Morgunblaðið - 21.04.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 21.04.1959, Síða 8
8 MORGUWBF, AfílÐ Þriðjudagur 21. apríl 1959 / kompaníi við allíf Matthías Johannessen: f kompaníi við allifið. Viðtöl við Þórberg: Þórðarson. 254 bls. Helgafell, Reykjavík, 12. marz 1959. Viðtöl eru skrifuð með mörgu móti. Sumir nota segulbönd, aðr- ir hraðritun eða fljótaskrift í því skyni að ná sem mestu af máli viðræðumannsins á pappírinn. Það eru heldur leiðinleg sam- töl og oft hégómleg. Sama máli gegnir um þá aðferð að láta menn svara spurningum skriflega eins og um próf væri að ræða. Þá vilja menn verða hátíðlegir og háfleygir. Enn hafa sumir þann hátt að skrifa niður frásagnir fróðra eða sérkennilegra manna og færa þær í stíl. Slík verk eru oft skemmtileg og jafnan fróðleg. Guðmundur Hagalín og Þórbergur Þórðarson eru meist- arar þessa forms. Loks koma svo þeir sem leit- ast við að draga upp svipmyndir af samtíðarmönnum, sem þeir hitta á förnum vegi. Þessar mynd ir eru oft bráðlifandi, þó drætt- irnir séu fáir. Valtýr Stefánsson var snjallastur fslendinga í þess- ari grein og margar svipmyndir hans hreinar perlur. Matthías Johannessen hefur farið svipaða braut og Valtýr, en beitir ann- arri tækni. Valtý var það sér- lega lagið að hverfa sjálfur út úr myndinni sem hann var að skapa og láta viðræðumanninn spila sóló. Matthías er aftur á móti sjálfur í flestum sínum myndum. Fyrir bragðið verða við töl hans dramatískari: þar eig- ast við tveir einstaklingar. Að vísu er leikurinn ójafn, því spyr- illinn (þetta er nýyrði eftir Þór- berg) verður jafnan að leika aukahlutverkið, en það gefur honum samt ýmsa leikræna möguleika. Með viðtölum sínum við Þór- berg Þórðarson má segja, að Matthías Johannessen hefji þessa tegund blaðamennsku upp í list- rænt veldi. Hér er í rauninni sköpuð ný bókmenntagrein, sem í höndum þjálfaðra manna gæti orðið gróskumikil. En hamingj- an hjálpi viðvaningum sem leggja út í svona fyrirtæki! í hverju er þá þetta nýja form frábrugðið þeim formum sem t. d. Hagalín og Þórbergur hafa áður fengizt við? Fyrst og fremst í því að hér er ekki um að ræða ritun frásagna eða ævi- minninga, heldur er viðræðumað urinn gripinn óviðbúinn í líðandi augnabliki og látinn koma til dyr- YALE GAFFAL- LYFTIVAGMAR BENZÍN DIESEL RAFMAGNS FRÁ : U. S. A. BRETLANDI FRAKKLANDI V-ÞÝZKALANDI VELJIÐ ÞAÐ BEZTA VELJIÐ Y A L E Einkaumboðsmenn: 8 ÞIISIIIHSÍBH UOBHSIH! Grjótagötu 7. —■ Sími 24250 anna eins og hann er klæddur. Hér er á ferðinni mikið drama. ! Spyrillinn er óvæginn og lætur1 ýmislegt fjúka: það geta orðið hörð átök. Hér er sem sagt dreg- in upp mynd af einstaklingi í samskiptum við annan einstakl- ing, viðbrögðum hans, töktum og tiktúrum. Við kynnumst mann inum frá ýmsum hliðum, ekki aðeins viðhorfum hans og skoð- unum á mönnum og málefnum, heldur líka sérvizku hans, hé- gómamálum, veikleikum og venj um, í stuttu máli öllu dagfari hans. Þetta er mynd í fullri lík- amsstærð. Þegar bókinni er lok- ið þekkjum við Þórberg á nýjan hátt. Aður vissum við um orð- snilld hans, draugatrú, pólitísk- an rétttrúnað og margt fleira. En nú kynnumst við daglegri til- veru hans, hvenær hann vinnur, hvað hann hugsar í frístundun- um, hvernig hann borðar, hvaða vini hann metur mest, hvað Mar- grét kona hans leggur til mál- anna þegar dægurmál ber á góma, og loks hvernig Þórbergur snýr sig út úr erfiðum spurning- um í sambandi við Pasternak eða Tíbet. Hvernig er svona bók unnin? Einhver hefur getið sér þess til, að spyrillinn kynni hraðritun. Það er misskilningur, enda væri það út af fyrir sig engin skýring. Þeir sitja saman, Þórbergur og Matthías, kvöld eftir kvöld, oft langt fram á nótt, og árangur- inn er fjórar til fimm blaðsíður, eða þegar bezt lætur tíu til tólf blaðsíður á kvöldi. Hér hefur átt sér stað mikil samþjöppun. Inn- takinu úr fimm tíma samræðum er þjappað á fimm blaðsíður. Það sem allt veltur á er að ná kjarnanum úr hverju viðtali, því sem er sérkennilegast og bragð- mest, og gefa því ferskt líf. Slíkt gerist hvorki með hraðrit- un né segulbandi, heldur með því einu að upplifa persónuna sem við er rætt, skynja huga hennar starfa og hjarta hennar slá. Þetta útheimtir í senn ríka samúð og mikið sjálfstæði. Oft hefur Þórbergur vérið skemmtilegur, en kannski aldrei skemmtilegri en í þessari bók, því hér bregður hann sér í ótal gervi og er hæfilega stuttorður um hvert efni sem ber á góma. Hvenær sem togna fer á lopan- um, segir spyrillinn abupp, og þá er farið út í nýja sálma. Auð- vitað er myndin, sem bókin gef- ur af Þórbergi, dálítið gyllt. Hvernig ætti annað að vera þeg- ar rjóminn er fleyttur ofan af? En hún er samt sönn, jafnsönn og gott málverk sem dregur fram höfuðdrættina í andliti fyrirsát- ans. Fyrir margra hluta sakir er fengur að þessarí bók. Hér eru dregnar saman í stuttu og ljósu máli helztu niðurstöður meistar- ans um mannlífið, eftir að hann hefur velt því fynr sér langa ævi. Þessar niðursíöður eru kann ski misjafnlega skynsamlegar, og margar þeirra satt að segja næsta furðulegar, en þær eru óaðskilj anlegur partur af þeirri persónu sem í fjóra áratugi hefur sett svip á íslenzkt menningarlíf. Ein strengingsskapur Þórbergs í póli tíkinni er jafnbarnalegur og ýmis- legt í skoðunum hans um annað líf, en um það tjóar ekki að sak- ast. „Ensidighed gör stærk“, seg- ir danskurinn, og þetta má að vissu marki heimfæra upp á Þór- berg. Hann er í einum skilningi „sterkur“ í einstrengingshætti sín um, en á móti því vegur sú stað- reynd, að hann er ekki tekinn sérlega alvarlega þegar hann fjallar um helztu hugðarefni sín, kommúnismann og eilífðarmálin. Það er talsverður ofstækiskeim- ur af skoðunum hans á þessum málum (það stafar ugglaust af sannfæringarhitanum), en þetta verkar þannig á menn að þeir taka ekki skoðanirnar hátíðlega, þó þeir hafi mikla ánægju af per- sónunni sem setur þær fram og þó einkum af sjálfum framsetningar mátanum. Mér kemur stundum í hug Charlie Chaplin þegar ég hugleiði hlutverk Þórbergs í ís- lenzku menningarlífi. Hann hef ur á vissan hátt og í mjög já- kvæðum skilningi verið grínisti með alvarlegan boðskap, sem hann hefur túlkað af merkilegri list, en menn höfðu meiri ánægju af sjálfri persónunni en boðskap hennar. Það hefur valdið miklum heila brotum og ekki lítilli furðu, að það skyldi falla í hlut „Morgun- blaðsmanns“ (sem ku vera heiti eldvígslutóninn, sem Þórbergi er annars svo eiginlegur þegar hann ræðir pólitík og dægurmál. Gagnrýnin í þessari bók er víð- ast hvar markviss og meinfyndin, t.d. þegar meistarinn ræðir tíð- arfar, gatnagerð og verzlunar- hætti í höfuðstaðnum. Þegar hann tekur fyrir alþjóðamál, slær aft- ur á móti oft út í fyrir honum, eins og t.d. þegar hann lýsir því yfir á bls. 110 að her sé „stofnun Djöfulsins", hann sé „stofnaður til manndrápa og verndunar á kúgun, ránskap og þjófnaði", en kemst svo að þeirri niðurstöðu tveim blaðsíðum seinna, að rússn eski herinn sé „varnarher í full- um skilningi þess orðs“. Nema hann meini að rússneski herinn eigi að „verja“ kúgun, ránskap og þjófnað. Þá stangast setning- arnar ekki á. Sama er uppi á ten- .ingnum þegar hann gerir sam- Spekingurinn og spyrillinn. á ákveðinni manntegund) að eiga viðtölin við Þórberg og draga upp mynd af honum. Hafi menn ótt- azt að myndin yrði fyrir bragðið skæld eða afskræmd, þá geta þeir nú sofið rólegir. Hér er hvergi dregið úr þungum dóm- um né slegið af skoðunum, frem- ur en endranær þegar Þórberg- ur lætur ljós sitt skína, en það sem gerir þessa bók svo sér- kennilega skemmtilega er það, að spyrillinn leikur sitt aukahlut- verk í leiknum með miklum til- þrifum og er þar á ofan svo hoff- mannlegur að gefa Margréti álit- lega rullu. Með þessu skapazt á- nægjuleg spenna. Spyrillinn er hvergi smeykur við að andmæla, leiðrétta, eggja og stríða Þór- bergi, en allt fer þetta fram í miklu bróðerni, svo heildarblær- inn á bókinni verður léttur og fjörugur, laus við prédikunar- og anburð á vestrænum og rússnesk um „montpöttum" (herforingj- um). Þá er skýring hans á fréttinni um uppreisnina í Tíbet („Þetta er auðsæ lygi til þess að vega á móti eldflaug Rússa ..“) einkar fróðleg. Svona hlutir hljóta að koma fyrir í viðtölum, sem eru óundir- búin, jafnvel þó prófarkir séu vandlega lesnar, og þeir gefa bók- inni ferskan blæ. Hún er í senn afburðaskemmtileg aflestrar og merkileg heimild um skáldið, vitringinn og hversdagsmanninn Þórberg Þórðarsson. Krufningu eins og þá sem framkvæmd er í þessari bók mundu sennilega fáir einstaklingar þola, en Þórbergi virðist síður en svo • hafa. orðið meint af henni, og ber það órækt vitni verklagni spyrilsins og and- legri heilsu Þórbergs. Sigurður A. Magnússon. Fréttabréf úr Aðaldal, S.-Þing. Fúdæma vcðuibiíðo. — Fræfs'u- iundir bændu. — Sve'.tukeppni I skúk ÁRNESI, S.-Þing., 7. apríl. — í gær og í dag hefir verið hér hríðarveður af norðri. Er þetta fyrsta hríðin, sem hér hefir gert um margra vikna skeið, en fá- dæma veðurblíða hefir verið hér að undanförnu. — Jörð var orðin alauð fyrir löngu og að mestu þíð, ár búnar að ryðja sig og ís tekinn af vötnum hér í lágsveit- unum. Var farið að votta fyrir gróðri á túnum fyrir þetta kulda- kast. Eins og að líkum lætur, hafa samgöngur verið í bezta lagi greið ar í þessari góðu tíð, og raunar mestan hluta vetrarins, að janúar undanskildum. — Hafa samgöng- ur við Akureyri verið reglulegar í vetur, að fráskildum snjókafl- anum í janúar, og einnig við Norður-Þingeyjarsýslu, en það þykir héraðsbúum hér mjög mik- ilsvert að geta verið í sem greið- ustu vegarsambandi við nágranna héruðin. í dag lauk Agnar Guðnason, ráðunautur, fræðslufundum, sem hann hefir haldið hér á vegum Búnaðarfélags íslands með þing- eyskum bændum, í flestum hrepp um sýslunnar. Fundirnir hafa staðið undanfarna 6 daga. Á fundum þessum hefir ráðu- nauturinn einkum greint frá steinefnatilraunum þeim, sem undanfarin ár hafa staðið yfir á vegum búnaðarfræðslunnar, og hvaða vísbendingar þær hafa gef- ið um notkun steinefnaábuvðar. Fundir hafa verið mjög vel sóttir og borið vott um ótvíræðan áhuga bænda á þessari þýðingar- miklu og vel þegnu fræðslustarf- semi Búnaðarfélags íslands. ★ Hér er nýlokið sveitakeppni í skák á vegum Héraðssambands Suður-Þingeyinga, sem staðið hef ir yfir undanfarnar vikur. — í keppni þessari tóku þátt átta 4- manna sveitir, og bar skáksveit Húsavíkur sigur úr býtum. Önnur varð sveit Höfðhverfinga og þriðja sveit Aðaldæla. Skákkeppni þessi hefir mjög örvað skákáhuga víða hér í sveit- unum, en hann hefir, því miður, verið af skornum skammti að undanförnu. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.