Morgunblaðið - 16.07.1959, Side 2

Morgunblaðið - 16.07.1959, Side 2
2 MORCVl\TiT. AÐIÐ Fimmfudagur 16. júli 1959 Myndin sýnir varnarliðsbílinn, sem fór út af veginum við Bægisárbrú í Öxnadal. Er hann kominn á réttan kjöl, en upphaflega lá hann á hliðinni eftir að slysið varð sl. föstudag (sjá frétt í sunnu- dagsblaði). Unnið var að því aðfaranótt mánudagsins að ná bílnum upp úr ánni og var fenginn til þess kranabíll frá Akureyri. Einn hermannanna er með bílnum voru þegar slysið varð, hlaut meiðsli á höfði og var fluttur í sjúkrahús á Akureyri. Ekki er talið að meiðslin séu lífshættuleg. DC-6b mun hafa viðkomu í Reykjavík, en taka benzín til vesturfarar í Keflavík Holvdan Kohf skrifar nm Njóln- kenningor Bnrðn Guðmundssonor LOFTLEIÐIR halda uppi 9 ferð- um fram og aftur yfir Atlant- haf í sumar — með viðkomu í 7 löndum í Evrópu utan íslands. Miðað við ferðafjölda í fyrrasum- ar er hér um 33% aukningu að ræða. Þá var sætanýting í flug- vélUm félagsins mjög góð, en í sumar hefur farþegatalan aukizt um 42%. Segja má, að flugvélar félagsins fljúgi alltaf fullskipað- ar nú yfir húsumarið. Félagið á nú tvær Skymaster- flugvélar — og hefur þá þriðju á leigu hjá Braathen hinum norska. Hjá félaginu eru 11 ís- lenzkar áhafnir, en vél Braathens er leigð með þeim skilmálum, að henni fylgi norsk áhöfn. Áætlunin er, eins og greinilegt er, mjög ströng fyrir þessar þrjár flugvélar, enda er hver þeirra að jafnaði á flugi 14 stundir á sól- arhring, en það þykir mjög góð nýting á farþegaflugvélum. Féll í súrhcys- gryfju og slasaðist illa ÞAÐ slys varð í Saltvík á Kjalar- nesi síðdegis í fyrradag, að ung- ur piltur, Viðar Guðnason, féll ofan í súrheysgryfju og slasaðist alvarlega. Viðar hafði komið þangað upp eftir fyrr um daginn í fylgd með föður sínum, Guðna Þórarinssyni, trésmíðameistara, sem ætlaði að dytta að húsum þar efra. Inni í hlöðunni á býiinu, úti undir vegg, eru 3 súrheysgryfjur um 5 metrar á dýpt, en brún þeirra er talsvert á annan metra að hæð. Upp á hana klifraði Viðar og gekk út á lausa plötu, sem lögð hafði verið yfir eina gryfjuna, til þess að forða því að rusl félli niður í hana. Tveir menn, sem nærri voru staddir, aðvöruðu piltinn um að hætta sér ekki út á plöt- una, en það skipti engum togum, að nokkrum andartökum síðar steyptist Viðar niður í gryfjuna. Mun hann hafa komið niður á herðarnar og höfuðið. Strax var hringt í sjúkrabif- reið og kom hún á staðinn 20 mín. síðar. Var Viðar fyrst fluttur í Slysavarðstofuna, en síðan í Landakotsspítalann, þar sem hann gekk þegar undir læknis- rannsókn. í gær mun svo dr. Bjarni Jónsson hafa framkvæmt læknisaðgerð á honum vegna meiðslanna Þegar tíðindamaður blaðsins hafði samband við Landa kotsspitalann seint í cærkvöidi var líðan Viðars ekki góð. Oslo hefur jafnan verið „bezti“ viðkomustaður Loftleiða. í fyrra hafði félagið yfir 50% allra far- þegaflutninga milli Osló og New York, en SAS einungis um 40%. Bretar eru líka að verða mjög góðir viðskiptamenn Loftleiða — og svo er líka með Dani. í vor hóf félagið ferðir til Amsterdam — og að því er fram kemur í erlendum blaðaskrifum einungis vegna þess, að félagið gat ekki fengið leyfi til þriggja vikulegra ferða til Bretlands, eins og áætlað var. Fara flutningar til og frá Am- sterdam nú vaxandi og gefa góða von — er blaðinu tjáð. í vetur munu Loftleiðir fá tvær nýjar flugvélar. Þegar tilkynnt Vimuiskóli starf- ræktur á Akranesi AKRANESI, 13. júlí. — Rúman mánuð hefur Vinnuskóli Akra- nes starfað. 7 stúlkur og 23 drengir hafa unnið þar við skóg- rækt, hirðingu á iþróttavelli og baðströndinni, dálítið í skrúð- garði og á götum og opnum svæð um, einnig í byggingarvinnu við nýja Gagnfræðaskólann, eftir því sem hægt hefur verið að koma við. Nú sem stendur eru börnin að grafa fyrir hellulögðum stig, frá Barnaskólanum að Háholti. Daglegur vinnutími er 5Vi klukku stund, nema IVi á laugardögum. Þegar bömin vinna utan skóla- j garðanna, en þau fengu hvert 80 ferm. land og ókeypis húsnæði, fá þau kaup, sem nemur frá 3—4 kr. um tímann eftir aldri. Skóla- garðarnir eru innan við Stillholt og þar rækta bömin kartöflur, gulrófur, rauðrófur, salat, hréðk- ur, grænkál og spínat. Þetta er sannarlega spor í rétta átt. Stjórn andi skólans er Ólafur Jónsson kennari. — Oddur. Vönduðum sliga stolið HAFNARFIRÐI. — Síðastliðna sunnudagsnótt var tekinn all- vandaður stigi (útdreginn) frá húsi Þorbjörns Klemenssonar húsasmíðameistara, Lækjargötu 10. Er hér um að ræða allstóran stiga, sem geymdur var við hús- ið, en hvarf þaðan umrædda nótt. Eru þeir, sem einhverjar upp- lýsingar gætu gefið um manna- ferðir við húsið aðfaranótt 13. júli, eða vissu frekar um stiga þennan, beðnir góðfúslega að hafa taí af lögreglunni eða snúa sér til Þorbjörns. var um kaup þeirra í vor sögðu forráðamenn félagsins, að jafnvel væri áætlað að hafa Skymaster- flugvélarnar áfram í notkun jafn- hliða DC-6b. Þessar nýju vélar eru töluvert stærri en Skymastervélarnar. Á flugleiðinni Reykjavík — New Yrk verður að hlaða flugvélarnar mun meira eldsneyti en í Evrópu fluginu. Þannig gæti hins vegar háttað veðri hér, að ekki væri talið heppilegt að fara með DC- 6b fullhlaðna á loft af Reykja- víkurflugvelli — og hefur blaðið fregnað, að forráðamenn félags- ins hafi helzt í hyggju að láta DC-6b jafnan hafa viðkomu á Kefiavíkurflugvelli á vesturleið til þess að taka eldsneyti, en af- greiða flugvélarnar að öllu öðru leyti í Reykjavík eftir sem áður. Reiknað er með, að þessar nýju vélar flytji 82 farþega hvor, en Skymaster-flugvélarnar eru inn- réttaðar fyrir 61 farþega að sumr inu, en 54 að vetrinum. Samkvæmt samningum Loft- leiða og Braathens hefur allt við- hald Loftleiða-vélanna farið fram í Noregi, á verkstæðum norska útgerðamannsins. Mun óráðið, hvort Braathen tekur að sér við- hald DC-6b-flugvélanna, en hann á enga vél þeirrar gerðar. Hins vegar mun Pan American hafa boðizt til þess að annast viðhald- ið, þá í New York, en ekki mun hafa verið gengið endanlega frá því. „GRÆNLAND er paradís lit- anna“, sagði Eggert Guðmunds- son, listmálari, en hann var meðal farþega í Grænlandsfluginu til Ikateq á dögunum. Hann hafði með sér pensil, striga og trönur — og sat við allan daginn. „Það er hreinasta opinberun að koma þangað. Mér finnst, að Flugfélag- ið ætti að bjóða Kjarval með í næstu ferð. Ég veit að hann nyti sín jafn vel undir grænlenzku há- fjöllunum og jöklunum — og í ís- lenzka hrauninu. Satt að segja held ég, að nýtt landnám sé fram- undan, landnáms íslenzkra list- málara á Grænlandi“, sagði Egg- ert og hann var greinilega stór- hrifinn. — Svo fór hann að tala um Eskimóana, sem hann hafði séð — og um grænlenzku hund- ana, sem verða að svelta fram í ágúst, en þeir eru jafnan sveltir tíma úr sumrinu. „Þess vegna töpuðu flestir ferðamannanna nestinu sínu. Hundarnir voru ákaflega vingjarnlegir, en þeir | létu ekkert matarkyns í friði. í í 2. HEFTI norska sagn- fræðitmaritsins Historisk Tids- skrift 1959, birtist löng um- sögn eftir Halvdan Koht um rit- gerðasafn Barða Guðmundsson- ar, Höfund Njálu, sem Bókaút- gáfa Menningarsjóðs gaf út í fyrra. Halvdan Koht sem eitt sinn var utanríkisráðherra Noregs, er einn kunnasti sagn- fræðingur á Norðurlöndum og hefur skrifað mikil rit bæði um pólitísk og bókmenntasöguleg efni. Hann er nú hálfníræður að aldri, en virðist ennþá í góðu fjöri, skrifar t. d. að staðaldri ritdóma í Historisk Tidsskrift. Orð hans eru jafnan mikils metin. Uppistaðan í grein Koths er lýsing á röksemdum Barða Guð- mundssonar fyrir því tvennu, að Þorvaldur Þórarinsson hafi ritað Njálu og sagan spegli menn og atburði Sturlungaaldar. „Og ég verð að skjóta því inn“, segir Halvdan Koht, „að bókin er skrif uð af þvílíku fjöri, að hún er ósvikinn skemmtilestur. Það er ætíð ánægjulegt að fylgjast með jafnljósri röksemdafærslu og einkennir þessa bók. Barði var sjálfur hreinræktaður íslending- Hestur slær dreng SJÚKRABIFREIÐ var kvödd að bænum Kollafirði hér fyrir ofan Reykjavík, laust fyrir kl. 8 í gær- kvöldi, til þess að sækja um 12 ára gamlan dreng, Jón Sigurðs- son, sem sleginn hafði verið af nesti. Var drengurinn fluttur í Slysavarðstofuna og þar saumað ur saman skurður fyrir ofan hægra gagnauga. Hann var enn í Slysavarðstofunni, þegar Mbl. hafði samband við hana laust fyr- ir miðnætti í gærkvöldi, en líðan hans var þá góð. Dregið í liapp' drættisláni ríkis- sjoös í GÆRKVÖLDI var dregið í happdrættisláni ríkissjóðs, b- flokki, um 461 vinning, samtals að upphæð 375.000.00 krónur, og komu hæstu vinningamir upp á eftirtalin númer: 75 þúsund krónur: 98721; 40 þúsund krónur: 52448; 15 þúsund krónur: 76504; 10 þúsund krónur: 38089, 131686, 145152 og 5 þúsund krónur: 62202, 67648, 86014, 88144 og 94688. (Birt án ábyrgðar) ágúst gengur sjóbirtingurinn upp í árnar — og þá fá þeir nóg að éta. Grænlendingarnir veiða sjó- birtinginn í hyljunum með krókstjökum — og slengja hon- um upp á bakkann — í hunda- ur, bæði lærdómsmaður og bar- áttumaður; og þess vegna gat hann lifað sig djúpt inn í hinn forna tíma og persónur hans — þá sögu, sem við lesum á blöðum Sturlungu. Honum svipaði að ýmsu leyti til þess manns, er hann hefur bent á sem höfund Njálu“. Grein Halvdan Koht lýkur þannig: „Bókin er röksemdafærsla Barða Guðmundsson fyrir skoð- unum hans, og þar verður að lesa hana í samhengi. Vafalaust má gera við haha athugasemdir af ýmsu tagi; það liggur t. d. í augum uppi, að margir hlutir í Njálu standa í engu sambandi við neinskonar deilumál. En rök- semdir hans eru svo þungar, að það er ekki auðvelt að skella skolleyrum við þeim“. Grei Kohts sýnir að honum þykir bókin athyglisverð og skemmtileg, og hún er rituð af þekkingu á íslenzkum fornbók- menntum og rannsóknum ís- lenzkra fræðimanna —■ hann vitnar t. d. í athuganir Björns Sigfússonar um Ljósvetninga- sögu. Greinin mun víða vekja athygli á bók Barða Guðmunds- sonar og kenningum hans. Frá Bókaútgáfu Menningarsjóðs Árangurslaus leit að Boga Guð- mundssyni SÍDAN á sunnudagskvöld hefur árangurslaust verið leitað að Boga Guðmundssyni, Rauðarár- stíg 42, sem fór að heiman frá sér árdegis á sunnudaginn, en leitin mun úr því sem komið er liggja niðri næstu 2—3 dagana. Leitin hefir verið mjög um- fangsmikil,fangsmikil, og hafa tekið þátt í henni skátar, félagar úr Æskulýðsfylkingunni, sam- starfsmenn Boga og ættingjar. Leitað hefir verið meðfram sjó allt frá Gufunesi suður fyrir bæ- inn Straum, sums staðar oftar en einu sinni, og síðan ofan við Reykjavík upp undir Elliðavatn og suður og austur af því. Þátt- takendur í þessari leit voru á annað hundrað. Þegar hún bar ekki árangur var flugvél fengin til þess að fljúga yfir nærliggjandi svæði og sá hún fótspor í moldarflagi upp af Kópavogi. Þegar nánar var að gáð reyndust þau vera eftir hrá- gúmroískó og gátu því ekki verið eftir Boga. Leitinni var svo hætt nokkru eftir miðnætti á þriðju- dagskvöldið. þvöguna. Þeir sýndu okkur þetta, Grænlendingarnir", sagði málarinn. Hann langar aftur til Grænlands, en segir, að eins dags dvöl sé ekki nóg, þegar menn fari í annað sinn. Eggert með fyrsta málverkið sitt af Grænlandsgruiu'. Vill, að Flugfélagið bjóði Kjarval til Crœnlands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.