Morgunblaðið - 27.05.1959, Side 19

Morgunblaðið - 27.05.1959, Side 19
'i'Svik'údagur 27. maí 1959 MORClllKfíLAÐlÐ 19 82 Hollywood-myndir ekki taldar sýningarhæfar í 12 löndum WASHINGTON, 26. maí UPI. — Upplýsingáþjónusta bandaríska utanríkisráðuney tisins hefur najög gegn vilja sinum lagt fyrir fjár- veitinganefnd fulltrúadeildar Bandarikjaþings „svartan lista“ yfir 82 Hollywood-kvikmyndir, sem ekki sé æskilegt að sýndar verði í' ákveðnum löndum, vegna þess að þær gefi ranga hugmynd um ástandið í Bandaríkjunum. Upplýsingaþjónustan (USIA) féllst ekki á að leggja fram list- ann, fyrr en formaður fjárveit- inganefndarinnar, John Rooney, hafði gefið í skyn, að fram- lögin til upplýsingaþjónustunnar kynnu að verða minnkuð, ef ekki væri orðið við tilmælum nefnd- arinnar. 12 lönd Á „svarta listanum" eru kvik- myndir eins og „All the King’s Men“, „All Quiet on the Western Front“, „The James Dean 'Story“, „Somebody up There Likes Me“, „The Strange One“ og „The Sweet Smell of Success". Þær kvikmyndir sem eru á „svarta listanum" koma ekki undir laga- greinina, sem heimilar bandarísk um kvikmyndafélögum að fá inni stæður sínar í ákveðnum lönd- um greiddar í dollurum heima í Bandaríkjunum. Lögin um þessi dollaraskipti taka til 12 landa, og þau eru Burma, Ohile, Indónesía, ísrael, Pakistan, Pólland, Filipps- eyjar, Formósa, Spánn, Júgóslav- ía, Tyrkland og Vietnam. Meðan á umræðunum stóð í fjárveitinganefndinni, tjáði upp- lýsingaþjónustan nefndarmönn- um að ákveðnar bandariskar kvikmyndir sköpuðu ýmiss konar erfiðleika, þegar þær væru sýnd- ar í öðrum löndum. Meðal þeirra væru kvikmyndirnar „Black- board Jungle", „Salt of the Earth“ og „House of Bamboo". Rangar hugmyndir Einn nefndarmanna, Frank Bow (repúblikani frá Ohio) sagði að kvikmyndir af þessu tagi gæfu rangar hugmyndir um ástandið í Bandaríkjunum, og þess vegna bæri að takmarka dreifingu þeirra. Kvikmyndafélögin bentu hins vegar á, að um 40% af tekj- um þeirra væru frá öðrum lönd- um, og að það væri óverjanlegt frá efnahagslegu sjónarmiði að banna sýningar á kvikmyndum í nokkru landi. Bow svaraði: „Ef allir vreru föðurlandsvinir mundu þeir láta það ógert að leggja út í gróða- fyrirtæki, ef þeir með því skaða orðstír Bandarikjanna í öðrum löndum og eyðileggja það sem upplýsingaþjónustan (USIA) er að reyna að byggja upp“. Yfirmaður upplýsingaþjónust- unnar, Turner Shelton, sagði að kvikmynd eins og „High School Confidential“ gæfi alranga hug- mynd um bandarískan æskulýð. í Líbanon hefði hann t. d. heyrt harða gagnrýni vegna þess að kvikmyndin var sýnd þar, en hann hefði ekki getað komið í veg fyrir sýningu hennar, þar sem upplýsingaþjónustan hefði engin áhrif á dreifingu kvik- mynda í því landi. Shelton hélt því fram, að bandarísk yfirvöld ættu að ákveða, hvaða kvik- myndir væru hæfar til sýninga í öðrum löndum. Krafðist listans Þegar hér var komið, krafðist Rooney þess að fá nákvæmar upplýsingar um hvaða kvikmynd ir upplýsingaþjónustan væri ó- ánægð með. Fulltrúar upplýsinga þjónustunnar neituðu í fyrstu að leggja fram listann, þar sem slík- ur verknaður gæti skoðazt sem „kvikmyndaeftirlit". Hins vegar lofuðu þeir að taka málið til 'yinf samlegrar athugunar. Rooney sagði: „Þið gerið rétt í því að vera mjög vinsamlegir, ef ykkur langar til að haida á- fram kvikmyndaþjónustn ykk- ar“. Þá var listinn lagður fram. Ég undirritaður þakka innilega öllum þeim mörgu, sem glöcldu mig með skeytum, dýrum gjöfum og góðum hug á 75 ára afmæli mínu þann 22. þ.m. Eitt af því dýr- mæta, sem lífið veitir manni er,ef manni tekst að vinna til viöurkénningar og þakklætis frá góðum mönnum og réttvísum. Reykjavík, 25, maí 1959. Sig. A. Björnsson frá Veðramóti. Þakka hjartanlega öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, góðum gjöfum, skeytum og upþhringing- um á 50 ára afmæli mínu 18. maí 1959. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Guðmundsdóttir, Bjarnarnesi. JÖHANNES LÁRUSSON Lögfræðistörf — Fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842 Málarastofan Barónsstíg 3. Sími 15281. Gerum gömul húsgögn, sem ný. « KVIKMYNDIR *■ AUSTURBÆ J ARBÍÓ: Helena fagra frá Tróju ÞESSI ameríska kvikmynd frá Warner Bros, er sannkölluð „stórmynd", því þar er allt stórt í brotum, sviðsbúnaður allur, stórhýsi í ævafornum stíl og her- skari leikenda og „statista", enda eru háðar þarna miklar orrustur, eins og greinir frá í Illionskviðu Hómers, en myndin er byggð á atburðum, sem þar er lýst, þ. e. átökunum milli Spartverja í Grikklandi og Trójumanna, er gerðust um 11 öldum fyrir Kristburð og lauk með því að Trjóumenn voru gersigraðir fyrir svik og kænskubragð Spartverja — „tréhestinn“ — svo sem frægt er. — En tilefni her- ferðar Spartverja á hendur Trjóu búum var það, sem kunnugt er, að Paris sonur Priams konungs í Trjóu, nam á brott Helenu hina fögru, drottningu Menelaus- ar Spartverjakonungs. Margir aðrir frægir menn úr Illions- kviðu koma þarna fram, svo sem Achilles, Agamemnon, Ulyssas, Hector og Casandra o. fl. o fl. Er mynd þessi stórfróðleg ekki sízt fyrir það, að hún gefur góða hugmynd um menningu tveggja öndvegisríkja á þessu tímabih, og hversu háttað var hernaði hirina sögufræðu þjóða. Hefur ekkert verið til sparað að gera allt úr garði þannig að það nálgist sem mest hið rétta eftir því, sem heim ildir greina. Auk þess fara þarna margir ágætir leikarar með hlut verk, svo sem hin fagra leik- kona Rossana Podesta, er leikur Helenu fögru og kafnar ekki undir nafni, Jack Sernas, er leik- ur Paris og Sir Cedric Hard- wicke, er fer með hluverk Pri- ams Trójukonungs. Sem sagt: Stórbrotin mynd og eftir því fróðleg. -—Ego. STJÖRNUBÍÓ: Hefnd Indíánans ÞES'SI ameríska kvikmynd, sem Steíán Haraldsson ver doktorsritgerð FYRIR nokkrum dögum, þann 15. maí varði íslenzkur læknir dokt- orsritgerð við háskólann í Lundi í Suður-Svíþjóð. Hinn nýbakaði doktor er Stefán Haraldsson, son ur Haraldar Björnssonar leikara. Andmælendur við doktorsvörn- ina voru Torsten Jerra dósent og dr. Per-Ingvar Brámemark. Doktorsritgerð Stefáns nefnist: „On Osteochondrosis deformans juvenilis capituli humeri includ ing investigation of intra-osseous vasculature in distal humerus“. Fjallar þetta efni um óeðlilegan beinvöxt, sem verður stundum í upphandleggs- og olnbogabeini í börnum og hefur einnig þýð- ingu fyrir rannsóknir á óeðlileg- um beinvexti annars staðar í lík- amanum. Liggur mikið starf að baki ritgerðinni, bæði í rann- sóknum á sjúkrahúsum og til- raunum á rannsóknarstofum. Til- raunir Stefáns hafa m.a. beinzt að því hvernig beinvefir myndast og hvernig blóðrás er um vaxandi og fullvaxin bein. Þykir ritgerð hans og athuganir bera vott um vísindahæfileika. — Bridge Framhald af bls. 3 sveit Stefáns J. Guðjohn- sen ............. 45:43 tekin er í litum, er gerð eftir. Sveit Sigurhjartar Péturs- skáldsögu eftir Arthur Gordon. Gerist myndin í Ameríku á síðari hluta aldarinnar sem leið, í litlu þorpi, þar sem Indíánar eru á næstu grösum og árekstrar milli hvítra manna og Rauðskinna eru ærið tíðir. í þessum þorpum voru vínknæpurnar aðalsamkomustað ir manna, og óðu þar uppi alls konar ævintýramenn og bófar, sem jafnan tóku „réttvísina“ í sínar eigin hendur ef þeir áttu í útistöðum við menn og var þá venjulega skammbyssan laus í beltinu. Það er slíkum átökum, sem mynd þessi greinir frá og koma þar einkum við sögu þrír bræður, sem vaða uppi í þorpinu og öllum stendur ógn af. Og svo koma þarna auðvitað konur við sögu að ógleymdri „hetjunni", sem er sjálfsögð í svona myndum og ber vitanlega sigur af hólmi. Ekki er hvíta kynstofninum lýst svo í þessari mynd að sé honum til sóma því að hann er heltekinn kynþáttahatri og drýgir hvert ó- dæðið öðru verra í skjóli þess. — Annars er efni myndarinnar ó- merkilegt og leikararnir leiðin- legir. Ego. sonar vann sveit Sophus- ar Guðmundssonar .... 57:47 Sveit Ásbjörns Jónssonar vann sveit Halls Símon- arsonar................ 54:29 Sveit Svavars Jóhannsson- ar vann sveit Eggrúnar Arnórsdóttur .......... 72:59 Sveit Vigdísar Guðjóns- dóttur vann sveit Ragn- ars Þorsteinssonar..... 59:41 Sveit Óla Kristinssonar vann sveit Mikaels Jóns- sonar ................. 67:49 Að loknum þrem umferðum er röð sveitanna þessi: St. 1. Sveit Sigurhjartar Péturss. 6 2. Sveit Hjalta Elíassonar .. 5 3. Sveit Stefáns J. Guðjohn- sen..................... 5 4. Sveit Asbjörns Jónssonar 4 5. Sveit Óla Kristjánssonar 4 6. Sveit Vigdísar Guðjónsd. 3 7. Sveit Zophusar Guðmunds sonar.................... 2 8. Sveit Halls Símonarsonar 2 9. Sveit Mikaels Jónssonar .. 2 10. Sveit Svavars Jóhanness. 2 11. Sveit Eggrúnar Arnórsd. 1 12. Sveit Ragnars Þorsteinss. 0 METCSALEM sigfússon frá Seyðisfirði, andaðist að Elliheimilinu Grund mánudaginn 25. maí 1959. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn, tengdabörn, barnaböra Maðurinn minn ARNI SIGURÐSSON trésmiður, Hverfisgötu 38 Hafnarfirði, andaðist á St. Jósepsspítala þriðjudaginn 26. þ.m. Sylvia Isaksdóttir. Móðir okkar JÓIIANNA EINARSDÓTTIR frá Giljum, Njálsgötu 71, andaðist í Landsspítalanum að morgni 26. maí. Börnin. Elsku sonur okkar og bróðir BIRGIR JÓNSSON andaðist að heimili okkar Álfhólsvegi 47 Kópavogi sunnu- daginn 24. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júní kl. 1,30. Jóna Sigurðardóttir, Jón Andrésson og systur. Útför ARA GUÐMUNDSSONAR, verkstjóra, fer fram frá Borgarnesi, föstudaginn 29. maí, og hefst að heimili hans kl. 2. Blóm og kransar afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Bílferð frá Bifreiðastöð Islands kl. 9 um morguninn. Til baka um Akranes um kvöldið. Óiöf Sigvaldadóttir og börn. Innilegar þakkir til allra nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar og mágkonu VIGDÍSAR HAULDÓRSDÓTTUR Litla-Fljóti. Vandamenn. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför VALDIMARS ÞÓRÐARSONAR verkstjóra, frá Brekkuholti. Fyrir hönd barna og systkina. Sigríður Þorgrímsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, er aýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar SÓLVEIGAR ASMUNDSDÖTTUR Sérstaklega þökkum við Þorsteini Árnasyni veitta hjálp í veikindum hennar. Jakob Jakobsson, Þórunn Jakobsdóttir Asmundur Jakobsson, Auðbjörg Jakobsdóttir, Jakob Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.