Alþýðublaðið - 26.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.10.1929, Blaðsíða 2
ALPÝÐUBL-AÐIB Nýtt Sacco-Vanzetíi-mál. Verklýðsofsóknir í Amexíku. Tvö ár eru liðin síðan amerísk- ir auðvaldsdómstólar dæmdu tvo saklausa verkamenn til lífláts. Verkamenn þessir höfðu ekkert annað til saka unnið en þaö, að hafa aðrar stjórnmálaskoðanir en drottnunum líkaði. — Mál þeirra Saccos og Vanzettis vakti geysiathygli um gjörvallan heim. I flestum löndum voru mótmæli samin og send til Bandaríkjanna og öll máls-meðferð auðvalds- dómaranna var fordæmd af millj- ónum manna. —■ Frægir rithöf- undar töluðu máli þessara fátæku verkamanna, en ekkert dugði. Þeir voru taldir hættulegir þjóð- félaginu og auðvaldið sat við sinn keip. Sacco og Vanzetti voru dæmdir til dauða og líflátnir í rafmagnsstólnum í Sing-Sing að nóttu til. En blóð þeirra Saccos og Van- zettis hefir ekki sezt að sjónum amerískra íhaldsmanna. — Nú er nýtt mál á uppsiglingu í Amer- iku, sem þegar hefir dregið að sér athygli alls heimsins, og hef- ir því verið líkt við Sacco-Van- zetti-málið fræga. Og nú eru það ekki að eins tveir alþýðumenn, sem ákærðir eru, heldur sjötíu. Saga málsins er þessi: Eftir að stríðinu lauk hafa vefnaðariðju samsteypufélögin amerísku flutt alla aðalstarfsemi sína til Suðurríkjanna, sérstak- lega til Norður- og Suður-Caro- línu og Tennesee. Ástæðan fyrir þessu er sú, að þarna fæst ódýr vinnukraftur. Þar er mikill fjöldi svertingja og innflytjenda, sem til skamms tíma höfðu alls eng- in samtök eða félagsskap. — Fyrir nokkru hófu verkamenn þar samtakastarf og varð nokkuð á- gengt, en erfiðlega hefir gengið að vekja gvertingjana, sem eri) víða mjög ómentaðír og hafa enga eða litla stéttarmeðvitund. f vor varð kaupdeila milli iðn- aðarverkamannanna, er fóru fram á hærri laun og meira öryggi í verksmiðjunum, og nokkurra iðjuhölda. Meðal þeirra var hið volduga félag Jenckes & Co. í Gastoníu í Norður-Carolínu. Atvinnurekendur vísuðu kröf- um verkamanna þegar á bug, og hófu verkamenn þá verk- fall. Atvinnurekendur ráða öllu ,í ríkinu, jafnt í fjármálum og stjórnmálum. Þeir fengu því þess vegna þegar til leiðar komið, að herlið var sett á verkfallsstöðv- arnar, og skyldi það verða til taks, „ef eitthvað út af brygði“, eins og auðvaldsblöðin komust svo sakleysislega að orði. — Verksmiðjueigendur fengu og verkfallsbrjóta í lið með sér, ér hófu vinnu á ný. Nú ráku iðjuhöldarnir verka- menn út úr íbúðum þeim, er þeir höfðu leigt þeim, og stóðu verk- fallsmenn því á götunni með konur sínar og börn, húsnæðis- lausir — allslausir, en þó fullir af þori til að berjast fyrir rétti sínum til hinstu þrautar. — En líklegt er, að þeir hefðu gefist upp, ef stéttarbræður þeirra ýms- ir, bæði innlendir og útlendir, hefðu ekki brugðist drengilega við þeim til hjálpar. — Þessir vinir verkfallsmanna keyptu tjöld og settu þau upp í hverfi og verkamennirnir fluttu í þau. Síðan settu þeir upp skrifstofu í eigin húsi, og nú hófu verka- menn starfsemi sína af alefli með hjálp styrktar-vina sinna. Þeim tókst að fá mikinn fjölda verkamanna í samtökin og þau urðu öflugri með hverjum degi. Þegar atvinnurekendur sáu, að verkfallsmönnum óx fiskur um hrygg og samtök þeirra efldust þrátt fyrir ofsóknir iðjuhölda, urðu þeir næstum ærir. — Þeir sendu því einka-lögreglu sína á stað. Hún brauzt inn í skrifstofu verkamanna, rændi hana og sprengdi húsið síðan í loft upp. Hin opinbera lögregla þóttist síð- an rannsaka málið, og eftir að „rannsókn" hennar var lokið lýsti hún yfir því, að ómögulegt væri aö hafa upp á sökudólgunum. 7. júní gerðist svo sá atburður, sem hleypti öllu i bál og brand, og nú er næstum því borgara- styrjöld í Gastoníu. Þennan dag ræðst lögreglulið undir forystu Aderholts lögregluforingja inn í tjaldþorp verkamanna, en þeir spyrna á móti. Alt í einu byrjar skothríð frá báðum flokkum. Tveir lögreglumenn særast og annar þeirra, Aderholt, til ólífis, —: Á dánarbeði sínum sagði Ad- erholt, að hann hefði ekki fariÖ rétt að og hann óskaði ekki eftir því, að nokkur maður yrði ásak- aður fyrir að hafa valdið dauða sinum. — Það er heldur alls ekkj upplýst, hvort Aderholt féll fyrir skoti frá verkatniinnum eða ó- happaskoti frá lögreglutmi sjálfri, En yfirvöldin tóku ekkert til- lit til þessara yfirlýsinga og óska Aderholts. Þvert á móti. Þau hófu þegar enn grimmari ofsókn- ir á hendur verkamönnum, og nú var sem þeir væru alveg rétt- lausir. 70 þeirra voru dregnir fyr- ir lög og dóm. Þar af eru 16 á- kærðir fyrir ásetningsiriorð, en hinir 54 fyrir morðtilraun. Málareksturinn hefir staðið lengi yfir. Æsingar eru miklar og málið hefir vakið geysiathygli um heim allan. Verkamenn og jafnaðarmenn í öllum lönditm •hafa safnað fé til styrktar verk- fallsmönnum og mótmælum rign- ir yfir amerísku dómstólana. — Tvisvar sinnum hefir orðið að fresta réttarhöldum, í annað sinn vegna þess, að einn af kviðdóm- endunum varð alt í einu brjálað- ur og kastaði sér út ttm glugga á dómshöllinni. — Einn merk- asti lögfræ'öingur Bandaríkjanna, sem mikið gerði til að verja Sac- co og Vanzetti, ver mál verka- mannanna. Danska blaðið „Politiken“ birt- ir nýlega forystugrein um þetta mál með fyrirsögninni: „Gaston- ía. — Dómsmorð." — Þar segir svo: „Amerískur málarekstur hefir sína sérstöðu. Oft brosum við Evrópumenn að honum, en oft fyilir hann okkur undrun og reiði. Varla hefði nokkurs staðar í víðri veröld, annars staðar en í. Bandaríkjunum, annað eins mál komið upp og apa-málið fræga. Allir muna eftir apa- málinu og kennaranum Scope, er var dæmdur frá embætti fyrir að hafa kent vissa náttúrufræði- skoðun. Eða hugsið ykkur fyrir- hrigðið Ku-Klux-Klan, sem auk allra sinna kátlegu siða berst hlífðarlausri og grimmri baráttu í þágu þríeiningarinnar: Trúar- ofstæki — auðvald — kyn- flokkahatur. Ástæðan fyrir þessu nýja máli, — Gastoníu-málinu, sem hefir verið nefnt: Hið nýja Sacco-Van- zetti-mál, er einmitt sú sama, hinn sérstaki Ameríkanismi, sem hrinti af stað apa-málinu og hefir alið Ku-Klux-Kian . . .“ Gastoníu-málið er að eins nýtt dæmi upp á bardagaaðferöir am- eríska íhaldsins. V. Stórílóð á Slgluíirðl. FB„ 25. okt. Frá Siglufirði er símað: Óstilt tíð og illviðrasamt að undan- förnu. í dag er norðan-stórhríð, mikil fannkoma, frost og stór- brim með sjávarflóði. Gengur sjór yfir varnargarðinn norðan á eyrinni og hefir flætt yfir allan norðurhluta hennar. Flætt hefir inn í mörg hús og flúði fólk úr nokkrum húsum í nótt. Flóðið er nú komið suður undir aðal- götuna. — Ofsarok var í nótt og sleit vélbátana „Valdimar“ og „Kristbjörgu" frá bryggjum. Skemdust þeir mikið og einnig bryggja, .sem „Valdimar" lenti á- Stóran pramma, fullhlaðinn 380 tn. síldar, sem einkasalan á, sleit einnig frá frambryggjunni og rak inn á leiruna. Línuveiðararnir „Hlér“, „Al- den“, „Fróði“ og „Nonni“ liggja 'hér inni. — Góður þorskafli var, er síðast gaf á sjó. FB„ 24. okt. Þjöðverjar og eldspýtnaawð- valdið. Frá Berlín er símað: Stjórnin í láni Þýzkalandi 125 milljónir sænska eldspýtnahringsins, hafa gert samníng. um, að_ hringurinn láni Þýzkalandi 125 milljónir dollara með 6«/o vöxtum. Lánið endurgreiðist á 50 árum. Þýzkt hlutafélag fær í staðinn einkasölu á eldspítum í Þýzkalandi. Sænski hringurinn ræður yfir helmingi hlutabréfanna, en Þjóðverjar hin- um helmingnum. Barist enn i Kina. Frá Shanghai er símað: Friðar- umleitanir á milli Feng-yuh-si- angs og Nankingstjórnarinriar virðast engan árangur hafá borið. Feng sækir á við Han-fljótiÖ. Nankinghernum veitist erfitt að stöðva framsókn hans. FB„ 25. okt. Skotið á italska krónprlnzinn. Frá Bruxelles í Belgíu er sím- rð: Italska krónprinzinum, sem hér er staddur, var sýnt bana- tílræði í gær. Hann sakaði ekki Hann kom hingað til þes$ að vera viðstaddur skemtihald af tilefni trúlofunar hans og dóttur belgisku konungshjónanna. Þeg- ar hann kom þarigað gerði ‘ít- alskur stúdent, Rosa að nafni, tilraun til þess að skjóta hann, en hæfði ekki. Lögreglan hand- tók þegar stúdentinn, sem var nýkominn frá París, en gat með naumindum komið í veg íyrir, að æstur mannfjöídinn tæki harín úr höndum sér. — Stúdentinn kvað það hafa vakað fyrir sér að béina athygli alheims að hætt- unni, sem stafar frá svartliða- stefnunrii. Flugmaður ferst? Frá New-York-borg er símað: Menn óttast alment, að Atlants- hafsflugmaðurinn Ditemann hafi farist. Fregn frá ónafngreindu eimskipi segir, að eyðilögð flug- vél hafi sést af skipinu skamt frá Nýfundnalandi. Flugvélin var máluð svört og gul, eins og flug- vél Ditemanns. Kona flugmanns- ins segir, að hann hafi upphaf- lega ætlað að leggja leið sína yfir Island og Grænland, en breytt fyrirætlun sinni áður en hann lagði af stað. Smiði risaflugvéla. Félagið „General Motors" hefir myndað nýja verksmiðjudeiíd, sem ætlast er til að smíði flug- vélar með 12 mótorum, .svipaðiár risaflugvélinni „Dox“. Um tvo uppreisnarmenn og æsku- lýð Evrópn ætlar séra Sigurður Einarsson að flytja fyrirlestur í Bæjar- þingssalnum i Hafnarfirði á morgun kl. 4. Ætlaði séra Sig- urður að halda þennan fyrirlestur hér fyrst, en bæði kvikmyndahús- in voru leigð öðrum. Þetta er án efa mjög fróðlegt og gott er- indi, og séra Sigurður er þektttr að því að vera ágætur fyrirles- ari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.