Morgunblaðið - 27.05.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 27.05.1959, Síða 13
~ "ðviEudagur 27. maí 1959 MORCTJIVBLAÐIÐ 13 tííið rit en fróðlegt „3 ónsmessunótt.1* Gunnlaugur Scheving sýnir ÞEGAR Gunnlaugur Scheving heldur einkasýningu, eru það mikil tíðindi. Hann hefur ekki haldið sýningu á nýjum verkum í lengri tíma, en fyrir fimm ár- um var haldin yfirlitssýning á verkum Gunnlaugs í tilefni af fimmtugsafmæli listamannsins. Gunnlaugur Scheving leggur mikla vinnu í verk sín, og það tekur hann langan tíma að full- gera hvert einstakt listaverk. Enda er það mjög fjarri slíkum manni sem Gunnlaugi Scheving að kasta til höndum við list sína, eða á annan hátt að sleppa auð- veldlega frá viðfangsefnum sín- um. Honum er það eðlilegt að glíma sterklega við myndbygg- ingu, og árangurinn verður sann- færandi og monumental. Hin stóru verk þessa málara eru flest á þann hátt, að bygging verksins virðist honum fyrir öllu, bæði hvað liti og form snertir. Fyrir- myndin er aðeins notuð til að koma sjálfu verkinu á stað og hvergi látin ráða of miklu um endanlegt útlit listaverksins. Myndrænn skilningur Gunn- laugs Schevings er það sem fyrst og fremst gefur verkum hans þann persónulega blæ og þá stíliseringu, sem svo mjög ein- kennir þau áhrif, er list Gunn- laugs Schevings geislar frá sér. XJm efnisval fyrirmynda þeirra, er kærastar eru Gunnlaugi Scheving, verð ég ekki langorð- ur. Það er alkunna, hver við- fangsefni eru hugljúfust lista- manninum, en sérlega eru það myndir hans frá lífinu við fisk- veiðar, sem ég ætla að minnast smávegis á. Þetta viðfangsefni hefur Gunnlaugur Scheving val- ið sér um langt árabil. Hve kært honum er þetta viðfangsefni, held ég, að liggi aðallega í því, hve mikla möguleika hann finn- ur í fyrirmyndinni. Skip á sjó, með öllu því innanborðs, sem fiskveiðar útheimta, hafið sjálft, hreyfing þess og skipsins. Um- hverfið allt, ásamt átökum ljóss og skugga. Heimur í hnotskurn, takmarkaður, en samt fullur af lífi og eilífri hreyfingu. Allt þetta getur orðið að miklu ævin- týri í höndum góðs listamanns, eins og Gunnlaugs Schevings. Hann kann manna bezt að not- færa sér slíkan heim og byggja um hann listaverk, sem túlkar mátt og reynslu listamannsins. Andstæða við þessar fyrirmyndir eru verk þau, er hann hefur gert yfir líf manneskjunnar og hús- dýrsins. Þar eru það töfrar hins kyrrláta, rólega lífs, sem Gunn- laugur Scheving túlkar. Og það er mikill munur á, hvernig lista- maðurinn tjáir þessa tvo heima. fyrir, hvernig hann notfærir sér litatóna einmitt í þessu augna- miði, en við skulum ekki fara lengra að sinni. Sýningin, sem Gunnlaugur Scheving heldur nú í Lista- mannaskálanum, er mikil að vöxtum, þótt ekki séu sýnd nema 19 listaverk. Flest eru þessi verk með því stærsta, sem málað hefur verið hérlendis, og sýna þau vel, með hvaða elju listamaðurinn hefur unnið að undanförnu, sem og jafnan áður. Það er jafnvel ótrúlegt, að þessi miklu verk skuli öll hafa orðið til á seinustu sex árum. Gunn- laugur Scheving hefur ekki legið á liði sínu, og honum hefur tek- izt með miklum sóma að ljúka þeim verkefnum, er hann hefur færzt í fang. Arangur listamanns- ins er bæði mikill og merkur. Hann kemur jafnvel á óvart í sumum þeim verkum, er hann sýnir, þrátt fyrir þá staðreynd, að hann er fastur fyrir og sterkt mótaður sem listamaður. Málverkið Sumarkvöid, no. 11, er eitt af beztu verkum, sem ég hef enn séð frá hendi Gunnlaugs Schevings. Það er byggt á mjög fínan hátt í litnum og hefur seið- andi kraft, klassískt í eðli sínu og þrungið einu af þeim kyrlátu augnablikum, sem eru alltof fá í lífi mannsins. Skynjun lista- mannsins á tilverunni, því sem svo margir leita að, en svo fáir finna. Nótt á sjó, no. 4, er lista- verk, byggt í stórum brotum, litsterkt, og maður getur ekki gleymt því verki. Áhrif þess ná sterkum tökum og færa áhorf- andann inn í þann heim, sem verkið er ofið um. Sama er að segja um Skammdegisnótt, nr. 6. Þar stíliserar listamaðurinn á skemmtilegan hátt og byggir verkið af miklum skilningi. Lit- urinn er ferskur og hljómmikill. Teikningin er hnitmiðuð með sterkum, breiðum línum, sem auka styrk þessa verks svo heildarsvipur listaverksins fær magnaðan svip. Ég læt nægja að minnast hér aðeins á þessi þrjú verk á sýn- ingu Gunnlaugs Schevings. En lengi mætti tala um þessi verlc og taka fleiri fyrir. Það yrði ein- faldlega of langt mál í stutta grein. Það er annars óþarfi að orðlengja um þessa sýningu. Gunnlaugur Scheving er að allra áliti einn af okkar fremstu lista- mönnum, og það álit er ekki gripið úr lausu lofti, sem bezt má sjá af þessum seinustu verk- um listamannsins. Áður hefur Gunnlaugur Schev- ing ekki sýnt svo mörg stórverk á einni og sömu sýningu. Von- Hægt væri einnig að færa rök j andi láta ekki margir þessa sýn- ingu fram hjá sér fara. Það væri leiðinlegur sofandaháttur þeirra, sem trúa því og vilja viðurkenna, að til er myndlistarmenning á ís- landi. Ég þakka svo Gunnlaugi Scheving fyrir þessa miklu sýn- ingu og vonast til, að hann eigi eftir að gleðja okkur oftar með slíku fyrirtæki. Valtýr Pétursson. NÝLEGA er komið út á vegum Atvinnudeildar Háskólans rit eftir Guðmund Kjartansson jarð fræðing: „Jarðmyndanir í Holt- um og nágrenni“, (Rit Landbún- aðardeildar, B-flokkur — Nr. 11). Þetta er vísindarit, en hefur þann kost að vera ritað þannig, að all- ur almenningur geti notið þess og lesið sér til skemmtunar og fróðleiks, eins og flest annað, sem þessi ágæti rithöfundur og vis- indamaður skrifar. Hann rekur í riti þessu sögu- þætti um jarðfræði áðurnefnds svæðis, sem hann hefur rann- sakað öllum öðrum becur. Með fram er sú rannsókn gerð vegna væntanlegrar virkjunar Þjórsár. Ef hún kemst í framkvæmd, þarf fyrirfram að vera vitað v.m land gæði og þéttleika berggrunns- ins, sem undir er, svo að vatnið „leki ekki niður“, ef því er gerð- ur nýr farvegur. En í sambandi við þá rannsókn gerir höf. grein fyrir myndunarsögu jarðmyndan anna, allt frá því að berggrunn- urinn fór að hyljast jökulruðn- ingi og meira að segja getur hann frætt lesandann um mómyndan- ir, sem eru 8000—9000 ára gaml- ar og fundist hafa undir Þjórs- árhrauninu svonefnda, sem þek- ur mikinn hluta Skeiða og Flóa og geira vestan af Landsveit- inni. Einkar fróðlegt er að lesa um ísaldarmenjarnar og um hækV» un og lækkun suðurláglendisms. Öruggar sjávarmenjar hefur höf. fundið inni í landi, á stöðum sem nú liggja 110 metra yfir sjó. Þá var allt flatlendið i Suður- landi undir sjó og ýmsar teg- undir skelja og kuðunga hafa fundizt á stöðum nálægt þjóð- veginum austur um Holtin, svo sem við Rauðalæk og Ægisíðu- foss. Höf. rekur jökulmyndan- irnar af ruðningnum, sem jökl- arnir hafa ýtt á undan sér og styðst þar ekki sízc við Búða- röðina svonefndu á norðurbakka Þjórsár, skammt frá Búðafossi. Stefnu skriðjöklahreyfinganna les hann af rákunum sem mark- ast hafa í fasta klöpp af grjóti, sem ísinn hefur borið með sér. Þannig rekur hann stórfenglega sögu Su,urlands, sem segir frá því, er jökullinn náði lengra suður en Hekluhraun hin elztu ná nú, og þegar sjór gekk alla leið upp í mið Holt og alla leið upp í Gnúpverjahrepp. Merkileg er sú saga og girni- leg til fróðleiks. Mér kæmi ekki á óvart þó margir og þó einkum þeir, sem staðháttum eru kunn- ugir austan og vestan Þjórsár, læsu þetta kver sér til óbland- innar ánægju, því framsetning öll er svo ljós. SK. Nokkur hluti nemenda Skátaskólans Fjölbreyft sumar- starf skáta SUMARSTARF skáta mun verða í ýmsum skátafræðum. Tjald- Hitaborð óskast strax. Upplýsingar í síma 20, Selfossi mjög fjölbreytt að þessu sinni, og eru helztu þættirnir í sum- aarstarfinu þessir: 1. Kvenskátaskólinn að Úlf- ljótsvatni tekur til starfa 25. júní og verður starfræktur í 8 vikur. Eins og áður hefur verið auglýst, er hægt að sækja um dvöl þar, frá 1 viku allt að 8 vikum, og er dagskráin miðuð við 8—13 ára aldur, þ. e. a. s. Ljósálfa 8—10 ára og Skátastúlk ur 11—13 ara. Aðalverkefnin eru auðvitað alls konar skátaíræði, kennsla í ýmsu, sem að gangi má koma í daglegu lífi, sóngur og leikir og þátttaka í daglegum heimlisstörfum skólans. Skólinn hefur nú verið starfræktur i 15 ár, eru þær því orðnar æði marg ar stúlkurnar, sem þaðan eiga góðar endurminningar, enda gengur áhuginn fyrir Úlfljóts- vatni í erfðir þannig að óðum eykst dvöl barna þeirra, sem fyrst sóttu skátaskólann, 2. Sumarbúðir skáta við Úlf- ljátsvatn. Skátum víðs vegar að af landinu gefst kostur á að dvelja vikutíma í Sumarbúðum skátanna við Úlfljótsvatn. Búið verður í tjöldum, og verður hver flokkur að annast sína matseid sjálfur. Auk þess verður kennsla búðir stúknanna verða við Foss á, en tjáldbúðir drengjanna 1 Borgarvík. Eru þetta tveir hinna fegurstu staða við Úlfljótsvatn. 3. Landsmót skáta 1959 verð- ur að þessu sinni í Vaglaskógi, og eru það Akureyrarskátar, sem undirbúa það og hafa af því all- an veg og vanda. Mótið verður frá 3.—7. júlí, og verður sein- asta deginum varið til þess að fara hringferð um Akureyri og Eyjafjörð og endað með stórum varðeldi á Akureyri um kvöld- ið. Búizt er við skátum frá Norð urlöndum auk enskra og amer- ískra skáta. Þátttakendum verð- ur skipt í flokka, og verður reynt að blanda þannig í flokkana, að sem flestir fái tækifæri til þess að kynnast. Hver flokkur annast sína eigin matseld, og verður lögð áherzla á að læra að búa til mismunandi eldstæði og notfæra ser yfirleitt, það sem siaðurinn hefur upp á að bjóða. Að mótinu ltknu, gefst skátum kostur á ýms um feralögum Norðamands. 4. Foringjaskóli mun verða haldinn í haust, ef næg þátttaka fæst. í öllu æskulýðsstarfi og þá ekki hvað sízt skátastarfi, þar sem svo mjög er lögð áherzla á persónuþroska hvers eintsaklings er mjög áríðandi, að þeir sem taka að sér að verða forystumenn hinna ungu, séu starfi sínu vaxn- ir. Hér á landi eru skátaforingjar yfirleitt ungir að árum, og tölu- vert yngri en almennt gerist i nágrannalöndum okkar. Aðstaða þeirra er því oft erfið, þrátt fyrir eldlegan áhuga og löngun til þess að láta eitthvað gott af sér leiða, þá vegur það ekki upp á móti þeim erfiileikum, sem orsakast af kunnáttuleysi og skorti á lífs reyr.slu. Foringjaskólar eru þvl eitt af nauðsynlegustu stoinun- um skátareglunnar, því þaðan eiga að koma hornsteinarnir, sem starfið byggist á. 5.GilwelInámskeið mun verða haldið hér í fyrsta sinn i sögt* skátahreyfingarinnar á íslandL Það er, ef svo má að orði konv ast, nokkurs konar háskólapróf í skátafræðum, og ætti því a3 verða mjög mikil hjálp hverjuns skátaforingja. Námskeið þett* verður haldið að Úlfljótsvat* dagana 19.—27. sept. nk. og mu» aðalritari Norska skátasamband* ins standa fyrir því, en með hoiv um munu starfa ýmsir íslenzku* skátaforingjar. Gilwellpróf skipt ist í 3 aðalhluta: I. Bréfaskóli I 2 áföngum. 2. vikunámskeið, sera er verklegt nám, er það sá hlutl prófsins, sem tekinn verður i Úlfljótsvatni í haust. 3. er aS starfa sem sveitarforingi í ákveð— inn tíma undir eftirliti æðri foi»- ingja. Skrifstofa B. f. S. er á Lauga- vegi 39, opin mánud., þriðjucL og fimmtud. frá kl. 3—6, geíur hverskonar upplýsingar um skáta starf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.