Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 4
MORCTiyni 4Ð1Ð Laugardasrur 12. sept. 1959 PSDaghókE I dag er 255. dagrur ársir.s. Laugarda^ur 12. september. Árdegisí'.ðði kl. 01:57. SíðderjUliaeði kl. 14:43. Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. — Ijæknavörður L.lí. (fyrir vitjanir), er á sama Stað frá kl. 18—8. — Sími 15030. Holtsapótek og Garðsapólek eru opin alla virka daga frá ki. 9—7, laugardaga 9—4 og sunnud. 1—4. Hafnarfjarðárapótek er opið alla virka daga kl. 9—12. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og kl. 19—21. Næturvarzla vikuna 12,—18. sept. er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 17911. Helgidagsvarzla sunnudaginn 13. sept. er eínnig í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturlæknir í Hafnarfirði vik- una 12—18. september er Eirík- ur Björnsson. Keflavíkurapótek er opið allá virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogsapótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, r.ema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. I.O.O.F. 7. = 140998 y2 = ESSMessur Á MORGUN: Dmkirkjan: — Messa kl. 11 f.h. Séra Óskar J. Þorláksson. Neskirkja. — Messa kl. 11 árd. Sr. Björn Magnússon, prófessor. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 árdegis. Séra Lárus Hall- dórsson prédikar. — Heimilis- presturinn. Hallgrímskirkja: — Messa kl. 11 f.h. Séra Sigurjón Árnason. Háteigsprestakall: — Messa í hátíðasal sjómannaskólans kl. 2. Séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup prédikar. Að messu lok- inni hefjast kaffiveitin_ r kven- félagsins í borðsal skólans. Séra Jón Þorvarðsson. Laugarneskirkja: — Messa kl. 11 f.h. Séra Garðar Svavarsson. Bústaðaprestakall: — Messa í Kópavogsskóla. Gunnar Árnason. Langholtsprestakall: — Messa í Laugarneskirkju kl. 2 e.h. Séra Árelíus Níelsson. Fríkirkjan: — Messa kl. 2 e.h. Séra Þorsteinn Björnsson. Keflavíkurprestakall: — Messa 'í Innri-Njarðvík kl. 2, í Keflavík kl. 5. — Séra Rögnvaldur Jóns- son. — Útskálaprestakall: — Messa að Útskálum kl. 2 e.h. Séra Friðrik Friðriksson flytur ávarp. Sókn- arprestur. I^Brúókaup 1 dag verða gefin saman í hjónaband í Akureyjarkirkju, af séra Sigurði Haukdal, ungfrú Katrín Sigurjónsdóttir, Gríms- stöðum V.-Landeyjum, Rang. og Einar Ingi Sigurðsson, Túngötu 36, Reykjavík. Heimili ungu hjónanna verður að Túngötu 36. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Jóni Þorvarðs syni ,ungfrú Ingibjörg Ásgeirs- dóttir, Framnesi í Mýrdal og Jón Einarsson, kennari, Skógaskóla. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Hjördís Jens- dcttir, Hjallavegi 26 og Óskar Jónsson, Hjallavegi 26. Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn að Hjallavegi 26. I dag verða gefin saman í hjóna band af séra Óskari Þorlákssyni, ungfrú Sólborg Marinósdóttir, af- greiðslustúlka, Lindargötu 11-A og Rudolf Ásgeirsson, vélstjóri, Sölvhólsgötu 14. Heimili þeirra verður á Laugarnesvegi 116. Fimmtúdaginn 10. sept. voru gefin saman í hjónaband af séra Kristni Stefánssyni unglrú Jó- hanna Andrea Lúðvígsdóttir og Sveinn Haukur Valdimarsson, héraðsdómslögmaður, Kárastíg 9-A. Heimili brúðhjónanna verð- ur að Ásvallagötu 17. S.l. þriðjudag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Sigurveig Gunn arsdóttir frá Arnarnesi í Keldu- hverfi og Jón L. Hjartarson, Framnesvegi 18. Heimili þeirra er á Grandaveg 39, Reykjavík. Gefin verða saman í hjóna- band í dag af sr. Garðari Svav- arssyni, ungfrú Svanhildur Sig- I byrjun nóvember kemur hingað til lands 30 manna ballettflokkur frá New York og mun hafa fjórar sýningar í Þjóðleikhúsinu. — Stjórnandi flokksins heitir Robins og þykir einhver færasti ballettmeistari Bandaríkjanna, ert hann semur jafnframt ballettana, sem flokkurinn sýnir. — — Þessi mynd er tekin á æfingu hjá flokknum. urðardóttir, Freyjugötu 10 A, og Hákon Magnússon, Hofteigi 6. — Heimili þeirra verður að Rauða- læk 14. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Þóra Jónsdóttir, Vesturgötu 53-B og Sigurgeir Guðmundsson, vélstjóri, Lauga- vegi 86. — Ennfremur Guðlaug Ólafsdóttir, yfirhjúkrunarkona, HTafnistu og Júlíus Helgason, skipstjóri, Grettisgötu 73. iBBI Skipin Eimskipafélag Islands h.f.. — Dettifoss er á leið til Reykjavík ur. Fjallfoss fór frá Stykkishólmi í gær til ísafjarðar. Goðafoss er á leið til New York. Gullfoss fer frá Reykjavík á hádegi í dag til Leith og Kaupmannahaf-iar. — Lagarfoss er í Hamborg. Reykja- foss er á leið til New York. Sel- fott fór frá Gautaborg 10. þ.m. t Hamborgar. Tröllafoss fór frá Hamborg 9. þ.m. til Gdansk. — Tungufoss er á leið til Lýsekil. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer frá Kristiansand í kvöld til Færeyja. Esja er á leið frá Aust- fjörðum til Rvikur. Herðubreið var á ísafirði í gærkveldi á suð- urleið. Skjaldbreið fer frá Rvík í dag. Þyrill er væntanlegur til Laugarness í dag. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gærkveldi til Vestmannaeyja. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á Dalvík. Arnarfell er í Vent- spils. — Jökulfell lestar á Vest- fjarðahöfnum. Dísarfell er í Árhus. Litlafell er í olíuflutning- um í Faxaflóa. Helgafell er í Rvík. Hamrafell fór frá Batúm 1 . þ. m. áleiðis til Reykjavíkur. Eimskipafélag Rvíkur. h. f.: — Katla er Riga. — Askja fór í gær frá Reykjavík áleiðis til Santiago, Kingston og Havana. Flugvélar* Flugfélag íslands h.f.: — Gull- faxi fer til Oslóar, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 10 í dag. Væntanlegur aftur til Rvík- ur kl. 16:50 á morgun. — Hrím- faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blöndu- óss, Egilsstaða, Hornafjarðar, ísafjarðar, Sauðárkróks, Skóga- sands og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Egilsstaða, Kópa- skers, Siglufjarðar, Vestmanna- eyja og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: — Hekla er væntanleg frá Stafangri og Osló kl. 21 í dag. Fer til New York kl. 22:30. — Edda er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrramál ið. Fer til Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og Hambcrgar kl. 9.45. — Leiguflugvél Loftleiða er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Oslóar og Stafangurs kl. 11.45. • m Ymislegt LJÓTI ANDARIHMGINN — Ævintýri eftir H. C. Andersen Þá tók hann eftir því, að hurðin hékk aðeins á annarri löminni og var svo skökk í dyraumbúnaðin- um, að hann gat skriðið gegnum rifuna inn í kofann — og það gerði hann líka. Þarna bjó gömul kona, með einn kött og eina hænu. — Um morguninn urðu dýrin strax vör við ókunnuga andarungann — og þá byrjaði kötturinn að mala, en hænan að gagga. „Hvað er þetta?“ sagði gamla konan og skimaði í allar áttir. En hún var sjóndöpur og hélt því, að unginn væri feit önd, sem hefði villzt þangað. — „Þetta var svei mér fengur,“ sagði hún. „Nú get ég fengið andaregg — ef þetta er þá ekki steggur. En við göng- um nú fljótlega úr skugga um það.“ Andarunginn var nú tekinn tii reynslu í þrjár vikur — en ekk- ert kom eggið. — kötturinn var húsbóndinn á heimilinu og hæn- an húsfreyjan, og þau voru vön að segja: „Við og veröldin“, því að þau þóttust vera hálfur heim- urinn — og meira að segja betri helmingurinn. Andarunganum fannst hann reyndar mega hafa aðra skoðun, en það þoldi hænan ekki. FERDIINIAIMD Lifandi áhugi Orð lífsins: — Síðan lögðu þeir hendur yfir þá, og fengu þeir þá Heilagan Anda. En er Símon sá, að Heilagur Andi veittist fyrir handa-yfirlagningu postulanna, færði hann þeim fé og sagði: Gef- ið mér einnig þetta vald . . . En Pétur sagði við hann: Þrífist aldrei silfur þitt né sjálfur þú, af því að þú hugðist að eignast gjöf Guðs fyrir fé. — Post. 8. Söfn BÆJARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Sími 1-23-08. Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29A: — Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22. nema laugardaga kl. 13—16. Lestrarsal- ur fyrir fullorðna: Alla virka daga kL 10—12 og 13—22. nema laugardaga kl. 10—12 og 13—16. Útibúið Hólmgarði 34: — Útlánadeild fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn: Mánudaga, miðvikudaga og föstudag* kl. 17—19. Útibúið Hofsvallagötu 16: — Útláns* deild fyrir börn og fullorðna: All« virka daga, nfema laugardaga, kl. 17.30—19.30. Útibúið Efstasundi 26: — Útlánsdeild fyrir börn og fullorðna: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. Minjasafn bæjarins, safndeild in Skúlatúni 2, opin daglega kl, 2—4 sd. — Árbæjarsafn kl. 2—6. — Báöar safndeildirnar lokaðar á mánudögum. Listasafi Einars Jónssonar — Hnitbjörgum er opið miðviku- daga og sunnudaga kl. 1,30—3,30 Bókasafn Hafnarfjarðar Opið alla virka daga kl. 2—7. Mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga einnig kl. 8—10 síðd. Laugardaga kl. 2—5. — Lesstofan er opin á same tíma. — Sími safnsins er 50790 Tæknibókasafn IMSÍ (Nýja Iðnskólahúsinu) Útlánstími: Kl. 4,30—7 e.h. þriðjud., fimmtud., föstudaga og laugardaga. — Kl. 4,30—9 e.h. mánudaga og mið« vikudaga. — Lesstofa safnsins er opin á vanalegum skrifstofutíma og út- lánstíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.