Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 16
10 MURGLTS BLAÐIÐ Frú Jóhanna Sigþrúður Minningarorð „DÁINN horfinn harmafregn“. Þessi orð skáldsins komu mér í hug, er ég heyrði lát frú Jóhönnu S. Pétursdóttur, mágkonu minn- ar. Hún var fædd 19. apríl 1888 að Hálsi í Fnjóskadal. Voru foreldr- ar hennar þau hjónin séra Pétur Jónsson, prestur þar, og Helga Skúladóttir. Séra Pétur var son- ur Jón háyfirdómara Pétursson- ar, prófasts á Víðivöllum í Skagafirði. Kona Péturs prófasts á Víðlvöllum var Þóra Brynjólfs- dóttir Halldórssonar, biskups á Hólum. En móðir séra Péturs var Jóhanna Soífía Bogadóttir, hins fróða, að Staðarfelli Bene- diktssonar, var hún yngst hinna mörgu og merku Staðarfellssyst- kina. Kona Boga var Jarþrúður Jónsdóttir, prests í Holti í Ön- undarfirði Sigurðssonar, prófasts í Holti undir Eyjafjöllum, föður bróður séra Jóns Steingrímsson- ar á Prestbakka. — Kona séra Jóns í Holti, og móðir Jarþrúðar, var Solveig Ólafsdóttir, lögsagn- ara á Eyri, systir Ingibjargar, ömmu Jóns Sigurðssonar forseta. Faðir frú Helgu, móður Jó- hönnu heitinnar, var Skúli óðals- bóndi á Sigríðarstöðum í Ljósa- vatnsskarði Kristjánsson, hins fíka, s. st. Arngrímssonar s. st. Kona Kristjáns og móðir Skúla, var Helga Skúladóttir, prests í Múla, Tómássonar, prófasts að Grenjaðarstað. En móðir Helgu, kona Skúla á Sigríðarstöðum, var Elísbet Jónsdóttir frá Torfu- felli í Eyjáfirði, systir frú Rósu Ijósmóður Thorlacius í Öxnafelli. Voru þær systur mestu greindar- konur, sem og margt þeirra ætt- fólk í Eyjafirði og í Þingeyjar- sýslu (Illugastaðaætt). Frú Jóhanna var elzta barn foreldra sinna, fædd á sumardag- inn fyrsta, og var þeim sönn sumargjöf, sem og var að vísu táknrænt, er litið er á lífsstarf hennar og hugarfar. Ung að ár- um fluttist hún með foreldrum sínum að Kálfafellsstað og lifði þar bjarta æsku. Laust eftir fermingu fór hún til náms í Kvennaskólann í Reykjavík og dvaldist þar hjá skyldfólki sínu. Síðar lærði hún ljósmyndaiðn, hjá frænda sínum, Pétri Brynjólfssyni hirðljós- myndara. Dvaldi hún því næst um skeið, til frekari náms, í Danmörku og Englandi. Eftir heimkomuna setti hún á stofn sína eigin ljósmyndastofu að Laugavegi 11, ásamt með Önnu Jónsdóttur og Sigþrúði Brynjólfs dóttur. 1922 giftist hún Helga Her- manni Eiríkssyni, verkfræðing, síðar skólastjóra og bankastjóra. Skömmu eftir giftingu reistu þau, ásamt undirrituðum, húsið Sóleyjargötu 7, er var ætíð síðar þeirra heimili. Heimili þeirra hjóna varð brátt eitt af þekktustu heimilum hér í bæ, fór þar saman gestrisni, höfð ingsskapur og hjálpfýsi, stóð hún þar ótrauð við hlið manns síns, og lengi munu geymast góðar minningar um þetta glæsilega heimili, sem hún vann svo mjög að, að prýða og fegra. Þar fóru fram móttökur innlendra og er- lendra fulltrúa, sem voru óhjá- kvæmilegar vegna hans marg- þættu starfaen þá þekktist ei sem nú, að hið opinbera stæði fjár- hagslegan straum af slíkum við- tökum. Þeir mörgu sem þekktu Jó- hönnu heitina, munu minnast hennar miklu mannkosta og hæfileika. Segja má, að einna mest áberandi í fari hennar var það, að hún mátti helzt ekkert aumt sjá, án þess að vilja hjálpa og leiðbeina. Hún hjálpaði á marga lund í kyrrþey, var rausn- arleg í útlátum og var þar studd af manni sínum. Drenglynd var hún og hollráð, og sparaði þar hvorki erfiði né fyrirhöfn. Lengi munu menn minnast hreinlyndis hennar, og hve allt tildur og yfir- borðsháttur var henni fjarri. Trygglynd var hún svo af bar, og sannur vinur vina sinna. Jóhanna var prýðilega gefin til líkama og sálar og þótti fríð- leikskona. Listhneigð var hún og hannyrðakona mikil, kappsöm til allra starfa, t. d. iðkaði hún bók- band í tómstundum. Á yngri árum, er hún starfaði hér í Reykjavík, var það ein Á LAUGARDAG tapaði Arsenal forystunni í 1. deild ensku deild- arkeppninnar. Hjá Arsenal eru 37 atvinnumenn á fullu kaupi og af þeim eru 11 á „sjúkralist- anum“ svonefnda. Neðsta liðið Aston Villa sigraði Arsenal með tveimur mörkum gegn einu í þungri færð. Henderson hægri útherji skoraði fyrsta markið fyrir Arsenal, en skömmu seinna jafnaði Meyerscough fyrir Villa og var staðan 1:1 í hálfleik. Mc- Parland skoraði sigurmarkið. — Leicester City hefur ekki unnið Wolverhampton í 33 ár, en á laugardag tókst það og Leicester sem lék nú einn sinn bezta leik í ár átti mun meira í leiknum. Vinstri innherjinn Walsh skoraði eina mark leiksins á 52. mín. West Bromwich, sem skipar nú efsta sætið, skoraði þrjú mörk á 6 mínútna tímabili um miðjan fyrri hálfleik og var Ronnie All- en aðal driffjöðrin í sókninni. Allen, sem leikur nú aftur með liðinu átti stórglæsilegan leik og lék sér að því að opna vörnina hjá Chelesa og leggja knöttinn í dauðafæri fyrir samherjana. Kevan skoraði eitt og hinn átján ára Tony Forrester tvö. í síðari hálfleik bætti Allen sjálfur því fjórða við. Fréttaritarar segja að leikur West Brom. hafi verið stórkostlegur bæði í vörn og sókn, Chelsea átti við ofurefli að etja. — Manchester Utd. -vann sinn fjórða leik í röð, en staðan var 2:1 í hálfleik, Preston í hag. f seinni hálfleik skoraði Manchest- er þrisvar og Preston einu sinni í lokin. Gengi Leeds er athyglisvert, en liðið hefur unnið fjóra síðustu Ieikina. Þennan dag töpuðu öll stóru Lundúnafélögin, Arsenal, Chelsea, West Ham og Totten- ham. Tvö þau síðast nefndu hafa tapað fjórum síðustu leikunum og er útlitið hjá Tottenham allt annað en gott. Hægri innherjinn Colin Barlow skoraði öll mörkin fyrir Manchester City. í Luton var mikill æsingur í áhorfendum, sem virtust hafa aðrar skoðanir en dómarinn í flestu. Síðan 1. nóv. hefur Luton fengið aðeins eitt stig og það var á laugár- dag. — Af níu neðstu liðunum Péfursdóttir hennar mesta ánægja að ferðast um landið á sumrum, og þá oft á hestum héðan úr Reykjavík austur í Hornafjörð til foreldra sinna. í föðurgarði vandist hún góðum hestum og hafði jafnan yndi af góðhestum. En síðari árin lá leið hennar oftsinnis með eiginmanni til útlanda, og áttu þau hjónin þar mörgum vinum að mæta. Trúkona var hún og hugsaði mikið um eilífðarmálin og átti fastmótaða lífsskoðun. Fyrir rösku ári kenndi hún þess sjúkdóms, er leiddi hana til dauða. í sjúkdómi sínum naut hún stakrar umhyggju eig- inmanns og annarra vanda- manna. Á síðastliðnu sumri fór hún með eiginmanni sínum til Danmerkur, til að leita sér lækn- inga, en án árangurs. Hún and- aðist þ. 11. þ. m. Með henni er gengin ein af merkustu konum þessa bæjar, og er hennar sárt saknað af elskandi eiginmanni, systkinum, venslafólki og vinum nær og fjær. Er hún kvödd með þessum orð- um úr erfiljóðum, er Einar skáld Benediktsson órti um frú Jar- þrúði Jónsdóttur, föðursystur hennar. unnu sjö sína leiki og sýnir það ótvírætt að keppnin er að harðna. Röð efstu liða í 2. deild breytist ekkert því öll fjögur efstu liðin unnu. Sheffield Wednesday átti dágóðan leik gegn Middlesbro, sem léku þó vel í fyrstu 15 mín. Útherjar Wednesday fundu þó brátt ráð við Middlesbro og með því að leika upp kantana af mikl- um hraðá og gefa knöttinn kant af kanti teigðu þeir brátt úr vörn- inni. Hægri útherjinn Wilkinson var sérstaklega skemmtilegur í þessum leik, en vinstri útherjinn Allan Finney skoraði fyrst á 23. mín. Curtis skoraði síðara markið úr vítaspyrnu. Fulham, sem léku á heimavelli gegn nágrönnum sín- um Charlton, en bæði þessi lið eru frá London, var án sinna beztu framherja, Haynes, Leggat og Chamberlain. Vinstri útherj- inn Mike Johnson átti sinn „draumaleik", en þetta var fyrsti leikur hans með aðalliðinu, hann skoraði bæði mörkin fyrir Ful- ham. Sunderland hefur enn tekið fram tékkheftið, en á föstudag festu þeir kaup á hinum „pínu- litla“ Ernie Taylor frá Manchest- er Utd. fyrir 6 þúsund pund. Tay- lor var keyptur til Manchester eftir flugslysið, eða fyrir um 10 mánuðum og átti hann mikinn þátt í því að M.U. komst í úrslit í bikarkeppninni. Á laugardag lék Taylor með Sunderland og skapaði samherjunum mörg góð tækifæri til að skora, en þeir voru ekki í skotskónum þennan dag. í síðari hálfleik var Taylor í færi, en var brugðið illa og Elliot „brenndi af“ úr vítaspyrn- unni. Það er menkilegt hvað þessu stóra og auðuga félagi hef- ur gengið illa síðustu árin. ÚRSLIT leikja í deildakeppni ensku knattspyrnunnar sl. laugardag. 1. deild: Arsenal 1 — Aston Villa 2 Birmingham 4 — Blackpool 2 Bolton Wand. 1 — Newcastle 1 Burnley 3 — Tottenham 1 Everton 2 — Portsmouth 1 Leeds Utd. 1 — Nottm. Forst 0 Leicester 1 — Wolverhampton 0 Luton Town 1 — Blackburn 1 Manhcester City 3 — West Ham Utd. 1 Preston 3 — Manchester Utd. 4 West Bromwich 4 — Chelsea 0 Hún átti ei til neitt tál né fals. Hún trúði á dygðir manna, á frelsi og rétt á framsókn alls, hins fagra, góða og sanna. Hún dæmdi ei hart. Hún vildi vel í vinskap ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. Sigfús M. Johnsen. T unglskinsnæt ur í Vesturdal EIN af nýjustu bókunum á jóla- markaðinum heitir „Tunglskins- nætur í Vesturdal" eftir norsku skáldkonuna Gerd Nyquist. Út- gefandi er Leifsútgáfan, en Jó- hanna Kristjónsdóttir hefur þýtt bókina. Tunglskinsnætur í Vesturdal hlaut fyrstu verðlaun í norrænni skáldsagnakeppni, sem þrjú stærstu vikublöð á Norðurlönd- um efndu til snemma á þessu ári. Fór skáldsagnakeppni þessi fram í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð og bárust um 50 handrit frá hverju landi. Saga þessi gerist í Noregi og fjallar um tízkudrottningu, sem gerist þreytt á borgarlífinu og hverfur í kyrrð sveitasælunnar. Þar lifir hún lengi þráðan draum. 2. deild: Bristol Rovers 1 — Shefíield Utd. 1 Derby County 1 — Brighton 3 Fulham 2 — Charlton 1 Ipswich Town 1 — Rotherham 0 Leyton Orient 0 — Grimsby Town 1 Lincoln City 0 — Bristol City 2 Scunthorpe 1 — Liverpool 2 Sheffield Wedn. 2 — Middlesbro 0 Stoke City 5 — Huddersfield 1 Sunderland 0 — Cardiff City 2 Swansea Town 2 — Barnsley 1 1. deild: West Bromwich 21 10 7 4 52-32 27 Arsenal . 22 12 2 7 53-33 27 Bolton . 21 10 7 4 40-28 27 Wolverhampton . 21 12 2 7 39-24 26 Preston . 22 11 4 7 40-33 26 Nottm. For«st .. . 21 10 3 8 39-28 23 Blackburn . 21 8 7 6 46-37 23 Manchester Utd. 22 9 5 8 50-41 23 Blackpool . 21 7 9 5 29-24 23 Newcastle . 21 10 2 9 43-38 22 Leeds Utd . 21 7 7 7 28-34 21 Luton Town . 21 6 8 7 31-29 20 Burnley . 21 8 4 9 36-27 20 West Ham Utd. .. . 21 8 3 10 38-42 19 Chelsea . 21 9 1 11 41-43 19 Everton . 21 8 3 10 39-52 19 Manchester City 21 6 6 9 35-46 18 Birmingham . 21 7 4 10 30-41 18 Portsmouth . 21 6 5 10 37-44 17 Tottenham 6 4 11 42-53 16 Leicester 21 6 4 11 37-56 16 Aston Villa . 22 6 4 12 34-55 16 2. deild: Sheffield Wedn. 21 15 3 3 62-24 33 Fulham . 21 14 4 3 44-32 32 Stoke City . 22 12 3 7 44-34 27 Liverpool . 21 12 2 7 43-31 26 Bristol City 11 2 8 45-35 24 Sheffield Utd ... 21 9 5 7 36-25 23 Bristol Rovers .. . 21 9 5 7 45-37 23 Charlton . 21 9 5 7 50-46 23 Ipswich . 21 10 3 8 35-34 23 Cardiff . 19 10 2 7 35-29 22 Huddersfield . 21 7 5 9 34-31 19 Grimsby . 21 6 7 8 37-47 19 Derby County ... 22 7 5 10 31-46 19 Swansea . 20 6 6 8 37-40 18 Barnsley . 21 7 4 10 34-42 18 Brighton . 21 5 8 8 32-51 18 Leyton Orient .. . 21 6 5 10 33-40 17 Middlesbro . 21 0 4 11 44-37 16 Scunthorpe . 20 5 6 9 27-42 16 Sunderland . 21 6 4 11 29-46 16 Lincoln City . 21 5 4 12 35-47 14 Rotherham . 21 5 4 12 26-49 14 3. deild. Efstu liðin: Plymouth . 22 13 7 2 52-29 33 Hull City . 23 13 4 G 44-29 30 Southampton . 23 9 8 5 49-30 26 Reading . 22 9 8 5 36-27 26 Tranmere . 22 10 6 6 38-31 26 Southend . 23 10 6 7 42-35 26 Neðstu liðin Chesterfield ..... 22 5 7 10 27-31 17 Stockport ....... 23 6 5 12 35-45 17 Notts Co.......... 22 3 10 9 28-43 16 Rochdale ......... 22 3 5 14 20-43 11 Doncaster ........ 22 5 1 16 21-49 11 4. deild. Efstu liðin: Coventry City .... 22 12 5 5 43-21 29 Exeter City 21 13 3 5 43-24 29 Port-Vale 22 11 6 5 47-32 28 York City 22 10 7 5 39-26 27 Millwall 22 12 3 7 41-31 27 Carlisle 20 8 7 4 30-19 25 Shrewsbury 22 9 7 6 37-30 25 Enska deildarkeppnin: West Bromwich efst — Arsenal Wotves tapa Þriðjudagur 16. des. 1958 Einar Sverrir Sverrisson Fæd«lur 8. janúar 1952. Lézt af slysförum 28. Al. 1958. Sorgin er mikil, sárt var höggið þunga, sonurinn látinn, hjartahlómið unga. Föður- og móðurhjörtu, harmi lostin, heilagur strengur næstum sundur brostinn. Lækna þú, dróttinn, lifendanna sárin, lauga í burtu syrgendanna tárin. Láttu þeim skína, Ijósið himin bjarta, ljósið frá þínu, kærleiksríka hjarta. Grát þú ei móðir, guð er kærleiks- ríkur, grát þú ei faðir, hann er engum líkur. Ég lifi honum, lífið er mér drottin, af lífi hans er sérhver vera sprottin. Ég lifi sæll í sólarheimi björtum, svo veri bjart, í pabba og mömmu hjörtum. elskan er sterk, sem bindur saman böndin, og burtu slítur, aldrei drottins höndin. Svo vísa drottinn, veg þinn, syrgjendunum og veit þeim skjól í tímans hretviðrunum. Lát vonarljósið, lýsa á sætið auða, og lífið eilíft, bak við gröf og dauða. Vinur. — Bókaþáttur Framh. af bls. 13 „Ilmur kærleikans“ er ódulbú- in prédikun, en „Sjúklingurinn á númer 9“ illa dulbúin. ,,Flóttinn“ er ósennileg saga vegna þess að persónurnar eru óljósar. „Ég elska þig“ er fallegur þáttur um unglinga í fjallaferð, en sneyddur skáldskap. „Við arineldinn“ er allgóð saga, en ekki nægilega þétt riðin. Um sögurnar í heild er það að segja, að þær skortir listrænt yfirbragð. Skáldkonan gengur of beint til verks, klæðir ekki efnið þeim búningi, sem orkar á ímynd unaraflið, og hún kemur lesand- anum aldrei á óvart. Mér finnst hún ekki lifa sig nógsamlega inn í söguefni sín, og oft bregður fyrir tilfinningasemi. Hins vegar dettur henni margt skemmtilegt í hug og er gædd skopskyggni, sem hún ætti að færa sér betur í nyt. Prófarkalestri á bókinni er hörmulega ábótavant, og þar eru nokkrar hvimleiðar málvillur. Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.