Morgunblaðið - 27.05.1959, Page 11

Morgunblaðið - 27.05.1959, Page 11
' Tiðvíkudagur 27. maí 1959 MORGUNBLAÐ1B 11 Bjarni B. Jónsson: Fy" grem Hagkerfi og hagstjdrn Efnahagsvandinn — verðbólgan Engum blöðum er um það að fletta, hver er megin efnahags- vandi íslenzks þjóðfélags. Það er verðbólgan, hin sífellda rýrnun peningagildisins, er leiðir af kaupgjaldsbaráttunni eða í víð- ari skilningi af kjarabaráttunni almennt. Þetta vandamál nefur leitt af sér flest önnur vand- kvæði, er brýn og aðkallandi hafa getað talizt. Ekki er svo að skilja, að þjóðfélag okkar væri himnesk stássstofa, þótt þessi vandi væri leystur. Við mundum enn sem fyrr eiga margar ósk- ir, sem ekki fengjust uppfylltar nema með tíð og tíma, elju og erf iði og sanngjarnari skiptum milli manna. En við ættum ekki slíkt úrval vandræða og þyrftum ekki sífellt að grípa til örþrifaráða, né heldur værum við slíkir bón- bjargamenn á alþjóðavettvangi. Hér er um það að ræða að bjarga peningamálum og almennri hag- stjórn úr glundroða og koma góðri skipan á þau mál. Lausn þess vanda verður að byggjast á þeim kostum sem efnahagslega eru ákjósanlegastir, meðal þeirra sem eru tæknilega og efnislega framkvæmanlegir. Að velja milli þeirra er hlutverk hagstjórnar- innar. Sýnt hefur verið fram á það mörgum sinnum, bæði af hag- fræðingum og stjórnmálamönn- um, að þessi tegund kjarabaráttu — kaupgjaldsbaráttan — ræður úrslitum tekjuskiptingarinnar að eins að óverulegu leyti, en er hins vegar þeim mun færari um að valda truflunum og glund- roða. Til þeirra mála lagði ég grein, er birtist í Morgunblaðinu og Tímanum í marz 1955, en þar var samhengi þessara mála rak- ið og skýrt. Engin tilraun hefur verið gerð til að hrekja það, sem þar var haldið fram. Þótt marg- ir líti þessi mál öðrum augum, hliðra menn sér yfirleitt hjá því að rökræða, hvað á milli ber. Því verða röksemdir þeirrar greinar ekki endurteknar hér. Sýnt var fram á, hvernig hin ýmsu vandamál eiga rót sína að rekja til verðbólguþróunarinnar. Hér verður gengið út frá þeirri niðurstöðu sem gefinni. Glímt hefur verið við þennan efnahagsvanda með skammæum aðgerðum. Hver ríkisstjórnin af annarri hefur farið halloka fyrir þessum vanda. Með þeim kaup og verðhjöðnunaraðgerðum, er tóku gildi nú í febrúar, er voðanum bægt frá í bili. Glímu- skjálfti kosningaundirbúningsins fer nú um landið, og verður varla hugsað til hreyfings í kjara baráttunni, meðan á því stendur. En að kosningum loknum bíður þessi vandi hinna nýju valdhafa og reynist áreiðanlega alvarleg- asta úrlausnarefnið, sem við verð ur að glíma. í þessari grein verð- ur leitazt við að reifa þetta vanda mál og lýsa í meginatriðum leið, er liggja kann því til lausnar. Hvað er varanleg lausn? Dregið hefur verið í efa, að efnahagsmál verði leyst með varanlegum hætti. Málin hljóti jafnan að koma á daginn aftur og aftur, eftir því sem fram vindur. Þetta er rétt, svo langt sem það nær. Allir kannast við muninn á stjórnarskipan og dag- legum stjórnarstörfum. Sams konar aðgreiningu má gera í efna- hagsmálum milli hagkerfis og hagstjórnar. Hagkerfið er sá rammi skipulagsforma í víðasta skilningi, sem efnahagslífið er fellt í. Hagstjórn er dagleg stjórn þess, eftir þeim leiðum sem opn- ar eru I hagkerfinu. Þann verkn- að að fella efnahagsmálin í kerfi, koma á fót stofnunum og afnema þær, breyta svigrúmi og vald- sviði félagslegra afla, o. s. frv., mætti nefna hagkerfun. Reynist eitthvert vandamál óviðráðanlegt með aðferðum hagstjórnar á grundvelli ríkjandi skipunar mála, bendir það til þess að málið verði að leysa á vettvangi hag- kerfunar. Reynist sú aðgerð ár- angursrík, er fengin varanleg lausn vandans í skipulagslegum skilningi, enda þótt starfrækslu þess kerfis, sem þannig er komið á fót, þurfi að stýra frá degi til dags. Hér liggur fyrir það verkefni að setja skipan, er komi í veg fyrir verðbólguþróun eða leið- rétti verðbólguna, jafnótt og hún gerist og áður en veruleg skakka föll hljótast af. Því sjálfvirkari sem slík skipan eða kerfi er, því fremur er hægt að segja, að vandinn sé leystur með varan- legum hætti. Það skiptir þó engu höfuðmáli. Aðalatriðið er, að stjórnendur hafi í hendi sér tæki til að ráða lausn málsins, eftir því sem fram vindur, en mikill misbrestur hefur verið á þvt, að svo væri. Annað höfuðatriði er það, að þessu tæki verði að jafn- aði beitt þannig, að öruggar horf- ur séu jafnan á stöðugleika í gildi peninga. Það eru horfurnar sem mestu máli skipta fyrir peningalegar ráðstafanir fólks, en að sjálfsögðu eru horfur metn ar að verulegu leyti eftir feng- inni reynslu. Varanlegt, sjálf- virkt kerfi hefur að þessu leyti þann kost að vera síður háð óvissu um staðfestu stjórnarvalda í stjórnarathöfnum. Verðbólga eða kæupskrúfa Ráð gegn verðbólgu hljóta að miðast við það, hvers eðlis verð- bólgan er, þ.e. hvaða öfl það eru, sem vekja hana. Gerður er grein- armunur á eftirspurnarverðbólgu og kostnaðar- eða kaupgjalds- verðbólgu. Hin fyrri er sú eigin- lega, klassiska verðbólga, sú er gengur ljósum logum í kennslu- bókum og gjarnast er að hrjóta úr pennum hagfræðinga, enda var til skamms tima ekki um aðra verðbólgu að ræða. Þessi tegund verðbólgu verkar beint á verðlagið án tilverknaðar af hálfu kaupgjalds. Sú skýring er gjarn- an gefin, að vörur séu ekki næg- ar til að mæta eftirspurn. Hækk- un kaupgjalds er eftir þessari kenningu lokaafleiðing verðbólg unnar fremur en á nokkurn hátt orsök hennar. Hin síðarnefnda tegund verðbólgu er aftur á móti beinlínis borin uppi af kaup- hækkunum. Hún er svo til nýtt fyrirbrigði. Kauphækkanir eru knúðar fram af samtakamætti stéttafélaga. En þar sem öll verð myndun miðast við kaupgjald sem grunneiningu, lagi verðlagið sig að fullu að hækkuðu kaup- gjaldi. Loks gangi peningayfir- völd og fjármála út frá hinu nýja peningagildi sem gefnu. Peningavelta og peningaleg eftir spurn lagi sig því eftir því, þann- ig að ekki komi til samdráttar í atvinnulífinu af þeim sökum. Þetta verðbólgufyrirbæri hefur á íslenzku hlotið hið ágæta heiti: kaupskrúfa. Endanlegar verkan- ir verðbólgu og kaupskrúfu eru hinar sömu. Mismunurinn felst í aflvaka eða frumkvæði hækkun- arinnar. Þessir tveir aflvakar blandast orðið meira eða minna í allri verðbólguþróun. Þess vegna kem ur það æ skýrar fram, að ekki er raunhæft að draga þarna skýr skil á milli. Þannig er gengi kaup skrúfunnar aldrei óháð eftirspurn arþrýstingi, né heldur getur verð bólgan haldið til lengdar rás sinni, nema kaupskrúfan sé einn ig sett í gang. Verð stórra, mikil- vægra vöruflokka í iðnaðarþióð- félagi er rækilega bundið af kostn aði, einkum kaupgjaldi. Mannleg þjónusta, bein eða óbein, er uppi staðan í öllum framleiðslukostn- aði. Verður því treglega bein verð bólgumyndun á þessum sviðum, nema undan fari hækkun kaup- gjalds. Það eru einkum vinstri sinnaðir hagfræðingar, er hafa bent á þessi atriði til stuðnings andstöðu sinni gegn því að verj- ast verðbólgu með samdrætti eft- irspurnar. Raunhæfasta viðhorfið til þess ara mála virðist því vera það að bera saman eftirspurnarþrýsting annars vegar, en vilja og getu stéttasamtaka til að knýja fram Hindrunaraðgerðir eða leiðréttingarkerfi Þeim aðgerðum, sem béitt er í viðureigninni við verðbólguna, má í grundvallaratriðum skipta í tvo flokka. Annars vegar eru þær aðgerðir, sem ætlað er að hindra verðbólgu í að myndast, hins vegar þær, sem ætlað er að leiðrétta þegar orðna verðbólgu þróun. Slíkar leiðréttingaraðgerðir geta fallið í tvenns konar kerfi. í fyrsta lagi er sá möguleiki að leiðrétta öll atriði, sem máli skipta, eftir hækkun kaupgjalds eða verðlags eða eftir einhverri málamiðlun þar á milli. Þær meg instærðir, sem þannig þyrfti að leiðrétta, eru gengi erlends gjald eyris, höfuðstóll og vextir í lánsviðskiptum, og mat tekna og eigna til skatts. Til þess að gera slíkt leiðréttingarkerfi nægilega sjálfvirkt, fljótvirkt og öruggt þyrfti gjörsamlega nýja tækni á öllum þessum sviðum. Hægt væri að taka hana upp, en væri geysi legt skipulagsátak, og til þess að beita henni þarf að staðaldri geysilega skriffinnsku. Það er því að vonum, að slíkar aðgerðir hafa hvergi verið gerðar að heil- steyptu kerfi. Aðeins á mjög tak- mörkuðum sviðum lánsviðskipta hafa slíkar aðgerðir verið gerðar sjálfvirkar. Að öðru leyti hafa áhrif verðbólgu á lánsviðskipti og skattamál verið látin óleiðrétt, en á sviði gengismála eru leið- réttingar gerðar stórum og strjál um, eftir að verulegar skekkjur hafa náð að myndast. Slíkt leiðréttingarkerfi, sem að ofan greinir, er afstætt (relativt) í eðli sínu. Verðbólgan heldur rás sinni, allar tölur hækka. En all- ar stærðir halda afstæðu gildi sínu óbreyttu þrátt fyrir það, þ.e. öll verðhlutföll og raunveru leg eignaskipting helzt óbreytt. Hér verður að vara við þeim mis skilningi, að slíkt kerfi mundi valda stöðnun allra siíkra stærða. Hér er aðeins um það að ræða að BJARNI BRAGI JÓNSSON útskrifaðist úr viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1950. Hann vann um skeið í hagdeild Framkvæmdabanka Islands, en dvelur nú við nám og rann- sóknir í hagfræði í Cambridge á Englandi. Morgunblaðið birtir að þessu sinni tvær greinar eftir Bjarna um kaupgjaldsmálin og verðbólguna. Hafa þessi mál verið honurn viðfangsefni um árabil. Leggur hann nú fram tillögur sínar um Iausn vandamálsins. Hann svarar fyrir sitt leyti spurningunni um það hvernig hægt er að ná því, sem að er keppt með kaupgjaldsbaráttunni, án þess að út koman verði verðbólga. Bjarni horfist djarflega í augu við staðreyndirnar og leggur fram ákveðnar tillögur til lausn- ar vandanum. Tillögurnar eru frumlegar og íhugunarverðar fyrir alla þá, sem gera vilja sér grein fyrir eðli vanda- málanna. Með birtingu greinarinnar tekur Morgunblaðið ekki afstöðu til þeirra en telur sjálfsagt, að gefa sem flest- um færi á að kynna sér þær. Ábendingar dugmikilla, ger- hugulla ungra hugsjónamanna, sem reyna að rekja rætur vandamálanna, hafa fyrr og síðar vísað veginn fram á við. Þeir gera sér e. t. v. ekki ætíð næga grein fyrir þeim örðug- leikum, sem á Ieiðinni verða, en án leitar að nýjum leiðum verður ekkert komizt. kauphækkanir hins vegar. Eftir niðurstöðu þessarar gagnverkun- ar fer þróun kaupgjalds og verð- lags. Þetta viðhorf er því réttara sem lægri eftirspurnarþrýsting þarf til að viðhalda baráttuvilja og sigurgleði stéttafélaga heldur en til að framkalla beina verð- bólgu. Slík verðbólga hefur ekki skeð að neinu ráði í heiminum síðan Kóreustríðið skall yfir, og er ekki líkleg til að koma fyrir í þróuðum löndum á friðartímum nema fyrir hreina slysni eða eða klaufaskap. Aftur á móti eru stéttafélög reglulega á höttunum eftir ávinningi fyrir meðlimi sína. Séu flokkspólitísk viðhorf ráðandi meðal þeirra, geta víð- tæk samsæri um að valda efna- hagstruflunum einnig komið fyr- ir. Kaupskrúfan er því hið nær- tæka, aðkallandi vandamál, er setur lægri takmörk fyrir gengi efnahagsstarfseminnar heldur en hin eiginlega verðbólga. í því ljósi verður að meta þær leiðir og þá tækni, sem beitt er til að hindra verðbólguþróun. eyða áhrifum verðbólgunnar á þær. Hin tegund leiðréttingarkerfa er algjör (absolute) í eðli sínu. Kerfi af því tagi leiðréttir kaup- gjaldið eftir meðalhækkun þess sjálfs. Hafi verðlag einnig hækk- að, áður en leiðréttingin tekur gildi, lækkar það að sama skapi, annað hvort sjálfkrafa eða að tilstuðlan verðlagsákvæða. Slík- ar aðgerðir hafa hvergi verið gerðar að reglu. Þær hafa komið fyrir sem liður í verðhjöðnun og endurskipan peningamála, en það eru fágætir viðburðir. Dæmi þess háttar leiðréttinga á Is- landi eru niðurfærsla verðlags uppbótar árið 1947 og hin al- menna niðurfærsla kaupgjalds og verðlags nú í febrúar. Með verð- og kaupstöðvuninni haust ið 1956 var ng reynt að stöðva frekari verðbólguþróun, en þeg- ar orðin hækkun kaupgjalds fékk síðar útrás í verðlagi og gengi. Sökum torveldleika þess að koma við fullnægjandi leiðrétt- ingaraðgerðum, hefur viðleitni stjórnvalda og ábyrgrar stétta- forustu beinst að því að hindra verðbólguþróun. Þar sem leið- réttingaraðgerðum verður sjaldn ast komið við-nema í gengismál- um, eru þær aðeins nauðsynleg- ar að því marki sem verðbólgan _ er hraðari en með öðrum þjóðum. Þetta er skýringin á því, að al- þjóðleg verðbólga getur verið í gangi, án þess að nokkur þjóð- anna lendi í sérstökum gjald- eyrisvandræðum og gengisbreyt- ingum, ef hraði verðbólgunnar er svipaður, eða í samræmi við mis- jafnt verðbólguþol efnahagslífs þjóðanna. Hindrun verðbólgu er að öðru jöfnu æskilegri en leiðrétting hennar eftir á, þ. e. miðað við sama endanlegan árangur og svipaðan kostnað í öðrum félags- legum markmiðum, er fórna verður. Þótt ekki sé munur á já- kvæðum árangri, getur verið verulegur munur neikvæðra samanburðaratriða. Peningalegur stöðugleiki er engan veginn eina keppikeflið. Því verður að vega árangurinn á þessu sviði upp á móti þeim annmörkum, er að- gerðunum fylgja. Að sumu leyti stafa þær markmiðaandstæður, er þarna koma fram, af misjafn- lega framsýnum sjónarmiðum. Lausn verðbólguvandamálsins getur stangazt á við markmið eins og hámark þjóðarframleiðslu næstu tvö, þrjú árin. En hún stangast síður á við hámark þjóðarframleiðslu næstu tíu til tuttugu árin, því að á svo löng- um tíma koma full áhrif verð- bólgunnar til brenglunar og nið- urrifa fram. Þannig getur verð- bólgan eytt sinni eigin réttlæt- ingu, þegar til lengdar lætur. Þessi mismunur tímavíddar eða tímasjónarmiðs í mati markmiða gerir það að verkum, að erfitt er að gera fræðilega upp á milli markmiða. Til þess að það sé hægt verður tímagildismat hinn- ar opinberu stefnu að liggja fyr- ir, auk þess sem við óvissu allr- ar forspár er að glíma. En þessi matsatriði eiga eink* um við um samanburð mark- miða, ef aðeins er um eina á- kveðna tækni að ræða, er felur í sér ákveðnar takmarkanir á samrímanleik æskilegra mark- miða, svo sem beiting vaxta eða annarra eftirspurnartakmarkana. Séu bornar saman ýmsar leiðir eða ýmis skipulagstækni til að ráða fram úr vandanum, er sam- anburðurinn ekki eins takmark- aður. Þá eru bornar saman þær samstæður félagslegra markmiða er hver skipulagstækni gerir kleift að ná. Sú skipulagstækni, er gerir fært að ná ákveðnu marki peningalegs jafnvægis og stöðugleika með semminnstrifórn annarra félagslegra markmiða, sýnir þar með yfirburði sína. Þar fyrir er þó ekki gefið, í hvaða hlutföllum kostir þess skuli nýtt- ir. Er ákveðin tækni eða kerfi hefur verið valið, má þreifa fyr- ir sér um, hvaða samstaða af markmiðum gefi bezta raun. Hið fyrra er hagkerfunaratriði, hið síðara er hagstjórnaratriði. Senni lega yrði bætt skipulagstækni i þessum málum nýtt að nokkru til að ná auknum stöðugleika og að nokkru til að ná enn fyllri at- vinnu og örari framleiðsluvexti. Slíkur samanburður kosta mis- munandi hagstjórnaraðferða gildir jafnt um aðferðir til hindr- unar verðbólgu og leiðréttingar. En varðandi leiðréttingarkerfiu verður að gæta þeirra tíma- bundnu brenglunar, sem hlýtur að verða áður en leiðréttingar eru komnar í kring, og ef svo ber undir, þeirrar brenglunar, sem ekki þykir fært að leiðrétta. Þannig fela leiðréttingaráðgerðir í sér neikvæð atriði, er gefa verð- ur gildi í samanburði við hindr- unaraðgerðir. En sé hægt að koma á fljótvirku og allt að þvi sjálfvirku leiðréttingarkerfi, kann þessi munur að vera óveru- legur. Auk þess getur leiðrétt- ingarkerfi þróast í að verða hindrunarkerfi, er það hefur náð að setja mark sitt á hinar félags- legu samningagerðir, og samtök og stofnanir stéttabaráttunnar hafa vanizt að taka tillit til þesa Framh. á ols. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.