Morgunblaðið - 27.05.1959, Side 4

Morgunblaðið - 27.05.1959, Side 4
MORCVPtBLAÐIÐ Miðvik'udagur 27. maí 1959 / I dag er 47. dagur ársins. Miðvikudagur 27. maí. Árdegisflæði kl. 9:02. Siðdegisflæði kl. 21:26. Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvarzla vikuna 23. til r9. maí er í Ingólfs-apóteki, — sími 11330. _ Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. Hafnarf jarðarapótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- dag kl. 13—16 og kl ■'9—21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kL 13—16. — Sími 23100. I.O.O.F. 7 = 1415278% s un sína Guðlaug Jónsdóttir, Hlíð arbraut 10, Hafnarfirði og Pálmi Ágústsson, Langholtsvegi 183. IBB Skipin Eimskipafélag íslands h.f.: — Dettifoss fór frá Gautaborg í gær. Fjallfoss er í Hamborg. Goðafoss er á leið til Reykjavíkur. Gull-' foss fór frá Leith í gær. Lagar- foss er í New York. Reykjafoss fór frá Dublin í gær. Selfoss fór frá Gautaborg í gær. Tröllafoss fór frá Hull í fyrradag. Tungu- foss fór frá Reykjavík í fyrra- dag. — Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell fór frá Leningrad 23. þ.m. Arnar fell fór frá Rotterdam 25. þ. m. Jökulfell er væntanlegt til Rostock í dag. Dísarfell er í Lyse- kil Litlafell losar á Austfjörð- um. Helgafell fer frá Leningrad 29. þ.m. Hamrafell fór frá Rvík 21. þ.m. Eimskipafélag Rvíkur h.f.: — Katla og Askja eru í Rvík. ESMessur Á MORGUN: Kaþólska kirkjan: — Dýridag- Ur, 28. maí (lögskipaður helgi- dagur). — Lágmessa kl. 8 árdeg- is. Hámessa kl. 6:15 síðdegis. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- Flugvélar Flugféiag /slands h.f.: — Hrím- faxi fer til Oslóar, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 8:30 í dag. — Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 23:55 í kvöld. — Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup mannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Hellu, Húsavíkur, ísafjarðar, Uppboð Opinbert uppboð verður haldið að Efstasundi 10 hér í bænum fimmtudaginn 28. maí næstk. kl. 1,30 e. h. eftir beiðni Hauks Jónssonar hdl. Seld verða áhöld og vélar til þvottahúsreksturs, svo sem rafmagnsþurrkari, rafmagnsstraurulla, strauborð og straujárn. Geiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógctinn í Reykjavík. Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir þessa dagana ítölsku myndina Slæpingjarnir, sem er verðlaunamynd og gerð af hinum fræga leikstjóra Federico Feliini, en hann gerði m. a. La Strada og hlaut af heimsfrægð. — í myndinni, sem er hin skemmtilegasta frá upphafi til enda, leika ýmsir þekktir ítalskir leikarar. — Siglufjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferð- ir), Bíldudals, Egilsstaða. ísa- fjarðar, Kópaskers, Patreksfjarð- ar, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. F^iAheit&samskot Sólheimadrengurinn: — K. Þ. kr. 100,00; V. og Þ. 50.00. Lamaði íþróttamaðurinn: — T. S. krónur 50,00. gjn Ymislegt JFélagsstörf Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund í Sjálfstæðishúsinu, í dag, miðvikudag kl. 8,30 sið degis. — Þar flytur frú Ragnhild- ur Helgadóttir, alþm. ræðu, og rætt verður um kosningarnar. Auk þess verða ýmis skemmti- atriði. — Félagskonur mega taka með sér gesti, og aðrar Sjálfstæð- iskonur eru velkomnar á fund- inn meðan húsrúm leyfir. Ófé- lagsbundnar Sjálfstæðiskonur í bænum eru hvattar til að ganga í félagið nú fyrir kosningarnar. Orð lífsins: — Og varðveit þjón þinn fyrir ofstopamönnun- um, lát þá eigi Drottna yfir mér. Þá verð ég lýtalaus og sýknaður af miklu afbroti. (Sálmur 9). ★ Kvennaskólinn í Reykjavík: Skólanum verður slitið á morgun kl. 3 e. h. Frá Verzlunarskólanum: — Inn : tökupróf inn í . bekk Verzlunar-: skóla íslands hefst á morgun, fimtudag 28. maí, kl. 8.30 árd. — Fyrsta prófið er íslenzka. Skrán- ingu er lokið. l^Pennavinir Pennavinir: — Wolfgang Kow- ertz, Essen-Uberruhr. Hinseler- hof 6, Deutschland, hefur hug á að komast í bréfasamband við ís- lendinga, og segir hann, að til sín megi skrifa hvort heldur er á I þýzku eða ensku. — Kowertz ■ vinnur við blaðið Westdeutsche j Allgemeine Zeitung í Essen (Friedrichstr. 36—38) og má einnig senda bréf til hans þang- I að. — NÆTURGALIiMINI - Ævintýri eftir H. C. Andersen Afmæliskveðja Sigurður A. Björnsson sjötíu og fimm ára Bjó á Veðramóti maður. Mikils virtur ætíð var hann. Tryggur vinum traustur, glaður, táp og snilli marga bar hann. Rausnarbú hann rak af kappi. Ráð og dáðir sýndu verkin. Sterkur vilji stýrði happi. Störfin báru aðalsmerkin. Hlý og glöð er hreina lundin. Hress í starfi branda-álfur. Þótt sé orðin ævistundin, áratugur sjö og hálfur. Góða konu garpi veitti Guð af náð og mildi sinnL Barnalánið lífið skreytti. Ljóma slær á fögur minni. Þú hefur æ um þína daga, þreki beitt í lífsins róti Ævi þín er sæmdarsaga, Sigurður, frá Veðramóti. Þér ég vinur þakka kynnin. Þau mér tíðum veittu gleði. Þeirra hlýju mætu minnin, mínum yija hug og gleði. Þig ei bresti gæfu gengi. Greiðar verði elli-brautir. Höndin Guðs þið leiði lengi. lífsins gegn um sæld og þrautir. Einar Þórðarson, frá Skeljabrekku. Laeknar fjarverandi Árni Björnsson um óákveðinn tíma. — Staðgengill: Halldór Arin bjarnar. Lækníngastofa í Lauga- vegs-Apóteki. Viðtalstimi virka daga kl. 1:30—2:30. Sími á lækn- ingastofu 19690. Heimasími 3Ó738. Bjarni Jónsson fjarverandi frá 14. maí—5. júlí. Staðgengill Stefán P. Björnsson. , Guðmundur Benediktsson um óá kveðinn tíma. — Staðgengill: Tómas Á. Jónasson, Hverfisgötu 50. Viðtalstími kl. 1—2, nema laugardaga, kl. 10—11. Sími 15521 Valtýr Bjarnason 1/5 um óákv. tíma. Tómas A. Jónasson, Hverf- isgötu 50. Víkingur H. Arnórsson fjarver andi frá 27. apríl til 1. júní. Stað- gengill Jón Hjaltalín Gunnlaugs- son, Hverfisgötu 50. Bækur þessar bárust út um heim allan, og nokkrar þeirra komust einnig í hendur keisar- ans. Hann sat í gullstól sínum og las og las. Og hann kinkaði kolli í sífellu, því að hann hafði mikla ánægju af því að lesa hinar glæsi legu lýsingar á borginni,. bóil- inni og garðinum. — „En nætur-- galinn er sannarlega það lang- bezta“, stóð í öllum bókunum. „Hvað er þetta eiginlega?" sagði keisarinn við sjálfan sig. „Næturgalinn! Ég kannast alls ekki við hann. Er slíkur fugl í raun og veru til í keisaradæm- inu, og það meira að segja í garð- inum mínum? — Það hefi ég aldrei heyrt um. Og svo verður maður að fræðast um slíkí af bókum!“ Hann kallaði tafarlaust á æðsta hirðmann sinn. Hann var svo yfirlætisfullur, að ef einhver, sem var lægra settur en hann, dirfðist að ávarpa hann eða spyrja um eitthvað, svaraði hann aðeins: „Pu“ — og það var auð- vitað ekekrt svar. Lislasafn Einars Jónssonar, Hnil björgum, er opið miðvikudaga og sunnudaga kl. 1.30—3,30. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29 A. — Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 13—16. — Lestrarsalur fyrir fullorðna: Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema laugar- daga kl. 10—12 og 13—16. Útibúið, Hólmgarði 34. — Út- lánadeild fyrir fullorðna: Mánu- daga kl. 17—21, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. — Lesstofa og útlánadeild fyrir börn: Mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. Útibúið, Hofsvallagötu 16. — Útlánadeild fyrir börn og full- orðna: Alla virka daga, nema laugardaga, kl. 17,30—19,30. Útibúið, Efstasundi 26. — Út- lánadeild fyrir börn og fullorðna: Mánudaga, miðvikudaga og föstu daga kl. 17—19. Þjóðminjasafniff: — Opið sunnu daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga kl. 1—3. Byggðasafn Reykjavíkur að Skúlatúni 2 er opið kl. 2—5 alla daga nema mánudaga. Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnudögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14—15.____________________ Málflutningsskrifstofa Eiitar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Péti rsson Aðalstræti 6, III. hæð. I oimar 12002 — 13202 — 13bbz

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.