Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 19
Fðstudainir 13. febr. 1959 MORGTINTtL AfílÐ ið \Bm Afar erfiö flugskilyrði í Keflavík í gœr Landsleikur íslands i gærkvöldi Tugþúsundir Dana höggdofa er ísland hafdi forystuna 11:9 En Danir unnu örugglega 23:16 Frá fréttamanni Mbl. Poul Prip Andersen, Slagelse, 12. febrúar: DANMÖRK vann landsleik inn við ísland í handknatt- leik í gærkvöldi með 23 mörkum gegn 16. En það var íslenzka liðið sem vakti athygli hinna 2000 áhorf- enda og tugþúsunda fólks sem sáu leikinn í sjónvarpi. íslenzka liðið hafði forystu í leiknum allan fyrri hálf- leik og það var kominn svip- ur á „danskinn“ á áhorfenda pöllunum. En í síðari hálf- leik náðu Danir, sem nýlega hafa sigrað heimsmeistar- ana með 5 marka mun und- irtökum í leiknum og unnu með 7 marka mun en mættu þó allan síðari hálfleik góðri og heiðarlegri mótstöðu ís- lands. ísland „átti“ fyrri hálfleik. Fréttaritari Morgunblaðsins á landsleiknum í Slagelse, Poul Prip Andersen, íþróttaritstjóri hjá Berlingske Tidende símar í gærkvöldi: Leikur ísl. liðsins kom mjög á óvart. Þeir settu danska liðið úr jafnvægi, og það var ekki fyrr en 25 mínútur voru eftir að leiknum að danska liðið náði sér á strik. íslendingar „áttu“ fyrri hálfleik- inn og skoruðu glæsileg mörk, einkum vöktu athygli skytturnar Gunnlaugur Hjálmarsson og Ragnar Jónsson og leikur Hjalta Einarssonar í markinu vakti og verðskuldaða athygli. Liðin skiptust á mörkum unz staðan var 4:4 — eftir það tók ísland forystuna og hélt henni út hálfleikinn. 1 byrjun síðari hálfleiks fengu Danir 3 vitaköst og skoruðu úr öllum. Danska liðið var og endur skipulagt í leikhléinu og Danir náðu að skora 2 mörk til viðbótar svo staðan var 14—11 fyrir Dan- mörku. Það sem eftir var leiksins var enginn vafi um hver sigurinn hlyti, en mótspyrna íslending- anna, sem ekki var svo mikils búizt við af, var ísl. handknatt- leik til sóma. Þreyta sótti á liðið í leikslok. ★ Nýtt álit á ísl. íþróttum Leikur íslendinganna var langtum betri en búizt hafði verið við. Áhorfendurnir í salnum, 2000 talsins, og tug- eða hundruð þúsund sjónvarps áhorfenda fengu nýja og óvænta mynd af ísl. íþróttum. Mörk íslenzka liðsins skoruðu Gunnlaugur 7 (4 úr vítaköst- um) Ragnar Jónsson 5, Karl Benediktsson 2, Karl Jóhanns- son 1 og Rúnar Guðmannsson 1. Fyrir Dani skoraði Mogens Ol- sen flest mörk, 9 talsins, þar af 5 úr vítaköstum. Danska liðinu voru dæmd 8 vítaköst, íslandi 5. Islenzka liðið þreyttist Þar sem á milli bar um leik liðanna var að íslenzka liðið gat ekki lialdið þeim hraða í leiknum sem Danir megnuðu er á leiff leikinn. Hins vegar var ísl. liffiff áberandi betra í fyrri hálfleik. Langskot Gunn- laugs og Ragnars áttu þar mestan hlut aff og „pottþétt" vörn. KEFLAVIKURFLUGVELLI, febrúar. Hávaðarok á suðaustan með óhemju rigningu hefur verið á Keflavíkurflugvelli í dag. Hef- ur vindhraðinn verið 40—50 hnút ar og flugskilyrði því aíar erfið. f morgun kom hér Super-Con- stellation flugvél frá Lufthansa. Var flugvélin á leið til New York frá Þýzkalandi, er bilun kom fram í einum smáhreyfli hennar. Var gert við bilunina hér á skömmum tíma og hélt flugvélin síðan áleiðis til New York. Tókst lending og flugták vel, enda þótt flugskilyrði væru hin erfiðustu 12. i farþega í flugvél þessari var all- 1 stór hópur þýzkra flugliða úr 1 flugher V-Þýzkalands, sem var á | leið til Bandaríkjanna til Þjálf- unar. Hekla Loftleiða, sem fara átti vestur um haf með 28 farþega, var hér veðurteppt sl. nótt og í dag, en hélt áleiðis til New York kl. 18.00. Saga, sem var á leið frá New York til Reykjavíkur og átti að lenda laust eftir hád., varð að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna roks og misvindis í Reykjavík. Flugvélin, sem var með 34 far- þega hélt áfram til Stavanger eftir nokkra viðdvöl á Keflavík- vegna roks og úrkomu. Meðal urflugvelli. — B.Þ. Samband Túnis og Frakk- lands fer síversnandi Gunnlaugur Hjálmarsson skoraffi 7 af 16 mörkum Islands. Þaff sem ísl. liffiff skorti er línuspii og einnig það að gæta mótherjanna sem leika inn á línu ísl. marksins. Vankunn- átta í hinu síffarnefnda kost- affi liffiff dýr vítaköst. Þess verffur ekki langt aff bíffa að Island standi hinum Norffur- löndunum fyllilega á sporði i liandknattleik, en þá þarf helzt aff fá fleiri menn eins og Gunnlaug Hjálmarsson og Ragnar Jónsson í liffiff. 1 ísl. liffinu voru nokkrir veikir hlekkir. — Markvörffurinn Hjalti Einarsson varffi sérstak lega vel, en Guðjón Ólafsson tók viff af honum síffustu 10 mín leiksins. Ragnar skoraffi 3 fallegustu mörkin. Dönum þótti það tíðindum sæta hve markvörður danska Uðsins var mistækur í þessum leik, en hann tók sig mjög á er líða tók á leikinn. Tveimur íslendingum var vísað af velli fyrir grófan leik um 2 mínútna skeið. Að öðru leyti var leikurinn prúður. En það kom greinilega í ljós, að Danir vanmátu fslendinga og tóku sig ekki alvariega á fyrr en í síðara hálfleik. Ragnar Jónsson gerði þrjú fallegustu mörk leiks- ins með því að brjótast einn síns liðs í gegnum vörnina. Því skal að lokum spáð að ísland hafi mikla sigurmöguieika gegn B- liði Svíþjóðar, sem þeir mæta á laugardag, segir Poul f’rip And- ersen að lokum. PARÍS, 12. febr. NTB-AFP. — Þróunin í samskiptum Frakk- lands og Túnis leiffir sennilega til þess, aff franska stjórnin geri bæði pólitískar og lagalegar var- úðarráðstafanir gagnvart Túnis. Franski upplýsingamálaráðherr- ann, Roger Frey, ræddi í dag handtökur nokkurra franskra borgara í Túnis og sagffi aff franski sendiherrann í Túnis hefffi fengiff nýjar fyrirskipanir um, hvernig hann ætti aff taka á þessum málum. Frey viffurkenndi jafnframt aff milli Frakka og Túnisbúa ríkti nú ófrcmdarástand. Á stjórnarfundi í París sagði de Murville utanríkisráðherra, að hjálp Túnisstjórnar við uppreisn- armenn í Alsír hefði skapað ó- eðlilegt alþjóðaástand, sem gengi í berhögg við þjóðarétt. Það væri þessi hjálp sem væri undirrót allra þeirra árekstra, sem skaðað hefðu samband Frakka og Túnis- búa. Ennfremur hefði yfirlýsingin sem Túnisstjórn sendi út í sam- bandi við hið svokallaða njósna- Samningar írans og Sovétríkjanna msstókust ATHUGID að borið sama: við útbreiðsm, er ta.igtum ódýrrra aff augiýsa í Mcrgunblaðinu, en i öðrum blöóum. — WASHINGTON, 12. febrúar. — NTB-AFP — Ríkisleifftogar Bandaríkjanna, Bretlands og Tyrklands sendu í fyrri viku transkeisara persónulegar orff- sendingar og báffu hann aff af- þakka rússneskt boff um efna- hagsaðstoff og rússnesk-íranskan griffasáttmála. Þetta er haft eftir góffum heimildum í Washington. Sérstök rússnesk sendinefnd, sem fór til írans til að semja um slíka sáttmála, fór frá Teheran í gær án þess að ljúka erindi sínu. Opinberlega er fréttinni um orðsendingar ríkisleiðtoganna hvorki játað né neitað. Utanrík- isráðuneytið i Moskvu sendi í dag út nákvæma skýrslu um sam- bandið milli Sovétríkjanna og írans, eftir að viðræðurnar fóru út um þúfur. Þar er því haldið Bridgekeppni í Firðinum HAFNARFIRÐI. — Nú stendur yfir hin árlega sveitakeppni í bridge og hafa tvær umferðir verið spilaðar, en alls verða þær 12 (tvöföld umferð). 7 sveitir taka þátt í keppninni og eru nú sveitir Ólafs Guðmundssonar og Alberts Þorsteinssonar efstar með 4 stig hvor. Spilað er í Alþýðu- húsinu á miðvikudagskvöldum kl. 8,30. — Núverandi bridge- meistarar er sveit Jóns Guð- mundssonar. f ráði var að skékmót Hafnar- fjarðar hæfist n.k. sunnudag, en því verður að öllum líkindúm frestað um sinn. — G.E. fram, að íranska samninganefnd- in hafi hætt samningsumleitun- um vegna tilmæla Bandaríkja- stjórnar. mál skaðað samband ríkjanna, sagði hann. Frakkar vildu eiga góð samskipti við Túnisbúa, en ástandið sem nú ríkti gæti að- eins leitt af sér nýja og alvar- legri árekstra. Það var Frey sem skýrði frá þessum ummælum ut- anríkisráðherrans í dag. Akranesbátar urðu fyrir veiðar' færatjóni AKRANESI, 12. febr. — 13 bátar reru héðan í nótt, þrátt fyrir mið- ur góða veðurspá. 7 þeirra voru komnir að kl. 9,30 í morgun. Hin- ir lögðu línuna og var þá til- tölulega lygnt. En eftir hálfan annan tíma var komið suðaustan rok. Misstu þeir sem lagt höfðu meira og minna af línunni, því að alltaf herti veðrið eftir því sem leið á. Huginn lagði t.d. 25 bjóð, dró 5 þeirra, þá slitnaði og hann fór í land. Töpuðu bátarnir sem lögðu frá níu bjóðum upp í 20. Svo hvass var hann hér í morg- un, að það var hvíta gufu að sjá vestur á Borgarfirði. í gær fékk Ver fimm tonn í tvær þorskanetjatrossur, eftir fjögurra daga legu. Ms. Akraborg kom upp undir hafnargarð í morgun, en sneri aftur til Reykjavíkur, og hefur ekki hreyft sig meir í dag. — O. Konan mín GUÐRÚN MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR lézt að heimili sínu Skólavörðustíg 16 A, þann 11. febr. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Guðnason SÓLVEIG ÞORGRÍMSDÓTTIR, er andaðist 8. febrúar að Elliheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 16. febrúar kl. 1,30. Kristín Halldórsdótir, Aðalbjörg Halldórsdóttir Jósefína Halldórsdóttir, Dagrún Halldórsdóttir Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug, samúð og hjálpsemi, við andlát og jcu-ðarför elskulegrar dóttur okkar GUÐRUNAR margrétar Guð blessi ykkur öll. Guðríður og Ölafur Jónatansson Stykkishólmi Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför kristrUnar petursdóttur Guðný Kristjánsdóttir, Kristinn Afason, Helgi Arason, Sigríður Guðmundsóttir, Hóimfríffur Harahlsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.