Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 13
Föstudagur 13. febr. 1959 MORGUISBLAÐIÐ 13 Frú Cuðrún Guðnadóttir frá ísafirði Minning HINN 10. janúal- sl. lézt frú Guðrún Guðnadóttir frá ísafirði. Andaðist hún hér í Reykjavík, en hingað hafði hún flutt árið 1946 ásamt manni sínum Ólafi Gests- syni, trésmíðameistara. Frú Guð- rún var jarðsunginn hér í Reykja vík 17. janúar sl. Vildi ég minn- ast þessarar ágætu konu með fá- einum orðum eftir dúk og disk. Frú Guðrún var fædd að Sbála- vík við ísafjarðardjúp ?2. maí árið 1880. Var hún því nær 79 ára gömul, er hún lézt. Foreldrar hennar voru Guðnj Jónsson og Hólmfríður Jónsdóttir, sem voru heimilisföst í Skálavík. Faðir hennar drukknaði í sjóveðri þrem ur dögum áður en brúðkaup hans og Hólmfríðar unnustu hans skyldi standa. Guðrún var þá tekin í fóstur af Gunnari Hall- dórssyni alþingismanni í Skála- vík og Kristínu konu hans. Ólst hún upp á hinu myndarlega heimili þeirra og átti þar heima til 22ja ára aldurs, eða þar til Kristín, kona Gunnars dó. Guð- rún fór þá á Kvennaskólann á Blönduósi og var þar í 2 vetur. Á sumrum var hún í kaupavinnu að Undirfelli í Vatnsdal. Eftir að hún hafði lokið dvöl sinni i Blönduósskóla, stundaði hún heimiliskennslu, bæði við ísa- fjarðardjúp og á Rafnseyri við Arnarfjörð hjá séra Böðvari Bjarnasyni. Síðan stundaði hún um skeið verzlunarstörf á ísa- firði. Þar kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Ólafi J. Gests- syni, sem þar var þá við tré- smíðanám. Giftust þau árið 1913. Var heimili þeirra fyrst vestur á Fjörðum, en árið 1916 fluttust þau til ísafjarðar. Áttu þau heim- ili þar í rétt 30 ár, eða til ársins 1946, er þau fluttust til Reykja- víkur. Þau Guðrún og Ólafur áttu 3 börn, eina dóttur, sem dó korn- ung, og tvo mannvænlega og vel gefna syni, þá Gunnar arkitekt, skipulagsstjóra Reykjavíkurbæj- ar, sem kvæntur er Sigríði Sigur- bergsdóttur og séra Andrés, sókn- arprest á Hólmavík, sem kvæntur er Arndísi Benediktsdóttur. Frú Guðrún var ágætlega gef- PALL S. PALSSON MÁLFLUTNINGSSKRIFSEOFA Bankastrœti 7. — Sími 24-200. in kona, hæglát, hlý og virðuleg í framkomu. Heimili hennar á ísa- firði bar mjög svip skapgerðar hennar. Yfir því hvíldi blær lát- leysis en sérstakrar alúðar og hlýju. Hún hafði vissulega búið manni sínum og börnum indælan verustað. Sjálft vakti hún yfir velferð heimilisins og fjölskyluu sinnar eins og góður andi, sem er alls staðar nálægur. Ég kynntist gestrisni þessarar góðu konu á unglingsárum mínum. Á heimili hennar var gott að koma og ánægjulegt að njóta samvista bæði húsbændanna og hinna vel gefnu og myndarlegu sona þeirra. Frú Guðrún hafði á sínum yngri árum haft mikinn áhuga á að menntast sjálf, enda tókst henni að afla sér þeirrar fræðslu, sem mögulegt var í þá daga. Síðar varð það hennar hjartans mál að mennta syni sína og sjá þeim farborða út í lífið. Þetta tókst þeim Guðrúnu og Ólafi manni hennar einkar vel. Það var þeirra stærsta gæfa í lífinu að sjá syni sína verða vel menntaða og ágæt- lega færa menn, sem njóta trausts og vinsælda hvar sem þeir fara. Eg vil með þessum fáu kveðju orðum þakka frú Guðrúnu Guðna dóttur og heimili hennar margt gott á liðnum tíma, um leið og ég votta manni hennar og sonum einlæga samúð við fráfall hennar. S. Bj. VOLKSWAGEN Nýkomnir ýmsir hlutir fyrir VOLKSWAGEN Hillur undir mælaborð Hillur aftan við aftursæti Benzínmælar, margar gerðir Vacuunmmælar Stundaklukkur Flautuliringar Flautur (lúðrar) Aurhlífar, ný gerð Brettahlifar, aftan og fram- an Felguliringir Rúðuþveglar, rafknúnir og venjulegir Gólfmottur, ýmsar gerðir og litir Hlífar á stuðarajárn Krómlistar á þakrennur Lásar á girstöng og stýri, sem útiloka að bílnum verði stolið Nýjasta gerð stefnuljósa (Blossaljós) Vindlakveikjarar Krómhlifar undir hurðar- ’handföng Aukasólhlífar, inni „ Fa ra n gursg ri ndur Benzínbrúsar P. STEFÁANSSON h.f. Hverfisgötu 103 Ungling vanfar til blaðburðar í eftirtalið hverfi Nesveg JtttfrButtM&frift Aðalstræti 6 — Sími 22480 Stór krani 12 tonna bílkrani til sölu. Upplýsingar í síma 34333 og 34033 næstu daga. íbúð til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu ný, vönduð og skemmtileg 4ra herb. íbúð (jarðhæð). Nánari upplýs- ingar í síma 36466. Amerískur einkubíll til sölu. Glæsilegur 6 manna einkavagn 56 model. Upplýsingar í síma 34333 og 34033. Keisar í fíölbrpvtfu úrvali ÚTSALAN heldur áfram DRENGJABLÚSSUR á 4—12 ára Hentugar skólablússur 80% afsláttur Austurstræti 12. GYROMATE 100% nælonsloppaefni ULLARDRAGTAEFNI PRJÓNEFNI BÚTAR Leggingar og stroff í miklu úrvali. \ur Laugaveg 116. 2 SENDING Alfreð Clausen syngur: * Við sundin Hún bíður þin — Póstsendum — Hljóðfœraverzlun Siqrídar ^Jdelcjadóttur i.p. esturver — Sími 11315. Úraviðgerðir Úraviðgerðir afgreiddar fljótt. Helgi Sigurðsson úrsmiður. Vesturveri. Tekið á móti karlniannafötum og kvenkáp- um kl. 9—12, næstu viku. Notað og Nýtt Vesturgötu 16. Einhleyp, reglusöm kona óskar eftir stofu eldhúsi eða eldunarplássi. Einn ig gæti komið til greina að sjá um heimili fyrir 1 eða 2 menn, sem gætu útvegað góða stofu. Verð til viðtals milli 5 og 7 í dag. Sími 19567. Hjólbarðar 825x20 750x20 700x20 450x17 Loftmælar í tveimur stærðum. BABÐINN ii.f. Skúlagötu 40, Varðarhúsinu, Tryggvagötu. Símar 14131 og 23142. A utsolunni er um mikið af alls konar vör- um á mjög lágu verði, svo sem: Blússur frá kr. 38,00. Peysur frá kr. 40,00. Kjólar (litlar stærðir) frá kr. 120,00. Brjósta- höld á kr. 29,00. Barnateppi kr. 27,00, og ótal margt fleira. — Athugið að nú fer að styttast til útsöluloka. — Komið og gerið góð kaup. Ódýri Markaðurinn Templarasundi 3. Reynið CLOZONE sápuþvottaefnií framleitt úr ekta sápuefnum. Hentugt í þvottavélar. Heildsölubirgðir Kggert Kristjánsson & Co. h.f. Sími 1-14-00. Óskila heslur Jarpur hestur, fullorðinn mark Stúfrifað (eða sílt) og fjöður aftan hægra, er í óskilum I Reykjadal hér í hreppi. Hreppstjóri Mosfellshrepps Varmalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.