Alþýðublaðið - 30.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.10.1929, Blaðsíða 2
2 ABÞtÐUBBAÐIÐ Hið nýfa Sseco-Vanzetti-'mál. Fyrir fáum dögum birtist grein hér i' blaðinu um verklýðsof- sóknirnar í Gastoníu í Ameríku. Mál petta hefir vakið geysi-at- hygli um heim allan og hefir pað verið kallað hið nýja Sac- co-Vanzetti-mál. Framkoma auð- valdsdómaranna hefir verið sví- virðileg frá upphafi málsins og skeyti, er FB. barst í gærkveldi, sýnir, að verkalýðurinn er alger- lega réttlaus fyrir auðvaldsdóm- stólunum og að ekkert tillit er tekið til krafna hans eða varpa. Skeytið er svohljóðandi: Frá Gastoníu í Texas er símað: Kviðdómur sá, sem nýlega dæmdi 7 kommunista seka um morð, er lögreglustjórinn [Ader- holtj hér í borg var drepinn í verkfallsóeirðum í sumar, hefir vísað frá ákærum gegn mönnum þeim, sem skutu á verkfallsmenn og drápu konu eina úr flokki peirra. Kviðdómurinn hefir einn- ig visað frá ákærum gegn mönn- um þeim, sem hafa ráðist á kom- munista og rænt þá. Mikil gremja meðal verkamanna út af þessu um öll Bandaríkin. Og FB. bætir við til skýringar á hinu íhaldslitaða símskeyti: í skeyti þessu, þar sem sagt er frá kommunistum, mun vera átt við verkfallsmenn yfirleitt, en það er mjög fjarri sanni, að þeir séu allir kommunistar. Þegar grein sú var rituð, er birtist hér í blaðinu um þetta mál, voru engar fregnir komnar um dómsúrslitin, en skeyti þetta sýnir, að 7 af hinum 16, sem ákærðir voru fyrir morðið á Aderholt, hafa verið dæmdir sek- ir — og að öllum líkindum í rafmagnsstólinn í Sing-Sing. Sjö dæmdir sekir fyrir að hafa skot- ið einn mann til bana. —> Menn athugi samræmið: Verkamenn eru dæmdir tií dauða fyrir „morð“, sem engin sönnun er til fyrir að þeir hafi framið. En kröfum þeirra um rannsókn á þátttöku íhaidsmanna í morði konunnar, félaga verkfallsmanna, er vísað frá! Athugasemd FB. við skeytið er alveg rétt. SvfvIrð^Bsgaa* amerískra dómstóla. JafnaðarmeiiiB í Tékké^slévakfiu vlnna stórslgra. Khöfn, FB„ 29. okt. Frá Prag er símað: Þingkosn- ingar fóru fram í Tékkóslóva- kíu í fyrra dag. Atkvæðatala vinstri flokkanna hefir aukist mikið. Fylgi kommunista hefir rénað mest. Atkvæðatala flokks þess, sem styður Benes utanríkis- málaráðherra, svo kallaðra þjóð- ernisjafnaðarmanna, hefir aukist um 70000, þýzkra jafnaðarmanna um 100 000, tékkneskra jafnaðar- manna um 300 000. Atkvæðatala kommunista hefir rénað um 150 000, þjóðflokksins um 80000 og þjóðlegra lýðræðismanna um 30 000. — Hve mörg þingsæti hver flokkur um sig fær er enn ekki kunnugt, en samt er fyrir- sjáanlegt, að stjórnarflokkarnir hafa tapað meirihlutanum. Stjórn- in, sem studd var af borgaralegu flokkunum, hefir því beðist lausn- ar. ---- Eins og sjá má af skeytinu eru jafnaðarmenn klofnir í þrjá flokka, þýzka, tékkneska og kom- munistiska. Árið 1923 klofnuðu kommunistar út úr hinum tveim- ur flokkunum, en tilfinnanlegast várð þó tap tékkneskra jafnaðar- manna við það. — Nú nýlega hefir kommunistaflokkurinn klofnað, að minsta kosti í tvent, og af þeim sökum hafa þeir svo tapað svona rniklu við kosning- arnar. Mjög litið ber á milli tékk- neska jafnaðarmannaflokksins og þýzka jafnaðarmannaflokksins og síðan 1926 hefir mikið verið rætt innan beggja flokka um samein- ingu þeirra. En ýmsar aðstæður, mismunandi þjóðerni og tunga, hafa gert samsteypuna svo erfiöa, að hún hefir ekki tekist enn. Standa þó báðtr þessir flokkar saman í öllum stórmálum og berjast saman í þinginu gegn hinni íhaldssöínu ríkisstjórn, sem aðallega er studd af iðjuhöldum og kaþólskum bændum. Tékk- neski jafnaðarmannaflokkurinn er stærstur af öllum jafnaðarmanna- flokkum í landinu. Fékk hann við síðustu kosningar, í nóvember 1925, 631403 atkvæði, og eftir skeytinu að dæma hafa. honum bæzt 50% af fyrri atkvæðatölu sinni og hefir hann því nú um eina milljón atkvæða. Þýzki jafnaðar- mannaflokkurinn fékk við sömu kosningar 411000 atkvæði, en hefir nú skv. skeytinu yfir 500 000 atkvæði. Báðir þessir flokkar eru í Al- þjóðasambandi jafnaðarmanna og verkamanna. Ekki er Alþbl. kunn- ugt hvort báðir þessir flokkar ráða yfir svo miklu atkvæða- magni, að þeir geti myndað stjórn. Þjóðernissinnaði jafnaðar- mannaflokkurinn svo nefndi er enginn 1 verklýðsflokkur. Hinn slungni stjórnmálamaður, Benes, hefir að eins valið flokki sínurn svona ginnandi nafn -- og á því hefir hann flotið. Hálfstfifi ffiibbinn Óðlnn cff Reykjavfk sem við höfum látið búa sérstaklega til, er’lkominn. Veré frá kr. 0,85 Auk þess höfum við fengið fjölbreytt úrval af ýmsum tegundum al stífum og hálfstífum FMbbsim og Manehetískyptnm. * Faandtsr í Alþýðöhúsinu Iðnó fimtudagmn 31. p. m. kl. 8 7* síðdegis. Tii umræðu eru: 1. Félagsmál, nefndar>kosniugar o. fi. 2. Launakjörin á línubáfunum, nefndaráiit, o. fi. mál ef tími vinst til. Stjórnin. jrsta sklijrrðii til þess, að hljóðfæri yðar endist lengi og sé yður til stöðugrar ánægju, er, að pað þoli ís» lenzkt loftslag. Orgelin, sem búin eru tit fyrir breytilegt loftslag, eru frá Jacob Knudsen í Bjorgvin. Þau hlutu fyrstii verðlaun, heiðnrspening úr gnIIL á landssýningunni í Björgvin í fyrra. Fjöldi meðrnæla frá organistam fyrirliggjándi. Komið og athugið birgðir okkar nú þegar. Föik úti um land parf að eins að biðja um uppiýsingar skriflega eða símleiðis. Útborgun frá kr. 75,00, afborgun 15 krónur að eins. Hljóðfærahús Reykjavíkur (einkaumboðsmenn), Austurstræti 1. Reykjavík. Nýkomið frá íltMtl voru fi Vfik nokkrar tunnur af úrvals spaðkjöti úr Skaftáríungu og af Síðu. Þeir, sem hugsa um kaup á kjöti þessu, gefí sig tram sem allra fyrst. Slðtnrfélag Saðnrlands. Sími 249. Maðsar fitverfnr. Fyrra mánudag hvarf maður, sem var að smíða skúr við Ölfusárbrú, og hefir ekki sést síðan. Hann hét Óttar Gunnlaugs- son, milli tvítugs og þrítugs að aldri, ættaður úr Gnúpverja- ihreppi í Árnessýslu. Það vita menn síðast til hans, að hann borðaði miðdegisverð að! Tryggvaskála, daginn, sem hann hvarf, en eftir að hann fór þaðan hefir ekki spurst til hans. Hefir hans verið leitað og sendar fyrir- spurnir um hann, en árangurs- laust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.