Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 20
MORCUN BLAÐIÐ Þriðjudagur 16. des. 1958 „Er það ekki yfirréttarmála- sflutningsmaður Agréus?“ spurði hann. „Má ég kynna mig? Ég er Leif Redell, sem aðstoðaði Sús- önnu lækni Bergmann, þegar hún gerði skurðaðgerðina á litla syni yðar“. „Það gleður mig að kynnast yð- ur“, svai'aði Rolf, en röddin lýsti engri sérlegri ánægju. Leif hélt áfram, eins og ekkert væri. „Ég óska yður til hamingju með, að syni yðar hefur batnað svo. Sú aðgei-ð var að vissu leyti listaverk, regluleg snilld, — en það vitið þér auðvitað. Læknir, sem ekki hefði verið j-afnviss, hefði meira að segja ef til vill ekki get- að framkvæmt hina réttu sjúk- dómsgreiningu. — Það er annars mikið, að heimilislæknir yðar hafði ekki hugmynd um hið sanna eðli sjúkdómsins. Jæja, nú er allt búið og það fór vel. Það hlýtur að vera yður mikil gleði". „Já, auðvitað — auðvitað", svar aði Rolf stuttlega og eins og ann- ars hugar, en Leif var ekki á því að hætta við svo búið. Þótt hann gæti ekki gert annað fyrir Súsönnu, þá ætlaði hann að gera það, sem í hans valdi stóð til þess að þessi staur, málafærslu- maðurinn, færi ekki frá sjúkrahús inu svo, að hann ekki skildi að Súsanna bafði framkvæmt mjög erfiða aðgerð með miklum ágæt- um. Leif var það meira eða minna Ijóst, að Súsanna hafði orðið ást- fangin af föður litla sjúklingsins. Hún hafði verið svo taugaóstyrk og mislynd upp á síðkastið, og það styrkti Leif í grun h-ans. Hann unni Súsönnu þess, að verða eins hamingjusöm og hann var nú sjálfur, en hann var samt í vafa, úr því að Rolf Agréus átti í hlut. Var hann raunverulega rétti maðurinn handa henni? Hins vegar var hún alveg hætt að vera með Kurt, eins og hún áður hafði verið nærri daglega — og það virtist ekki haf-a haft áhrif á skap hennar. Hún hafði verið alveg eins og hún átti að sér síðustu dag ana, og það gat auðvitað stafað af því, að það væri annar, — en var það Agréus? „Hákansson prófessor var mjög hrifinn", hélt Leif áfram, án þess að láta ólundarsvip hins á sig fá. „Hann hefur ráðið Bergmann lækni til að sérhæfa sig í hjarta- aðgerðum, og ég hygg, að aðgerð- in á syni yðar hafi markað tíma- mót fyrir hana“. „Hún mun sjálfsagt hljóta glæsi legan frama“, sagði Rolf. „Já, en ég býst samt við því, að það sé henni ekki mikilsvert. Hún er í alltof ríkum mæli kona, til þess að meta framann mest. Því hafið þér sjálfsagt tekið eftir. — Það eru sjúklingarnir, sem öllu máli skipta í hennar augum og hún hugsar um velferð þeirra dag og nótt. Hann getur haft dálítið þraytandi áhrif á okkur hin, þessi óþreytandi dugnaður, jafnvel þegar dagsverkinu er lokið. Þegar maður hittir hana utan sjúkra- hússins, er mjög erfitt að fá hana til að tala um annað en vinnuna". „Þekkið þé1!' Bergmann lækni — persónulega?" Rolf leit hvasst á Leif, og það var einmitt það, sem hann hafði búizt við og vonazt eftir. Það gat gefið til kynna, að þessum tré- manni væri ekki eins sama um ■Súsönnu, eins og hann vildi láta líta út. Þ-að hafði verið vottur um afbrýðisemi í svip málafærslu- mannsins, eða svo virtist Leif. — Honum hafði heppnazt hið litla kænskubragð sitt, og honum var sama þótt Agréus héldi, að þeim Súsönnu færi eitthvað á milli. Leif stakk fljótleg-a vinstri hendinni í sloppvasann, til þess að hinn spánýi trúlofunarhringur kæmi ekki upp um hann. En nú var Rolf aftur orðinn þurr og þegjandalegur. Leif þótti ráðleg- ast að kveðja og fara á brott, en hann vonaði, að orð hans hefðu að minnsta kosti orðið til þess að erta þenna fámála mann og koma hon- urn til að hugsa málið. Nú var stundin komin, sem Sús anna hafði kviðið fyrir síðustu vikurnar. Hún átti að tala við föður Tómasar, og þetta viðtal myndi sennilega jafnframt verða kveðja — fyrir fullt og allt. Hún dró þungt andann og settist við skrifborðið alveg róleg, að því er virtist, einmitt þegar dyrnar opn- uðust og Rolf kom inn, til þess að ræða um eftirmeðferðina á Tóm- asi, eins og ákveðið hafði verið. Það gekk betur en hún hafði búizt við, að tala við hann um það, sem þeim báðum var svo um- hugað um, að Tómasi hafði batnað svo vel. Það var eitthvað af sól- skinsskapi morgunsins ennþá eft- ir hjá henni og hún komst að því, sér til undrunar, að hún átti aft- ur eins auðvelt með að brjóta upp á einhverju, eins og þegar hún var með Rolf Agréus í fyrsta skipti, — hið minnisverða kvöld fyrir svo löngu. En nú var ekki um það að ræða, að rökræða sam- eiginleg áhugamál, listir og tón- list, heldur skyldi gerð áætlun um, hvernig bezt yrði séð fyrir aftur- bata Tómasar. „Mér hefur heppnazt að koma því svo fyrir, að ég get tekið mér frí frá störfum fimm til sex vik- ur í surnar", sagði Rolf. „Félagi minn og góði vinur hefur boðizt til að sjá um allt á meðan ég er á burtu, og ég hef hugsað mér að helga mig Tómasi algerlega. Ég hafði hugsað mér að við færum í ferðalag um Miðjarðarhafið". „Ég ræð eindregið frá því“, sagði hún, „og það er af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi verður slík löng sjóferð alltof erfið fyrir Tcmas. Enda þótt hann sé mestan tímann á skipsfjöl, er allt-af heitt og erfitt á ferðunum í land. Ég er líka hrædd um, að hin mörgu nýju áhrif verði honum um megn. Þar að auki er hætta á ýmislegri smit- un á slíkri ferð, og það má Tóm- as alls ekki eiga á hættu. Þótt ekki væri nema lítilfjörleg þarma- smitun — og slíkt er nærri því óhjákvæmilegt á slíkum ferðum — þá myndi hún seinka afturbatan- um verulega. Getið þér ekki fund- ið eitthvað, sem er minni áreynsla?" „Ja, —hvað ætti það að vera annað? Falsterbo? B&sted?" „Mér litist betur á stað, þar sem ekki væri önnur eins ös og glaum ur. Þér ættuð að forðast of mik- inn hávaða og mannfjölda. Við- kunnanlegur, kyrrlátur matsölu- staður, helzt í sveit, og þar sem væru nokkrir litlir leikbræður handa Tómasi, — það væri það bezta. Ef til vill gæti einhver vin- ur yðar bent yður á slíkan stað, en annars gefur ferðafélagið sjálf sagt hjálpað yður-“. Og skyndilega datt henni nokk- uð í hug, og hún bætti við: „Og farið þér ekki of langt. Ég á við, að ef nokkur ástæða yrði til að verða órólegur, þá vildi ég, að þér hefðuð samband við mig. Þá væri bezt, að þér væruð hvorki á Skáni eða Lapplandi. Það eru margir ágætir matsölustaðir í Dölunum". Rolf hló. — „Ég vona auðvitað ■að við neyðumst ekki til að ómaka yður, Bergmann læknir. En það er gott að vita af því, að ég má hringja til yðar, ef þöi'f krefur. Og svo að ég minnist á annað, sem ekki snertir læknisstarfið. Hvað segið þér um það, að eyða kvöldstund meo mér, sem vonandi yrði eins viðkunnanleg og hin var á sínum tíma? Áður en leiðir okk- ar skilja------“ „Ég hef því miður víst ekki tíma til þess“, svaraði Súsanna. „Ég mun eiga mjög annríkt nú á næstunni. Það eru mai'gir í leyfi — í stuttu máli, það er ekki hægt“. „Það var leiðinlegt! Þá er víst ekki um annað að gera en að þakka og kveðja. Og sérstaka þökk fyrir hin góðu ráð varðandi Tómas. Ég vona, að við finnum fallegan og friðsælan stað, þar sem við getum notið hvíldar. Og þegar við komum aftur, þá hringi ég samt sem áður til yðar, til þess að segja yður, hvernig Tómasi líð- ur“. „Já, gerið það fyrir alla muni“, sagði Súsanna glöð. Hún hafði sjálf ætlað að fara að foiðja hann um það. „Þakka yður einu sinni enn! Ég vona, að þetta verði ekki í síð- asta sinn, sem við hittumst", sagði Rolf og stóð upp. Súsanna brosti. Það var ekki fyrr en hurðin lokaðist á eftir honum, að Súsanna veitti því at- hygli, hve hjarta hennar barðist. Hún gat fundið æðasláttinn upp í háls og alveg út í fingurgóma. Hvað var það nið innra með henni, sem hún gat ekki ráðið við? Var það — ást? Ef svo var, þá hafði hún vaknað of seint.-----Nú fór Rolf Agréus ofan stigann og út úr lífi hennar. Og hér sat hún við ski'iffoorðið sitt, og gat ekki hrifið sig út úr þvi mjúksára hugar- ástandi, sem hún allt í einu hafði komizt í. Og enda þótt ástæðurn- ar væru vonlausar, fann hún ekki til óróleika og engrar sorgar. — Hún f-ann aðeins til kyrrlátrar, angurfolíðrar hamingju.------ Hún sat lengi kyrr, en himinn- inn úti fyrir varð dimmari og folárri. Rökkrið læddist hljóðlaust inn í herbergið, en hún tímdi ekki að kveikja á lampanum. Hins veg- ar stóð hún að síðustu upp, fór og opnaði glugga, stóð við h-ann og andaði að sér loftinu, sem var þrungið ilmi frá trjánum, runn- unum og blómabeðunum í spítala- garðinum. Þá heyrði hún, að dyrnar voru opnaðar og hún flýtti sér að skrif- borðinu og kveikti á 1-ampanum. Það voru þau Leif og ungfrú Sjö- gren, sem komu inn með stærðar vönd af sumarblómum. „Þau eru handa hamingjudísinni okkar“, sagði Leif kátur og hneigði sig. Súsanna horfði á þau, og litla ungfrú Sjögren hló og rétti fr-am v.nstri höndina, svo að Súsanna gat ekki annað en séð trúlofunar- hringinn. „Það er eins og smásaga í viku- folaði", sagði Leif, og lagði hand- legginn ut-an um laglegu, litlu unnustuna sína. „Litla hjúkrunar konan og hinn frægi læknir! Það er aðeins sá munurinn, að í þetta skipti var það læknirinn, sem varð að hlaupa af sér tærnar til að ná í meyna, sem veitti mótspyrnu. Annars er það venjulega á hinn veginn. Ef við hefðum ekki notið þinnar hjálpar við, Súsanna, hefð- um við tæplega trúlofazt fyrr en að viku liðinni". „Til hamingj}i!“ tókst Súsönnu að koma út úr sér. Þau voru svo ung og hamingjusöm, að það lá við, að henni vöknaði um augu. „Hvenær á brúðkaupið að fara fram?“ „Það má húsnæðisnefndin vita“, sagði Leif hlæjandi. „Hið eina, sem við vitum, er það, að fyrsta dóttir okkar á að heita Súsanna. „En ef það verður nú sonur?" sagði Súsanna. Vantar barn til blaðbuufðar í HLÍÐARVEG. tftiliittM&ftife Aðalstræti 6 — Sími 22480. CL r L á ó THEY STRUCK UP QUITE A FRIENDSHIP ... BY THE WAX WHEKE IS MAJOR? TRYING TO FIND HIS PAL, MAJOR, I ■ THINK... 1 WHAT'S ANDY WHINING FOR? GOOD MORNING, MARK...ANY LUCK IN LOCATING YOUR DUCK rnn i BANDER?. NOT A BIT, FRANK ...NOBODY SEEMS TO ■< KNOW ABOUT HIM/ OH...UH... HES OUT CHASING A RABBIT I S- SUPPOSE/ . 1) „Góðan daginn, Markús .. Hefurðu haft heppnina með þér við að finna manninn með gull- hringina?" „Nei, mér miðar ekk- ert í áttina .. Enginn virðist vita neitt um hann.“ 2) „Af hverju er Andi að ýlfra?“ „Ég býst við að hann sél Hvar er Vaskur annars?“ „Jaa .. að leita að Vaski vini sínum.“ hm .. ég býst við að hann sé úti 3) „Þeim varð svo vel til vina. að elta kaninur.“ „Það höfum við ekki ákveðið enn“, sagði Leif alvarlegur og horfði í augu henni. „En er ekki Rolf anzi fallegt nafn? Eða hvað finnst þér, Súsanna?“ Hún lét, sem hún skildi ekki sneiðina, en hún fékk dálítinn sting í hjartað, þegar hún hugs- aði til þess, að hún myndi aldrei sjálf lifa annað eins og hina ungu hamingju þeirra. „Þá veit ég af hinum rétta stað“, sagði Katarina. „Hann er uppi í Dölunum, ekki langt frá Siljan og þaðan er töfrandi út- sýn yfir vatn.ð. Ég hef verið þar sjálf og þú getur reitt þig á það, Rolf, að það er einmitt rétti stað urinn fyrir Tómas. Það heitir Skogsbergs Pensionat. Ef þú hefur landabréf, þá skal ég finna staðinn fyrir þig“. „Ertu viss um, að þar sé kyrr- látt og friðsælt?“ spurði Rolf, iít- ið eitt órólegur. Katarina var vön að dvelja í sumarleyfi á stöðum, þar sem margt var um manninn — og hið rétta fólk. Hún gat þess til skýr- ingar, að það væri gott að hitta fólk, vegna verzlunar sinnar. — Hann minnti líka, að hann hefði séð Skogsbergs Pensionat auglýst í hinum dýru tímaritum um skíða- ferðatímann. „Kyrrt og friðsælt? Kæri Rolf, ég segi þér satt, að það er ein- mitt það, sem þú ert að leita að. Ég var þar um nýjárs-leytið, en að vetrinum er þar allt öðru vísi. Þá kemur þangað fjöldi af kunnu fólki. En á sumrin er allt öðru vísi í Skogsberg, eftir því sem ég hef heyrt, svo að þú getur farið þangað rólegur.------- Barrskógar, bað í vatninu, gönguferðir og kyrr lát bridge á kvöldin, þegar Tómas er háttaður. Gestirnir eru flestir sjálfsagt eldra fólk, en það verð- ur þú að sætta þig við vegn-a Tóm- asar. Ef það verður alltof dauf- legt, þá geturðu alltaf hringt til mín. Ég get alltaf ekið þangað upp eftir um helgar, ef þú kærir þig um að hitta mig“. {,Það er vissulega alltof mikil fyrirhöfn“, flýtti Rolf sér að svara. Hann minntist þeirra oi'ða Súsönnu, að Tómas þyrfti fyrst og fremst að hafa næði, og Katarina var alls ekki róleg. Hún þarfnað- ist hraða, viðburða og samkvæma. Það var reglulega fallegt í Skogsberg. Þar var friðsælt, lítill bær í daladragi niður að Siljan. Þar voru nokkrar verzlanir, hús £HÍItvarpiö Þriðjudagtir 16. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Barnatími: Ömmusögur. —- 18,50 Framburðarkennsla í esper- anto. 19,05 Þingfréttir. — Tón- leikai'. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Ein tegund bæklunar (Páll Sigurðsson læknir). 21,00 Erindi með tónleikum: Baldur Andrésson talar um danska tón- skáldið Hartmann. 21,30 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21,45 Tón- leikar (plötur). 22,10 Upplestur úr þremur barnabókum. 22,40 Is- lenzkar danshljómsveitir: Karl Jónatansson og hljómsveit hans leika. Söngkona: Birna Péturs- dóttir. 23,10 Dagskrárlok. MiSvi'kudagur 17. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna — tón- leikar af plötum. 18,30 Útvarps- saga barnanna: „Ævintýri Trít- ils“ eftir Úick Laan; IV. (J1 ildur Kalman leikkona). 18,55 Fram- burðarkennsla í ensku. 19,05 Þing fréttir. Tónleikar — 20,30 Lestur fornrit-a: Mágus-saga jarls; VIII. (Andrés Björnsson). 20,55 íslenzkir einleikarar: Þórunn Jó- hannsdóttir leikur á píanó. 21,25 Viðtal vikunnar (Sigurður Bene- diktsson). 21,45 Islenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). 22,10 Upp- lestur: a) „Sól yfir Blálands- byggðum“, bókai'kafli eftir Felix Ólafsson (Höfundur les). b) „Leikur örlaganna", bókarkafli eftir Elínborgu Lárusdóttur (Séra Sveinn Víkingur les). 22,40 Lög unga fólksins (Haukur Hauks- son). 23,35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.