Alþýðublaðið - 31.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.10.1929, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBIiAÐIÐ Fákejrt skcytingarleysi. Lokað fyrir aðal-vatnsæð án þess að gera bæjarmðnnnm aðvart. Mikill hluti bæjarins vatnslaus. Fyrripartinn í gær tók aö bera á vatnsleysi víðai í bænum, og er leið á daginn varð vatnslaust með öllu bæði í Vesturbænum og ,Austurbænum. Ástæðan er sú, að lokað hafði verið fyrir Lauga- vegar-vatnsæðina, vegna þess, að verið er að leggja nýja æð úr henni upp í vatnsgeyminn á Rauðarárholti. En hvorki borgarstjóri né bœj- arverkfrœdingur hirtu um að auglijsa petta eða tilkynna bæj- arbúum pað á annan hátt. Hefir þetta skeytingarleysi gert fólki stórkostlegan baga. Mat- vöruverzlun nokkur var því nær búin að gereyðileggja frystivélar vegna þess, að enginn vissi, er vatnið þraut; liggja nú matvör- ur þar undir skemdum, en nægir geymar voru til að taka vatn, ef tilkynt hefði verið. En enginn vissi neitt. Fjöldi fólks hafði lagt þvott í bleyti, er vatnið þraut, og verður hann nú að liggja hálfblautur, hver veit hvað lengi. Allan seinnipart- ann í gær var sífeldur straumur af fólki vestan úr bæ eða ofan úr Holtum til miðbæjarins, til að reyna að fá þar vatn. í Landakotssjúkrahúsi vissi enginn fyr en vatnið þraut, og var þá ekki dropi til í öllu húsinu. Alþýðublaðið hefir ekki getað náð tali af bæjarverkfræðing eða borgarstjóra, en í skrifstofu bæj- arins fékk það þær upplýsingar, að vatn myndi fást í Holtunum dálítinn tírtia í dag, en síðan yrði lokað fyrir það aftur, — hve lengi? Ekki var hægt að fá að vita það með vissu. Ekkert er heldur auglýst um þessa lokun fyrir vatnið; hefði þó fólk víða getað náð dálitlu vatrii í kjöllurum i nótt eða safnað vatni í dag. Það er alveg fáheyrt skeyt- ingarleysi af borgarstjóra að til- kynna ekki með auglýsingu nægi- lega snemma, ef loka á fyrir vatnið. Einar Benediktsson skáld 65 ára. Einar Benediktsson verður 65 ára í dag. Hann hefir verið þjóðskáld 1 þriðjung aldar og mörg kvæði hans eru án efa meðal hins bezta í ljóðmentum Evrópu. Ekkert íslenzkt skáld hefir kveðið um jafn-margvísleg efni og af jafnmikilli list. Um kveðskap hans á heima lýsing hans sjálfs á hljómleikunum í Dísarhöll: 1 básúnum stynur nú stormsins andi og stórgígjan drynur sem brimfall á sandi. 1 trumbu er bylur með hríðum og hviðum, í hörpunni spil af vatnaniÖum. Og hljómarnir kasta sér fastar og fastar í faðma saman sem bylgjur rastar og sveiflast í sogandi iðum. En strengur er hrærður og bumbur bærðar, sem bára kveði sig sjálf til værðar og andvarinn andvörp taki. Einar Benediktsson hefir verið viðförlastur íslenzkra skálda og er líka mestur heimsborgari þeirra allra, þrátt fyrir ættjarð- arást sína og bjargfasta trú á glæsilegum framtíðarmöguleikum lands og þjóðar. Hann hefir fært oss nær Evrópumenningunni. Og barátta „hinnar kúguðu .stéttar" hefir átt samúð hans eins og allra andans mikilmenna. öll islenzka þjóðin sendir höfuðskáldi sínu þakkir og hamingjuóskir í dag. M. Á. FJ ðrbrallsvltfirriRflin í Banda- rikjDnQmeykst. Hrunið er afskaplegf. Samkepnisskipulagið sýnir sig FB., 30. okt. Frá New York er símað: Geng- isfall verðbréfanna í kauphöllinni hér er mesta gengisfall í sögu kauphallarinnar. Gangverð verð- bréfa Iækkaði um tiu milljarða dollara. Alls nemur gengisfallið síðan verðhrunið byrjaði í síð- astliðinni viku kring um þrjátíu milljörðum dollara. Aðalbanka- stjórar stórbankanna héldu ráð- stefnu í skrifstofu Morgans og ákváðu að reyna af öllum mætti að hindra frekara hrun, en samt Varð aftur í gær feiknarlegt hrun. Sextán milljónir hlutabréfa voru seld í gær. Gangverðið féll stöð- ugt. Frá Lundúnum er símað: Verðfallið í Bandarikjunum hefir váldið allmiklu verðfalli á hluta- bréfum í flestum kauphöllum Ev-. rópu. Verzlunarráðherra Bret- lands segir, að sennilegt sé, að kreppan i Bandaríkjunum leiðj af sér forvaxtalækkun; pening- arnir, sem að undanförnu hafa streymt til Bandaríkjanna, séu riú aftur farnir að flytjast til Ev- rópu. Eins og sjá má af ofanrituðu símskeyti, eykst verðhrunið í New York stöðugt. Gallar sam- keppnisskipulagsins sanna hér, að Séra Sigurður Einarsson ytur erindi sunnudaginn 3. nóvember kl. 4 eftir miðdag i Nýja Bíó um Tvo nppreisnarmenM og æsknlýð Mlð Evrópn. Aðgönguxniðar á 1 kr. í Nýjabíó frá kl. 1 og við innganginn, ¥ Brauð og Kökur. Nýmjólk og Rjómi. í gær tókum við upp nýja tegund af verka- mannastígvélum, níðsterkir og óheyrilega ódýiir. Spennuskór ur vatnsleðri ogBoxcalf einriignýkomnir Sktftrerslunin á Laugavegl 25. Eiribup Leifsson. t sm r heldur áfram, gerið góð kaup. ■ . v ;• « ... Stefán Gnnnarsson, Skóverzlun, Austurstræti. það er óhafandi. Auðvaldið ræð- ur ekki við neitt, það hefir lagt jút í brall með vinnuafurðir fjöld- fer á morgun, ki. 12 á hádegi, vestnr og norður um land til Huil og Kaup- mannahafnar. Vörur afhendist í dag og farseðlar óskast sótti.r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.