Alþýðublaðið - 28.10.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.10.1929, Blaðsíða 3
it&ÞYBUS&AÐIfi 3 m Bezta Cigarettan í 20 sífe. pökkum, sem kosta 1 krónn, er: Commander lestminster, Cigarettnr. f Virgima, Fást í öllum verzlunum. t hverjum paklta ep gallfalleg íslenzk mynd, og f«er hver sá, ep safnað hefipSO mynd- um, eina stækkaða mynd. IBiil Prátt fyrir einstök ágætiskvæ'ði í þessari síðustu bók Davíðs, verður pó ekki sagt, að um fram- för sé að ræða. Hún hefði að skaðlausu mátt vera talsvert styttri. Sterk orð, sem of lítið finst á bak við, úg handahófs-setningar spilla mörgum kvæðanna. Ég skal nefna dæmi: „Brenni alt, sem brautir sannleikans flýr og breytir mönnum í öskrandi villi- dýr,“ lætur hann Neró segja í söng sínum. Seinni línan er hreint tilviljunarrim og ekkert annað. Á slíkt mætti benda víðar. Dálítið leiðinlegt er líka að sjá skáldið nota sömu setn- ingarnar hvað eftir annað ó- breyttar eða lítt breyttar. Menn eru farnir að kannast við petta: „og sumir eiga drauma, sem aldrei geta rœzt“ og fleira af pví tagi. En pótt ýmislegt megi að bók- inni finna, er pó ljúft og skylt að játa, að hún hefir að geyma nokkur ágætiskvæði. Söngur Ne- rós er voldugt og mikið kvæði, pótt ekki sé pað gallalaust, enda er vandfarið með slík efni. „Bréf- id hennar Stínu“ er skemtilegt og einfalt kvæði. f „Mannlýsing“ og „Leiksýning“ kemur fram glögt auga skáldsins fyrir mis- fellum í samlífi karls og konu. Bæði kvæðin eru ágæt á sína vísu. Hrœrekur konungur er og ágætt kvæði, pótt ekki sé mikill fornaldarbragur á pví. „Ad skiln- adi“ og „Olíuvidurinn“ eru bæði yndisleg og látlaus. „Skriftamál gamla prestsins“ er voldug á- deila á trúarhræsni klerkastétt- arinnar. „Andvarp“ er prungið biblíulegum eldmóði og andagift: „Þú, sem græðir grös úr sandi, getur bjargað pjóð og landi. Þú almáttugi andi. Viljirðu ekki vekja og fræða veikan lýð, sem örlög hæða, legusárin lækna og græða, lífga pá, sem eru að deyja, gefa peim málsins mátt, sem Þegja, miskunna peim, sem kné sín. beygja, gefa peim kraft til dirfsku og dáða, drengskapar og spekiráða, anda til að yrkja og skrifa, afl til pess að lifa — lát pá dimma og degi halla, lát dómsins lúður kalla, lát björg og borgir falla, lát básúnurnar gjalla, lát her pinn höggva á böndin, lát hafið gleypa löndin, lát springa töfratundur og tæta leirinn sundur, lát gerast ógn og undur!“ Góð kvæði eru einnig „Tröllid“ og „Harún Alraschid“ að ó- gleymdri perlunni „Konan, sem kyndir ofninn minn“, sem er milt, látlaust og spaklegt smákvæði, og vafalaust er eitt hið bezta, sem ort hefir verið á íslenzku af pví tagi, og er fullkomlega sam- bærilegt við „Den tjánande bro- dern“ eftir Carl Snoilsky. Það er ástæða til að fagna pví, að hvergi hefir komið fram eins Ijóst og í „Nýjum kvæðum“ sam- úð Davíðs Stefánssonar með oln- bogabörnum mannfélagsins og hatur hans á pjóðfélagsranglæti og trúhræsni. Hann er að verða öreigaskáld. Sum ádeilukvæðj hans, eins og t. d. hið síðasta, er ég nefndi (pví að ádeilukvæði er f'.að), hafa tekist ágætlega, en önnur miður, t. d. kvæðið um rússneska prestinn. Það minnir of mikið á „hljómandi málm og hvellandi bjöllu“, eins og reynd- ar sum fleiri kvæðin. Ádeilan misheppnast, vegna pess hve hún er einsýn og grunnfær. Manni*' verður að hugsa, hvað Fröding hefði orðið úr pessu efni — Frö- ding, sem gat litið á alt mann- legt með skilningi og meðaumk- unarbrosi, en misti pó aldrei m.arks í ádeilu. Ég nefni hér Frö- di?Eg, af pví að Davíð er hið eina íslenzka skáld, sem virðist hafa orðið fyrir áhrifum og auðg- ast af meistaranum mikla, pó að hann að vísu bresti næstum al- veg „húmor“ hans og skorti mjög á skilning hans á sálarlífi manna. gvarðus*, Keflavík, --- Sandgerðl. Áætlunarferðir á hverjum degi Bifreiðastðð Steindors. Davíð Stefánsson er svo mikið og gott skáld í eðli sínu, að hann polir vel, að hönum sé sagt til syndanna. Gallar hans eru honum sjálfráðir. Ef hann gerði sér far um að vanda til hverrar Íínu í kvæðum sínum, gæti hann pað. Svo mikill listamaður er hann. Og pjóðin, sem hann er svo vinsæll hjá, myndi vilja vinna til að bíða ári lengur eftir næstu bók hans, til pess að svo mætti verða. M. Á. Erlend simskeyti. FB., 26. okt. Drukknun. Frá Milwaukee er símað: Ferja fórst á Michiganvatni og drukkn- uÖu 52 menn. FB„ 27. okt. Jafnaðarmenn vllja ekki vera i stjórn til málamynda. Frá París er símað: Daladier, foringi „radikala“ flokksins, hefir boðið jafnaðarmönnum sæti í stjórninni, en ólíklegt er talið, að peir piggi boðið. Aðalblað jafnaðarmanna segir, aðjafnaðar- menn vilji ekki sitja í stjórninni, nema peir ráði mestu um stjórn- arframkvæmdir. Alment er talið vafasamt, að Daladier heppnist stjórnarmynd- un. Æsingar svartliða. Frá Rómaborg er símað: Æs- ingarnaf í ítölskum blöðum gegn Frakklandi aukast. Svartliðablöð- in hóta Frökkum jafnvel ófriði, ef Frakkar veiti andstæðingum peirra stöðugt skjól í Frakk- landi(!). — Lögreglan í Róm verndar bústað frakkneska sendi- herrans, par eð yfirvöldin ótt- ast óeirðir vegna æsinganna í blöðunum. Um n«g|gnin ©g.^eglmis. VERÐANDI. Fundur priðjudags- kvöld kl. 8. , Embættismanna- kosning og fleiri áríðandi mál. Félagar, fjölmennið. ST. FRAMTÍÐIN. Fundur í kvöld. Kosning embættismanna o. fl. Verðskr: í: Matskeiðar 2ja turna 1,90 Matgafflar — 1,90 Desertskeiðar — 1,80 Desertgafflar — —— 1,80 Teskeiðar — 0,50 do. 6 i kassa — 4,75 Ávaxtaskeiðar — 2,75 Rjómaskeiðar — 2,65 Áleggsgafflar — 1,75 Kökugafflar — 1,75 Sultutauskeiðar — 1,75 Kökuspaðar — —— 2,50 Tprtuspaðar — 3,25 Súpuskeiðar — 4,50 Kartöfluskeiðar — —— 5,00 Sósuskeiðar — 4,65 Borðhnifar riðfriir 1,00 Ávaxtahnifar riðfríir 1,25 Skeiðar og gafflar aipacca 0,75 Teskeiðar alpacca 0,40 do. aluminium 0,05 Gafflar aluminium 0.10 Kaffistell 6 manna 14,00 Þvottastell 12,00 Skólpfötur með lokl 3,50 Barnadiskar með myndum 0,65 Barnakönnur með myndum 0,40 Dúkku-Matar-Kaffi-Þvotta-stell 0,75 Munnhörpur — Úr — Dúkkur 0,25 Bílar, Hringlur, Fuglar 0,50 Vaskaföt 1,35 Vasar 0,75 Poltar 1,25 Mjólkurfötur 1.95 Sleifasett 7 st. 3,00 og allskonar Búsðhöld og Postu- línsvörur. — Leikföng og tæki- færisgjafir ódýrast hjá K. Einarsson & BJðrnsson, Bankastræti 11. Næturlæknir |er í nótt Níels P. Dungal, Að- alstræti 11, sími 1518. Málverkasýningu hefir Jón Þorleifsson listmálari

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.