Morgunblaðið - 14.08.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.08.1959, Qupperneq 16
16 MOKCVJSBL AÐlh Föstudagur 14. ágúst 1959 „Nei, þetta var fyrsta heimsókn mín“. „Hafið þér skoðað nýlenduna?" „Nei — ekki verulega ennþá. Ég heimsótti prófessorinn af því að við erum landar. Við erum báð ir frá sama hluta í>ýzkalands“. Stúlkan hallaði höfðinu ennþá aftur á bak. Allt í einu var vegg- ur á himninum. Það var veggur á íbúðarherbergi i litlu íbúðiiyii skammt frá fangelsinu. Á veggn- um héngu fjölskyldumyndir. Ein þeirra var gömul mynd af tveim bræðrum. Lúlúa hugsaði til næt- urinnar, þegar Luvin kom til að fá Antón'íó það starf, að njósna um bróður sinn. „Ég veit ekki við hvað þér eig- ið. Ég hef ekki heldur áhuga á því. Það eitt veit ég, að enginn myndi dirfast að hrófla við þorp um okkar“. Hann fylgdi Hermanni að garð hliðinu. Þar staðnæmdist hann. „Ég hygg, að þér hafið engan áhuga á að sjá nýlenduna“, sagði hann. „Ég vona, að ég megi ko.na aft- ur“, svaraði Hermann vandræða- legur. „Mér væri ánægja að sýna yð- ur hana“. Hermanni fannst háðbros leika um varir „Engils Kongó“. Þegar hann sneri aftur að jeppa sínum, fylgdi á eftir honum sama stæri- lætisbrosið, sem ekki átti við hinn undarlega dýrling. „Bílvegurinn“ milli Kimwula og Leopoldville var lítið annað en mjó sandgata. Þegar litið var upp í trén, sáust klifrandi sjimpansar. „Kumbusu" sagði ökumaðurinn kæruleysislega — það hétu þeir augsýnilega. Við vegarjaðarinn sáust víða trjábol- ir með útskornum tréhöfðum. — Þau voru gerð eins og höfuð hvítra manna, mörg með hitabelt ishjálma, stráhatta og nýtízku hárgreiðslu. Það leit svo út, að innfæddu mennirnir væru að henda gaman að hvítum mönn- um. Við einn staurinn stóð svört stúlka í hvítum fötum með tenn- isskó. Hún benti þeim. — Hún benti nákvæmlega eins og þeir, sem stöðva bifreiðar á þýzku vegunum. Hermann þekkti þeg- ar stúlkuna, sem var að fara út úr húsi Sewes, þegar hann kom. Hann lét nema staðar. „Vilduð þér lofa mér að vera með til Leopoldville?“ „Stígið þér inn í vagninn!“ Hún stökk upp í aftur sætið, fimlega eins og köttur. „Voruð það ekki þér, sem ég hitti áðan hjá séra Sewe?“ spurði Hermann og sneri sér við. „Jú“. Svarið kom hikandi. „Þekkið þér prófessorinn?" „Já. Ég hef unnið í einu sjúkra- húsinu hans. Ég heimsæki hann við og við“. „Þér talið mjög vel frönsku". „Ég á heima í Leopoldville“. Það var þögn í nokkrar mínút- ur. Hermann horfði rannsakandi á stúlkuna. Ljómandi lagleg, hugs- aði hann. Eins og svört leikbrúða. Hann roðnaði. Það var oft, að hann roðnaði við hugsanir sínar. ÞVOTTAVÉLAR Höfum fengið sendingu af þessum sjálf- virku Servis-þvottavélum. Pantanir óskast sóttar Tfekla Austurstræti 14 Sími11687 Hvernig stóð á því, að hann leit allt öðrum augum á kvenfólkið hérna í Afríku en í Evrópu? — Honum varð hugsað til Zentu. í Evrópu hafði hann varla hugs- að frekar um hana. Þegar hann fékk stöðuna hjá Delaport, var hann sannfærður um, að hann myndi ekki leita hana uppi aft- ur í Leopoldville. En fyrsta kvöldið var hann kominn í „Perro quet“-vínstofuna. Hann hugsaði líka um Veru. Eftir að þau voru komin til Leopoldville fannst honum hún ókunnugleg, eins og það væri aðeins skugginn af henni, sem hefði komið með hon- um til Afríku. Allt í einu fór stúlkan að hlæja. Hún var ekki hás í rómn- um eins og flestir hinna inn- fæddu. „Þér eruð hissa á skurðmynd- unum“, sagði hún. „Þessi þarna á að vera af umferðarlögreglu- manni. Og trjábolurinn þarna með afhöggna hausnum — þér þurfið ekki að vera hræddur við hann. Ferðafólk hefur höggvið hann af og farið með hann“. Hermann sneri sér aftur að henni. „Hvað starfið þér í Leopold- ville?“ spurði hann. „Vinnið þér ennþá í sjúkrahúsi?“ „Nei“. Hún hikaði við. „Ég er ráðskona hjá------“ „Hjá útlendum manni?“ Hann vildi ekki segja „hjá hvítum manni“. „Já, hjá útlendum manni". „Konan mín er að leita að að- stoðarstúlku. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan við komum til Leopoldville". Lúlúa horfði upp í trjátoppana. Þegar horft var upp þá var líka gata uppi yfir. Það var himin- gata, en báðum megin við hana voru grænir trjátopparnir. Oln- bogí karlmannsins kom við bert hnéð á henni. „Þér voruð ekki lengi hjá próf. Sewe“, sagði hún. Nú rétti hún úr sér í sætinu. „Haldið þér, að konan yðar hafi í raun og veru starf handa mér?“ „Það er hægt að komast að því með vissu“. Skógurinn varð gisnari og gat- an breikkaði. Nú var ekið á mal- bikuðum vegi. Það sáust ljósin í Leopoldville. Það var búið að kveikja götuljósin, enda þótt ennþá væri full-bjart. Ljósin voru eins og stjörnur að degi til. Handleggur karlmannsins lá enn hreyfingarlaus á hné stúlk- unnar. Hún gerði ekkert til að draga hann burt. „Það er einkennilegt", sagði Hermann, „fyrir stundu síðan vorum við í frumskógi, en nú er- um við í hinni ljómandi höfuð- borg“. „Það er til miklu fleira merki- legt í Kongó“. Þau óku fram hjá flugvellin- um inn í borgina. Bifreiðin nálg- aðist Funa-klúbbinn og beygði til hægri inn í Avenue Prince Baudouin. Lúlúa var rétt hjá húsinu sínu, en hún sagði ekk- ert. < „Hvar á ég að hleypa yður út?“ spurði Hermann. „Helzt við járnbrautarftöðina". Hermann sagði ökumanninum frá því, „Hvar get ég náð í yður?“ spurði hann. „Það er betra að ég hringi til yðar“. „Samþykkt". Þau voru komin til járnbraut- arstöðvarinnar og jeppinn stað- næmdist. Lúlúa stökk út úi- vagn- inum. Hið stutta, hvíta pils henn ar blakti í kvöldgolunni. Her- mann tók nafnspjald upp úr bréfaveski sínu. „Símanúmerið stendur á því“, sagði hann. „Þökk fyrir“. Hún leit ekki á nafnspjaldið. — Hermann rétti henni höndina. Hann fann, að hún tók fast í hönd hans og að hún var handsterk. Síðan hélt jeppinn áfram. M ORTRON rafn nagns- sko rdýraeyðir Tæki og pakkningar, nýkomið. Birgðir takmarkaðar. Jfe í*- BáTt Austurstræti 14 a r í ú F WHAT PO you MEAN, SHERIFF? AND HE'S SWORN OUT A WARRANT V FOR VOUR \ ARREST' MARk, I...I WISH THIS WAS UUST A FRIENPLY VISIT/ COME IN, SHERIFF... WHAT BRINGS VOU TO LOST FOREST? ' MR. ROBERTS HERE, THINKS YOU TOOK MISS LANE'S JEWELS FROM THE WRECK... 1) Gerðu svo vel að ganga í bæ fam, sýslumaður. Hvert er erindi þitt í Týndu skóga? Markús, ég .... ég vildi, að þetta væri aðeins vinarheimsókn. 2) Við hvað áttu, sýslumaður? Hann Ríkharður hérna stendur í þeirri meiningu, að þú hafir tekið gimsteinana úr flugvélar- flakinu ...... 3) Og hér er han dtökuheimild- in. Lúlúa horfði á eftir honum. — Það var ekki fyrr en hann var horfinn, að hún leit á spjaldið. „Hermann Wehr verkfræðing- ur“. Skrifstofa. Heimilisfang. —. Símanúmer. Hún greip til hjart- ans. Við hjartastað hékk verndar gripur, sem hún bar um hálsinn. Hún hafði erft hann eftir móður sína. Móðir hennar hafði fengið hann hjá frægri lækningakonu frá Bomana-Ubangi. Það var sagt að verndargrip- urinn verndaði eigandann fyrir illum öndum. Það rigndi ekki eins og búizt hafði verið við. Heitur vindur frá Kongó hafði hrakið skýin á brott. Himinninn var stjörnu- bjartur. Veru fannst vera miklu fleiri stjörnur á himninum í Afríku en á þeim himni, sem hveldist yfir Evrópu. Um morguninn hafði Hermann sagt henni, að bróðir sinn myndi koma til kvöldverðar. Hann kvaðst hafa hitt hann af tilvilj- un, en gaf enga frekari skýringu, Hann lét svo sem það væri ekk- ert kynlegt við það, að hann hefði hitt hinn horfna bróður sinn og að hann hefði boðið „af- brotamanninum“ heim. Hún gekk ekki á hann um það. Nú var klukkan sjö. Það var borið á borð fyrir þrjá í garðin- um. Á borðinu stóðu kerti í vind- glösum. Hún hafði valið bezta borðdúkinn, úr þunnu, rósrauðu silki. Hún athugaði enn einu sinni nákvæmlega borðið með Dresdenar-postulíninu, hinum gljáandi silfurbúnaði og rósun- um í litlum blómkerum. — Hún lagaði eina munnþurrkuna og tók eftir því, að hún var þar sem gestinum var ætlaður staður. Hávaðinn í börnunum vakti hana upp úr hugleiðingum sín- um. „Við megum sjálfsagt bíða þangað til Antóníó kemur“, sagði Silívía og kom hlaupandi inn. „Ef þá verður ekki orðið of framorðið“. „Hann kemur sjálfsagt stund- víslega", sagði Pétur. SPUtvarpiö Föstudagur 14. ágúst: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir), 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar.) 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútv. — (16.00 Fréttir, til» k.). — 16,30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. — (19. 25 Veðurfregnir). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Málaferlin gegn Zacco og Vanzetti. (Bárður Jakobsson, lög-* fræðingur). 20.55 Tónleikar. Hollywood Bowl hljóm sveitin leikur lög eftir Carl Bohm, De Curtis, Toselli o. fl. Carmen Dragon stjórnar. 21.10 Ítalíubréf frá Eggert Stefánssyni: í ítölskum útgerðarbæ. (Andrés Björnsson flytur). 21.25 Þáttur af músíklífinu. (Leifur Þórarinsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: ,,Allt fyrir hreinlæt ið“ eftir Evu Ramm, III. (Frú Álf- heiður Kjartansdóttir). 22.30 Á léttum strengjum: Errol Gamer og hljómsveit Ray Martin leika. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 15. ágúst: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. ■— 8,40 Tónleikar. — 10.10 Veður« fregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14.15 ,,Laugardagslögin‘* — (16.00 Fréttir og tilkynningar). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Paul Robeson syngur amerísk lög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur: íslenzkt heljarmenni, smásaga eftir J. Magnús Bjama- son (Sigurður Skúlason magister les). 20.55 Tónaregn: Svavar Gests kynnir sérstæðar dægurlagahljómplötur. 21.30 Leikrit: „Fíflið“ eftir Luigi Pir. andello. (Leikstjóri og þýðandi Karl Guðmundsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.