú, að tengdamóðir hans, sem bjó um skeið í Noregi fékk lifandi áhuga á fslandi og lærði íslenzku. Og síðan Hubertus prins giftist dótt- ur þessarar mætu konu fyrir 30 árum hefur hann verið tengdur íslandi. Tengdamóðir hans sem svo mjög unni hinu fjarlæga landi í norðrinu er enn á lífi, há- öldruð. Þeir félagarnir Hubertus prins og dr. Volkmar von Zuhlsdorff kveðast hafa komið til flestra NATO-landanna að undanförnu, Englands, Frakklands, Danmerk- ur, Ítalíu, Grikklands, Tyrklands, Hollands, Belgíu og Luxemburg. Nú að undanförnu hafa þeir svo dvalist nokkrar vikur í Banda- ríkjunum. Þeir búast við að ljúka bók sinni um NATO innan skamms og verður hún gefin út hjá Athenaeum forlaginu í Þýzkalandi og af Columbia-há- skólanum í Bandaríkjunum. Þeir biðja Mbl. að færa alúðar- kveðjur til þeirra mörgu sem sýnt hafa þeim sérstaka vinsemd og gestrisni. I ekkert hefur heyrzt, hvað ríkið hyggist gera með því að yfirtaka eignina, hvort það æbli að reka frystihúsið sjálft eða afhenda Seyðisfirði það skuldlaust aftur. Sjö i landhelgi f GÆR voru 7 brezkir togarar að ólögleiðum veiðum hér við land. Voru togararnir á verndar svæðunum út af Austurlandi, 3 út af Glettinganesni og 4 við Langanes. Auk þess voru nokrir brezkir togarar að veiðum utan fiskveiðitakmarkananna á þess- um slóðum. Með togurunum eru nú 3 herskip og birgðaskip. Auk þeirra togara, sem áður voru taldir, eru nokkrir brezkir togarar að veiðum víð Austur- land 30 sjómílur undan landi. Að öðru leiti hefur verið tíð- indalaust í fiskveiðilandhelginni. (Frá landheigisgæzlunni) STAKSTIINAR „Mjög vinsæl víða um land“ Tvær yfirlýsingar Tímans sL sunnudag hafa vakið nokkra at- hygli. í sunnudagshugleiðingu blaðsins er þannig komist að orði að „engin stjórn hafi skilið eins vel við í efnahagsmálum" og vinstri stjórnin hafi gert. I forystugrein er svo komist þannig að orði, að „ríkisstjórn Hermanns Jónassonar hafi verið mjög vinsæl víða um land“. Þessi ummæli gefa mjög góða hugmynd um andlegt ástand Framsóknarmanna um þessar mundir. Þeir vita að Hermann Jónasson hefur beðið hrikalegt pólitískt skipbrot með uppgjöf vinstri stjórnarinnar. Karlmann- legast og skynsamlegast væri að játa þetta. En í stað þess að gera það flýja Tímamenn á náðir sjálfsblekkingarinnar og reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að vinstri stjórnin hafi unnið stór afrek og sé einhver vinsælasta stjórn, sem setið hefur hér á landi!! í þessum heimi sjálfsblekking- anna lifa Tímamenn nú og hrær- ast. En hver vill fylgja þeim inn í þann heim? Enginn skynsamur og ábyrgur maður, sem gerir sér ljóst það öngþveiti og þá upplausn, sem vinstri stjórnin hefur leitt yfir íslenzku þjóðina. Hveffsvegna er næg atvinna? Þegar Tímamenn og aðrir stúðningsmenn vinstri stjórnar- innar reyna að rökstyðja þær „vinsældir“, sem stjórnin njóti úti um land, er það fyrst og fremst næg og varanleg atvinna, sem þeir hæla stjórninni fyrir. En hvernig stendur á því að næg atvinna hefur yfirleitt verið í flestum kaupstöðum og sjávar- þorpum landslns sl. tvö ár? Ástæða þess er fyrst og fremst sú, að meðan Sjálfstæðismenn höfðu stjórnarforystu eða höfðu rík áhrif á stjórnarstefnuna, var atvinnulífið byggt upp um land allt. Nýir togarar voru keyptir, sildar og fiskimjölsverksmiðjur byggðar, vélbátaflotinn stórauk- inn, komið upp fjölda myndar- legra hraðfrystihúsa og fiskiðju- vera og raforkuframkvæmdir unnar í öllum Iandshlutum. Þetta eru þær stoðir, sem at- vinna fólksins hefur byggzt á sl. tvö ár. Vinstri stjórnin hefur enga forystu haft um uppbygg- ingu atvinnulífsins. Hún getur í mesta lagi hælt sér af því að hafa stöðvað byggingu raforku- veranna og fiskiðjuveranna, sem byrjað var á undir stjórnarfor- ystu Sjálfstæðismanna. Vinstri stjórnin hefur enga togara látið smíða, eins og hún lofaði þó að láta gera. Hún hefur aðeins leyft útvegsmönnum að endurnýja nokkra af bátum sín- um. Eina jákvæða spor hennar er smíði 12 250 tonna togskipa. En aðeins eitt þeirra er komið til landsins. Efnahagslegt öngþveiti En vinstri stjórnin skilur við íslenzkt efnahagslíf í mesta öng- þveiti, s em komið hefur yfir það. Atvinnutækin eru sokkin í hallarekstur. Útvegurinn hótar stöðvun um næstu áramót. At- vinnuleysi ríkir í einstökum sjávarþorpum samkvæmt frá- sögn sjálfra stjórnarblaðanna, jafnvel í byggðarlagi, sem tveir ráðherrar vinstri stjórnarinnar eru þingmenn fyrir! Hubertus prins og dr. Zuhlsdorff Þ.Th. Ríkið tekur fiskiðjuverið á Seyðisfirði upp í skuldir Frystihúsið skuldaði ríkissjóði rúml; 10 millj. kr. SFYÐISFIRÐI, 15. des. — Síðastliðinn föstudag var Fisk- iðjuver Seyðisfjarðar selt á uppboði. Tilefni uppboðsins var að þessu sinni, að Fiskiðjuverið, sem er eign bæjarsjóðs Seyðisfjarðar hafði ekki staðið í skilum með vexti og af- borganir að upphæð 41 þús. krónur af láni hjá Samvinnu- tryggingum. A uppboði þessu var ríkissjóði lagt fiskiðjuverið út sem ólullnægðum veðhafa fyrir upphæðina 6.6 milljón krónur. Er> alls skuldaði fiskiðjuverið ríkissjóði kr. 10 milljónir og 350 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.