Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 16
MORCVNBLAÐIfi Fðstudagur 13. íebr. 1959 r Búlduleiti, vangarjóði þjónninn fyígdi blaðakónginum og frú hans, naeð hneigingum og handapati, að Ihornborðinu þeirra á annarri hæð. Morrison hafði pantað lax, skjald bökusúpu, hænsnabringu með kál- meti og Crépes-Suzett, þar að auki valið hvítvín og loks „Lan- Bon“-kampavín 1939. Eins og venjulega snerti hann- varla við mátnum og drakk hóflega. „Nú geturðu loksins byrjað á frásögninni", sagði hann. Henni þótti vænt um að þurfa ekki að taka þátt í neinum sam- ræðum er snertu einkamál hennar. Hún sagði ýtarlega frá samtali «inu við Marshall hershöfðingja. Morrison horfði niður á diskinn sinn. tekið?“ „Enga, enn sem komið er“. „Þér dettur þó líklega ekki í hug að hafna boðinu?“ „Þú álítur þá að ég eigi að taka því?“ „Ég sé enga möguleika til að segja nei“, svaraði hann. Hún ansaði ekki. Hann leit til hennar spyrjandi. „Við höfum verið gift í hálft ár....“, sagði hún. Hann brosti og það leyndi sér ekki að honum varð glatt við það, að hún minnti hann á þetta. „Vissulega. Skilnaðurinn yrði mér sennilega þungbærari en þér. En lifum við samt sem áður eins og heilbrigð og venjuleg hjón? — Auk þess er ekki lengur um nein- ar fjarlægðir að ræða. Ég myndi fljúga þangað a. m. k. einu sinni í mánuði Þú fengir líka oft frí. Svo þyrftirðu líka oft að fara til Ameríku í embættiserindum". Hún lagði hnífapörin til hliðar. „Hefurðu raunverulega engar áhyggjur út af þessari væntanlegu embættisveitingu minni?“ „Hvernig getur þér dottið það í hug?“ „Sendiherra Bandaríkjanna er- iendis ber titilinn hágöfgi. Þú ert einn af voldugustu mönnum í heim inum, en gerðarbækurnar taka ekkert tillit til þess. í París værir þú ekkert annað eða meira en eig- inmaður hennar hágöfgi. 1 öðrum löndum i-aunar líka. 1 opinberum móttökum myndi enginn maður vitahvar ætti að skipa þér á bekk. , Ég myndi hafa tugi ríkis- leyndarmál að varðveita, sem ég gæti ekki skýrt þér frá“. Hann brosti. „Það er árangurslaust fyrir þig að reyna að skjóta mér skelk í bringu, Helen. Það eru til hundr- uð af meira eða minna mikilvæg- um stjórnmálamönnum. En það er aðeins til einn Mor-rison“. Hann greip hönd hennar. — „Svo gæti ég meira að segja steypt þér af stóli, hvenær sem ég vildi“. „Og hvaða hagnað býst þú við að hafa af því, ef ég tek tilboð- inu?“ „Persónulega alls engan. En ég myndi verða miklu hreyknari af þér, en ell-a. Þar að auki er alltaf gaman að sjá hvern þann vaxa, sem maður elskar". „Elskarðu mig þá?“ Hún vissi varla sjá’f hvers vegna hún spurði að þessu. Orðin höfðu komið af vörum hennar án vilja hennar og vitundar. Hann horfði á hana með ástúð, sem kallaði roða fram í kinnar hennar. „Ég veit hvað það er, gem fyrir þér vakir“, sagði hann. „Þú held- ur að ég elski einungis það, sem ég sé vaxa undir mínum eigin höndum. En elskar maður blómið nokkuð minna fyrir það, þótt mað- ur sé hreykinn yfir því að það vex undir höndunum á manni?“ Hann þagnaði, eins og hann blygðaðist sin fyrir viðkvæmnina. — „Raun- ar kemur það ekkert þessu máli við. Ameríka þarfnast konu eins og þín í Frakklandi. Marshall hef- ur alveg á réttu að stahda. Það er einfáldlega þjóðræknisleg skylda þín — ef mér leyfist að nota svo stórt orð“. Hann spurði ekki aftur að því, hvort hún myndi taka boðinu. — Hann talaði eins og hún væri þeg- ar búin að taka því. Hann ræddi um hin sameiginlegu vandamál Frakklands og Ameríku, spurs- málið um evrópskt samkomulag undir vernd Ameríku, mikilvægi vestiænnar einingar. „Utanríkisráðuneytið hefur samt gert strik í reikninginn fyrir okkur“, sagði hann að lokum. — „Við ætluðum aðeins að skemmta okkur í nokkra daga. Ég er búinn að panta borð handa okkur í „Stork-Club“. Hún ætlaði að segja að hún væri of þreytt til þess að fara í nætur- klúbb, en sá sig óðar um hönd. „Við skulum fara“, sagði hún. Hún fylgdist með honum í gegn um veitingastofuna, fram hjá borð unum, þar sem heldra fólk sat, ír þekkti hin frægu hjón. Henni var skyndilega orðið það ljóst, að í kvöld myndi hún verða ein með Morrison í Rokoko-svefnherberg- inu á „Riz“. Þau höfðu ekki sézt vikum saman. Hann hafði komið í einkaflugvélinni sinni frá Kali- forníu, vegna þess að hann þráði hana. Það hafði hann sjálfur sagt. Heima myndi hann ekki tala meira um sendiherrastöðu hennar, eða stjórnmál í Ameríku, Frakklandi og Þýzkalandi. Óhjákvæmilega myndi sú stund koma, að hann tæki hana í faðm sér. Hvað gæti 'hún gert? Gæti hún afstýrt því, án þess að segja honum frá því sem gerzt hafði fyrir fjörutíu og átta klukkustundum í litlu her- bergi, þar sem ljósin á Broadway glömpuðu? Hún varð að draga þá stund á langinn. Hún varð að skemmta sér þessar nætur í New York, til þess að vera ekki ein með eiginmanni sínum. Morrison þekkti hana ekki fyrir sömu manneskju þetta kvöld. — Hann vissi, að hún hafði alltaf haft mjög mikla óbeit á nætur- klúbbum. Nú vildi hún kynnast þeim öllum. Frá „Stork-Club“ lá leiðin í „Blue Angel“ og þaðan í „E1 Morocco". Morrison drakk eins og venjulega næstum ekki neitt, en hún tæmdi hvert glasið eftir anhað. 1 „E1 Morocco“ vildi hún endilega fara að dansa. Hún varð stöðugt kátari og fjörugri. Þegar þau voru að borða lauk- súpu hjá „Reuben“, klukkan þrjú um nóttina, stungu ritstjórar slúð- ursögudálk-anna, sem voru að flækj ast um í klúbbnum, eins og ein- hverjir nátthrafnar, saman nefj- um. Á morgun myndu þeir skýra frá „ungum elskendum", blaða- kónginum og þingkonunni. Klukkan var hálf fjögur, þegar þau héldu loks heim í gistihúsið við Madison Avenue. Inni í svefnherbinu fleygði Hel- en fötunum sínum kæruleysislega á einn stólinn. 1 baðherberginu flýtti hún sér með næstum sjúkleg um asa að fara í gegnsæja, ljós- bláa silkináttkjólinn. Allan tímann hafði hún vonað að áfengið myndi létta henni þessi augnablik. En nú, þegar hún sneri aftur til svefn- herbergis síns, vissi hún :.ð víman kom ekki, þegar mað r særði hana fram. Allsgáð vissi hún hvers vegna hún hafði flýtt sér svo mjög: hún ætlaði að slökkva ljósið og látast vera sofnuð, áður en eig inmaður hennar kæmi inn í svefn- herbergið. Á morgun gæti hún kannske ráðið fram úr þessum vandræðum sínum. Á morgun, að- eins ekki í dag. Hún smeygði sér upp í rúmið og þreif til slökkvarans á náttborðs- lampanum. Á sama augnabliki kom Morri- son inn í herbergið. Hann var í svörtum silkináttföt- um og minnti hana meira en nokkru sinni fyrr á voldugan mongólskan fursta, sem var að fara á fund einnar ástkonu sinn- ar. —• KÆLISKAPURIIMINI Eftirlæti hagsýnna húsmæðra Prýði eldhúsa — Stolt húsmæðra « Kr 10,920 - Oerið yður ljóst að kæliskápur er varanleg eign Jfekla Austurstræti 14. Sími 11687 # er rúmgóð og örugg matvælageymsla. • hefir stærra frystirúm en nokkur annar kæli- skápur af sömu stærð 9 er ódýrastur miðað við stærð. a t 0 u 1) „Já, Sússana, loks hef ég fundið frið í ellinjii hér í þessum ■éa l.“ 2) »Og ég tr hamingjusamur. Ég hefj þjálfað Míló til að hjálpa mér, og hann er ágætur félags- skapur. Svo reyni ég að láta ofur- lítið gott af mér leiða með því að merkja endur mto gulihringum „Hvar fáið þér með merki gullnu reglunnar". ana, sem þér 3) „Má ég leggja fyrir yður með?“ eina spurningu?" segir Sússana., MR. McMUGR MAV r ASK YOU A QUESTION ...WHERE PO YOU ©ET THE GOLP TO BANO VOUR PUCKS? gullið í gullhring- merkið endurnar Hún lá á bakinu með lokuð aug-u, en varð þess þó engu að síður vör, að hann settist á rúmstokk- inn hjá henni. Lítil, hlý hönd hans snart enn- ið á henni. „Ertu þreytt, Helen?“ „Já, mjög“. „Hef ég annars nokkum tíma i dag sagt þér hversu falleg þú ert?“ „Ég veit það ekki“. „Ég held að þú bafir aldrei ver- ið jafn falleg og í dag. Veiztu hvað ég held?“ „Nei“. „Ég held að ég sé hamingjusam asti maðurinn í víðri veröld. Þegar ég hélt þér í faðmi mínum í dang- inum, þá var það aðeins eitt sem ég óttaðist, öfund guðanna. Ég á allt — og auk þess á ég þig. Held- urðu að guðirnir séu öfundsjúkii1 við mig?“ Hendur hans struku nakta arm* hennar. „Guðirnir öfunda þig áreiðan- lega ekki af mér“, sagði hún. Hún opnaði augun. Nú skyldi hún segja honum allt. En augna- ráð hans mætti tilliti hennar. I augum hans skein svo heit og við- kvæm ást, að hún herpti saman varirnar og þagði. „Ég hef oft verið hræddur um að þú misskildir mig“, sagði hann. „Kannske álítur þú að ég líti á þig sem eitthvað sjálfsagt. Eitthvað sem mér beri. En ég læt bara svona. Ég er vanur því að eiga allt sem ég vil eiga. Ég get ekld sýnt neinn ótta. Óttinn er líka vani. En raunveruiega titra ég af ótta vegna þín. Á nóttunum vakna ég í einu svit-abaói, vegna þess að í draumum mínum hef ég séð þig í örmum annars manns. Hinn mikli Morrison fær martröð. Ég reyni að hlæja hana frá mér, en hún kemur aftur. Þá segi ég sjálfum mér að hamíngja mín sé meiri en ég sjálfur hafi raunveru lega hugmynd um. Ég á ekki að- eins fegurstu konuna í öllum heiminum, heldur líka þá hrein- ustu“. Hann beygði höfuðið niður að öxl hennar. — „Ég segi þér, að ótti minn er þér ósamboðinn“. Varir hans snertu hálsinn á henni, strukust yfir n-aktar axl- irnar. — aPUtvarpiö Föstudagur 13. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Barnatími: Merkar uppfinn- ingar (Guðmundur M. Þorláksson kennari). — 18,55 Framburðar. kennsla í spænsku. 19,05 Þingfrétt ir. —• Tónleikar. 20,35 Kvöldvaka: a) Snorri Sigfússon fyrrum náms stjóri flytur vísnaþátt um íslands sögu. b) íslenzk tónlist: Lög eftir Þórarin Jónsson (plötur). e) Kvæði eftir Heiðrek Guðmundsson. d) Sigurður Jónsson frá Brún flytur tvær frásögur af reimleik- um. 22,10 Passíusálmur (16). 22,20 Lög unga fólksins (Haukur Hauks son). 23,15 Dagskrárlok. Laugardagur 4. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir) 14,00 Laugardags lögin. 16,30 Miðdegisfónninn. —• 17.15 Skákþáttur (Baldur Möll- er). 18,00 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „1 iand- inu, þar sem enginn tími er til“ eftir Yen Wen-ching; XIII. (Pét- ur Sumarliðason kennari). 18,55 L kvöldrökkrinu; tónleikar af *plötum. 20,30 Leikrit: „Kona Cæsars“ eftir Somerset Maughain, í þýðingu Hjördísar Kvaran. — Leikstjóri: Ævar Kvaran. Leik- endur: Ævar Kvaran, Róbert Arn finnsson, Jón Aðils, Haraidur Björnsson, Sigriður Hagalín, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Inga Þórð ardóttir, Arndíg Björnsdóttir og Gieli Alf i-eðsson. 22,10 Passíusálm ur (17). 22,20 Niðurlag leikritsins „Kon* Cæsans“. 28,00 Dansiög (p)öóur). 24,00 Dagakráriok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.