Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. des. 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá vfmw Emn/ Asmundsson. Lesbók-. Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. Á EINNIG AÐ GLATA ÞESSU TÆKIFÆRI? I^NGINN íslendingur getur ( kvíðalaust horft fram til þess, sem við kann að bera á Islandsmiðum í vetur. Hamfarir náttúrunnar skapa þar ærna hættu, þó að ekki sé gerður leikur til að auka hana. En svo er gert með hinu heimskulega herhlaupi Breta hingað. í haust skildisi mönnum svo, að það væri von ís’enzku ríkisstjóru arinnar, að meðferð málsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna mundi leiða til þess að bægja voðanum frá nú í vetur. Úrslit málsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa orðið öll önnur. Þar voru að vísu nokkrar góðar ræður haldnar af fulltrúum ís- lands. Engin ástæða er til að jfa að þær hafi vakið samúð með málstað okkar og Bretar hafi átt í vök að verjast í orðaskiptum. En málið sjálft er jafn fjarri lausn og nokkurn tíma áður. ★ Utanríkisráðherra íslands f.ór Sjálfur á þir.g Sameinuðu þjóð- anna í haust. Áður en hann hélt vestur um haf, skýrði hann frá því, að íslenzka stjórnin mundi leggja megmáherzlu á að flýta málinu og fá sjálft allsherjarþing ið þá þegar 1il að setja almennar reglur um siærð landhelginnar. Því tjáir þó ekki að leyr.a, að í umsögnum ráðherraona og mál- svara þeirra hefur gætt býsna mikils ósamræmis um eftir hverju fslendingar væru að sækj- ast í þessari málsmeðferð á Alls- herjarþinginu. Stundum er sagt, að málinu sé þegar að fullu lokið. Hér sé um að ræða einhliða ákvörðun, sem varði íslenzkt innanríkismál. Ef svo er, af hverju er þá stefnt að því að fá settar almennar reglur á alþjóðavettvangi? Enn er sagt að alls ekki megi semja við Breta um málið og er þó meðferðin á því hjá Sameinuðu þjóðunum ekkert annað en tilraun til samn- inga milli allra aðildarríkjanna. Aðrir segja, að auðvitað muni íslendingar beygja sig fyrir lög- lega gerðri samþykkt á Allsherj- arþinginu, en þó því aðeins, að allir aðrir geri slíkt hið sama. Nánari skýring á þeim fyrirvara hefur hins vegar verið látin und- an fallast. ★ Eins og af þessu sést er það nokk- uð á reiki, hvað stjórnin þóttist ætla að vinna með þeirri með- ferð málsins, sem hún hefur við- haft. Hvað sem um það er, þá er þó Ijóst, að ekkert hefur tekizt af því, sem stjórnin stefndi að. Hún vildi efnislega ákvörðun Allsherjarþingsins og hún vildi fá þá ákvörðun gerða sem fyrst. Niðurstaðan hjá Sameinuðu þjóðunum var aftur á móti sú, að Allsherjarþingið fékkst ekki til að taka nú efnislega ákvörðun í málinu. Var þá um sinn svo að skilja sem hinir íslenzku ráða- menn teldu hér bættan skaðann, því að í rauninni væri sjálft Alls- herjarþingið ekki heppilegur vett vangur til að ráða þvílíku máli til lykta á. Þar réðu annarleg sjónarmið og pólitísk hrossakaup, svo að litlar likur væru til þess, að mál slíkt sem þetta væri metið eftir eigin verðleikum. Þess vegna var talið að stefna bæri að því að fá sérstaka ráð- stefnu um landhelgismálið, ein- ungis að hún yrði sem allra fyrst. Þá var um það að velja, hvort hún yrði í febrúar—marz nk. eða júli—ágúst á næsta sumri. íslendingar kusu að sjálf- sögðu fyrri tímann. ★ En þá var það, að upp kom hreyfing um að láta ekki sér- staka ráðstefnu koma saman fyrir næsta Allsherjarþing, heldur láta það sjálft taka málið til með- ferðar. Voru þá góð orð um það, m. a. í íslenzkum blöðum frá hin- um sérstaka sendimanni sjávar- útvegsmálaráðherra, að öruggt væri, að á því þingi mundi mál- inu ljúka að vild okkar íslend- inga. Aðrir höfðu um þetta veru- legar efasemdir. Beztu bandamenn okkar í mál- inu, eins og Kanadamenn, voru andvígir því að fresta málinu til næsta Allsherjarþings og töldu þar brögð í tafli. Tortryggilegt var og, að sumir sem fyrst og fremst vilja draga málið á lang- inn eins og Rússar, voru frestun- artillögunni mjög fylgjandi. ís- lenzka stjórnin ákvað þó að leggjast á sveif með þeim, sem vildu láta fresta málinu um eins ás bil í þeim tilgangi, að Alls- herjarþingið sjálft tæki málið til meðferðar. Afleiðingin af öllu þessu bram- bolti er nú komin í ljós. Sérstök ráðstefna hefur verið ákvðin, en hún verður ekki á árinu 1959, hvorki í febrúar—marz né júlí— ágúst, heldur frestast hún fram á árið 1960. ★ Um það þarf ekkj að fjölyrða, að í þessari málsmeðferð felst ekki aflétting voðans. sem við okkur blasir á íslandsmiðum í vetur, Sjálfstæðismenn bentu á það þegar í ágústmánuði, að rétt væri að kæra Breta fyrir Atlants- hafsráðinu vegna fynrsjáanlegr- ar valdbeitingar þeirra hér við land. Allar líkur eru til, að ef ráðum Sjálfstæðismanna þá hefði verið fylgt, hefði verið komið í veg fyrir frumhlaup Breta. Ríkis- stjórnin vildi því miður ekki lúta ráðum Sjálfstæðismanna og því fór sem fór. Eftir ofbeldi Breta innan gömlu landhelginnar stungu Sjálfstæðis menn enn upp á, að Bretar yrðu kærðir fyrir Atlaritshafsráðinu og buðu aftur fulla samvinnu af sinni hálfu til að fylgja málinu eftir. Ríkisstjórnin hefur enn, þrátt fyrir mánaðar-bið, ekki feng ist til að taka afstöðu til þeirrar tillögu, hvað þá meira. Nú í dag hefst fundur Atlants- hafsráðsins. Þar mæta utanríkis- ráðherrar allra aðildarlanda nema íslands. Borið er fyrir, að íslenzka stjórnin hafi nú sagt af sér, en ráðherrar hennar gegna enn störfum og ber því að sjá málefnum þjóðarinnar borgið. Það er mjög miður að utanríkis- ráðherra fslands skuli ekki hafa farið á þennan fund til að flytja þar málstað þjóðarinnar og fá atbeina bandamanna okkar til þess að Bretar hætti sínu heimsku lega herhlaupi. n * UTAN UR HEIMI L myndum 1 Sviss er í rauninni ekki mikill áhugi meðal almennings um þaö, hver verður forseti lands- ins. Það eru ráðherrarnir sjö í ríkisstjórninni (Bundesráte), sem kjósa hann, og það aðeins til eins árs í senn. Forseti fyrir árið 1959 hefir nýlega verið kosinn. Hann heitir Paui Chau- det og er vínyrkjubóndi að at- vinnu. Hér sést hann við skrif- borð sitt í stjórnarráðinu í Bern. — Byrjað er á að grafa jarðgöng undir hæsta fjali Evrópu, Mont Biane. Verða jarðgöngln á milli héraðanna Entreves í ítalíu og Chamonix í Frakklandi. ítalir eiga að gera 6450 metra löng göngu en Frakkar 5150 m. Myndin sýnir opin ítalíumegin. Það var ekki nema mjög eðlilegt að Rainer fursti og Grace kona hans vektu mesta athygli á miklum dansleik, sem haldinn var í Astorhótelinu í New York núna nýlega. Þau litu þar ljóm andi vel út. — Stuttu eftir að mynd þessi var tekin yfirgaf Grace samt danssalinn. Sagt var að stigið hefði verið illilega ofan á annan fót hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.